Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 14
14 MÉBUÐIB frjzlzi, áháð dagblað Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefansdottir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Palsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldorsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 ,<r eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Okrað á leikskólum Tvö sjónarmið togast á í fjár- málum dagheimila og leikskóla. Bæði sjónarmiðin eru út af fyrir sig rétt, en líta þó hvort um sig aðeins á aðra hlið málsins. Sumir telja leikskóla og dag- heimili vera mikilvægan þátt í menntun þjóðarinnar. Þess vegna beri ekki að láta foreldra greiða allan kostnað við reksturinn. Þeir segja jafnvel, að skólagjöld á þessu stigi ,,menntakerfisins“ eigi ekki fremur rétt á sér en á öðrum og síðari stigum þess. Aðeins mestu afturhaldsseggir andmæla menntunargildi leikskóla, þar sem börnin eru hálfan daginn. Þeir eru nokkru fleiri, sem telja dagheimili neyðarbrauð. En meirihluti manna er alténd þeirrar skoðunar, að á þessum stofn- unum læri börnin sumt, sem þau mundu síður gera í mörgum heimahúsum. Aðrir telja dagheimili og leikskóla vera mikilvægan þátt í möguleikum foreldra til að afla sér meiri tekna en ella. Þess vegna beri foreldrum, sem slíkra forréttinda njóta, að greiða allan rekstrarkostnaðinn. í reynd er verulegur skortur á leikskólum og dagheimilum. Sumir njóta þessara forrétt- inda, en aðrir ekki. Það er því eðlilegt, að margir telji hina heppnu foreldra eiga að greiða þennan tilkostnað við öflun viðbótar- tekna. Mjög erfitt er að bera þessi tvö sjónarmið saman til að skera úr um, hvort sé réttara. Hitt er auðveldara að sjá, að síðara sjónarmiðið ræður gerðum íslenzkra sveitarfélaga, þótt afturhaldssamir sveitarstjórar séu á öðru máli. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri í Neskaup- stað, hefur í tölum sýnt fram á hinn mikla skatttekjuhagnað hins opinbera af byggingu og rekstri leikskóla og dagheimila. Útreikningar hans hafa hrakið hina áður útbreiddu skoðun, að rekstur þessara stofnana sé arðsemislaust gustukaverk af hálfu sveitarstjórna. Sá galli er á gjöf Njarðar, að ríkið fær stærri hluta hagnaðarins en sveitarfélögin, sem bera hitann og þungann af rekstri dagheimila og leikskóla. Er hér um að ræða enn eitt dæmið um óeðlilega tekju- og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er vafasamt, hvort reikna eigi allar útsvarstekjur af tekjulægri maka til hagnaðar sveitarfélags af rekstri þessara stofnana. Tölu- verðan hluta þessara tekna mundu sveitar- félögin fá, þótt þau rækju ekki dagheimili og leikskóla. Rekstrarkostnaður dagheimila er nú 36.000- 45.000 krónur á barn á mánuði og leikskóla um 12.000.-15.000 krónur á barn á mánuði, að stofn- kostnaði meðtöldum. Ekki er ljóst, hve mikinn hluta af þessu sveitarfélögin þurfa að fá frá foreldrum til að komast slétt út úr peninga- dæminu. En ekki er fráleitt að metá hlutann á 60%, svo sem venja var, unz sveitarstjórnar- menn á Hellu æstu upp afturhaldsmenn í öðrum sveitarstjórnum. Með 60% greiðslu ættu sveitarfélög að græða á byggingu og rekstri þessara stofnana. Og þá er ekkert tillit tekið til annars sjónarmiðsins, sem nefnt var í upphafi, — að hið opinbera axli ábyrgð á þessum menntamálum sem öðrum í landinu. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. ísrael — Arabaríkin: Ætlar Sadat forseti að fóma PL0 ein- ingarsamtökum Pal- estínumanna? Sjálfstæði eða heimastjórn Palestínuríkis helzta vandamálið f friðarviðræðum Svo virðist sem samstaða sé orðin góð með Egyptum, Israel- um, Bandaríkjamönnum og Jórdönum um að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Vegna þessa þurfa þeir að komast að einhvers konar sam- komulagi við Palestinumenn, hina fornu Ibúa þess land- svæðis, sem telst til Ísraelsríkis nú. Arabarnir, sem bjuggu þar, en forfeður þeirra höfðu búið þar mann fram að manni öldum saman, hafa flestir verið í flóttamannabúðum á vestari bakka Jórdanár í Jórdaníu og Líbanon. Hafa þeir verið að mestu á framfæri Sameinuðu þjóðanna en aldrei hefur fengizt nein lausn á hver fram- tíð þeirra ætti að vera. I búðunum hefur Palestínu- búunum og börnum þeirra verið séð fyrir fæði og nokkurri menntun. Fullyrt er að þaðan hafi öfgasinnuðustu hryðju- verkamennirnir komið. Rétt er að taka fram að viður- kenning á að leiðtogar áður- nefndra rfkja leiti nú lausnar á vanda Palestínuaraba hefur ekki fengizt staðfest af neinum opinberum aðilum. Forustu- menn þeirra hvort sem eru ísraelsmenn, Arabar eða Bandarfkjamenn keppast við að fullyrða að stefna þeirra f mál- efnum Palestfnuflóttamanna sé óbreytt. Sérfræðingar telja þó nær víst að nú fari fram mikil leit að einhverjum þeim sem kallazt geti forustumenn Palestfnu- manna án þess þó að vera tengdir Einingarsamtökum Palestínumanna PLO. Þau samtök hafa á síðustu árum helzt verið f forsvari fyrir flóttamennina. Egypzkir embættismenn fullyrða og Sadat forseti hefur ftrekað þá stefnu að stofnað ■verði Palestínuríki á vestur- bakka Jórdanár og Gaza- svæðinu, sem ísraelsmenn lögðu undir sig í sex daga stríð- inu árið 1967. Aftur á móti er fullyrt að Egyptar hafi látið af þeirri kröfu sinni, að ríkið verði stofnað undir forustu PLO og það strax. ísraelsmenn segjast á hinn bóginn vera andvígir hugmynd- inni um að Palestínuríki verði stofnað. Þeir segjast einnig ennþá vera hatursmenn PLO samtakanna. ísraelsmenn eru sagðir hafa gefið eftir kröfu sfna um að vesturbakkinn og Gazasvæðið verði skilyrðislaust innlimað f ísraelsrfki. Margt er talið benda til þess að nú vilji þeir aðilar, sem hyggjast semja i deilu Araba og ísraels, helzt koma Einingar- samtökum Palestfnumanna PLO og leiðtoga þeirra Yasser Arafat út í yztu myrkur. Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti sagði á blaðamannafundi fyrir nokkrum dögum, að með þvf að vera jafn neikvæðir gagnvart hugmyndum um frið milli Araba og ísrael eins og raun ber vitni, þá útiloki PLO sig frá áhrifum við allar friðar- aðgerðir og umræður f framtfð- inni. Eru þessi ummæli Carters talin athyglisverð vegna þess að þó hann hafi aldrei viðurkennt PLO beint sem fulltrúa Palestínuaraba hefur forsetinn beint viðurkennt að samtökin kæmu að einhverju leyti nærri friðarviðræðum. Carter telur það helzt ámælisvert í afstöðu PLO að samtökin hafa algjörlega neitað að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Þetta er að vísu rétt en bent er á að andstæðingar Einingar- samtaka Araba PLO hafa heldur ekki viðurkennt tilveru þeirra og þá einnig að Palestfnuríki verði stofnað. Er því ekki talið óeðlilegt að þeir haldi fast við harða andstöðu sfna gegn Ísraelsríki. Sérfræðingar f málefnum þessa umtalaða heimshluta segja þó að litlu skipti hvernig málin standi þvf Carter Banda- rfkjaforseti hafi ákveðið að taka upp harð^ri andstöðu gegn Einingarsamtökunum PLO en áður. Ástæðan sé sú að hann telji sig þurfa að launa ísraels- mönnum að einhverju leyti þá nýju stefnu sem þeir hafi tekið upp á sfðustu vikum. En hver er hin nýja stefna ísraelsmanna? Vitað er að Menachem Begin fór til Washington um sfðustu helgi til að kynna Carter forseta hana. Opinberlega hefur ekkert Menachem Begin forsætisráðherra Israel brá sér til Washington til að kynna Jimmy Carter Bandaríkjaforseta tillögur sínar til lausnar deilum Araba og israelsmanna. Er verðbólgan bezti vinur húsbyggjandans? Sú skoðun hefur lengi verií algeng, að þótt dýrtfð og verð- bólga hérlendis sé til mikillar bölvunar megi hún þó eiga það, að hún sé hagstæð öllum þeim, sem vilja kaupa eða byggja eigin fjölskyldufbúðir. I sam- ræmi við það hefur gjarnan verið litið svo á, að þvf meiri sem vöxtur dýrtfðar og verð- bólgu væri á tilteknu tfmabili, þvf hagstæðara væri það fbúða- kaupendum. Aldrei færi svo, að launahækkanir héldu ekki nokkurn veginn f við dýrtfðar- vöxtinn og það gerði mönnum kleift að endurgreiða lán vegna fbúðakaupa, sem þeir myndu elia tæpast eða ekki ráða við að greiða. Viðkvæðið hefur yfir- leitt verið á þá leið, að um-að gera væri að „skella sér út f kaupin, verðbólgan sér um hitt“. Þetta hefur verið viðhorf „hárra“ sem „Iágra“ og f sam- ræmi við það hafa alltof margir hagað sér. Það er þvf eólilegt að þessi „kenning" verðbólgu- braskkerfisins verði tekin til ofurlftillar athugunar — hver veit nema á henni séu fleiri en sú eina hlið, sem að ofan greinir? Hverjir grœða — og hverjir tapa? Það er vitaskuld löngu ljóst, að á verðbólgutímum græða lántakendur en lánveitendur tapa. Sú er a.m.k. reynsla okkar Islendinga. Gróði er braskþjóð- félaginu velþóknanlegur en tap hins vegar sfður — það fer eftir þv hverjir fyrir því verða. Þegar betur er að gáð fer þó svo, a.m.k. hvað húsbyggj- endur/kaupendur varðar, að þar græða fáir eða engir þegar á heildina er litið en flestir eða allir tapa. Þetta skal nú skýrt nokkru nánar. Húsbyggjandi, sem reisir eigin íbúð, fær yfirleitt til þess tvö langtfmalán. Er þar annars vegar um að ræða lffeyrissjóðs- lán, hins vegar byggingarlán Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins. Hann hrósar að sjálfsögðu happi, ekki sfzt ef honum tekst einnig að verða sér úti um víxil- lán. Vafalaust reiknar hann sfðan með því, að verðbólgan og dýrtfðin muni gera honum létt að endurgreiða lánin og þvf hafi hann í rauninni stórgrætt. Og þannig virðist það Ifka vera, fljótt á litið —en skyidi það vera svo þegar betur er að gáð? Verðbólgan er versti óvinur húsbyggjandans Það er mikill misskilningur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.