Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. .'!!) i Sjónvarp <s Útvarp Utvarp íkvöld kl. 22.05: Jól Ardísar Táningur sem leiður er á jólastússinu Þetta er alveg ný saga og hefur ekki vepð prentuð ennþá. Hún er alveg nýsamin," sagði Baldur Pálmason um Jól Árdísar, sögu eftir Jennu Jensdóttur sem hann les í útvarpinu í kvöld klukkan fimm mínútur yfir tíu. „Það er sagt þarna frá ungri stúlku, Árdisi. Hún er á þessum svokallaða táningaaldri og er lítið hrifin af öllu stússinu í kring um jólin. Hún vill eiginlega hvorki taka þátt í að undirbúa þau né vera með i hátíðarhöldunum. Mikiu heldur vill hún vera með jafnöldrum sínum og hyggst því hreinlega fara eitthvað á brott með þeim. En svo veikist móðir Árdisar skyndilega rétt fyrir jólin og þá fer hún að hugsa um þessi mál alveg upp á nýtt og tekur aðra ákvörðun en fyrr,“ sagði Baldur Pálmason. Jenna Jensdóttir er eins og Jenna Jjensdóttir höfundur Jóla Ardísar. allir vita þjóðkunnur rithöfundur ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni. Núna fyrir jólin er til dæmis verið að gefa út aftur hinar sívinsælu öddu-bækur eftir þau hjónin. Jenna og Hreiðar eru auk þess að vera rithöfundar, bæði kennarar og ættu því að vita hvað börnum og unglingum kemur bezt. Það er vist algengara en menn halda að unglingar séu hálfleiðir um jólin. Þau eru fyrst og fremst hátíð barnanna og foreldranna. Unglingarnir vilja oft verða tals- -vert utanveltu og vita hreinlega ekki hvað þeir eiga að gera af sér. Auðvitað er þetta þó misjafnt eftir hverjum og einum en þó tel ég fáa aldursflokka þjást meira um jólin. Svo skammt er síðan ég var sjálf á þessum aldri og taldi dagana þar til jólin væru búin. Svo virtist einnig vera með jafn- aldra mína og hugsuðum við oft upp einhver ráð til þess að komast undan tilstandinu en gáfumst alltaf upp á síðustu stundu. - DS Höf undur útvarpsleikritsins: Finn Methling SKRIFAR JAFNT FYRIR ALLA FJÖLMIÐLANA Finn Methling, höfundur Jóla- ævintýris, er fæddur á Friðriks- bergi í Danmörku árið 1917. Hann tók stúdentspróf árið 1936 og próf í bókmenntasögu árið 1941. Fyrsta útvarpsleikrit Methlings var „Begær og bröde“ sem flutt var árið 1944. Síðustu 25 árin hefur hann hins vegar skrifað nokkurn veginn jöfnum höndum sviðsverk, útvarpsleikrit og hand- rit fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Eitt frægasta verk Methlings er án efa Ferðin til skugganna grænu sem sýnt var í Þjóðleikhús- inu árið 1966. Methling hefur einnig þýtt tals- vert af leikritum, þar á meðal nokkur verk heimsbókmenntanna sem sfgild hafa orðið. Jólaævintýri sem á frummálinu heitir „Et Julespil" var frumflutt í Danmörku árið 1951. Auk þess hefur íslenzka útvarp- ið flutt tvö leikrit eftir Methling, Ferðin til skugganna grænu árið 1966 og Ef til vill árið 1970. - DS I ^ Sjónvarp i FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 'JO.OO Fréttir og veður. 20 2“ Auglysingar og dagskrá. 20.2.") Töfraheimur hringleikahússins. I»ýö- nndi o” þulur Eiður Ctiðnasfin. 20.50 Kastljós (L). fcittur iim innlond inálufni. l’msjónarmaOur IIt*l«i K. Iloteason. 21.50 Frægðarbrölt. (Thc Saxon Charm) Randarísk bfómynd frá árinu 104S Xóalhlutvork Rnbort Mont«omory Autlroy T»»ttoro« Susan Ilayward. Rit hiifundurinn Kric Husoh skrifar loik rit. som hann sýnir umboösmanninum Matt Saxon. Hann ákvoóur a«) taka |»aö Helgi H. Jónsson fréttamaður er umsjónarmaður Spurt í þaula í kvöld. Útvarp íkvöld kl. 22.50: Spurt íþaula HVAÐ ER BÁKNIÐ? — og hvernig má losna við það — Friðrik Sófusson spurður íþaula „Ætlunin er að spjalla við ein- hvern úr ungliðahreyfingu Sjálf- stæðisflokksins, líklega Friðrik Sófusson, um það hvað þeir eigi við með kjörorði sínu „báknið burt“. Hvað það sé sem þeir eiga við með bákninu og hvernig það eigi að fara burt,“ sagði Helgi H. Jónsson fréttamaður hjá útvarp- inu er við hann var rætt um um- ræðuþáttinn Spurt í þaula sem er á dagskrá í kvöld i útvarpinu. Helga til aðstoðar er Vilhelm G. Kristinsson sem einnig er frétta- maður hjá útvarpi. Hefst þáttur- inn að loknum seinni kvöldfrétt- um og stendur allt að klukku- stund. Helgi sagði að upphaflega hefði margt komið til greina sem um- til sýnin.uar. <‘ii vill l'yrsi broyia |»vi voruloua. býöandi Kristrún W»róar dóliir. 2.15 Dagskrárlok. ræðuefni. Til dæmis þessar utan- þingsumræður sem urðu á dögun- um um starfshætti fréttamanna við ríkisfjölmiðlana. Hins vegar hefði sér ekki þótt eiga við að hann færi að fjalla um mál þar sem hann væri sjálfur gagnrýnd- ur. Ungliðarnir í Sjálfstæðis- flokknum urðu þvi ofan á. Ein- hverjum úr ungliðasamtökum hinna flokkanna verður svo gef- inn kostur á að hringja inn spurn- ingar til Friðriks. Ættu þessar umræður að geta orðið verulega spennandi ef vel tekst til. Ástæða er til að harma þann afleita tíma sem þessir annars mjög góðu umræðuþættir eru á. Nefna má sem dæmi að þátturinn sl. fimmtudagskvöld um áfengis- mál, undir stjórn Ölafs Ragnars- sonar, var aldeilis sérlega góður og hefði sannarlega átt erindi til allrar þjóðarinnar. En útsend- ■ingartíminn er slíkur að fólk sem á að fara I vinnu á föstudags- morgnum getur vart lagt við hlustir nema til þess sé fórnaé vinnuþreki daginn eftir. Er full ástæða til að fara fram á að timan- um verði breytt núna eftir ára- mótin. . DS Nytsamar Landsins mesta lampaúrval LJ0S & 0RKA Suðurlandsbraut 12 Sími 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.