Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. „ÁFENGIÐ ER EINN MESTI ÓVINUR ÞJÓÐARINNAR” — segirbréfritari Nokkrir menn eru svo lániausir að þeir geta ekki notað áfengi í hófi. Sem betur fer eru þó ekki allir landsmenn í þeim hópi. Hins vegar er það staðreynd að óhófleg neyzla áfengis virðist vera ástæða fyrir mörgum ólánsatburðum sem gerast hér á landi. En hvort algert áfengisbann bætir eitthvað úr skák skal látið ósagt. Þeir sem á annað borð vilja hafa áfengi um hönd finna sér alltaf einhverjar leiðir til þess að verða sér úti um það. 1730-6804 hringdi: Áfengisbann. Það hefur mikið verið rætt um áfengis- vandamálið í fjölmiðlum og er það vel. Þar hafa mörg sjónar- mið komið fram. Mín skoðun er að eina rétta lausnin á þessum málum sé að setja á algjört áfengisbann. Flestir lands- manna vita að við íslendingar græðum ekkert á áfenginu, langt frá því. Heidur töpum við stórum upphæðum á ári hverju vegna áfengisins. Það er stað- reynd að áfengið er mjög mikill slysavaldur og hversu mörg skyldu dauðaslysin vera orðin vegna neyzlu áfengis og ann- arra eituriyfja hér á landi. Það er komið upp stofnunum fyrir drykkjusjúklinga hér á Islandi og kostnaðurinn við þær skiptir tugum milljóna á ári. Þá er ónefndur sá stóri hópur að- standenda þessa fólks, en sorgir og erfiðleikar þess eru mjög miklir. Ég tel fráleitt að bæta eigi bjórnum ofan á allt saman. Hann yrði bara viðbætir og kveikjan að drykkju sterk- ara áfengis. Það er dálítið at- hyglisvert að margir af þeim, sem sent hafa bréf til Radda lesenda og sagzt vera með bjórnum eru meira og minna hlutdrægir, því mörgum finnst bjórinn góður og þeir hugsa bara um sjálfa sig en ekki um velferð þjóðarinnar. Afengið er einn mesti óvinur þjóðarinn- ar. Gróðinn af áfengissölunni er enginn þegar alit kemur til alls en samt sem áður er þessi óþarfa drykkur til sölu hér á landi. Hvenær endar þessi saga? TAKK Nú hefur verið tekin upp hraðbraut fyrir þá sem kaupa tíu hluti eða færri í Hagkaup. Fyrir nokkru birtist bréf hér á lesendasiðunni þar sem lesandi fór fram á að fá slíka hraðaf- greiðslu í stórmörkuðunum. Hagkaup á þakkir skilið fyrir þessa ágætu þjónustu sem við- skiptavinirnir fá. DB-mynd Bjarnleifur. ^ — Eg gcl ekki fundið hiifuðið á skjaldbiikuna liérna i kassanum. Hefur þú séð það. .lúlli? spyr jólasx eiusslrákurinn. — Maður verður bara að nola hiiftiðið á s'jálfum sér. segir Júlli. — Kn af hverju skríður þú inn í skjaldbökuna. Hiifuðið af lienni er ekki þar. — Nei, réll er það, segir Júlli. en eflir atlgnablik kippi ég þessu í lag. — Ilvað segirðu um þella? Gelum við ekki notazl við þella svona? spyr Júlli. Við hiifum engan tima til að leila að liinu eiginlega hiifði skjaldbökunnar. Það eru bara Iveir dagar IiI jóla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.