Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 24
24 r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. OSKASTEINAR OG GLERHALLAR ÓAur atainaini LJÓsmyndir: Agúst Jónsaon LJ6A: Kristjén fré Djúpslwk Eftirmáli: Stsindór Stsindórsson Ensk þýAing: Hsllbsrg Hollmundsson Útgsfsndl: Qsllsry Háhóll, Akursyri 1077. ÓSKAGJÖFIUfein VASAREIKNIVEL \ 9100 Hverfisgötu 33 Sími 20560 Löngum hafa menn tínt steina, sjálfum sér til yndis- auka og kannski ekki síður til þess að gefa vini litla gjöf, stundum notað sem jarðteikn með boðum hjarta’is. Sumir steinar höfðu þá náttúru að fæli maður þá í lófa sér mátti sá óska sér þess sem hugurinn girntist helst. I eftir- mála hinnar undurfögru og gagnvönduðu bókar, öður steinsins segir Steindór Stein- dórsson að þann stein megi finna á Jónsmessunótt á Tinda- stól þá hann flyti upp f litilli tjörn. Hann getur um fleiri töfra- steina svo sem þann sem gerir mann ósýnilegan þegar mikið liggur við. Aðrir steinar voru óheillaboðar og hyggilegast að grípa þá ekki upp af götu sinni eða á víðavangi. Allir sem hafa lagt hug að þessu efni og safnað steinum vita hvað steinar geta verið ríkir af töfrum og átt sterka útgeislun. Eftirmáli bókarinnar er eiginlega ágætur inngangur að hinni fögru lista- bók sem flýtur upp likt og óska- steinninn i jólabókastraumnum og þegar ég fór að handleika þessa bók fór mér eins og segir í fyrsta ljóðinu eftir Kristján frá Djúpalæk: Undrandi geng ég inn i veröld töfranna sem gestur.... Agúst Jónsson trésmiða- meistari á Akureyri er einn hinna mörgu tslendinga sem safnað hefur steinum úti i nátt- úrunni og hefur ekki sparað fyrirhöfn til að leita þeirra á fjöllum og í dölum, i hellum og á sjávarströnd. Honum nægði ekki að skoða ytra borð stein- anna, heldur lék honum for- vitni á að vita hið innra og tók Bók menntir Hrafnhildur Schram upp á að saga þá sundur, fága og slipa og láta ljósið leika I gegnum þunnar flögur og mynda ljósbrigði, liti og form sem þá birtust. Árangurinn er þessi einstæða bók sem maður getur endalaust verið að fletta og gleðjast við. Kristján skáld frá Djúpalæk hefur látið þessar 30 litmyndir verða sér að innblæstri og eru ljóð hans í senn einföld og fögur og hæfa myndunum vel vegna einlægni og hugmynda- flugs. Þau sýna hvernig þessar myndir orka á þetta skáld sem er svo mannlegur og hrein- lyndur svo sem ljóðin bera rikulega vitni. Eins og jafnan í útgáfusögu listabóka á tslandi verður opinberum aðilum ekki þakkað framtakið, heldur er um að ræða atorku einstaklinga og I þetta skipti ber að þakka ungum hugsjónamönnum á Akureyri sem hafa tekið að sér það veigamikla hlutverk að kynna norðlendingum góða og gilda myndlist og reka i því skyni Gallery Háhól á Akureyri Fyrr var alltaf iitið til Ragnars Jónssonar þegar rikisvaldið brást og mun hans skerfur ekki gleymast. Það er gleðiefni að nú eru komnir til sögunnar aðrir aðilar að axla slíka ábyrgð og er vonandi að þetta framtak hinna ungu manna á Akureyri verði metið að verðleikum og þeir fái byr í seglin. Horfandi út um gluggann gegnum frost- rósir gleðst ég við þessi orð Kristjáns frá Djúpalæk i 9. erindi bókarinnar: Vetrarblóm glugga bernsku minnar hafa sprungið út i iitbrigðaieik frostrósirnar eru teknar að anga. Hraf nhildur Schram

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.