Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 15
. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. Ætlar Sadat að láta af stuðningi sínum við Yasser Arafat ieiðtoga Einingarsamtaka Palestínumanna PLO? A myndinni er Ismail Fahmi fyrrum utanrikisráðherra Egyptalands að fagna komu Arafats til Kairo fyrir nokkru. Fahmi sagði af sér starfi utanríkis- ráðherra skömmu eftir að Sadat tilkynnti ætlan sína um að heimsækja tsraei. verið sagt um tillögur Begins en samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Israel og Banda- ríkjunum eru meginatriði þeirra eftirfarandi: Israelsmenn gefa eftir þá kröfu sína að vesturbakki ár- innar Jórdan og Gazasvæðið verði innlimað í ríki þeirra um aldur og ævi. Einnig bjóðast þeir til að veita,Palestinubúum á svæðun- um nokkra sjálfsstjórn. Þessi sjálfsstjórn má þó alls ekki verða þannig að á henni geti byggzt sjálfstætt Palestínuríki í framtíðinni, að mati ísraels- manna. Sjálfsstjórnin á að nokkru leyti að vera undir eftirliti Jórdaníu og einnig ætla Israels- menn sjálfir að hafa áfram her- sveitir á svæðinu til að tryggja frið og ró. Gegn þessu segjast þeir ætla að draga til baka hersveitir sínar af þessum hernumdu svæðum. Ríki eða sjálfsstjórnarland- svæði sem htíta verður þessum ofangreindu skilyrðum ísraels- manna, vilja sumir kalla verndarsvæði. Almennt er viðurkennt að til frambúðar séu slíkir stjórnar- hættir ekki æskilegir. Auk þess brjóta þeir I bága við þá viður- kenndu stefnu í heimsstjórn- málum að sjálfsákvörðunar- réttur íbúa á hverju landi eða heimshluti eigi að ráða stjórnarfari og hverjir stjórna. Benda má að að þessi stefna um sjálfsákvörðunarrétt sem ríkt hefur síðustu áratugi hefur síður en svo tryggt gott og mannúðlegt stjórnarfar um allan heim. Því fer fjarri. En samt sem áður er það ljóst að íbúar vesturbakkans og Gazasvæðisins hafa ekki verið spurðir álits og alls ekki vist hvort til stendur að spyrja þá eins eða neins. Einnig er óvíst hvort þeir vilja samþykkja að láta af stuðningi við Einingarsamtök Araba PLO gegn því að fá nokkra sjálfsstjórn sinna mála þó takmörkuð verði. Margir telja að Sadat treysti sér tæpast til að bjóða upp á friðarsamninga við ísrael og kynna þá fyrir öðrum Araba- þjóðum án þess að hann geti á einhvern hátt sýnt fram á, að frjálst Arabaríki verði stofnað á vesturbakka Jórdanár, annað hvort strax eða í næstu framtíð. Alls óvíst er einnig hvort Begin, forsætisráðherra Israel, sem til skamrris tíma var einn herskáasti stjórnmálaleiðtog- inn þar um slóðir og ósveigjan- legastur í afstöðu sinni til Arabaríkjanna, treystir sér til að gefa nokkrum undir fótinn með frjálst Palestínuríki. onihQTVlT Wjgliij 1^1 B ■ Plllv^ * w Sunnudaginn 11. desember skrifar formaður Alþýðubanda- lagsins grein í Þjóðviljann um gengislækkunarstefnu og spari- fé. Þarna kemur fram ákaflega mikill áhugi á vaxtapólitík og erfiðleikum atvinnulífsins vegna „vaxtaokurs". Allir vita að þessi þingmaður AB er langreyndasti fulltrúi flokksins í efnahagsmálum. Það er þess vegna ekki á neinum jafnréttisgrundvelli, að undirritaður tekur þátt í þessari -umræðu, heldur er hér brjóstviti beint gegn hagfræði- rökum. Sú aðferð hefur yfir- leitt ekki verið talin traustvekj- andi. Það eru samt ýmis atriði sem ekki vilja komast rökfræði- lega leið og ýmis siðferðisspurs- mál sem sveitamaðurinn á erfitt með að komast framhjá í sambandi við vaxtapólitíkina. Liklega vita flestir íslend- ingar að sú aldamótakynslóð, sem gekk í gegnum kreppur og fátækt, reyndi að leggja til hliðar nokkra fjármuni, þegar rofa tók til í íslenskum efna- hagsmálum. Áður en verðbólga tók á sig nútímalega mynd, fékk þetta fólk nokkra ávöxtun af peningum sínum. Langt er nú liðið, og undanfarna áratugi hafa vextir verið neikvæðir. Flest af þessu aldamótafólki hafði ekki peningavit í nútíma skilningi. Það trúði á banka- bók, en lengra náði peninga- vitið ekki. Hjá þessu fólki hefur verið gerð eignaupptaka, og það hefur glatað nálega öllum lífeyri sínum. Margt af þessu fólki er nú látið eða komið á grafarbakkann, og það hefur dáið í örbirgð, vegna þess að varasjóði þess var rænt, almennar ellilífeyristryggingar hafa alltaf verið í lágmarki og lífeyrissjóðirnir hafa brugðist hlutverki sínu. Siðleysi ó hóu stigi Þó að vextir hafi hækkað, er langt frá því að þeir séu raun- vextir. Þess vegna er ennþá stolið dag hvern af öllum sem eiga peninga í banka, Iangt fram yfir aðra sem tapa á verð- bólgunni. Þetta kalla ég siðleysi á háu stigi. Það er auðvitað ekki erfitt að skilja þá hagfræði að fyrirtæki, sem fá peninga á lægri vöxtum, gangi eitthvað betur en þau fyrirtæki, sem fá peninga á háum vöxtum. Hitt er illskiljan- legt að þann mun, sem er á verðbólgu og vöxtum, verði ekki einhver að greiða. Það er einnig illskiljanlegt að þeir sparifjáreigendur, sem eiga peningana, séu ekki þeir, sem tapa mest á þessum mismun. Verkalýðshreyfingin semur um visitölubætur á laun sín. Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Skyldi það ekki eiga einhvern þátt í verðbólgunni? Rikið vísi- tölutryggir þau lán sem það tekur. Skyldi það engin áhrif hafa? Margir sjóðir vísitölu- tryggja sína peninga meira eða minna, og mörg viðskipti eru í vaxandi mæli leynt eða ljóst komin inn á verðtryggingu. Það virðist aðeins vera einn aðili, sem ekki má fá verðtryggingu á fjármuni sína. Það eru þeir sem ekki hafa peningavit eða af öðrum ástæðum eiga banka- bækur. Þessir fjármunir námu 1. nóvember sl. 63,8 milljörðum króna. Fulltrúi Alþýðubanda- lagsins telur að allt efnahagslíf landsins sé nú í voða, ef þessir peningar væru verðtryggðir, og að margt vont stafi af því, að greiddir eru þó einhverjir vextir af þessari „fúlgu". Hvað vill Alþýðubandalagið? Það er ýmsum undrunarefni að fulltrúar Alþýðubandalags- ins skuli vera nánast þeir einu, sem hafa þá skoðun, að efna- nagsvanda eigi að lækna með lækkun vaxta á bankabókum. Jafnvel atvinnurekendur eru yfirleitt gengnir af þeirri trú. Auðvitað er Alþýðubanda- laginu heimilt að hafa hvaða efnahagsstefnu, sem það vill. Þegar fulltrúi þess var spurður í þaula í útvarpi, var á honum að heyra, að leysa ætti efnahagsvandann með því að láta alla atvinnuvegi fá það, sem þeir þyrftu. Spurt var að lokum, hvernig yrði með upphlaðnar landbúnaðarvörur. Fulltrúi bandalagsins taldi það ekki mikið vandamál. Verðgildi launa yrði bara aukið, og þá seldist upp allt vont kúasmjör. Ekki var spurt nánar um það, hvernig auka ætti verðgildi launanna, en vel mætti hugsa sér sem lausn, að verkafólk hætti nú að vinna reglulega 10 stunda vinnudag og færi í þess stað að vinna reglulega 12 eða 14 stundir og hætta að sleppa helgidögum í vinnu. Með slíkri kaupmáttaraukningu mundi of- framleiðslan hverfa eins og dögg fyrir sólu, og varla myndi verkalýðshreyfingin setja sig á móti slíkri kjarabót. Vegna óvenju góðrar stjórnarskrár lýðveldisins er öllum landslýð heimilt að styðja og kjósa hvaða flokk sem er. Undirritaður hefur valið þann kost að styðja og kjósa Alþýðubandalagið. Bæði hann og mjög margir aðrir hefðu ákaflega gaman að því að heyra, hvort Alþýðubanda- lagið hefði einhverjar sérstakar hugmyndir hér og nú um lausn þeirrar kreppu, sem skollin er á af mannavöldum yfir íslend- inga. Margir telja, að það leyn- ist ýmsar matarholur, sem ganga mætti í til þess að borga gjaldþrotið aðrar en það fátæka fólk, sem um hefur verið rætt hér. Eða ætlar bandalagið að ganga til kosningabaráttu með það eina baráttumál að ræna fólk sem ekki hefur peninga- vit? I upphafi var talað um að brjóstvit væri léttva'gt gagn- vart hagfræðiþekkingu og reynslu. Brjóstvitið skiptir auð- vitað ekki máli í svona lítilfjör- legri rökræðu. Hitt gæti orðið verra, ef kjósendur færu að nota það í kjörklefunum. Hrafn Sæmundsson prentari. ef húsbyggjendur halda að verðbólgan sé bezti vinur þeirra — þvert á móti er hún versti óvinur þeirra. Hún er meginorsök þess, að lífeyris- sjóðirnir veita mönnum bygg- ingarlán til jafns skamms tíma og með jafn erfiðum og þung- bærum kjörum og raun ber vitni; væri hún ekki fyrir hendi (eða í viðráðanlegum mæli) myndu þeir vera óhræddari um fé sitt og fúsari til að lána það til lengri tíma og með bærilegri kjörum. Og þá myndu þeir líka geta veitt mönnum hærri lán en þeir gera nú. þegar fé þeirra verður stöðugt fyrir samfelldri rýrnun. Verðbólgan er líka meginorsök þess, að byggingar- lán Húsnæðismálastofnunar rikisins eru ekki með jafn hag- stæðum kjörum og til skemmri tíma og lægri hlutfallslega, á hverja íbúð, en vera myndi ef hún væri ekki fyrir hendi eða af viðráðanlegri stærð; væri ástandið nokkurn veginn eðli- legt yrði verðtryggingin á endurgreiðslunum óþörf, unnt yrði að hafa lánstímann lengri en 26 ár (sem nú er) þar sem rýrnunarhættan væri tæpast fyrir hendi og stofnunin myndi hafa meira bolmagn til að hækka lánin í krónum talið og Kjallarinn Sigurður E. Guðmundsson hlutfallslega. Allt væri þetta í þágu húsbyggjenda og myndi verða þeim til meira gagns heldur en sú takmarkaða „nyt- semi“, sem þeir telja sig hafa af því nú, og á umliðnum árum og áratugum, að geta grætt á þvi að fá lán, sem þeir sfðan endur- greiða með verðminni krónum. Því skyldi heldur ekki gleymt, að fjármagnsrýrnun þeirra sjóða, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, hlýtur fyrr og síðar að lenda á húsbyggjend- um sjálfum, sem og öðrum: annaðhvort eyðileggjast sjóðirnir í dýrtíðinni eða það verður að afla þeim fjár með einhvers konar skattlagningu. Hið síðarnefnda hefur til þessa orðið ofan á, hvað umrædda sjóði varðar. En hvað um gróða íbúðakaupenda? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag eigenda- skipta á íbúðum, sem við búum við, sé ein meginorsök verð- bólgunnar hér á landi. Heita má, að mestallt íbúðarhúsnæði í landinu sé á samfelldú sprengiuppboði — sá einn fær, sem býður hæst. Frumskógalög- mál markaðsþjóðfélagsins fá al- farið að ráða ferðinni — þegar verkamannabústaðakerfinu sleppir, sem og öðrum félags- legum íbúðakerfum. Þessar að- stæður koma mjög hart niður á öllum almenningi. Hann fær ekki inni í almennum fjöl- skylduíbúðum nema hann taki á sig afarkjör, hvort heldur menn vilja kaupa eða leigja sér fbúðir. Það er mál út af fyrir sig, sem ég ætla ekki að gera að umtalsefni hér, að íbúðaeig- endur hafa verið aldir upp í því viðhorfi, að sjálfsagt sé að krefjast stöðugt hæsta uppboðs- verðs við íbúðasölur og fjöldi manns hefur atvinnu sína af þvi að æsa þennan leik sem allra mest — því æstari sem hann verður, þvi meiri verður gróði þeirra. Hitt verður rakið beint til óheillaáhrifa verðbólg- unnar að kjör þau, sem menn verða að sæta, eru með jafn óhagstæðum hætti og raun ber vitni. Verðbólgan á sinn þátt í því, að íbúðaverð er sprengt upp á þann veg, sem öllum er kunnugt. En hún ræður senni- lega einnig mestu um það, að við eigendaskipti lána selj- endur kaupendum ekki meira fé af söluverðinu en brýnasta nauðsyn krefur til eins skamms tima og með eins háum vöxtum og framast er stætt á. Væri ástandið með nokkurn veginn eðlilegum hætti myndu íbúða- seljendur væntanlega una því, að kaupendur fái stærri hluta kaupverðsins að láni, til lengri ,tíma og með lægri vöxtum. Þessi kjör yrðu þá til þess, að kaupendur þyrftu ekki að leggja á sig jafnmikla auka- vinnu né heldur vera jafn að- gangsharðir um launahækkanir eins og þeir eru stundum sak- aðir um að vera. Versti óvinur íbúðaeigenda Það ber brýna nauðsyn til að almenningur átti sig á þvf, að verðbólgan er ekki bezti vinur húsbyggjandans/íbúðarkaup- ard. ív- — hcM-ir þvért ' ■"A,i vcrsti óvinur hans. Hún gerir honum á allan hátt sem erfiðast fyrir, bæði að þvi ér v.irður fjárhag hans og fjölskyldulíf, að öðru ótöldu. En hún er lfka versti óvinur íbúðareigandans: hún þyngir skattana. sem á eignunum hvila: hún rý '- fn’ fé, sem hann verður að lána við sölu etgnarinnar; hún kemur í veg fyrir að hann geti fengið umtalsvert fé að láni með veði í eign sinni, t.d. til viðhalds og viðgerða, sökum rýrnunar eigin fjár og getuskorts lánasjóða. Það er brýn nauðsyn að öll þessi mál verði tekin til endur- mats í ljósi fenginnar reynslu og heilbrigðari skipan komið á þau. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.