Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 8
8. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. Grammófónninn 100 ára Upphafið að stórkostlegum iðnaði Jóhannes Guðmundsson hef ur lokið við almanakið: „Ég dunda við þetta svona einn í kotinu með fuglunum” — upprunalegur fónn og spólur á Byggðasaf ninu á Akranesi Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að Thomas A. Edison tókst að hljóðrita vísubrotið Mary Had a Little Lamb inn á fyrsta hljóðupptökutækið, svonefnt fónograf. Tæki þetta var fyrst sýnt 7. des. 1877 og einkaleyfi fékkst 19. febrúar 1878. Þessi merka uppfinning var upphafið á stórkostlegum iðnaði, sem sífellt hefur þróazt og eiga hljóðupptökutæki nútímans lítið skylt við síválning Edisons, bæði hvað varðar útlit og gæði. Fyrsti hljóðritinn á almennum markaði var knúinn handsveif, vaxborinn sívalningur. Hann var smíðaður í Bandaríkjunum af Bell og Tainter árið 1886, en þýzkur inn- flytjandi til Bandarfkjanna, Emil Berliner varð fyrstur til að smfða kringlótta plötu, sem hann notaði lfkt og grammófónplötu, en slíkar plötur urðu samt ekki sí- valningnum skæður keppinautur fyrr en 1896. Nú þykja hljómflutningstæki nauðsynleg á hverju heimili og hér á tslandi er plötuútgáfa ört vaxandi iðnaður. A þessu ári munu hafa komið u.þ.b. 40 ís- lenzkar plötur á markaðinn og meirihluti þeirra kemurá markað- inn fyrir jól. Plötur eru því farnar að keppa við bækur um söfu á jólamarkaði hérlendis. LP plötur komu á markað 1948 og segulbönd með hljóðupptöku voru síðan fyrst sett á markað f Bandarfkjunum árið 1950. Fjölda- framleiðsla stereo og fjögurra rása platna og segulbanda (kass- ettur) hefur sfðan vaxið ár frá ári og árið 1975 nam sala á hljómplöt- um og segulhljómböndum f Bandarfkjunum 444 milljörðum króna, en seld voru 564 milljón stykki. Þeir söngvarar, sem mest hafa selt af plötum eru brezku Bftlarnir, en frá þvf f febrúar 1963 fram í júnf 1972 var heildar- sala þeirra sem svaraði 545 milljónum platna. Hér á Islandi eru til gamlir grammófónar og mun rfkisútvarp- ið eiga f fórum sfnum gömul tæki, en þau eru niðurpökkuð og f geymslu vegna húsnæðisvand- ræða stofnunarnnar og þvf erfitt að nálgast þau. En á Byggðasafn- inu á Akranesi er til gamall Edi- son grammófónn. Framleiðslu- númerið er ekki á honum, en hann mun hafa verið framleiddur á árabilinu frá 1888-1905. Fónin- um fylgja 40 kefli eða sívalningar og eru þau öll heil eins og fónn- inn. Helga og Gyða Jónsdætur (dætur sr. Jóns M. Guðjónssonar) gáfu byggðasafninu fón þennan. JH Jóhannes B. Guðmundsson, grínari, með dagatalið fyrir árið 1978. DB-mynd R.Th.Sig. „Þú verður að skrifa, að ég óski allri þjóðinni gleðilegra jóla, — þá geta allir hugsað: ,,Nú! Hann Jóhannes grfnari hefur verið að senda mér kveðju." “ Þetta eru þriðju jólin sem Dag- blaðið er við lýði og nú um þessi jól sem og endranær hefur Jó- hannes Guðmundsson, grínari, ættaður frá Suðureyri, „en þar vil ég ekki búa,“ litið til okkar. Megintilgangurinn er að spjalla og þiggja kaffi, en auk þess verðum við þess aðnjótandi að fá að skoða almanakið sem Jóhannes gerir sjálfur. „Það hafa farið í þetta einir tveir mánuðir, en það er allt I lagi, ég hef nógan tfma,“ sagði Jóhannes og brosir sfnu sérstæða brosi. „Ég dunda svona við þetta einn f kotinu hjá fuglunum mfn- um.“ Jóhannes er einn þeirra manna, sem alltaf er f góðu skapi, andstætt þvf sem gerist með flesta aðra. Hans eina hlutverk, hefur hann sagt, er að „skemmta fólkinu og grinast og svoleiðis" og þess vegna rekur hann JG-musik. JG-musik sér um að koma f samkvæmi til fólks og grlnast en það hefur veriö lftið að gera „enda eru allir svo uppteknir núna fyrir jólin.“ A almanakinu er JG-musik aug- lýst en slagorð fyrirtækisins eru: „Nóg meiri musik fyrir alla“ og „Umgengist æ fleiri fræga skemmtikrafta". Og svo er Jóhannes með spól- urnar sfnar. Á einni hermir hann eftir Hauki Morthens og þar segir einnig frá því er Haraldi var rænt á götu f Reykjavfk. Þá gerir Jóhannes lftillega grfn að plöt- unni þeirra Halla og Ladda, sem eru einnig vinir hans. A annarri spólu eru gamanvfsur frá árinu 1969, sem hann flutti er hann var fyrir norðan og þriðja spólan hefur að geyma fjórtán lög, bæði eftir Jóhannes og einnig erlend. Þar er m.a. að finna lagið „Þú leynist mér“, „Kvennaárið" og fleiri, „öll sungin af mér og ég sé um allan hljóðfæraleik." Svo fer Jóhannes og hann klæðir sig vel þvi það er kalt úti. Við óskum honum gleðilegra jóla. - HP Öneitanlega er fónninn á Byggðasafninu á Akranesi virðulegt tæki. Til hliðar eru sívalningarnir og er allt í fullkomnu lagi. DB-mynd Guðni Halldórsson. seljastupp Pantið því strax Fæstí öllum beztu leikfangabúðum landsins Vonarlandi v/Sogaveg Símar 8-45-10 — 8-45-11 Heildsölubirgðir: INGVAR HELGAS0N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.