Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. „Undir sama þaki alveg stórgóður” — segirbréfritari Karl Axelsson (5480-2994) skrifar: Athugasemd við grein S.F. Alveg varð ég forviða þegar ég rak augun f grein hér f blað- inu1 þann 7.12. eftir manneskju sem titlaði sig S.F. I þessari grein sinni á bréf- ritari ekki nðgu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á þátt- unum Undir sama þaki. Finnur hann þeim flest til foráttu og telur að þeir eigi bezt heima f barnatíma sjónvarpsins. Langar mig nú til að svara þvf sem þar kemur fram f örfáum orðum. Bréfritari furðar sig á þvf fyrst f grein sinni, hversu fáir hafi opinberlega látið f ljós skoðun sína á þáttunum. Svarið við þeirri spurningu er aug- ljóst, fólk var yfirleitt svo ánægt með þættina að það hafði ekki yfir neinu að kvarta. Fullyrðing bréfritara um að hann hafi hvergi fundið neinn, sem gaman hafði af þáttunum, stingur dálitið mikið f stúf við mína reynslu. Hvar sem ég hef komið hefur fólk verið mjög ánægt með þættina, og ég leyfi mér að fullyrða að þættirnir séu þeir vinsælustu sem birzt hafa í sjónvarpinu lengi. Enda voru þættirnir ljómandi vel gerðir, og hjálpaðist þar að gott handrit og góður leikur. Svo lftur út fyrir að greinin hafi verið samin í miklum flýti. Kastar þó fyrst tólfunum þegar bréfritari byrjar skftkast að Hrafni Gunnlaugssyni og virðist hann þá oft gleyma því að höfundarnir voru fleiri. Þó þykir mér furðulegast þegar bréfritari gerir barnalegan samanburð á skopskyni Hrafns og nokkurra annarra höfunda. Bréfritari virðist vera einn úr þeim þröngsýna hópi raanna, sem stimplar allt fslenzkt efni Leikararnir i þættinum Undir sama þakl voru aideilis stórskemmtiiegir Þarna er ríki frændinn frá Ameríku að kyssa eiginkonu umboðsmannsins — auðvitað var alit tómur misskilningur. Frænkan horfir á. lélegt fyrirfram. Væri óskandi að þetta fólk héldi sér á mott- unni og leyfði okkur hinum að njóta þessa efnis án sifellds nöldurs og fordóma. Sjónvarpsmenn, haldið áfram á þessari braut, Undir sama þaki lofar góðu um framhaldið. Þið hafið sýnt að þið eruð vel hæfir til að búa til gott sjón- varpsefni. Við þig, bréfritari, vil ég segj a eitt að lokum. Næst þegar þú sendir grein f blöðin, láttu þá fylgja nafn þitt. Það bætir sfzt Raddir lesenda upp þá endaleysu sem grein þfn vissulega er, að vilja ekki gangast við nafni þfnu. Við erum í hjarta borgarinnar .ifSL. TtZKlTVEKZLUN UNGA FÓLKSWS Wkarnabær Siáa Ljfk^trgotu 2 Simi *r» Unjfrfjofó. 28155 4«sf«rstræfi 22 S*mi?ÍI55 Spurning dagsins ÆTLARÐU AD FARA í KIRKJU Á AÐFANGADAG? Atli Steinarr Atlason, nemandi f Grunnskóla Mosfeilssveitar, 14 ára: Nei, ég ætla ekki að gera það. Mig langar bara ekkert til þess. jú, ég er kristinn, var meira að segja fermdur f vor. Kristfn Þorleifsdóttir húsmóðir, Þverá f Eyjahreppi Snæfellsnesi: Það er nú aldrei messað á aðfangadagskvöld I minni sveit. Við förum auðvitað til jólamess- unnar sem verður annað hvort á jóladag eða annan f jólum, eftir þvf sem presturinn messar hjá okkur. Hann þjónar nefnilega fleiri kirkjum. Sigurþór Sigurðsson afgreiðslu- stjóri, 51 árs: örugglega ekki. Ég kem ekki til með að hafa tfma til þess, þvf að ég þarf að vinna að minnsta kosti til hádegis á aðfangadaginn. Guðný Guðnadóttir af- greiðslumær, 19 ára: Nei, ég hef aldrei gert það. Fer yfirleitt ekki f kirkju. Jú, jú, ég er kristin. Gunnar Hannesson, birgðastjóri hjá SS, 44 ára: Nei, það geri ég líklega ekki. Hef þó gert það stundum áður. En ég stefni að þvf að fara í kirkju á jóladag. lón Björnsson skrúðgarða- irkitekt: Ekki hafði ég hugsað mér það. Það er raunar óhugsað mál ennþá. En að sjálfsögðu væri lásamlegt að gera það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.