Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. Veðrið Spéð er litlum breytingum á veðri naasta sólartirínginn. Sumarbliða varður áfram og haagviörí. Sérstak- lega verður þó indaalt veöur fyrír norðan. Hvasst gaati orðið við suð- vesturströndina og smáhvessir i öðrum landshlutum i nótt. Klukkan sex f morgun var 6 stiga hiti og alskýjað i Reykjavik, 5 og skýjað i Stykkishólmi, 9 og alskýjeð á Qaltarvita, +1 og snjóál á Homi, + 5 og láttskýjað á Akureyri, 4 og skýjað á Raufarhöfn, 5 og láttskýjað á Dalatanga, 3 og skýjað á Höfn og 6 og þokumóða f Vestmannaeyjum. i Þórshöfn var 7 stiga hiti og súld, 3 og alskýjað f Kaupmanna- höfn, +6og alskýjað f Osló. +11 og skýjað f London, 0 og alskýjað f Hamborg, 7 og alskýjað f Madríd, 12 og alskýjað f Ussabon, og 3 og alskýjað f New York. Rannveig Magnúsdóttir, sem lézt 17. desember sl. var fædd 18. febrúar 1885 að Hörgslandi á Síðu. Foreldrar hennar voru Ingi- gerður Jónsdóttir og Magnús bóndi Þorkelsson síðar hrepp- stjóri sem þar bjuggu. Til Reykja- vikur flutti Rannveig 1 kringum aldamótin og árið 1909 giftist hún Þorkeli Magnússyni sem einnig var Skaftfellingur að ætt. Mann sinn missti Rannveig árið 1956. Eftir það bjó Rannveig með dóttur sinni Ingu Guðríði en bjó lengst af i sama húsi og Magnea dóttir hennar og sr. Sigurbjörn Einarsson biskup, að Freyjugötu 17. Sigurgisli Kjartansson, Völlum, ölfusi lézt að heimili sinu 20. desember. Ölafur Asgeirsson fyrrverandi tollvörður lézt 21. des. Stefán Jóhannsson, fyrrverandi aðalvarðstjóri, Hæðargarði 4 lézt 20. desember. Agnar Agnarsson lézt af slys- förum 19. desember. Ragnheiður Elisabet Jónsdóttir, frá Hjarðarholti, Stafholts- tungum verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, 23. desember kl. 13.30. Filodelfío Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30. Æskufólk talar og syngur. Samkomustjóri Sam Glad. Nýtt Vaftnin líf VaKningarsamkoma i kvöld kl. 20.30 i Hamra- borg. Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir. tilkyiminpr Síðustu rútuferðir heim fyrir jólin Þrátt fyrir slæmt veður og erfiða færð hefur starfræksla sérleyfisbifreiða gengið nokkurn veginn eðlilega undanfarnar vikur. Tafir vegna ófærðar hafa verið afar litlar og þakka menn þar góðum bifreiðum og færum bilstjórum. Eins og undanfarin jól leggja sérleyfishafar áherzlu á að koma farþegum sinum fljótt og örugglega heim til fjölskyldu og vina fyrir jól. Ferðir til eftirfarandi staða verða sem hér segir fram til jóla: Akureyri: Fimmtu* og föstudag kl. 08.00. Biskupstungur: Aðfangadag kl. 13.00 Bein ferð. Borgarnes: Fimmtu- og föstudag kl. 10.00 og 18.00 Aðfangadag: kl. 09.00 og 13.00 Grindavik: Fimmtudag kl. 18.30, Þorláks- messu kl. 18.30 og 23.30. Hólmavik: Fimmtudag kl. 08.00. Hruna- og Gnúpverjahreppur: Fimmtudag kl. 17.30. Aðfangadag kl. 14.00. Hveragerði: Ekið samkvæmt áætlun.Siðustu ferðir aðfangadag kl. 15.00 og 15.30. Hvolsvöllur. Fimmtudag og föstudag kl. 08.30 og 17.00.Aðfangadag kl. 08.30 og 13.30. Höfn: Þorláksmessu kl. 08.30. Keflavík. Ekið samkvæmt áætlun 6 sinnum á dag. Sfðasta ferð aðfangadag kl. 15.30. Klaustur: Fimmtudag og föstudag kl. 08.30 Aðfangadag kl. 08.30. Króksfjarðarnes: Þorláksmessu kl. 08.00. Laugarvatn: Fimmtudag kl. 16.30. Aðfanga- dag kl. 13.00. Mosfellssveit: Ekið samkvæmt áætlun Siðasta ferð aðfangadag kl. 15.20. Ólafsvík Hellissandur: Fimmtudag og föstudag kl. 10.00 Reykholt: Fimmtudag kl. 18.00. Þorláks- messu kl. 08.30 og 18.00 Aðfangadag kl. 13.00. Selfoss: Ekið samkvæmt áætlun. Sfðustu ferðir aðfangadag kl. 15.00 og 15.30. Stykkishólmur - Grundarfjörður: Fimmtu- dag og föstudag kl. 10.00. Þorlákshöfn: Fimmtudag kl. 12.30 og 18.30. Föstudag kl. 12.30, 18.30 og 20.00. Siðasta ferð aðfangadag kl. 14.30. Móttaka á bögglum með sérleyfisbifreiðum er i Umferðamiðstöðinni. Opið fimmtudag kl. 07.30 — 22.30 föstudag kl. 07.30 — 24.00 Aðfangadag kl. 7.30 og fram á hádegi. Allar frekari upplýsingar gefur BSl í sima 22300. HiHiÍÍii Jólatónleikar í Garðakirkju Mánudaginn 26. desember efna Manuela Wiesler, flautuleikari og Helga Ingólfsdóttir, semballeikari til tónleika f Garðakirkju, Álftanesi. A efnisskrá þeirra eru sónötur eftir J.S. Bach og G.Fr. Hándel, ennfremur Fantasfa fyrir einleiksflautu eftirG.Ph. Tele- Manuela og Helga hafa leikið mikið saman á undanförnum árum. Meðal annars hafa þær flutt öll verk J.S. Bachs fyrir flautu og sem- bal, en heildarflutningur þessara verka var á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Einnig hafa þær undanfarin þrjú sumur komið fram á Sumartónleikum f Skálholtskirkju. Sem fyrr segir verða tónleikar þeirra i Garðakirkju, Alftanesi en f þeirri kirkju þyk- ir hljómburður sérlega góður. Til leiðbein- ingar fyrir ókunnuga skal tekið fram að frá Alftanesvegi er ekinn afleggjari er merktur er Garðaholt og liggur að kirkjunni. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis. GENGISSKRÁNING NR. 244 — 21. desember 1977 Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 212.00 212,90 1 Staríingapund 399,30 400,40* 1 Kanadadollar 194,00 194,90* 100 Danakar krónur 3913,70 3924,00* 100 Norakar krónur 4110,50 4122,10* 100 Saanakar krónur 4490,90 4503.50* 100 Finnak möríc 5205,00 5219,70* 100 Franakir frankar 4459,45 4471,09* 100 Boig. frankar 939.95 940,45* 100 Sviaan. frankar 10435,90 10495.20* 100 QyWni 9231,45 9257.55* 100 V.-Þýzk mörk 9979,00 10009,20* 100 Lirur 24,23 24,30* 100 Auaturr. Sch. 1390,20 1394,10* 100 Eacudoa 529,95 530,45* 100 Paaatar 251,10 251,80* 100 Yan 89,09 98.34* ‘Brayting fré aiðuatu akráningu Þakkir Þökkum innilega samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, Jóns Gislasonar, frá Hellis- sandi.Hverfisgötu 101 A, Þökkum starfsfólki A-deildar og sjúkra- deildar Hrafnistu fyrir góða hjúkrun og umhyggju. Gislína Jónsdóttir, Hilmar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Dagblað án nkisstyrks ALGJÖR NÝJUNG r ' % - ' i ^ ^t iT - Polyamide VISCOSUISSE Helaxica 22 dtex Sokkabuxur og nærbuxur í einu lagi Svissnesk gæöaframleiðsla Buxnahlutinn styrktur meö 22E5SS sem tætur vet búðinni, einnig meö mjúkri baömullarbót GOTT BUXNASNIÐ MJUK BAÐMULLARBOT FÁST EINNIG MEÐ FROTTEBUXNAHLUTA OG V-SNIDI — LITIR: PERLE BAMBI, COSTA BR., OG FLANÉUE VERÐ KR. 670. Póstsendum Domus Medica — Egilsgötu 3 Pósthólf5050-Sími 18519 IIIMIIIIIIIIINIIIIINIIIIMIIIIIIINIIIIIIIIIliiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiililllllllllllllll Framhaldafbls.31 Hólmbræður. Hreingerningar. Teppahreinsun. Gerum hreinar íbúðir, stigaganga, stofnanir og fl. Margra ára reynsla. Hólmbræður. sími 36075. Hreingerningafélag Reykjavikur, sími 32118. Teppa- hreinsun og hreingerningar á stigagöngum, íbúðum og stofnun- um. Góð þjónusta, vönduð vinna. Sími 32118. Önnumst hreingerningar á ibúðum og stofnunum, jafnt utanbæjar sem innan. Vant og vandvirkt fólk. Símar 71484 og 84017. Gerum hreinar íbúðir, stigagangá og stofnanir, vanir og vandvirkir menn. Jón, sími 26924. Gólfteppahreinsun, húsgagnahreinsun. Löng reynsla tryggir vandaða vinnu. Erna og Þorsteinn, sími 20888. Þrif. Tek að mér hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og fleiru, einnig teppa- og húsgagnahreins- un, Vandvirkir menn. Upplýsingar í síma 33049 (Haukur). Hreingerningarstöðin. Hef vant og vandvirkt fólk til hreingerninga. Teppa- og hús- gagnahreinsun. Uppl. í síma 19017. ökukennsla Lærið að aka bíi á skjótan og öruggan hátt. Sigurður Þormar, símar 40769 og 34566. Ökukennsla-Æfingartimar Bifhjóiakennsla, simi 13720. Kenni á Mazda 323 árgerð 1977, ökuskóli og fullkomin þjónusta í sambandi við útvegun á öllum þeim pappirum sem til þarf. öryggi- lipurð — tillitsemi er það sem hver þarf til þess að gerast góður ökumaður. ökukennsla Guðmundar G. Péturssonar. Simi 13720 og 83825. Ökukennsla-æfingartímar. Hver vill ekki læra á Ford Capri árg. ’78. Útvegum öll gögn varðandi ökupróf. Kenni allan daginn. Fullkominn ökuskóli. Vandið valið Jóel B. Jacobssqn ökukennari, símar 30841 og 14449. ökukennsia — Æfingatímar. Kenni alla daga allan daginn. Fljót og góð þjónusta. Útvega öll prófgögn ef óskað er. ökuskóli. Gunnar Jónasson, sími 40694. Ökukennsla-æfingatimar. Kenni á Mazda 323 árg. ’77. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd í ökuskírteinið, ef þess er óskað. Hallfríður Stefánsdóttir, sími 81349. Ökukennsla-bifhjólapróf. Kenni á Mercedes Benz. öll próf- gögn og ökuskóli ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. 1 Þjónusta i Silkiprentun. Fyrirtæki og félagasamtök at- hugið. Prentum félagsfána, plast- límmiða, vörumerki á fatnað (fatamiða), plaköt, auglýsingar og merki í gluggarúður, teikningar og tilboð, yður að kostnaðarlausu. Sáldprent, Skóla- vörðustíg 33, sími 12019. Opið kl. 2-6. Vélaleigan — Loftpressan auglýsir: Höfum til leigu traktors- pressu með rnanni, einnig Hollmann loftpressu, 2ja hamra, með eða án manna. Simi 76167. Húsa- og húsgagnasmiður. Getum bætt við okkur hvers konar viðgerðum og breytingum utan húss sem innan. Hringið i fagmenn Símar 18984 og 32962. Húseigendur—Húsfélög Tökum að okkur viðhald og viðgerðir á húseignum úti og inni, tréverk, málning, sprunguþétt- ingar, hurðahreinsun, skrár, lamir og læsingar, hurðapumpur, flísalögn, glugga- og hurðaþétt- ingar, þéttum Ieka á krönum og blöndunartækjum. Skiptum um þakrennur og niðurföll. Uppl. í síma 27022 eða eftir kl. 6 í síma 74276.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.