Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. „Dýrmætt þegar æskan fæst við göf ugt viðfangsefni” —segir bréf ritari um tónleika í Garðabæ KJÖRBÚÐ HRA UNBÆJAR Hraunbœ 102 — Sími 73800 Ijólamatinn Rjúpur kr. 1000,- stk. Hamflettar rjúpur kr. 1100,- stk. Hangikjöt frá SÍS og Akure.vri. Læri úrbeinuð kr. 2.200,- pr. kg. Úrbeinaður frampartur kr. 1.900,- pr. kg. Svínakjöt, kótilettur. Bógar og hamborgarhryggir Folaldakjöt á góðu verði Verið velkomin KJÖRBÚÐ HRAUNBÆJAR Hraunbce 102 — Sími 75800 Það var ákaflega ánægjuleg stund, sem viðstaddir áttu í íþróttahúsinu Ásgarði, þessu myndarlega mannvirki Garð- bæinga, sunnudaginn 18. des- ember siðastliðinn. Þar var á ferðinni unga fólkið í Garðabæ og hélt tónleika í tilefni af komu jólahátíðarinnar. Þarna léku tvær lúðrasveitir undir stjórn hins kunna hljómiistar- manns, Björns R. Einarssonar, og er önnur skipuð börnum á aldrinum 11—14 ára, en hin 9—11 , ára. Lúðrasveit Garða starfar innan vébanda Tón- listarskólans í Görðum, sem er greinilega þróttmikil stofnun og í mikilli framför. Fyrst lék lúðrasveit eldri- barnanna tiu lög. Þá lék lúðra- sveitin með yngri börnunum nokkur barnalög. Næst voru 7 lög leikin af eldri sveitinni og loks lauk hljómleikunum með „Heims um ból“, sem báðar sveitirnar blésu — og allir við- staddir tóku undir með söng og risu á fætur. Það leita á áheyrandann ýmsar hugsanir, meðan hlustað 1977 OKKAR 1977 rjtcy JÓNSS0N aJ :.f IÍÉmíl 1 KDNUB 0G GÍSLIJÓNSSON: KONUR OG KOSNINGAR Sagan um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti. LJÓÐ DAVÍÐS STEFÁNSSONAR FRÁ FAGRASKÓGI, úrval Ólafur Briem menntaskólakennari hefur búið til prentunar. KvfiW®1 SMALAVÍSUR Síðustu Ijóð ÞORSTEINS VALDI- MARSSONAR sem lést í sumar. Bókin eykur enn orðstír þessa sérstæða og listræna skálds er samræmdi ógleymanlega frum- leik og hagleik í kvæðum sínum. ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR: UN GVERJALAND OG RÚMENÍA Nýtt bindi í bókaflokknum Lönd og lýði, en í honum eru nú komin út 21 rit. POUL VAD: HIN LÍTILÞÆGU Úlfur Hjörvar þýddi. Skáldsaga eftir einn af snjöllustu nútímahöfundum Dana. Hún lýsir ungu en rótslitnu fólki í Kaup- mannahöfn, sálarlífi þess, ein- semd og örlögum. Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: ÍSLENSK KRISTNI IVESTURHEIMI Bók um trúarlíf og trúardeilur Vestur-íslendinga með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Tóivmoimtir l'ö M | ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS Dr. HALLGRÍMUR HELGASON: TÓNMENNTIR A—K Fyrra bindi Tónmennta. EINAR LAXNESS: ÍSLANDSSAGA L-Ö Síðara bindi íslandssögunnar. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652 er á svona skemmtilega og menningarlega hljómleika. Hversu dýrmætt er það ekki æsku þessa lands að fást við svo göfugt viðfangsefni sem tónlist- in er, með allri þeirri ögun og lyftingu hugans sem fylgir þessari drottningu listanna. Það er stundum rætt um ung- lingavandamái. En er hægt að hugsa sér fegurra og hollara viðfangsefni fyrir okkar þrótt- miklu og efnilegu æsku en ein- mitt þetta, að sameina kraftana f hornablæstri? Það var lika greinilegt, að börnin höfðu mikla ánægju af iðju sinni, og ekki voru undirtektir áheyr- enda lakari. Mér fannst við eignast þarna dýrmæta og eftir- minnilega stund, enda greini- legt, að mikil og óeigingjörn vinna hefur verið lögð í það að æfa börnin, og þar eiga kenn- arar Tónlistarskólans í Görðum skiida mikla þökk, ekki sízt stjórnandi lúðrasveitarinnar, Björn R. Einarsson. Við, sem nutum þessarar ánægjulegu stundar, þökkum hana hrærðu hjarta. Og við eigum áreiðanlega enga ósk heitari en þá. að börnin okkar mættu eflast af sérhverju góðu viðfangsefni eins og því, sem tónlistin er. Þessir hljómleikar vekja glæstar vonir um menn- ingarlff Garðbæinga, því að þeir voru öllum, sem hlut eiga að máli, til mikils sóma. Tónleikagestur Úr undir- heimum Hilmar Jónsson: Undirheim- arnir rísa — Bókmenntakiúbb- ur Suðurnesja 1977. Hilmar Jónsson rithöfundur lætur ekki deigan síga. Hann stjórnar stóru bókasafni og bókaútgáfu, sendir frá sér bók ár hvert í seinni tfð. Auk þess er hann f forystu fyrir sókn á hendur Bakkusi konungi, og er þar við stóran að deila. í ár er bók Hilmars ritgerða- safnið Undirheimarnir risa. Fer nú fjölgandi bókum um þau mál sem efst eru á baugi; auk bókar Hilmars má nefna greinasöfn Jóhannesar Helga, Sig. Guðjónssonar og Þorgeirs Þorgeirssonar. Þetta eru hressi- legustu samantektir og skoðanir lesenda skiptar eins og vera ber. — Hiln\ar kemur vfða við; hann skrifar um heimiliserjur rithöf- unda, úthlutun skáldalauna og fleira í þeim dúr. „...Bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt / í góðsemi vegur þar hver annan“, svo vitnað sé f Grfm gamla. Þá vfkur Hilmar að her- mangi á Keflavíkurflugvelli, en þar skipta íhaldsflokkarnir gróðanum bróðurlega. Loks eru í bókinni þættir úr erindum um dag og veg flutt f útvarp. Er Hilmar þar skorin- orður að vanda. Vinsældir eða óvinsældir lætur hann lönd og leið. Pólitískri spillingu segir hann strfð á hendur. Þar eru raunar hæg heimatökin, þar sem lagaverðir f nábýli við höf. hafa verið ofsóttir fyrir skyldu- rækni í starfi. — Eins og fram hefur komið f þessum fáu lfnum má ljóst vera, að Hilmar Jónsson er ómyrkur f máli og hvergi hræddur við pólitíska póker- spilara og annan ljósfælinn lýð. Bókinni lýkur með Þjóð- hátíðarsálmi 1974. I þeim sálmi segir m.a.; „Hvenær rfs sá dagur. Þegar stjórnmál snúast ekki um fyrirgreiðslu, ætt eða mútu heldur menn, sem standa og falla með sfnum málsstað. Hvenær rfs sá dagur Þegar taglhnýtingar og bak- tjaldamenn verða opinber- aðir.“ Haraldur Guðnason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.