Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. Spegilmynd fullorðna fólksins Olga Guðrún Árnadóttir: BÚRIÐ Saga handa unglingum og ööru fólki GuArún Svava Svavaradóttir myndskraytti. Mál og manning 1977. 176 bls. Ilmur Egilsdóttir er fimmtán vetra snót, farin að verða skotin í strák og langar til að sofa hjá honum, leið á skólanum, kennur- um sínum, heimilinu og for- eldrunum, öllu sínu daglega um- hverfi. Unglingur f uppreisn, eins og stundum er sagt, en hét áður krakki á gelgjuskeiðinu. Það er, held ég, mest um þessa bók vert hversu næmlega og ljóslifandi þessi unglingslýsing er dregin í sögunni: bágt að trúa öðru en hún sé raunhæf, það sem hún nær, að margur lesandinn á sama eða svipuðum aldri þekki sjálfan sig í Ilmi og vandamálum og viðfangsefnum hennar. Þetta stafar aftur af því að Olga Guðrún Árnadóttir stílar sögu sína fjarska vel, málið einfalt og ljóst og með nægum smekk af orðfari og málfæri unglinga sjálfra, án ( þess að slík málfarsliking rati út í neinar öfgar. Nú er Ilmur mesta prýðis- stúika. Oghugm>ndir lesandans Kópavogsbúar Mikið úrval af barnafatnaði, leikfön^- um, gjafavörum og jólavörum. mm Góöbílastæði Verzlunin TROÐ Neéstutrö&Képavogi — Sími 43180 um hana held ég að einkum ráðist af stilnum, maður finnur og fellst á næmleika og greind hennar ■ sem í sögunni opnar augu henn ar fyrir hennar dagsdaglega umhverfi og gerir henni það óbærilegt. Sagan gerist mik- il stil á vitundar- og skynsviði Ilmar sjálfrar, en höfundur freistar þess ekki að „gangast upp í“ hug hennar og tilfinningamálum, eða lýsa stúlk- unni alfarið „að innan“. Það birt- ist í sögunni alveg skýr höfundar- afstaða til Ilmar sjálfra og vandamála hennar og umhverfis, en afstaða höfundarins er að sínu leyti samkvæm reynslu Ilmar í sögunni og birt án þess einlægt sé verið að trana skoðunum eða boðskap að lesanda. Það efni af sliku tagi sem höfundur telur nauðsynlegt að koma á framfæri við Ilmi og með henni lesandann er einkum lagt í munn „jákvæðum" persónum í sögunni, Ara stórabróður Ilmar og Bertu kennara. í þessu samhengi er það til prýði á sögunni að skoðanir Ara og Bertu eru alveg öndverðar viðteknu borgaralegu og kristi- legu manngildis- og siðamati I al- gengum barna- og unglingasögum, en skólinn og þjóðfélagið gagnrýnt „frá vinstri“, út frá gefnum forsend- um nýlegra „sósíalískra lífskoðana“. Ef endilega þarf að predika móral fyrir hæstvirtum lesanda er allténd til bóta að það sé ekki sama suðið og alltaf áður. En einnig að þessu leyti er aðferð og ritháttur Olgu Guðrúnar sambærilegt við það sem tíðkast í bókmenntum barna og unglinga, bara miklu betur með efnið farið en algengt er í slíkum bókum, og veruleg nýjung held ég sé að lýsingu sögunnar á dagsdaglegu umhverfi og Hfshátt- um reykvískra unglinga og þar með teprulausri umfjöllun „við- kvæmra efna“, hvort heldur er kynferðismál, eða samkvæmis- og Bók menntir ÓLAFUR r. JÓNSSON Ólíkar persónur Utgáfa Ljóðhúsa á fyrstu ritum Þórbergs Þórðarsonar (1912-1916), sem aldrei hafa áður komið út í bók. £nn eru til nokkur hundruð eintök. 258 bls. Verð kr. 3600.- Bókaútgáfan Ljóðhús Laufásvegi 4, Reykjavík Pósthólf 629, Sími 17095. Málfríöur Einarsdóttir: Samastaður i tilverunni Bók sem menn leggja ekki frá sér fyrr en lestrinum er lokið. 'érstœð og heillandi bók, full af óvœntum synum, rituð af þeim myndugleik að fágœtt i'erður að telja. 302 bls. Verð kr. 5400.- Ný ijóðabók eftir Þorstein frá Hamri: Fiðríð úrsæng Daladrottningar Verð kr. 3600.- Fyrsta Ijóðabók ungrar skáldkonu, Elísabetar Þorgeirsdóttur: Augað i fjallinu Verð kr. 2880.- drykkjusiðir. Búrið er eflaust einhver allra besta saga fyrir sinn aldursflokk lesenda (12-15 ára?) sem hér hefur komið fram. Og vart þarf um að tala hve himin- hátt hún ber af algengum unglingareyfurum á markaðnum, hvort heldur er þýddum sögum eða innlendum eftirstælingum slikra sagna. En hvað er það sem Ilmur Egilsdóttir rís upp á móti í sögu sinni? Það er í stystu máli sagt hennar hversdagslega umhverfi sem sagan lýsir svo trúverðugri, raunhæfri lýsingu, skólinn og heimilið, heimur fullorðna fólksins eins og hann blasir við unglingnum í sögunni. í lok fyrri hluta dregur Ilmur saman í örstuttu máli niðurstöðu slna um efnið, forsendu fyrir uppreisn hennar í seinni hluta sögunnar: „Við erum að verða eins og fullorðna fólkið, hugsaði hún með hryllingi. Sama gleðin yfir óförum annarra, sömu for- dómarnir, sama helvítis grimmdin. Spegilmynd fullorðna fólksins. Þannig erum við.“ Það er þessi tilhugsun sem gerir Ilmi lífið óbærilegt og gefur henni mátt til að fara sínu fram þaðan í frá. Og ég held að þessi niðurstaða hennar megi vera fullorðnum lesendum meira umhugsunarefni en beinar aðfinningar Ilmar og sögunnar að heimilisháttum, skólabrag eða hverju einu. Ekki svo að skilja: áreiðanlega hefur Búrið mikið til síns máls um hvortveggja þetta efni. Einkum fannst mér lýsingin á heimilishöfnum og foreldrum hennar verða með hægðinni eftir- tektar verð, farsælu miðstéttar- heimili hið ytra (eins og algeng- ast er í unglingasögum) sem innra fyrir byggist á valdboði og bælingu, einangrun og firringu manns frá manni. Þegar á reynir eru allar leiðir lokaðar milli Ilraar og foreldra hennar — án þess neinir auðveldir fordómar séu kveðnir upp yfir þeim. Sama gildir að sínu leyti um skólann og kennarana, svo meinlega sem þeim þó er hér lýst. Ilmur rís upp á móti öllu þessu, hafnar kerfinu. Hún flyst að heiman, hættir í skólanum, fer að vinna í dósaverksmiðju. Það er nýtt líf að hefjast fyrir henni í lokin. Hitt er svo annað mál hverra kosta hún á i rauninni völ í sínu nýja lífi. Eftir lýsingu stúlkunnar sjálfrar i sögunni er bágtaðsjáað hún eigi lífið fyrir sér til neinnar frambúðar í algengri verksmiðjuvinnu. Satt best að segja virðist hún hvergi eiga betur heima næstu árin en einmitt I skóla, hversu marg- bölvað sem henni sjálfri og höfundi hennar finnst að skóla- kerfið sé. Það er satt að segja vonandi að Olga Guðrún Árna- dóttir fylgi þeirri algengu aðferð unglingabóka að halda áfram að segja af söguhetju sinni í fleiri sögum. Maður sér þær þegar I stað fyrir sér: Ilmur í dósaverk- smiðjunni, Ilmur i menntaskóla, Ilmur trúlofast.... En þetta er ekki tómt skens. Það er augljóslega svo margt enn ósagt af Ilmi Egilsdóttur, viður- eign hennar við umhverfi, og samfélag sitt, sjálfa sig og Olga Guðrún Árnadóttir hefur augljós- lega svo margt til brunns að bera um þetta efni, að. eiginlega má alls ekki láta við svo búið staðar numið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.