Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 1
h r# / / rf frýálst, 'nháð dagblað 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 22. DES 1977 — 286. TBL. RITSTJÖRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022. STYRKIR Tl POLmSKU BLADANNA HÆKKAÐIR UM YFIR 50 PRÓSENT fffi • j r • DJÓDVIIJINN Lögðu blessun )fir kaupin á Víöishúsinu Þingið stórhækkaði i gær styrkina til pólitisku blaðanna. Meðan allar aðrar tillögur frá einstökum þingmönnum voru felldar, var samþykkt með 38 atkvæðum gegn 12 tillaga frá Þórarni Þórarinssyni (F), Benedikt Gröndal (A) og Ragn- ari Arnalds (AB) um að gera kleifa yfir 50 prósent hækkun á blaðastyrkjum. Tillagan var orðuð sem heimild til rikisstjórnarinnar um „að kaupa dagblöð fyrir stofnanir rikisins, allt að 250 eintök af hverju blaði, umfram það sem veitt er til blaðanna 1 4. grein fjárlaga." í 4. grein fjár- laga var svo kveðið á að 40 milljónir skyldu fara „til blaðanna samkvæmt nánari ákvörðun rikisstjórnarinnar að fengnum tillögum stjórnskip- aðrar nefndar." Eins og kunnugt er hefur Dagblaðið hafnað rikisstyrk en hin blöðin þiggja hann. Kaup á 250 eintökum af pólitisku blöðunum fimm þýða 22,2 milljónir á ári. Með þessu heim- ildarákvæði voru blaðastyrkir þvi hækkaðir um yfir 50%. Sjá nánar um slaginn um fjárlögin á baksiðu og bls. 16. • HH YFIRVINNUBANNINU AFLÉTT Á MIÐNÆTTI — „reynum að fljúga til allra staða í dag,” segir Sveinn Sæmundsson „Það er þungu fargi af manni létt,“ sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða, í viðtali við Dagblaðið í morgun en á miðnætti í nótt aflýstu flugumferðarstjórar yfirvinnu- banni því sem nú hefur staðið í tæpa viku. „Það var orðin mikil pressa á okkur og ef ekkert hefði verið hægt að gera í dag fyrir utan venjulegt flug, er ég hræddur um að allt að 200 manns hefðu orðið að bíða enn le.ngur eftir flugi.“ Sveinn sagði að reynt yrði að fljúga á alla staði innanlands i dag en snemma i morgun var enn ófært til Vestmannaeyja. Þar voru tólf vindstig, en talið var að þar myndi Iægja er liði á daginn. „Við fljúgum því til Horna- fjarðar, Akureyrar, Norð- fjarðar, Isafjarðar, Þingeyrar, Patreksfjarðar, Egilsstaða, Húsavikur og Sauðárkróks i dag,“ sagði Sveinn ennfremur. „Það verður flogið eins lengi og hægt verður en i yfirvinnu- banninu gátum við ekki flogið eftir kl. átta á kvöldin." Sveinn sagðist ekki vita hvort einhver þota flugfélags- ins yrði tekin til innanlands- flugs, „það hafa orðið tafir vegna veðursins að undanförnu á utanlandsfluginu, en ef það dregst úr hófi að koma fólki út á land þá er líklegt að þota verði fengin til aðstoðar á að- fangadag.“ Miklar birgðir af vörum liggja fyrir til flutnings en tölu- vert magn var sent af stað með bifreiðum og skipum til áfanga- staða. „I dag munum við hins vegar fljúga sérstaklega með vörur til Þingeyrar, þar vantar allar vörur, mjólk hvað þá annað,“ sagði Sveinn. „En að endingu vil ég lýsa yfir mikilli ánægju okkar Flugleiðamanna með að þessu yfirvinnubanni er af- létt.“ - HP Flugumferðarstjórar: „BANNIÐ VAR FARIÐ AÐ K0MA NIÐUR Á SAKLAUSU FÓLKI...” „Við viðurkennum að yfir- vinnubann okkar var farið að koma niður á röngum aðila og i gærkvöldi, eftir að okkur hafði borizt beiðni frá flugfélögun- um, tókum við þá ákvörðun að Fyrstu flugvélarnar voru að leggja af stað norður i land snemma i morgun. Þessir far- þegar voru að fara til Akureyr- ar. DB-mynd Sv. Þorm. aflýsa banninu," sagði Guðni Olafsson flugumferðarstjóri, einn stjórnarmanna félags Flugumferðarstjóra i viðtali við Dagblaðið I morgun. „Okkur fannst ekki hægt að þetta bitnaði á skólafólki utan af landi og teljum að með þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á þeim rangindum sem við teljum okkur beitta." Sagði Guðni að launakröfur þeirra yrðu sennilega einfald- lega sendar lögfræðingi til inn- heimtu og kæmi málið þá senni- lega til kasta dómstólanna. „Jólin eru að nálgast og fólk bíður eftir þvi að komast til sinna heima,“ sagði Guðni enn- fremur. „Við vorum i raun búnir að aflétta yfirvinnubann- inu i gærdag, þá var flogið eins og hægt var, það var ekki okkur að kenna að tafir urðu, eins og flugfélögin hafa látið i skina.“ - HP Hlýr og góður loftbelgur Jólasýning Þjóðleikhússins er nú sem næst fullbúin enda ekki margir dagar til stefnu þar til frumsýnt verður. 1 þetta sinn verður jólasýningin ballettinn Hnotubrjóturinn eftir tónlist Tsjaikovskis. Þjóðleikhúsið fær marga góða gesti í heimsókn sem taka þátt í sýningunni. Hnotubrjóturinn er ein viðamesta sýning sem sett hefur verið upp í Þjóðleikhúsinu. — DB-mynd Bjarnleifur. Víðishúsið íþinginu: HVAÐ MUNAR UM EINN SLÁTUR- KEPP? — Sjá bls. 16 Grammófónninn — aldarafmæli merkilegs heimilistækis — Sjá bls. 8 íslenzki bóndinn sýnirrann- sóknarstarfi lítinnáhuga — Sja bls.9 Boðið uppá dollaragrín - Sjá bls. 16 Jóla-BOGGI ífeluleik — ogeinhver lesenda DB fær úrvals Grundig- litsjónvarpstæki fyrirað finna fimm Bogga i felum. Hvarer Boggiídag?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.