Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 40
Haukur Guðmundsson enn kærður til saksóknara: LÖGMAÐUR SEGIR HANN HAFA REYNT AÐ FÁ SAKLAUSAN TIL AÐ JÁTA Haukur Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumaðurinn kunni úr Keflavík, hefur verið kærður til ríkissaksóknara fyrir brot á 40. grein laga um meðferð opinberra mála, sbr. 131 gr. hegningarlaganna. Sú grein fjallar um löggæzlumenn og dómara, sem koma manni til játningar eða sagna, fram- kvæma ólöglega handtöku og fleira slikt. Lagagreinin kveður slikt varða sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að þrem árum. örn Clausen hrl. er lögmaður leigubílstjóra nokkurs 1 Kefla- vik sem mál þetta spinnst út af. Leigubilstjórinn var handtek- inn, grunaður um sölu á áfengi og færður fyrir rannsóknar- lögreglu i Keflavík. I lögregluskýrslu kemur fram að fingraför hefðu fundizt á áfengisflösku sem bilstjórinn var grunaður um að hafa selt. Nú taldi bílstjórinn að hann hefði aldrei komið nálægt sölu áfengra drykkja og áfengi það sem hér var um að ræða kvaðst hann aldrei hafa höndum fjallað. Lögmaðurinn kvaðst þar af leiðandi ekki skila vörn í máli skjólstæðings síns fyrr en fingrafararannsókn þessi lægi fyrir. í nokkur skipti gekk lög- maðurinn eftir rannsókn þessari hjá fulltrúa bæjar- fógeta I Keflavik, en án árangurs. í siðustu viku ræddi örn við bæjarfógeta sjálfan og kvaðst hann vera tilneyddur til að kvarta við ráðuneyti og sak- sóknaraembættið ef umbeðin gögn bærust ekki. I fyrradag barst svo skýrsla Halldórs Á. Jenssonar, varð- stjóra, sem annaðist fingrafara- rannsókn þessa. í skýrslunni má lesa að fingraför umrædds leigubílstjóra var hvergi að finna á flöskunni. Telur lögmaðurinn þvi að Haukur Guðmundsson hafi þarna brotið af sér I starfi, reynt að fá saklausan mann til að taka á sig afbrot sem hann hafði ekki framið. Hefði engin sönnun verið fyrir hendi um sölu á flösku þessari og engin kæra þvi nokkru sinni komið til, ef ekki hefði verið getið fingrafararannsóknarinnar i lögregluskýrslunni. Þess skal getið hér að í 40. grein laga um meðferð opin- bérra mála segir að spurningar lögreglumanna skuli vera skýrar, stuttar og ótviræðar. Þá megi ekki reyna með nokkrum, hætti að rugla mann með ósannindum eða á annan hátt, „þannig að hann vissi miður en ella hverju hann svaraði, eða til þess að hann svaraði röngu," eins og segir i lögunum. JBP Síðustu I jólatrén seld í dag? — Jólatrén okkar í ár eru öll að seljast upp. Ætli við seljum ekki síðustu trén í dag, sagði Kristján Skæringsson hjá Land- græðslusjóði í morgun. Kristján sagði það áberandi að fólk hefði byrjað að velja sér tré mikla fyrr en venjulega. Margir þyrftu því líklega að bíta í það súra epli að fá ekki þá stærð af tré sem hugurinn girnist. Samkvæmt könnun DB í gær- kvöldi er þó víða á útsölustöðum jólatrjáa út um bæinn og nágrenni enn jólatré að fá. EA Ekki útlit fyrir hvít jól: Ellefu hvítir aðfangadagar ítuttugu og átta ár DB-mynd S.Þorm frýálst, nháð dagblað FIMMTUDAGUR 22. DES 1977. Bjöm hætt- ir DB for- mennsku — ef hann fer í prófkjör „Ég mun ekki halda áfram for- mennsku I stjórn Dagblaðsins ef ég tek þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins til alþingiskosninga f Reykjaneskjördæmi," sagði Björn Þórhallsson i viðtali við Dag- blaðið í morgun. Björn er nýkominn til landsins eftir mánaðardvöl erlendis. „Þegar ég kom, frétti ég að vinir mfnir hefðu skorað á mig að taka þátt i prófkjörinu og gert nauð- synlegar ráðstafanir til að koma nafni minu á lista þátttakenda." sagði Björn. „Mér hefur ekki unn- izt timi til að taka afstöðu til þessa hugsanlega framboðs mfns til prófkjörs,” sagði Björn að lokum. -HH Mannskapur- inn í jólaskapi Greinilegt er að menn eru komnir f jólaskap og nokkur værð er komin yfir mannskapinn. Sam- kvæmt upplýsingum Páls Eiriks- sonar varðstjóra lögreglunnar I Reykjavik hefur verið óvenjulitið um kenderf og slagsmál úr sög- unni og þykir það tiðindum sæta. Umferð hefur verið mikil en að mestu óhappalaus. Helzt má vænta þess að eitt- hvað lifni yfir mannskapnum er líða tekur á messu heilags Þorláks, sem ekki er langt undan, en þá má oft vænta tfðinda. JH Mesta myrkrið búið Þá er mesta skammdegið af- staðið og von um betri tfð. I gær var skemmstur sólargangur og framundan eru jólin og strax i janúar fer að muna um lengri sólargang. - JH RÁÐHERRA SAKAÐIALBERT UM SÝNDARMENNSKU Að öllum líkindum verður jörð alauð í höfuðborginni á jólunum, þannig að ekki verða hvit jól. Samkvæmt veðurspánni verður eins konar vorveður í höfuðborg- inni og vfða um land. 1 morgun kl. 6 var 9 stiga hiti á Galtarvita og 6 f Reykjavfk og 5 á Akureyri. Það er eins og bezt gerist á sumardögum. Hjá Veðurstofunni fengum við þær upplýsingar í morgun að á undanförnum tuttugu og átta árum hefur aðeins verið hvitur aðfangadagur í Reykjavíkur ellefu sinnum, flekkóttur sjö sinnum en auð jörð tiu sinnum. Aftur á móti hefur niu sinnum á sama tfma verið hvftur jóladagur, nfu sinnum auður og tiu sinnum flekkóttur. Til gamans má geta þess að i London hafa sex sinnum sfðan um aldamót verið hvit jól! A.Bj. Afgreiðsla fjárlaga: Matthías Bjarnason heil- brigðisráðherra ásakaði Albert Guðmundsson um „sýndar- mennsku“ og gagnrýndi borg- arstjórn fyrir slælega fram- göngu f heilbrigðismálum. Al- bert svaraði, að þetta tal ráð- herrans um Reykjavfkurborg væri „ábyrgðarlaust“. Þessar deilur komu upp við nafnakall. um tillögu Alberts og þing- manna Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks fyrir Reykjavik um hækkun framlaga til heilbrigð- ismála i borginni. Þessi tillaga var felld með 40 atkvæðum gegn 13, og fékk Al- bert engan stjórnarliða til stuðnings við sig. Aðrar breyt- ingartillögur Alberts voru einn- ig felldar. Svo fór um tillögu hans um að verja meiru til heiðurslauna listamanna og að 15 listamenn fengju þau laun f stað 12. Sú tillaga fékk 7 at- kvæði en 44 voru á móti. Enginn stjórnarliði studdi Al- bert 1 því efni. Tillaga Alberts og stjórnarandstæðinga um aukin framlög til fjölbrauta- skóla I Breiðholti var felld með 39. atkvæðum gegn 12 og fékk Albert heldur ekki þar stuðning neins stjórnarliða. Tillögur stjórnarandstæð- inga og tillögur einstakra þing- manna voru nær allar felldar. Samþykkt var tillaga frá Ingv- ari Gfslasyni (F) og fulltrúum í menntamálanefndum um að Marfa Markan söngkona skyldi bætast f hóp listamanna sem fá heiðurslaun frá Alþingi. Síðan voru fjárlög afgreidd og þingmenn fóru f jólafri. • HH Eru þetta BSRB-jól? ALLIR VIUA EIGNAST LITASJÓNVARP Griðarlega mikil ös er í öllum verzlunum og þröngin svo mikil í bænum að varla er hægt að komast áfram. Kaupmennirnir eru ánægðir og segja að greinilegt sé að fólk hafi nóg af peningum. Það spyr yfirleitt ekki hvað hlut- irnir kosta, heldur bara kaupir og kaupir. Gárungarnir kalla þetta BSRB- jólin. Er það kannske vegna þess að opinberir starfsmenn fengu uppbót á launum sinum síðan I sumar fyrst i mánuðinum og fundu þvf ekki fyrir kaupleysinu I verkfallinu. Oftastnær er það svo fyrir jólin að einhver sérstakur vöruflokkur verður vinsælastur meðal al- mennings. Stundum eru það frystikistur, stundum stereogræj- ur eða eitthvað annað álíka. Að þessu sinni eru það litasjónvarps- tæki. „Það er allt útlit fyrir að lita- tækin seljist upp hjá okkur,“ sagði Birgir Helgason, sölustjóri hjá Nesco. „80% kaupendanna eru aðilar sem búnir eru að eiga sjónvarpstæki i 8—10 ár og þurfa þvi að endurnýja. Meirihluti kaupendanna notfærir sér hina hagstæðu greiðsluskilmála okkar en þó eru nokkrir sem greiða út i hönd. Salan f hljómtækjunum hefur einnig farið fram úr öllum áætlunum okkar,“ sagði Birgir. „Jólasalan hefur gengið prýði- lega hjá okkur og mest verið selt af litatækjum," sagði Þorsteinn Danfelsson verzlunarstjóri . f Karnabæ. „Jú, það eru fjölmargir sem eru að skipta yfir í litasjónvarp, en ég hef ekki orðið var við þessa miklu kaupgetu sem alltaf er verið að tala um,“ sagði Halldór Laxdal, kaupmaður í Radíóbúðinni. „I það minnsta finnst mér kaupgeta fólks f borginni áberandi minni en hjá fólki úti á landi. En sjón- varpstæki og hljómflutningstæki eru tæki sem enginn getur eigin- lega verið án. Þetta eru tæki sem eru f gangi á heimilunum allan daginn. Þó fólk þykist ekki horfa á sjónvarpið ætlar allt að ganga af göflunum ef þau bila,“ sagði Hall- dór. „Mér finnst ekki að það hafi verið neinn hasar í jólasölunni en vissulega hefur verið ágæt og jöfn jólatraffik, svona um það bil helmingi meiri en vanalega," sagði Gunnar Ásgeirsson. „Við höfum selt griðarlega mikið af litasjónvarpstækjum en mestur hasarinn hefur þó verið í sauma- vélunum og við erum búnir að 'selja fleiri hundruð saumavélar. Enda tókst okkur að gera hag- stæða samninga þvi við pöntuðum mjög mikið magn og getum boðið saumavélar á um 60 þúsund en þær hefðu með réttu átt að kosta milli 80 og 90 þúsund,“ sagði Gunnar Ásgeirsson. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.