Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. 22 Sinfóníuhljómsveit íslands: „Var með á nótunum” Sinfóníuhljómsveit ísJands, 6. tónleikar í Háskólabíói, 16. dasambor. 1977. Efnisskrá: Mozart: Sinfónía nr. 31 Mozart: Flautukonsert nr. 1. Adi Heimir Svainsson: Flautukonsert (1972) Manuel de Falla: Þrihymdi hatturinn Stjómandi: Jean-Pierre Jacquillat Eínleikari: Robert Aitken Þegar talað er um Sinfóníur Mozarts koma flestum eflaust aðeins tvö verk í hug, sinfóníur nr. 40 í g-moll og „sú stóra“, Júpiter-sinfónían nr. 41. Lítið er leikið af sinfóníum fyrir neðan 35 í töluröðinni, og þess vegna hafa margir orðið hissa að sjá að nú ætti að leika nr. 31, og talið það vera prentvillu, þar ætti að vera nr. 41. En svo var blessunarlega ekki, öllu má of- gera, þessar tvær fyrstnefndu sinfóníur fara brátt að verða ofspilaðar, líkt og þær nr. 3, 5 og 9 eftir Beethoven, nr. 5 eftir Dvorak, 4. og 6. Tsjaikovskys, og fleiri mætti telja Ekki tormelt Sinfónían nr. 31 eftir Mozart er létt og skemmtilegt verk, og var það leikið með því hugar- fari af Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Flutningurinn var skýr og skilmerkilegur, enda er lítið um tormelta hluti í tónskrift Mozarts í þessu verki. S.í. „var með á nótunum". Að geta skrifað jafn fallegt verk fyrir hljóðfæri, sem tónskáld „þolir“ ekki, er ekki á færi nema meistara. Þess vegna var ég ekki sáttur vió hve Robert Aitken fór léttúðlega með ein- leikshlutverk sitt. Snillingur sem hann er á sitt hljóðfæri, flautuna, hefði átt að leggja meiri dýpt í túlkun sína, var sem konsertinn væri upphitun fyrir átökin á Flautukonsert Atla Heimis, sem fylgdi strax á eftir. Alltaf á óvart öryggi í hinum erfiðu milliköfl- um verksins, þar sem reyndi verulega á hæfni flautuleikar- ans, og má með sanni segja, að ekki er fyrir hvern sem er að leika sólóið í Flautukonsertn- um hans Atla Heimis. Verkið er eitt af þessum, sem koma manni alltaf á óvart, hve oft sem hlustað er á það. Er þetta í, að mig minnir, þriðja sinn sem verkið er á efnisskrá, fyrir utan að maður hefur hlustað á það í útvarpinu eftir tónleika. Há- vaðasamt í meira lagi oft á tíð- um, en hávaðinn er alltaf skipu- legur, það er ekki eins og hljóð- færaleikurunum sé sagt að leika lausum hala, heldur er hver nóta þaulhugsuð, og hvergi óþörf. Inn á milli koma svo blíðviðriskaflar, þar sem hægt er að slappa af og njóta ómstríðu hljómanna, sem berast frá sviðinu. Sinfóníu- hljómsveit íslands lék Flautu- konsertinn af mikilli leikni, undir ’góðri stjórn Jean-Pierre Jacquillat sem hafði styrka stjórn á öllu með tölum og bendingum. Að efla og endurvekja Manuel de Falla er eitt af þessum þjóðernistónskáldum, sem svo mikið hafa gert til að efla og endurvekja gamla tón- list landa sinna. Þríhyrndi hatt- urinn er talið eitt af hans bestu verkum, þar koma glöggt fram séreinkenni í tónlist Spánar, sérstaklega takturinn. Það var léttleiki yfir öllum flutningi verksins, takturinn skýr og öll tónmyndun skínandi góð. Stjórnandinn, Jean-Pierre Jac- quillat, stóð sig sem vænta mátti, hann er vinsæll hjá hljómsveitinni, og þá er alltaf betra að leika vel. Þar kvað við annan tón, TÖSKUHÚStt) Úrvalaf leðurtöskum fráEnglandi, Þýzkalandi, Ítalíu ogvíðar Verð frá kr. 5.370.- Póstsendum röskuhúsið Laugavegi 73, sími 1S7SS DEUTSCHE WEIHNACHTSGOTTESDIENSTE Am Heiligabend um 14 Uhr wird im Dom zu Reykjavik ein evangelischer Weihnachtsgottesdienst abgehaiten. Séra Þórir Stephensen predigt. Am 2. Weihnachtstag um 17 Uhr zelebriert Bischof Dr. H. Frehen einen katholischen Weihnachtsgottesdienst in der Domkirche Landakot. Botschaft der Bundes- GERMANIA republik Deutschland Islándisch-deut- sche Kulturge- selischaft Loksins d íslandi Búningar: ENGLAND - WEST HAM - LEEDS - M. UNITED 0. FL. einnig ADMIRAL ÆFINGABÚNINGAR BERRI og HENSON búningar á flest Men2lc lið — Póstscndum Danskir æfingagallar — Gott verð Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44—Sfmi 11783 ^ Glæsilegt úrval jólagjafa /0 Heymartól Kassettu- töskur íltvarpstæki meðogán x segulbands Útvarpsklukkur Segulbandstæki Plötustatíf Mikið úrvalaf hljómplötum ogkassettum Hagstætt verð (xaaiöoær

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.