Dagblaðið - 06.02.1978, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1978
6
Lögf ræðingar hlutfallslega flestir í ísrael segir Reuter,
en við þykjumst vita betur því
ÍSLAND Á METIÐ
Lögfræðingar eru flestir í
Israel sé miðað við mannfjölda.
Þessar upplýsingar komu fram
í ísraelsku tímariti í gær. 1
tímaritinu sagði að 2500 lög-
fræðingar væru fyrir hverja
milljón Israelsmanna. Til
samanburðar má geta þess að í
Bandaríkjunum eru 2000 lög-
fræðingar á hverja milljón íbúa
en á Bretlandseyjum 600.
Hætt er samt við að hinir
mætu ísraelsmenn hafi ekki
vitað um vinsældir lögfræðinga
uppi á íslandi. Ef ganga má út
frá þessum tölum kemur
nefnilega í'ljós að lögfræðingar
eru ekki hlutfallslega flestir í
ísrael, heldur á íslandi. Sam-
kvæmt lögfræðingatali, sem
nær aftur til ársins 1975, eru
lögfræðingar á íslandi 783
talsins. Sé sú tala margfölduð
með 4.5 til að fá út fjölda
miðað við milljón íbúa kemur í
ljós að sambærileg tala miðað
við milljónaþjóðir váeri 3523
lögfræðingar fyrir hverja
milljón íbúa.
Að vísu eru sumir þessara
lögfræðinga, sem taldir eru í
lögfræðingatalinu látnir en það
jafnast aftur upp sé fjöldi
þeirra sem skrifast hafa út eftir
1975 talinn með.
Það er því ljóst að við stönd-
um víða framarlega íslending-
ar.
A fsérstökum ástæðum er til sölu
tvö ný sófasett frá Hollandi.
Sófasettin eruí sérstökum gæðaflokki.
Upplýsingarí síma 85933
BAKARI
Stórt fyrirtæki í Keflavík óskar eftir
bakara nú þegar. Fjölbreytt fram-
tíðarstarf og góð laun fyrir góðan
mann. Skriflegar umsóknir, sem til-
greini aldur, menntun og fyrri störf,
óskast sendar Dagblaðinu fyrir
laugardaginn 18. febrúar nk. merktar
,,Bakari“.
HSfum J
fyrirliggjandi\ | *
LOFT- **
DEMPARA
og aðra dempara
í flestar
tegundir bifreiða
Verðið mi’óg hagstœtt
Póstsendum um ollt land
HÖGGDEYFAR
Dugguvogi7 — Sími 30154, Reykjavík
Finnland:
HALD LAGT Á MIKIÐ AF
EGYPZKUM APPELSÍNUM
— innihalda of mikið af rotvarnaref num
Appelsínur, þeir ágætu ávextir,
eru skyndilega eitt aðalfréttaefn-
ið í heiminum. Skemmst er að
minnast frétta af því að börn í
Hollandi hafi veikzt af eitruðum
appelsínum frá Israel og óþekkt
palestinsk samtök hafa lýst sig
ábyrg fyrir þeim aðgerðum í því
skyni að eyðileggja þennan út-
flutningsatvinnuveg ísraels-
manna.
En nú hafa þær fréttir borizt
frá Turku í Finnlandi að yfirvöld
hafi lagt hald á 31 þúsund kassa
af appelsínum frá Egyptalandi,
þar sem of mikið hafi verið af
rotvarnarefnum í þeim.
Yfirvöld í Finnlandi lýstu því
yfir í útvarpi að þetta mál
tengdist á engan hátt hinum
eitruðu ísraelsku appelsínum. En
sala á appelsínum dróst mikið
saman í síðustu viku í Finnlandi
eftir að fréttir bárust um að
sprautað hefði verið kvikasilfri í
ísraelskar Jaffaappelsínur. Al-
menningur hefur þó verið full-
vissaður um að slíkar appelsínur
hafi ekki komizt á markað í Finn-
landi.
Appelsínur hafa skvndilega veriö mjög i sviðsljósinu og svo virðist sem þær eigi endanlega að ganga tra
ísraelsriki. En nú hafa vandræði einnig skapazt með egvpzkar appelsínur.
ENN UM APPELSÍNURNAR
Tólf ára stúlka hefur nú fengið
að fara heim af spítala en grunur
lék á að hún hefði borðað eitraða
appelsínu. Samkvæmt upp-
lýsingum heilbrigðisyfirvalda
bar -lúlkan engin merki þess að
hafa orðið fyrir kvikasilfurs-
eitrun, en eins og komið hefur
fram hafa fundizt appelsínur frá
israel sem kvikasilfri hefur verið
sprautað í.
Líkur benda til þess að maga-
verkirnir sem hrjáðu stúlkuna
hafi stafað af saltvatni sem móðir
hennar gaf henni eftir að hún
borðaði appelsínu á heimili sínu.
Rannsóknarstofnun sem
rannsakaði appelsínuna, sagði að
greina hefði mátt kvikasiifurs-
magn í appelsínunni, en hún kom
frá Spáni til Þýzkalands.
ENNÞÁ FRÉTTNÆMT!
— að vænta megi gengisfellingar á íslandi
eun421 epb344
2322 : currency — icelsnd:
reykjavik, feb 5, reuter — the icc-Landic centraL bank tonight
announced the suspension of foreign currency trading tofiiorrow in
preparation for an expected devaLuation.
financiaL circLes expected a tíevaLuation of between 1° and 23
per cent. businessmen predicted between 13 and 14 pe'r cent.
a growing-fear of' deva Luation was marked in finariciaL circLes
Last friday when banks rushed to make transactions into foreign
currencies.
reuter dp/gm
Þóll mcrkilegt megi virðasl, virðisl það enn Iróttnæml að von sé á gengislækkun á hinu verðhölgu-
hrjáða íslandi. Þelta litla fréttaskevti barst frá Reuters-fréttastofunni. þar sem greint er frá
væntanlegum efnahagsráðstöfunum hérlendis og ótta manna við gengisfellingu.