Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 1
! | 'í í iríélst, áhéú dmmmú 4. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978. — 3:í. TBL. RITSTJORN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSIMI 27(122. —| Ríkisstjórnin á fundi í morgun: j|- KRÓNAN MINNKAR UM13% Alþingi ræðir gengisfellinguna ogsamsuðu „valkostanna 11 þeim tíma reyndist ómögulegt að ná sambandi við ráðherra ríkisstjórnarinnar. HP Um kl. hálfellefu í morgun gengu ráðherrar á ríkis- stjórnarfund i Ráðherra- bústaðnum. Þar átti að taka ákvarðanir um ráðstafanir í efnahagsmálum. Talið er full- víst að í frumvarpi um gengis- mun, sem leggja á fyrir Alþingi í dag, verði boðuð um 13% gengisfelling, sem í raun þýðir um 15% hækkun á erlendum gjaldeyri. Á fundi bankaráðs Seðlabankans kl. 18 í gær var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu, atkvæði Inga R. Helgasonar, að mæla með 13% gengislækkun. Þá eru boðaðar ýmsar aðrar aðgerðir eins og fram hafa komið i „fimm valkostum" rikisstjórnarinnar, sem Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar og formaður verð- bólgunefndar, samdi og lagðar voru fyrir fulltrúa atvinnurek- enda og launþega. Enn er ekki vitað hvaða valkostur verður fyrir valinu, en líklegast er talið, að það verði eitthvet samsull nokkurra þeirra. FENGIÐ UPPLÝSINGAR „Við höfum enn ekki fengið neinar upplýsingar um það, hverjar aðgerðir ríkisstjórnar- innar verða, og ég get því lítið sagt, hver viðbrögð ASl verða við þeim,“ sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, i viðtali við DB i morgun. „Við munum hins vegar kynna okkar sjónarmið á fundi með fulltrúum vinnuveit- enda núna síðdegis og kynna okkur afstöðu þeirra til mál- anna.“ „VITUM EKKERT“ „Enn er ekkert vitað um þessar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar," sagði Baldur Guðlaugsson hjá Vinnuveit- endasambandinu i morgun. „ASÍ hefur farið fram á fund með okkur síðdegis og þar verða málin rædd.“ „GAMALKUNN BRÁÐABIRGÐAÚRRÆÐI“ „Það var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum á fundi hjá okkur, að fulltrúi BSRB gæti ekki staðið að neinu nefndaráliti verðbólgu nefndar, þar sem í væri fólgin kjaraskerðing og því riftun samninga,“ sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í viðtali við DB í morgun. „Það verður fundur í verðbólgunefnd í dag þar sem ég mun láta i Ijós þetta álit, en hins vegar höfum við staðið að sameiginlegu áliti fimm aðila, stjórnarandstöðu- flokkanna þriggja, okkar og ASl þar sem öllum slíkum að- gerðum er mótmælt harðlega og munum við ákveða aðgerðir okkar síðar, er ráðstafanir ríkisstjórnarinnar liggja fyrir.“ Eins og áður sagði var boðaður ríkisstjórnarfundur kl. hálfellefu í morgun og fram að Geir Hallgriniv-on og Olafur Jóhannesson mæta til fundar ríkis- stjörnarinnar í morgun. Nízkur á pokana sína! Hún Snjólaug hjálpaði mér að sauma pokana mína, sagði Gummi litli, fimm ára gamall polli, sem átti heila fimm öskupoka í morgun þegar blm. og ljósm. DB litu inn á barnaheimilið að Steinahlíð. Gummi var svolítið nízkur á pokana sína en gat samt ekki sillt sig um að hengja aftan í Elínu, þegar hún tyllti sér niður. Svala stendur hjá og skemmtir sér vel. Ef það er rétt að öskudagurinn eigi sér átján bræður veðurfarslega er fram- tíðin sannarlega björt, því í morgun var fínasta veður i höfuðborginni, eins og víðast annars staðar á landinu. Spáin hljóðaði líka upp á áframhaldandi gott veður, nema það verður rigning á Suðausturlandi. DB-mynd Ragnar Th. A.Bj. Símamáliníalgerumólestri: Hundruð bíðð — Ogbíðíngetur OVðíð býsna löng — bls.8 Veldi tilf inninganna: Gæti eyðilagt hugmyndirungs fólksumástina — segirVigdfs Finnbogadóttir bls.4 Vita yfirmenn varnarliðsins umvinnubrögðin við ráðningu starfsmanna — sjá lesendabréf á bls. 2 og 3 - Umfangsmikil leit að amerískum fólksbíl: TVEIR SÁUST BERA MANN Á MILLISÍN ÚT í BÍLINN Allt lögreglulið Reykjavíkur og Kópavogs, auk rannsóknar- lögreglumanna, hefur síðan í gærkvöldi leitað að amerískum fólksbíl með tveimur mönnum. Mennirnir tveir sáust bera hlut sem sjónarvottur fullvrðir að hafi verið maður — út úr húsi áVesturgötu og inn í bifreiðina. Sjónarvotturinn sá bifreiðina síðan fara með blikk- andi stefnuljósi niður Ægis- götu. Það var um hálfellefu í gær- kvöld, að maður nokkur hringdi á miðborgarstöð lög- reglunnar og sagðist rétt i því hafa séð tvo menn bera hreyfingarlausan mannslíkama út i græna fólksbifreið, sem síðan hafi verið ekið til hægri niður Ægisgötu. Kom maður þessi síðan á lögreglustöðina og þar á eftir til skýrslugjafar hjá rannsóknarlögreglu ríkisins í Borgartúni. Þegar í stað var send út til- kynning til allra lögreglu- og leigubíla, um að svipast um eftir öllum grænum, amerískum bílum með tveimur mönnum. Lögreglubílar úr Reykjavík og Kópavogi voru á öllum helztu umferðargöt'um og leiðum út úr borginni eftir aðeins örfáar mínútur. Njörður Snæhólm, yfirlög- regluþjónn i rannsóknarlög- reglunni, sagði í samtali við fréttamann DB í morgun. að leitað yrði að bílnum áfram eins og gert hefði verið í nótt. „Við höfum lýsingu á bílnum," sagði Njörður. Sjónarvotturino segir þetta hafa gerzt á mótsvið 'esturgötu 16-18. Þar kannast engir íbúanna við að nokkurs sé saknað, né heldur að þeir hafi orðið einhvers óvenjulegs varir — enda stóð yfir sýning á loka- þætti sovézka myndaflokksins 17 svipmyndir að vori þegar atburður þessi átti sér stað. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.