Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978. gott Og BIABIÐ fijálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. jþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Árni Pall Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritsjjórn Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2 Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 linur). Askrift 1700 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umhrot Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Ekki þeir pappírar Launþegar þjóðarinnar á /jj alþingi hafa tekið forustu í kröfu- gerð og kröfuhörku. Þingmenn- irnir skammast sín ekki fyrir óhóflegar launahækkanir og óvenjugróf skattsvik. Þingfarar- kaupsnefnd þeirra birtir í þess stað greinargerð um, að allt sé þetta fagurt. Broslegust er hótun þingfararkaupsnefndar um birtingu samanburðar á kjörum þingmanna á íslandi og Norðurlöndum. Slíkur saman- burður var í tízku fyrir nokkrum árum, áður en menn áttuðu sig á markleysi hans. Gallinn er nefnilega sá, að stjórna þarf land- inu betur, ef íslendingar eiga aó hafa sömu kjör og starfsbræður í útlöndum. Að þessu geta frystihúsakerlingar ekki gert, en þingmenn okkar eru hins vegar beinlínis ábyrgir fyrir því, að kjör eru verri hér. Þingfararkaupsnefnd ver margvísleg skatt- svik þingmanna með því, að ríkisskattanefnd sé samsek. En það bætir ekki hlut þingmanna, þótt þeir dragi skrifstofustjóra sinn, skattstjóra og aðra embættismenn inn í svindlið. Kjarni málsins er sá, að þingmenn hafa sett strangar reglur um meðferð hlunninda til skatts. En þeir smeygja sér sjálfir hjá því að fara eftir þessum reglum. Fyrir bragðið ættu þeir allir með tölu að sitja á Litla-Hrauni, ásamt þeim embættismönnum, sem um málið hafa fjallað. Það er ekki lítið mál að koma á mánuöi hverjum undan skatti hlunnindum, sem nema 200.000 krónum á hvern utanbæjarþingmann. Það eru 2.4 milljónir á einu ári og 9,6 milljónir króna á einu kjörtímabili. Aðrir skattsvikarar gera ekki betur. Þingfararkaupsnefnd er svo langt leidd, að hún segir þaö rangt, að þingmenn ákveði laun sín sjálfir. Hún segir kjaradóm hafa ákveðið laun í þriöja efsta flokki kjarasamninga Banda- lags háskólamanna. Lög mæli svo um, að þing- menn taki laun eftir þriðja efsta flokki ríkis- starfsmanna. Þess vegna hafi þingmenn hoppað úr samningum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja yfir í samninga Bandalags háskólamanna. Auðvitað var það þingfararkaupsnefnd, sem ákvað að túlka kjarasamningana með þessu hoppi og útvega þingmönnum á þann hátt 80% launahækkanir meðan alþýðufólk fékk 60% launahækkanir. Og auðvitað er það þingfarar- kaupsnefnd, sem ákveður, hver hin skattsviknu hlunnindi eigi að vera. Vel getur verið, að þingmenn ættu að hafa betri laun. Kannski fengjum við þingmenn, sem gegndu skyldum sínum, ef þeir fengju fjórum sinnum hærri laun. En gagnrýnin á sjálftekt þingmanna á launum, hlunnindum og skattsvikum snýst ekki um þetta. Þingmenn eru gagnrýndir fyrir að hækka laun sín meira en annarra manna, einmitt þegar neyöarástand er í efnahagslífinu. Þeir eru gagnrýndir fyrir að smeygja sér hjá skatt- svikareglum, sem þeir ætlast til að aðrir menn fari eftir. Þessi atriöi hefur þjóðin til sanninda um, að þingmenn hennar séu ekki þeir pappírar, sem þeir þyrftu að vera. Brezkur bifreíðaidnadurí erfiðleikum: BREZKAR BIFREKNR UPPFYLLA EKKI KRÖFUR ALMENNINGS — Erlendar bif reiðategundir hafa náð 45% af markaðinum Brezkur bifreiðaiðnaður á nú í alvarlegum erfiðleikum og stafar það m.a. af stórauknum fjölda innfluttra bifreiða. Er- lendar bifreiðategundir hafa þegar náð 45% af markaðnum í Bretlandi og framleiðendur þeirra ráðgera jafnvel enn aukna sölu á þessu ári. Og hinir erlendur framleið- endur búast við því að það verði auðvelt að auka söluna í Bretlandi þar sem brezkir framleiðendur sjá fram á deilur í iðnaðinum og síauknar kröfur um verndaraðgerðir vegna síminnkandi sölu inn- lendrar framleiðslu. Talsmaður v-þýzku BMW bif- reiðaverksmiðjanna hefur látið hafa það eftir sér að verksmiðj- an gæti selt mun fleiri bifreiðir til Bretlands en framleiðslu- geta leyfir en verksmiðjan hefur aukið mjög sölu sína undanfarið. Franska Peugeot verksmiðj- an hefur einnig lýst því yfir að búizt væri við töluverðri sölu- aukningu á Bretlandsmarkaði á þessu ári. Báðar þessar yfirlýs- ingar koma í kjölfar söluher- ferðar japönsku Toyotaverk- smiðjanna sem eru þriðju stærstu bifreiðaverksmiðjur í heimi, á eftir bandarísku risun- um General Motors og Ford. BMW verksmiðjurnar stefna að 14% söluaukningu á þessu ári en hvorki Toyota né Peugeot hafa gefið upp þá framleiðsluaukningu, sem fyrirtækin stefna að en tölur frá því í fyrra sýna að sölu- aukningin á því ári nam 25% í Bretlandi. Bifreiðainnflutn- ingur frá löndum Efnahags- bandalagsins jókst um 28% á síðasta ári og japanskur bif- reiðainnflutningur til Bret- lands jókst um 16%. Þessi mjög aukni innflutn- ingur hefur leitt til þess að brezkir bifreiðaframleiðendur hafa krafizt innflutningshamla og talsmaður iðnaðaryfirvalda V-þýzku BMW bifreiðaverksmiðjurnar segjast geta selt mun fleiri bifreiðir til Bretlands en verksmiðjan annar. PRUÐU LEIKARARNIR Tvennarkosningareruframund- an og uridirbúningur þeirra er þegar hafinn með hefðbundn- um hætti. Nýlega birtust for- menn þeirra fimm flokka sem fulltrúa eiga á þingi á sjón- varpsskjánum ásamt þremur spyrlum. Þetta hefur tíðkast þann aldarþriðjung sem ég hef fylgst með stjórnmálum, fyrst í hljóðvarpi en síðan í sjónvarpi. Meðan ég hlýddi og horfði á nýjasta þáttinn rifjaði ég upp í huganum að þessir þættir hafa verið allbreytilegir síðasta aldarþriðjunginn. í öndverðu voru þátttakendurnir alvöru- þrungnir, kenningarnar voru litaðar tilfinningum í orðavali og áherslum; allir kváðust vilja frelsa heiminn. Nú bar hvorki á alvöruþunga né tilfinningum eða frelsunarmóði; þetta voru málvinir í skemmtispjalli. Flestir höfðu þeir f sífellu hlý- legt bros á takteinum; meira að segja Geir Hallgrímsson hafði tekið ofan alvarlegu augun sln. Mér virtust brosin komin úr sömu verksmiðju og hið h'eims- sögulega bros Carters Banda- ríkjaforseta, þótt munnvöðvar hans óg tanngarðar taki öllu öðru fram, enda allt mest í Bandaríkjunum. 1 heild minnti þátturinn mig á sjónvarpsleik- inn Prúðu leikarana sem ég horfi oft á mér til skemmtunar, og ég sá hliðstæður í hverjum þátttakanda i stjórnmálaspjall- inu hlýja. Magnús Torfi Ólafs- son var sá eini sem ekki hafði komið sér upp brosi, hann minnti mig á annan gömlu karl- anna sem sitja á svölunum og liorfa fýlulega á félaga sína á sviðinu. En verst þótti mér að í þessu stjórnmálaskemmtiþætti var engin svínka. N0TALEG HEFÐ I þessu stjórnmálaskemmti- spjalli bar ekkert á nýjungum, enda alltaf hlýlegast að dveljast í heimilislegu umhverfi. Prúðu leikararnir spjölluðu um verð- bólgu og verðhjöðnun, niður- færslu og uppfærslu, gengissig og gengislækkun, launahækk- un og launastöðvun og þar fram eftir götunum. Allt eru þetta umræðuefni sem maður hefur heyrt í aldarþriðjung og þeir vafalaust oftar sem hafa fylgst lengur með en ég. Það nýja var að nú taldi enginn sig vera að frelsa heiminn. Allir lögðu áherslu á að tillögur þeirra væru aðeins bráðabirgðaúrræði og meira að segja bráð bráða- birgðaúrræði. Allt minnti þetta mig á jólin sem nú eru nýliðin. Um jólin tekur maður fram gömlu frá- sagnirnar og þulurnar um Grýlu og Leppalúða og jóla- sveinana, eins og þeir voru áður en gerð var á þeim Hollý- wood-snyrting, og mér finnst þetta alltaf jafn notalegt. HIN BANNHELGU SVIÐ Stundum hefur Alþingi íslendinga verið líkt við leik- hús, og vissulega má færa margvísleg rök að þeirri sam- líkingu. En leikhús þurfa ævin- lega að gæta þess að taka mið af samtíð sinni, annars kunna áhorfendur að bregðast þrátt fyrir alla hefð. Mér fannst prúðu leikararnir vera ískyggi- legá fjarri íslensku þjóðfélagi, áhorfendum sínum. Það var ekki talað af neinni alvöru um þá hrikalegu staðreynd að verð- bólguæði og gengishrun á Islandi eru að ná heimsmetum. Ekki þótti það sérstakt tiltöku- mál að erlendar skuldir íslend- inga eru nú orðnar svo þung- bærar að afborganir og vextir jafngilda um 20% af gjaldeyris- tekjunum. lsta desember 1959 hélt Jónas Haralz ræðu þar sem hann taldi að íslenskt þjóð- félag væri á glötunarbarmi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.