Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 13
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 8. FEBRUAR 1978
Iþrótfir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
ÁgóðiHM
75 milljónir
„Agóði af heimsmeistara-
keppninni verður ekki und-
ir Iveimur milljónum
króna“, sagði Helge Paul-
sen, formaður danska hand-
knattleikssambandsins eftir
keppnina — eða um 75
milljónir króna islenzkar.
Það er miklu meira en Dan-
ir rciknuðu með fyrirfram.
Þeir bjuggust við, að seldir
aðgöngumiðar yrðu um 70%
en það fór í 85%. Þegar frá
eru taldir fyrsti leikurinn í
Bröndby-höllinni og leikur
Tékka og Kanada í 1. um-
ferðinni var nær uppselt á
alla leiki keppninnar. HM
hefur því orðið Dönum mik-
il lyftistöng fjárhagslega
sem íþróttalega.
Danska hlaðið BT valdi
heimslið eftir keppnina og
eftirtaldir garpar eru í liði
BT. Markverðir. W.
Schmidt, A-Þvzkalandi, og
Manfred Hoffmann. V-
Þýzkalandi.
Aðrir leikmenn. Jerzv
Klempel, Póllandi, Heiner
Brand, V-Þýzkalandi, Peter
Kovacs, Ungverjalandi,
Maksimo, Sovét, Joachim
Deckarm, V-Þýzkalandi,
Vladimir Kravcov, Sovét,
Thor Munkager, Danmörku.
Wolfgang Böhme, A-
Þýzkalandi. Jevgeni Tchern-
ishev, Sovét, og Vassilji
Iljin, Sovét.
Margar langskyttur — en
blaðið tekur þó fram, að
fjórir þessara leikmanna
geti leikið á línu, Munkager,
Brand, Kravcov og Iljin. Þá
segir BT, að pólska liðið hafi
sýnt bezta tækni allra liða i
kcppninni.
Braulin tók sinn toll hjá honuni. Patrick Toussaint. Andorra. stendur á
haus.
Brautarlagningin
algjört hneyksli
Hneyksli var það orð, sem
iftast heyrðist, þegar mestu svig-
(appar heimsins höfðu lokið fyrri
tmferðinni í heimsmeistara-
(eppninni í svigi í Garmisch-
fartenkircken á sunnudag.
flneyksli — algjört hneyksli,
ikrifa Norðurlandablöð um
(eppnina, þrátt fyrir, að frammi-
staða skíðamanna frá Norður-
íöndunum var mun betri en oftast
kður. Af 102 keppendum luku
íðeins um 40 keppninni.
Gagnrýni, sem kom fram á
brautarlagninguna, beindist fyrst
3g fremst að austurríska Iands-
iðsþjálfaranum, Peter Proding-
?r, sem hafði ,,lagt“ brautina í
fyrri umferðinni. Að flestra áliti
/ar hún alltof erfið — einkum
fyrsti þriðjungur hennar — og
pað sýndi líka árangurinn.
Margir skíðamannanna höfðu
aðeins farið í gegnum tvö-þrjú
ilið, er þeir steyptust á hausinn
eða lentu á stöngunum á hinni
hálu braut og urðu að hætta.
Brautin var strax gagnrýnd
daginn fyrir keppnina — og einn-
ig var því mótmælt, áð þjálfari
Ingemar Stenmark, Torgny
Svensson, átti að annast brautar-
lagningu síðari umferðarinnar.
Því var mótmælt en mótsstjórnin
stóð við ákvörðun sína. Það var þó
ekki fyrr en í 3ju tilraun, sem
brautarlagning Svíans var sam-
þykkt. Sigur Ingemar Stenmark
byggðist þó ekki á þvi að þjálfari
hans lagði brautina — heldur
sýndi hann enn einu sinni hve
snjall skíðamaður hann er. Hann
sigrar þó aðstæður virðist ómögu-
legar.
Úrslitin hjá þeim beztu komu
ekki á óvart, skrifa blöðin, en það
er ekki eðlilegt, að Norðurlöndin
eigi sex keppendur meðal 25
beztu — þar af þrjá Norðmenn.
Sem kunnugt er var Svíinn
Torsten Jakobsson í níunda sæti
og Sigurður Jónsson í þrettánda
sæti — og þeir sýndu mikið
öryggi að komast í gegn.
Liverpool náði eins marks forustu
Liverpool fer með eins marks
forustu til Highbury í næstu viku
þegar Arsenal og Liverpool gera
út um það hvort liðið íeikur til
úrslita í deildabikarnum. í fyrri
ieik liðanna í gær í undanúr-
slitum sigraði Liverpool Arsenal
2-1 á Anfield í Liverpool. í kvöld
leika Nottingham Forest og
Leeds fyrri leik sinn í undanúr-
slitum keppninnar.
Arsenal náði forustu á 12. mín.
á Anfield í gær, þegar miðherji
Arsenal, Malcolm MacDonald,
sendi knöttinn i markið framhjá
Ray Clemence. Frank Stapleton
skallaði knöttinn til hans éftir
langt innkast Sammy Nelson. A
26. mín. jafnaði Kenny Dalglish
eftir snjallan samleik Ray
Kennedy og David Fairclough.
Malcolm MacDönald var tví-
vegis nærri að ná forustu fyrir
Arsenal á ný. Tommy Smith, sem
lék i stað Ian Callaghan, sem á við
meiðsliað stríða.bjargaði snilldar-
lega í fyrra skiptið — á síðustu
stundu. Hinu megin var Kennedy
nálægt að skora áður en hann
sendi knöttinn I mark Arsenal tíu
mínútum fyrir leikslok. Það var
sigurmark leiksins
Deildabikarinn
Liverpool-Arsenal 2-1
3. deild
Carlisle-Rotherham 2-1
Walsall-Lincoln 3-1
4. deild
Barnsley-Aldershot 2-0
Hartlepool-Halifax 1-1
Skozki bikarinn
St. Johnstone-Brechin 1-0
Stirling-Clydebank 3-0
Blackpool rak framkvæmda-
stjóra sinn, Alan Brown, í gær
eftir að hann hafði lent í deilu við
stjórnarformanninn, Cartmel.
Alan Brown var hér á árum áður
meðal kunnustu leikmanna
Blackpool og lék með Stanley
Matthews og Mortensen um og
eftir 1950. Hann lék í skozka
landsliðinu en var ákaflega
óheppinn á leikferli sínum. Fót-
brotnaði oftar en einu sinni og
missti t.d. af þeim sökum úrslita-
leik bikarkeppninnar 1953, þegar
Blackpool sigraði Bolton 4-3 í ein-
hverjum frábærasta úrslitaleik,
sem sézt hefur á Wembley.
Matthews var þá hreint óstöðv-
andi eftir að Bolton hafði komizt í
3-1 í leiknum.
Þinn b ?
15.apríl getur hann oröiö þaö-sértu áskrifandi aö Dagblaöinu. Askriftarsíminn er 270 22
UAb
DAGBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. KEBRUAB 1978,
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Sigurbros FH-
ÁRMANN K0MST í 7-0 0G KR TAPAÐI
í FYRSTA SINN í 18 MÁNUÐI!
KR-ingar hafa verið mjög
sigursælir í sundknattleiknum
síðustu mánuði undir stjórn Þor-
steins Hjálmarssonar, sem
þjálfað hefur öll beztu sundknatt-
leiksfélög hér á landi. En á
mánudag kom loks að því, að KR-
ingar töpuðu — eftir óslitna
sigurgöngu i átján mánuði!
Reykjavikurmótið I sundknatt-
leik hófst þá í Sundhöllinni og
Armann og KR léku fyrsta
leikinn. Armenningar mættu
mjög ákveðnir til leiks en hins
vegar stóð ekki steinn yfir steini i
leik Vesturbæjarliðsins. Ármann
var búinn að skora sjö mörk áður
en KR komst á blað — og þó
KR-ingar hrisstu af sér slenið
lokakafla leiksins tókst þeim ekki
að vinna upp þann mikla mun.
Armann sigraði í fyrstu lotunni
með 3-0. Eftir aðra Iotuna var
staðan 7-1 og KR skoraði síðasta
markið f þeirri lotu. Eftir þá
þriðju var staðan 7-3. í síðustu
iotunni skoruðu Armenningar tvö
mörk — KR þrjú — og lokatölur
urðu því 9-6 fyrir Ármann.
Ágúst Einarsson var
markhæstur Ármenninga með
þrjú mörk. Bræðurnir Stefán og
Kristinn Ingólfsson skoruðu tvö
mörk hvor. Pétur Pétursson og
Birgir Viðar eitt mark hvor. Að
venju skoraði Öiafur Þ.
Gunnlaugsson flest mörk KR —
fjögur að þessu sinni — en þeir
Morten Frost, 19 ára danskur |
piltur, kom heldur betur á óvart á
danska meistaramótinu í badmin-
ton. í gær sigraði hann heims-
meistarann Flemming Delfs í
úrslitum í einliðaleik karla með
9-15, 15-6 og 15-4 þrátt fyrir, að
hann átti við meiðsli að stríða í
IHafþór Guðmundsson og Þórður
Ingason skoruðu eitt mark hvor.
Mótið heldur áfram á föstudags-
kvöld. Þá leika KR og Ægir.
hægri handlegg. A undanúrslit-
um sigraði Frost Svend Pri fyrr-
um heimsmeistara og núverandi
Norðurlandameistara.
í einliðaleik kvenna sigraði
heimsmeistarinn Lena Köppen
Ingu Borgström í úrslitum 11-0 og
11-6.
Fraus í höndunum á Frost
Unga stúlkan, sem brosir svo fallega á DB-
mynd Harðar að ofan, heitir Sigfríður Sigur-
geirsdóttir fyrirliði íslandsmeistara FH í
kvennaknattspyrnunni. Sigfríður er einnig
þekkt handknattleikskona í FH-liðinu. Því
miður urðu' okkur á þau mistök í íþrótta-
opnunni á mánudag, að önnur stúlka var sögð
fyrirliði FH-liðsins. Við biðjum Sigfríði af-
sökunar á þeim mistökum um leið og við
óskum henni og stöllum hennar í FH-liðinu
tii hamingju með hinn örugga sigur á
Islandsmótinu.
ísrael ÍUEFA?
A næsta ársþingi Evrópusambandsins í
knattspyrnu, UEFA, sem haldið verður í
Istanbul, í Tyrklandi í apríl verða greidd
atkvæði iom inngöngu Israel í Evrópusam-
bandiði'Nokkur lönd i Vestur-Evrópu — þar
á meðal Holland, Frakkland, Vestur-
Þýz.kaland, Sviss og Svíþjóð — munu flytja
tillögu um, að ísrael fái að taka þátt í
Evrópumótum félagsliða i knattspyrnu svo
og i Evrópukeppni landsliða.
I október síðastliðnum var israel vikið úr
Asíusambandinu og þrátt fyrir míkla baráttu
FIFA — alþjóöaknattspyrnusambandsins —
að Asíu-sambandið endurskoðaði þá afstöðu
sina hefur ekkert gerzt i málinu og ólikiegt
að á þvífverði breyting.
Anna Gunnars-
dóttirvarðþriðja
Það var ekki rétt, sem skýrt var frá hér á
íþróttasiðunni um úrslit i 1500 m skriðsundi
kvenna á Ægismótinu á dögunum — sam-
kvæmt upplýsingum mótsnefndar — að
Sigrún Ólafsdóttir Selfossi, hefði orðíð i
þriðja sæti i sundinu. Þvi sæti náði hins
vegar ung sundkona úr Ægi, Anna Gunnars-
dóttir — bráðefnileg sundkona. Við biðjum
Onnu velvirðingar á þeim mistökum.
Markhæstir
áHM
íDanmörku
Markhæstu leikmennirnir í heims-
meistarakeppninni urðu Peter Kovacs, Ung-
verjalandi, og Jerzy Klempel, Póllandi.
Báðir skoruðu 47 mörk. Þessir 15 leikmenn
skoruðu mest í keppninni.
1. Peter Kovacs, Ungverjal. 47
1. Jerzy Klempel, Póllandi, 47
3. Stefan Birtalan, Rúmeníu, 43
4. Seimci Gamo, Japan, 36
5. Michael Berg, Danmörku, 35
5. Wolfgang Böhme, A-Þýzkal. 35
7. Vallerij Gassij, Sovét, 29
8. Radisav Pavievic, Júgósl. 28
9. Suarez Alonso, Spáni, 25
9. Hiroshi Hanawa, Japan, 25
11. Yoji Sato, Japan, 24
11. Alfred Kaluzinski, Póll. 24
13. Jose Behovide, Spáni, - 23
14. Joachim Deckarm. V-Þýzkal. 22
15. Giinter Dreibrot, A-Þýzkal. 20
M-.:
6. tbl. 40. árg. 9. feb. 1978
Verð kr. 450.