Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1978. £ tJíélfaMiww kemurá götuna ídag Kl. 18,oo verður það borið í hús á fsafirði, f Bolungarvík og í Hnífsdal. Á morgun á öðrum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum. Næstu daga sér póstþjónustan um að koma því tll hundraða áskrlfenda um allt land. Var stofnað í nóvember 1975 Er óháð stjórnmálaflokkum Gefur Innsýn í lífsbaráttu fólks, sem býr strjált í harðbýlum landshluta Kemur út annan hvern miðvikudag Er stærra og fjölbreyttara en önnur blöð á Vestfjörðum Hefur sama dreifingarhlutfall á Vestfjörðum og Morgunblaðið á íslandi: Eitt eintak á hverja 6-7 íbúa Þú getur orðið áskrifandi með því að: Lyfta símanum og velja 94-3223 eða á kvöldin 94-3100 Fylla út meðfylgjandi seðil og póstleggja hann V SENDUM ÓKEVPIS KYNNINGAREINTÖK EF ÓSKAÐ ER (j7~ li'J/riiAvt Ég óska að gerast áskrifandi að Vestfirska fréttablaðinu pósthólf 33 - 400 isafjörður Styrkir til náms áítalíu jtölsk stjórnvöld bjóða frain styrki handa íslendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1978-79. Styrkfjárhæðin nemur 240 þúsund lírum á mánuði. Þeir ganga að öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hafa kunnáttu í ítölsku. og hyggja á framhaidsnám að loknu háskólaprófi. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 5. mars nk. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 3. febrúar 1978. Hálft ár að rýma Kristjaníu — félagsmálayfirvöld í Kaupmannahöfn ekki viðbúin skyndilegri rýmingu svæðisins Þótt hæstiréttur Danmerkur hafi nýlega úrskurðað að frírík- ið Kristjanfa í Kaupmannahöfn skuli rýmt er enn óljóst hvað gert verður. Félagsmálastjóri Kaupmannahafnar Pelle Jarmer hefur lýst því yfir að íbúar Kristjaníu verði ekki sendir út í borgarlífið í Kaup- mannahöfn með eins dags fyrir- vara. Félagsmálayfirvöld eru ekki viðbúin slíkum aðgerðum. Pelle Jarmer leggur áherzlu á að íbúar Kristjaníu verði að fá aðvörun í tíma ef ríkis- stjórnin og þingið ákveða að frí- ríkið skuli rýmt. „Við höfum ekki haldið neinum íbúðum eða stofnunum fyrir ibúa Kristjaníu." segir félagsmála- stjórinn. „Hefðum við gert það hefðu borgaryfirvöld verið gagnrýnd og það með réttu að halda húsnæði fyrir öðrum. Frí- ríkið Kristjanía, hefur nú verið við lýði í 7 ár þannig að þetta hefði verið óframkvæmanlegt." „Þar fyrir utan er alls ekki vist hve margir íbúar í Kristjaníu þurfa á félagslegri hjálp að halda. Kristjaníubúar hafa ekki beðið borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn að útvega fríríkinu vinnu. Það er því óljóst ennþá hve mikil vanda- mál skapast ef Kristjanía verður rýmd. Skipi þingið svo fyrir að Kristjanía skuli rýmd með dags fyrirvara er samfélagið skyld- ugt að skjóta skjólshúsi yfir þá sem verða húsnæðislausir. Íbúar fríríkisins Kristjaníu hafa komið upp margs konar atvinnu, þar sem bæði eru framieiddar ýmsar vörur og ýmislegt endurunnið, sem hætt var að nota. Þetta hefur skapað ný tækifæri fyrir íbúana. Hér að ofan má sjá smiðju í Kristjaníu. HARÐIR BARDAGAR í KAMBÓDÍU í GÆR Harðir bardagar voru á landa- mærum Víetnams og Kambódíu í gær. Kambódíustjórn segist hafa drepið eða sært hundruð víet- namskra hermanna og eyðilagt 17 skriðdreka. Atökin áttu sér stað um 90 km suður af höfuðborg Kambodíu Phnom Penh. Þessar upplýsingar komu frá útvarpinu í Phnom Penh en þar sagði ekki frá mannskaða eða tjóni Kambódiumanna sjálfra eða hvort Víetnamar voru hraktir frá landamærunum. Víetnamar notuðu Mig herþotur og þyrlur auk skriðdrekanna í bardaganum í gær. Bandaríkin: TÍU VIKNA VERKFALL KOLANÁMUMANNA — líkurá samningum Lengsta verkfalli kolanámu- manna i sögu Bandaríkjanna gæti lokið í næstu viku, eftir að samningar náðust milli at- vinnurekenda og námuverka- mannanna. Verkfallið hefur nú staðið í 10 vikur. Samkomu- lagið verður nú borið undir samþykki námuverkamann- anna, en gert er ráð fyrir að fundir og atkvæðagreiðslur standi í 10 daga. Námaverkamennirnir sem eru 160 þúsund fóru i verkfall 6. desember á fyrra ári. Þeir kröfðust 2.60 dollara hækkunar á timakaup sitt, sem er 7.80 dollarar, en hækkunin kæmi smám saman á þremur árum. Samningarnir sem tókust í gær gera ráð fyrir því að hækkunin verði 2.35 dollarar. Verkfall þetta hefur haft alvarleg áhrif á kolaframleiðsl- una i Bandaríkjunum og við borð liggur að alvarlegur kola- skortur verði nú um hávetur, ef ekki semst. Verkfall þetta nær til u.þ.b. helmings námaverkamanna í Bandaríkjunum, hinn helming- urinn er ekki félagsbundinn. Lengsta verkfall kolanámu- manna, áður en þetta kont til, stóð í 59 daga árið 1946. Kola- framleiðslan núna er aðeins helntingur þess sem hún var f.vrir einu ári. Vandræðaástand hefur nú skapazt vegna kolaverkfallsins í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.