Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978.
17
Sadat og Dayan í Bandaríkjunum:
Carter styður
Sadat
— Carter andvígur búsetu ísraels-
manna á herteknu svæðunum
Bandaríkjastjórn veitti Sadat
Egyptalandsforseta óvæntan
stuðning í gær í baráttu hans
fyrir friði í Miðausturlöndum.
Þegar Moshe Dayan utanríkis-
ráðherra Israels kom til Banda-
ríkjanna í gær, þar sem hann
mun dvelja næstu 10 daga, lýsti
utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna yfir andstöðu Hvíta
hússins gegn nýrri búsetu
ísraelsmanna á herteknum
svæðum Araba.
I tilkynningu utanríkisráðu-
neytisins kom fram að Carter
Bandaríkjaforseti hefði þrisvar
sinnum í síðasta mánuði lýst
yfir áhyggjum sínum við
Israelsstjórn vegna þessa máls
og jafnframt sent Menachem
Begin forsætisráðherra Israels
harðorða greinargerð um þetta
mál. Yfirlýsing utanrikisráðu-
neytisins birtist eftir að Sadat
Egyptalandsforseti hélt til að
ávarpa Bandaríkjaþing, þar
sem hann ítrekaði kröfur sínar
um kaup á bandarískum
vopnum.
Frekari viðræður þjóðarleið-
toganna Carters og Sadats
halda áfram í dag. -
Skömmu efiir að lYIoshe I)ayan tilanrikisráðherra Israels kont i il Uandarikjanna i ga-r gaf Kandarík.ja-
stjórn út vfirlýsingu þess efnis að hún t a>ri andvig frekari búselu Israelsmanna i herteknum svæðum
Araba.
Geimskutlumar sex
Sex konur hafa verið valdar til starfa sem geimfarar hjá banda-
rísku geimferðastofnuninni NASA og eru þær í hópi 35 nýrra
geimfara.
Þessi mynd var tekin af hinum föngulega hópi kvengeimfara er
hann kom í heimsókn í Johnson geimrannsóknarstöðina í Huston.
Geimfararnir heita Rhea Seddon, Anna Fisher, Judith Resnik,
Shannon Lueid, Sally Ride og Kathrvn Sullivan. Stúlkurnar ntunu
nú hefja tveggja ára æfingarflug á geimskutlunni svokölluðu, en
líkan af einni slíkri er í forgrunni mvndarinnar.
Erlendar
fréttir
REUTER
Dýrkeyptir
pólskir
brandarar
Starfsmaður Ford bílaverk-
smiðjanna í Bandaríkjunum
hefur höfðað mál gegn verksmiðj-
unum. Edmund Szymczyk 52 ára
pólskur að uppruna, hefur krafizt
skaðabóta að upphæð 600
þúsunda Bandaríkjadala, þar sem
fyrirtækið hefur ekki varið hann
fyrir bröndurum starfsfélaga
hans, þar sem þeir gera gys að
uppruna hans og smáum vexti.
Edmund hefur skýrt svo frá í
fylgiskjali með skaðabótakröf-
unni að þessir brandarar hafi
mjög skert starfsgetu hans og hafi
auk þess valdið honum miklum
andlegum þjáningum.
,,Ég hef reynt að umbera
ástandið", sagði Szymczyk, sem
unnið hefur hjá Ford undanfarin
25 ár,“ en nú er mælirinn fullur.
Ég hefi beðið til guðs og spurt af
hverju vinnufélagar mínir gera
mér þetta og hvers vegna ég þarf
að ganga t gegnum þetta til að
vinna fyrir daglegu brauði"?
Sovétmenn beztu
njósnaramir
— enda meira fé varið til KGB en CIA
Bandaríkin og Sovétríkin
hafa beztu skipulagða njósna-
starfsemi í heiminum, en Israel
og Bretland fylgja fast á eftir
þeim, að því er fram kemur í
tímaritinu Time.
I athugun tímaritsins eru
hverri njósnastofnun gefnar
einkunnir með tilliti til
árangurs í starfi. Þar fá njósna-
stofnanir Bandaríkjanna.
Sovétríkjanna, ísraels og Bret-
lands beztan vitnisburðinn.
Síðán koma njósnastofnanir í
Tékkóslóvakíu, Póllandi, V-
Þýzkalandi, Frakklandi, Japan
og Kína.
Time greinir frá því að meira
fjármagni sé varið til sovézku
leyniþjónustunnar KGB en
hinnar bandarísku CIA og
meðal bandarískra sérfræðinga
sé enginn vafi á því að sovézka
leyniþjónustan sé hin bezta
sinnar tegundar í heiminum.
tsraelska leyniþjónustan
Mossad, sem Time telur betri
en þá brezku, er mjög vel skipu-
lögð.
Um leyniþjónustuna í V-
Þýzkalandi segir Time að hún
sé afbragð hvað snerti
vitneskju um A-Þýzkaland og
önnur Varsjárbandalagsríki, en
hún hafi þó heldur fallið í áliti,
nánast misst andlitið, eftir að
upp komst að sovézkir og a-
þýzkir njósnarar höfðu Komizt
til áhrifa innan v-þýzkra ráðu-
neyta.
ítalía:
Kommúnistar
ekki í stjórn
- auðveldar Andreotti stjórnarmyndun
Kommúnistar á Italíu hafa nú
fallið frá kröfum sínum um þátt-
töku í stjórnarmyndun i landinu.
Þessi ákvörðun er tekin í því
skyni að auðvelda stjórnar-
myndun, en stjórnarkreppa hefur
verið á Ítalíu nú um nokkurn
tíma vegna þeirrar kröfu
kommúnista og sósialista að taka
þátt í stjórn landsins með
Kristilegum demókrötum.
Þessi ákvörðun var tekin eftir
fund Enrico Berliguer formanns
Kommúnistaflokksins og
Andreotti formanns Kristilega
demókrataflokksins og fráfarandi
forsætisráðherra.
Búizt er við að þessi yfirlýsing
Berlinguers auðveldi Andreotti
stjórnarmyndun, þar sem farið
væri bil beggja en kommúnistar
sætu ekki í stjórn en hefðu þó
mikil áhrif á stjórn landsins.
Hraustlega sopið á
Don YVood og Steve Roddick eru tnenn ekki flökurgjarnir. Þeir
tóku þátt í kappdrvkkju hrárra eggja í Seattle i Bandaríkjunum.
Kappinn Roddick glevpti 44 hrá egg áður en hann gal'sl upp en
félagi hans YVood kom 50 eggjum niður á einni klukkustund, og þá
drvkkju telur hann vera heimsmet. Ekki er getið um líðan þeirra
eftir máltíðina.
fÆskulýðsráð
Styrkir
1. NÝJUNGAR Í STARFI ÆSKULÝDSFÉLAGA
Æskulýðsráð Reykjavíkur veitir
nokkra styrki til þeirra æskulýð -
félaga, er hvggja á nýjungar í starfi
sínu í ár. Umsóknir um slíka styrki,
með ítarlegri greinargerð um hina
fyrirhuguðu tilraun eð i nýbreytni,
óskast sendar framkvæmdastjóra
ráðsins, Fríkirkjuvegi 11, fyrir 1. marz
næstkomandi.
2. UNGLINGASKIPTI
Æskulýðsráð Reykjavíkur mun í ár
veila nokkurn fjárstyrk til félagshópa,
er fyrirhuga unglingaskipti við útlönd
sumarið 1978. Slíkur styrkur er bund-
inn því skilyrð , að um gagnkvæma
starfsemi sé að ræða, þ.e. samvinná
við erlend samtök, er síðan senda
unglinga til Reykjavíkur. Upphæð fer
eftir fjölda umsókna. Umsóknir með
nákvæmum upplýsingum um þátttak-
endur, erlendan samstarfsaðda og
ferðaáætlun, sendist skrifstofu Æsku-
lýðsráðs Re.vkjavíkur fvrir 1. marz,
1978.
ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR,
SÍMI 15937.