Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1978.
hefur gefið það í skyn að gripið
verði til einhverra slíkra ráð-
stafana.
„Það má greina nokkur
merki þess að gripið verði til
einhverra takmarkana en erfitt
er að segja fyrir um hverjar
þær verða,“ sagði talsmaður
samtaka brezkra bifreiðafram-
leiðenda, SMMT.
BREZKIR BÍLAR EKKI
NÆGILEGA GÓDIR
En ekki er hægt að skella
skuldinni eingöngu á innflytj-
endur. Brezkur bifreiðaiðnaður
á þarna allnokkra sök á máli
, þar sem honum heíur ekki tek-
izt að framleiða nægilega góða
bíla.
Aætlað ér að verkföll og ann-
ar órói innan brezka bifreiða-
iðnaðarins hafi komið í veg
fyrir framleiðslu u.þ.b. 400 þús-
unda bifreiða. Sfðan komið var
í veg fyrir gjaldþrot British
Leyland í apríl árið 1975 með
2.9 milljóna sterlingspunda
fjárveitingu, þá hafa vinnu-
deilur komið upp 700 sinnum
og þar af hefur tíu sinnum
komið til alvarlegra verkfalla.
Afleiðing þessa er sú að
markaðshlutfall verksmiðjunn-
ar lækkaði um 3% á siðasta ári
og nú hefur verksmiðjan tæp-
í5*|ií
»5
Austin Allegro, einn af vinsælustu brezku bílunum. Framleiddur at Britisn Le.vland.
væru fram bornar þá hefðu er-
lendar bifreiðaverksmiðjur
ekki náð slíkri fótfestu á brezk-
um markaði sem raun ber vitni.
Til þess að auka enn á þján-
ingar brezkra bifreiðaframleið-
enda hefur virt brezkt bllatíma-
rit gert rannsókn á þvf hvaða
.bílar f Bretlandi séu ódýrastir I
rekstri. Niðurstaða blaðsins var
sú að tvær erlendar bifreiðateg-
undir kæmu hagkvæmast út.
Það voru bílar af gerðinni
Citroen Dyane, sem er fransk-
ur, og ftalskur Fiat 126, en
reksturskostnaður þeirra á
viku nam um 8 sterlingspund-
um eða rúmar 3400 ísl. krónur.
Sá brezkur bfll, sem komst bezt
frá þessari könnun, var Austin
Mini, framleiddur af British
Leyland, en reksturskostnaður
hans var um 9 pund á viku eða
3850 krónur. . Reuter -
lega fjórðung brezka markaðar-
ins eða rétt rúmlega 24%.
UPPFYLLA EKKI
KRÖFUR FÓLKSINS
Formaður brezkra bifreiða-
framleiðenda hefur látið hafa
það eftir sér að ljóst sé að það
ástand f brezkri bifreiðafram-
leiðslu sem nú hefur skapazt
gangi ekki til frambúðar. Og
talsmaður Toyotaverksmiðj-
anna japönsku, en þær eru ann-
ar aðalkeppinautur brezkra
JÓNAS
HARALDSSON
bíla, hefur sagt hver ástæða
samdráttar f sölu brezku bfl-
anna sé: Þeir standist hreinlega
ekki kröfur viðskiptavinanna.
„Ef brezkur bifreiðaiðnaður
færi að óskum viðskiptavina
sinna og það þegar óskirnar
Brezku Mini bílarnir eru ekki stórir, en samt eru beir ekki sparneytnustu bílarnir á brezkrí grund. Þar sia tiæðí Citroen D.vane ,og Fiat 126 honum við. Mini er
framleiddur af British Leyland en markaðshlutdeild verksmiðjunnar dróst saman um 3% á sl. ári.
vegna þess að afborganir og
vextir af erlendum lánum
jafngiltu 10% af gjaldeyristekj-
unum; yrði farið yfir það mark
væri þjöðin gjaldþrota, sagði
Jónas. Síðan hefur hann haft
það meginverkefni sem einn af
leiðtogum Sjálfstæðisflokksins
að tvöfalda skuldabyrðina sem
hlutfall af þjóðartekjum, svo að
þess má vænta að ísland verði
fljótlega tekið upp f skuldir af
Alþjóðabankanum, sem hingað
til hefur ekki haft formlegan
eignarrétt á neinu landi þótt
óformlegt eignarhald hans sé
orðið mjög vfðtækt, eða af nýj-
asta lánardrottninum, Japön-
um, sem hafa áttað sig á því að
efnahagsleg heimsvaldastefna
er miklu áhrifameiri en
hernaðarleg. Geir Hallgrfms-
son, yfirmaður Jónasar, hafði
ekkert um þessi mál að segja,
heldur sýndi glöðu augun sfn.
Ekkert bar á góma þá ömurlegu
staðreynd að óðaverðbólgan
bitnar harðar á þeim sem
minnst mega sfn í þjóðfélaginu
láglaunafólki sem á ekki einu
sinni kost á því að þræla myrkr-
anna á milli, öldruðu fólki,
sjúku og fötluðu. Mikið var
talað um peningaskort en
ekkert minnst á þá staðreynd
að fslenskir forréttindamenn
eiga miljarðarfúlgur i útlend-
um peningastofnunum; raunar
má færa lfkur að því að þess-
ar þjófstolnu gjaldeyris-
eignir nemi mörgum tug-
um miljarða f agnar-
litlu krónunum okkar.
Ólafur Jóhannesson kom þessu
máli ekki að milli brosandi vara
sinna. Viðskiptaráðherrann er
önnum kafinn við það að lokka
gjaldeyrisþjófana til þess að
geyma stuld sinn f íslenskum
bönkum með þvf að bjóða hærri
vexti en fáanlegir eru erlendis
— og dómsmálaráðherrann
ætlar ekki að beita ákvæðum
um viðurlög við gjaldeyris-
þjófnaði. Ef til vill er þetta
upphaf þess, að hvers kyns
glæpastarfsemi, sem setur nú
rfkari svip á fslenskt þjóðfélag
en nokkru sinni síðan á
Sturlungaöld, verði löghelguð,
ef dómsmálaráðherra fær
aðeins vitneskju um hana og
hún er framin í viðurvist lög-
gæslumanna. Siðgæðisviðhorf
bar auðvitað ekki á góma f
góðvinaspjalli prúðu leikar-
anna, heldur var notaður sá
eini mælikvarði sem nú er tekið
mark á hérlendis, peninga-
matið.
ÞRÓUN KJARABARÁTTU
Það er létt verk og löður-
mannlegt að spotta og gagnrýna
stjórnmálamenn, mig ekki
sfður en aðra, en þeir sem þá
iðju stunda skyldu jafnframt
líta f eigin barm. Sá er munur á
leikhúsinu við Austurvöll og
Þjóðleikhúsinu, að áhorfendur
kjósa leikarana á fyrra sviðinu;
þeir kjörnu bregða sfðan upp
spegilmynd af kjósendunum.
Vilji menn breyta til á leiksvið-
inu við Austurvöll verða þeir
fyrst að breyta viðhorfum
sínum sjálfir. Þetta ættu lands-
menn að hugleiða í alvöru,
þegar tvennar kosningar eru
framundan, ekki síst launa-
menn, þeir sem láta valdsmenn
verðleggja hug sinn og hendur.
Saga verklýðsbaráttunnar á
íslandi mætti verða nokkurt
umhugsunarefni f því sam-
bandi. Það voru tiltölulega fáir
menn sem hófu þá baráttu,
hugsjónamenn og hörkutól.
Otrúiega lengi urðu þeir fyrst
og fremst að takast á við félaga
sína f hópi launamanna; í
mörgum fyrstu vinnudeilunum
reyndust verkfallsbrjótar mun
fleiri en verkfallsmenn og það
var að sjálfsögðu hagnýtt.
Síðan tók við tímabil þegar
stjórnmálaflokkarnir reyndu
að draga launamenn f dilka,
eins og bændur sauðfé af fjöll-
um, og þá var barist á flokks-
pólitískum grundvelli um
stjórn hvers verklýðsfélags og
stjórnir heildarsamtakanna. Nú
er svo komið að samtök launa-
fólks eru mjög sterkar og næsta
samstæðar heildir; enginn
viðurkennir lengur opinber-
lega að hann sé erindreki at-
vinnurekenda eða einhvers
stjórnmálaflokks; þrátt fyrir
allan stjórnmálaágreining
standa menn saman um til-
teknar lágmarkskröfur. Kröfu-
sviðið hefur hins vegar þrengst
á ömurlegan hátt; þar eins og
annarstaðar virðast krónur til
einkaneyslu vera eini mæli-
kvarðinn. Aður fyrr meðan
pólitfsk þarátta var innan verk-
lýðshreyfingarinnar skipaði
Kjallarinn
Magnús Kjartansson
samneyslan miklu hærri sess í
baráttu hennar; bornar voru
fram til sigurs kröfur um al-
mannatryggingar, sjúkratrygg-
ingar, atvinnuleysistryggingar,
húsnæðismál o.s.frv. og ekki
síst vegna þeirrar baráttu jókst
samneysla á íslandi til mikilla
muna. Aukin samneysla á
öllum sviðum þjóðfélagsins er
að mfnu mati langjákvæðasti
þátturinn á sviði félagsmála-
þróunar undanfarna áratugi
vegna þess að samneysla stuðl-
ar að félagslegu réttlæti, jöfn-
um rétti allra til skólagöngu,
heilbrigðisþjónustu, húsnæðis,
samgangna o.s.frv. — ög fátt
hefur mér þótt ömurlegra en
samþykktir frá ýmsum samtök-
um launamanna á undanförn-
um árum um nauðsyn þess að
umsvif og tekjur rfkis og
sveitarfélaga minnki og fjár-
munum verði frekar varið til
aukinnar einkaneyslu, enda
þótt tekjur íslenska ríkisins
t.a.m. séu mun lægra hlutfall af
þjóðartekjum en sjálfsagt þykir
annarstaðar á Norðurlöndum.
Þessi breyting hefur verið rök-
studd með því að verkefni sam-
taka launamanna sé það eitt að
trýggja viðunandi einkaneyslu;
stjórnmálamennirnir verði að
sjá um samneysluna. Sé þessi
röksemd tekin gild, eins og
gerst hefur í verki, ætti samtök-
um launafólks að vera það
mikið keppikefli að eiga sem
öflugasta aðild að ALþingi
fslendinga.
ÞRÓUN
STJÓRNMÁLABARÁTTU
Stjórnmálasamtök launa-
fólks hafa þróast á hliðstæðan
hátt og launamannasamtökin
sjálf, þótt þróun stjórnmála-
samtakanna hafi dregist aftur
úr. Það tók langan tfma og bar-
áttu tiltölulega lítils hóps að fá
launafólk til þess að átta sig á
því að það þyrfti á sósíalískum
stjórnmálasamtökum að halda.
Síðan tóku við miklar deilur
um það hvernig stjórnmálasam-
tökin ættu að vera og hvert þau
ættu að stefna, án þess að ég
hirði að þessu sinni um að rekja
þau átök. ÞessUm kafla lauk f
síðustu kosningum sem skildu
við Alþýðuflokkinn á grafar-
bakkanum. Hann hefur sfðan
framið kviðristu að austur-
lenskum sið og tekið upp þau
austurlensku trúarbrögð að
hann kunni að endurholdgast.
En nýja holdtekjan á ekki að
vera í neinu sambandi við sam-
tök launafólks, heldur virðist
danski lýðskrumarinn og hálf-
fasistinn Glistrúp eiga að vera
fyrirmyndin. Engu máli skiptir
hvort endurholdgunin tekst eða
ekki. Alþýðuflokkurinn ætlar
samkvæmt yfirlýsingum hinna
nýju leiðtoga sinna ekki lengur
að vera hinn pólitíski armur
samtaka launafólks, eins og
stundum var komist að orði um
verklýðsflokka áður fyrr.
í þvf hlutverki er nú Alþýðu-
bandalagið eitt, hvort sem
mönnum líkar það betur eða
verr. Það er afar auðvelt að
standa álengdar og gagnrýna
Alþýðubandalagið, starfshætti
þess og stefnu, og ég ætti mjög
hægt með að taka þátt f þeirri
iðju með því að hefja „sjálfs-
gagnrýni" sem einusinni þótti
merk iþrótt. En þeir sem gagn-
rýna skyldu lita í eigin barm.
Ef Alþýðubandalagið er ekki
nógu fjölmennur flokkur, er
það ekki sök þeirra sem f þvf
eru, heldur hinna sem standa
álengdar. Ef Alþýðubandalagið
hefur ekki nægilega góða
forustumenn, berst ekki á
nægilega markvissan hátt,
setur sér ekki nægilega skýr
stefnumörk, er það meira en að
hálfu sök þeirra sem álengdar
standa og leggja ekkert fram til
þess að bæta úr. í hinum póli-
tiska armi samtaka launafólks
verður að vera hátt til lofts og
vítt til veggja, þar verður að
vera rúm fyrir hinar fjölbreyti-
legustu skoðanir og frelsi til
þess að þær klóist öndverðar á
sem eðlilegastan hátt, en þegar
til átaka kemur verða menn að
kunna að standa saman alveg
eins og í verkföllum. Það er
meginatriði fyrir allt fslenskt
launafólk að það gangi til kosn-
inga f ár með þessu hugarfari,
en láti ekki blekkja sig til þess
að kjósa einhvern frambjóð-
anda vegna kynferðis, andlits-
drátta eðarasslags.Þegarlauna-
menn hafa náð eðlilegum
áhrifum á Alþingi íslendinga er
hægt að takast á við verðbólgu-
æðið f raun, draga úr þvf og
kveða það að lokum niður, í
stað þess að hampa bráðum
bráðabirgðatillögum.
Auðvitað kemur að því að
samtök launamanna á Islandi
öðlast jafn mikil áhrif á Alþingi
og í þjóðfélaginu f heild. Til
þess þarf í. senn markvissa
stefnu og kreddulausa fram-
kvæmd og þá mun nást mikill
árangur. Ekki dettur mér f hug
að sósíalskt heimskerfi muni
leiða til einhvers himnaríkis á
jörðu, enda myndi mannkynið
þá deyja úr leiðindum. Það
verður haldið áfram að takast á
um miklu flóknari viðfangsefni
en mat og húsaskjól svo að ekki
sé minnst á gerviþarfir, af
þeirri einföldu ástæðu að líf er
barátta og barátta er lff.
Magnús Kjartansson
alþingismaður