Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978. Símamál landsmanna í algerum ólestri: FLEIRIHUNDRUÐ MANNS BÍDA EFTIR AÐ FÁ SÍMA — Póstur og sími fær ekki að stækka við sig Ástandið i símamálum þ.jóðar- innar er með eindæmum nuna. Sa staður á landinu er vandfundinn sem ekki á við einhver vandamál að stríða varðandi simann. Upp- bygging og endurnýjun á sjálf- virka símakerfinu er það hæg að langir biðlistar eru víða eftir síma og litlar vonir um að þeir styttist i bráð. Þó á að gera töluvert þetta árið, en það hrekkur hvergi nærri. SUÐUR- OG VESTURLAND: VANDRÆÐI Kristján Helgason umdæmis- stjóri símans fyrir Suður- og Vesturland sagði að ástandið þar væri slæmt. Víða vaniur síma og eru langir biðlistar. Verst er ástandið í Kópavogi, Breiðholti, Selfossi og á Brúarlandi. Auk þess eru stöðvarnar í Sandgerði og Garðinum fullar fyrir mörgum árum og þar er langur biðlisti. Þegar talað er um að stöðvarn- ar séu fullar er það í bókstaflegri merkingu þess orðs. Ekki eru einu sinni eftir neyðarnúmer sem fólk eins og læknar geta fengið. Hvað þá heldur að venjulegt fólk geti fengið þetta lúxusáhald sem nefnist sími. Sima hefur vantað svo lengi á þessum stöðum að búið er að úthluta bókstaflega öllum símtólum og línum sem til eru. Lítilla bóta er von á næstunni. Þó á að stækka Brúarlandsstöðina eitthvað en sú stækkún kemur ekki að notum fyrr en seinnihluta árs 1979 ef áætlun stenzt. í Kópavogi er ekki einu sinni farið að gera áætlun um að byggja við eins og þarf að gera. Hvenær byggingin sjálf kemst upp er því algerlega óvíst og eins það hve- nær hægt er að fara að nota hana. Br.eiðholtsbúar fá smávegis glaðn- ing því númerum þar verður fjölgað eitthvað aðeins á árinu. Það er þó alls ekki til frambúðar. AFNOTAGJÖLDIN OF LÁG Kristján Helgason sagði að ástæðan fyrir þvi 'að ástandið í þessum máiuin væri svona slæmt væri fyrst og fremst fjárskortur. í raun kostar um 400 þúsund að lengja sima heím lil manna í þétl- býli og 800 þúsund búi þeir í (Ireifbýli. En menn borguðu ekki nema 02 þúsund fvrir það að fá síma fyrir síðustu hækkun. Stofn- kostnaðurinn er því lengi að borga sig upp meö afnotagjöldum. Jafnframt því sem tengja þarf símann heim til manna þarf að byggja upp langlínurnar. I það fara peningar sem ekki eru taldir með í þessum tölum. Kristján sagðist halda að til þess að koma þessum málum í sæmilegt horf þyrfti úm það bil 2ja millarða króna fjárveitingu á ári í næstu 5 ár og þær færu bara í fjárfestingu. Vinna þarf upp öll þau mál sem dregizt hafa aftur úr á síðustu tveimur, þremur árum og jafnhliða að bæta við símum eftir því sem fólkinu fjölgar. Kristján fannst 2 milljarðar ekki svo voðaleg upphæð þegar tekið er tillit til þess að skuttogari kostar 1 milljarð og að menn vilja fyrir hvern mun hafa góða síma- þjónustu. F]n fé er ekki nóg til þess að koma öllu í gott horf heldur þarf líka aukið starfsfólk, á launum auðvitað. En hvaðan á að taka það? Og hvaðan fæst fé? Öleyst vandamál. VESTFIRÐIR: MINNI VANDRÆÐI Erling Sörensen umdæmis- stjóri Vestfjarða: „Þetta er ekk- ert svo voðalegt. Ekki eru nema tvær stöðvar fullar, á Bolungar- vík og Súðavík. Þær verða stækk- aðar í ár og það nógu mikið til þess að halda áfram en óvíst er hvað lengi. Tálknafjörður er að fyllast en þar er ekki ennþá kom- inn biðlisti." Erling sagói að ástandið á ísa- firði væri ágætt og entust línur og tæki þar fyrir næstu 4-5 árin miðað við svipaða íbúafjölgun og verið hefur. Aðrar stöðvar eru mismunandi vel staddar en þó engin full eins og áður sagði nema Bolungarvík og Súðavík. NORDURLAND: MIKIL VANDRÆÐI Ársæll Magnússon umdæmis- stjóri á Norðurlandi: „Stöðvarnar eru víða „sprungnar" hér. Til dæmis eru 200 manns á biðlista hér á Akureyri og hafa þeir sem beðið hafa lengst verið á listanum frá því i júní í sumar." .4 Sanðárkróki eru 100 manns á Húsnæði Pósts og síma í Reykja- vík. DB-m.vndir Hörður. / biðlista, 30 á Blönduósi, í kring- um 80 á Húsavík, 50 á Siglufirði og 10 manns á Olafsfirði. Auk þess eru stöðvarnar á Hofsósi, Varmahlíð, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Reykjahlíð og Kópaskri að fyllast. Og sllkt stendur til i næstu framtíð á mun fleiri stöðum. Lengst hafa menn þurft að biða á Sauðárkróki eða í um tvö ár þeir sem lengst hafa beðið. Þeir ættu að fá einhverjar úrbætur á þessu ári því stöðin þar, ásamt stöðvun- um á Húsavík, Ólafsfirði, Siglu- firði, Blönduósi og Akureyri verður stækkuð eitthvað. Þannig er gert ráð fyrir þvi í fjárlögum að stöðin á Króknum verði stækkuð um 200 númer eða aðeins helm- ingi fleiri en þau sem þegar eru upppöntuð. Afgangurinn endist varla meira en ár. PENINGANA VANTAR Eins og fyrir sunnan eru það peningarnir sem allt stendur á á Norðurlandinu. Þó að símamenn þar nyrðra séu allir af vilja gerðir til þess að bæta þjónustuna við fólkið — eins og Ársæll sagði að þeir væru — kæmi það ekki að haldi því stjórnvöld ráða öllu i sambandi við peningana og virðast heldur kjósa að eyða þeim í annað. Ekki stafar þessi dráttur á framkvæmdum þó af því að neinn sé illa innrættur heldur er eins og málin séu farin svo úr böndum að enginn ráði neitt við néitt. AUSTURLAND: LÍKA VANDRÆÐI Reynir Sigurþórsson umdæmis- stjóri Austurlands: „Já, því miður er víst hægt að orða svo að stöðvar hér séu sprungnar. Þær eru flestar sprungnar eða i þann veg- inn að springa, allar nema ein, það er stöðin á Seyðisfirði." Allar stöðvarnar á Austurlandi nema þessi eina fyllast á þessu ári en eina stöðin sem stækkuð verður er stöðin á Höfn f Horna- firði og hún aðeins um 100 núm- er. Þar bíða þegar 21 eftir að fá sima og sagðist Reynir reikna með að þeim fjölgaði um 50 á ári þannig að viðbótin verður fljót að fara. Allar aðrar símstöðvar á Austurlandi eru á fjárhagsáætlun fyrir árið 1979 en hvað verður úr framkvæmdum á því herrans ári er allsendis óvíst. lögð vildi Jón lítið segja. Hann taldi að slíkt ætti ekki fót fyr- ir sér þar sem síminn reyndi ætíð að fylgja sem hagkvæm- ustum leiðum. Þannig er ævinlega reynt að grafa nið- ur símastrengi með vatns- eða raflögnum í stað þess að grafa hvern stað upp tvisvar til þrisvar. Jón sagði aðspurður að sjálf- virka kerfið hefði alls ekki verið of lítið í upphafi. Hins vegar hefði enginn séð fyrir þá öru fjölgun sem sums staðar hefur orðið og nefndi hann þar sérstaklega Sel- foss og Brúarland og útþensluna á Akureyri. Ekkert skipulag hefði verið til um aukna byggð eða neitt sem bent gat til þess að fólkinu ætti eftir að fjölga eins og þvf hefur gert. Byggðin hefði SÍMINN FÆR EKKI AD STÆKKA Jón Skúlason póst- og síma- málastjóri sagði að stjórn síma- mála væri öll af vilja gerð til þess að fjölga símum og fullnægja þeirri þörf sem væri fyrir þá. En stjórnvöld heimiluðu það ekki vegna þess að til þess vantaði fé. Stefnan væri að Póstur og sími stæði undir sér fjárhagslega en það væri hins vegar ekki unnt því verðlagsyfirvöld leyfðu ekki nauðsynlega hækkun að mati símamálastjóra. Til dæmis sagði Jón að það þegar hækkun síma- gjalds sem beðið var um í nóvem- ber var ekki leyfð hefði verið mjög alvarlegt „slys". Ahugi alþingismanna á málefn- um pósts og síma virðist ekki nægur, að sögn Jóns. Hver einasta áætlun sem stofnunin gerir er skorin niður og ' það verulega. Þannig væri aldrei hægt að segja fyrirfram um það hvað gert yrði næst því þó áætlanir lægju fyrir væri ekki hægt að framkvæma þær vegna fjárskorts. Síðasta hækkun sem leyfð var á gjöldum fyrir síma (28%) reyndist ekki nægileg en óvíst er um næstu hækkun. Um þær háværu raddir að síma- málin væru lítt eða illa skipu- Ö, þú iúxushlutur sem allir þrá en svo fáir fá. teygzt meira út en nokkur gerði ráð fyrir og síminn því ekki haft undan. Lausnin á þessum vandræðum simans virðist eftir þessu að dæma liggja hjá tveimur ráðu- neytum og verðlagsstjórn. Hall- dór E. Sigurðsson er ráðherra símamála en fjármálaráðuneytið sér um að samþykkja fjárveiting- una. Verðlagsstjóri ræður því svo hvort hækka má afnotagjöldin. í næsta hluta þessarar framhalds- sögu verður rætt við þessa aðila, ef í þá næst, um hvað hægt sé að gera og hvað líði langt þar til það verður gert. - DS Ný erfðafræðibók eftir Örnólf Thorlacius: Orþróun í erfðafræðirannsóknum örnólfur Thorlacius mennta- skólakennari hefur nýlega sent frá sér nýja kennslubók, Erfða- fræði. Utgefandi er bókaútgáfan Iðunn. Á kápu bókarinnar segir: „Um þessar mundir vex þekk- ing manna i náttúruvísindum einna örast á sviðí erfðafræði og efnafræðilegrar undirstöðu erfða- fræðinnar, sameindalíffræðinnar. Þessi öra þróun hlýtur að setja nokkurt mark á umhverfi okkar og líklegt er að áhrifin m'uni á næstu áratugum taka til enn fleiri þátta mannfélagsins en nú. Eðli- legt er að skólarnir taki mið af þessu með auknu vægi erfðafræði á námsskrá líffræðinnar.... Þessi bók er samin sem kynn- ing á nokkrum rannsóknaraðferð- um og meginniðurstöðum erfða- fræðinnar. Þar sem því verður við komið eru dæmi tekin af erfðum manna. Sú er von höfundar og útgefanda að lestur bókarinnar megi verða fleirum til gagns og fróðleiks en nemendum fram- haldsskólanna." Örnólfi til aðstoðar við samn- ingu bókarinnar voru dr. Guð- mundur Eggertsson, dr. Alfreð Árnason og dr. Einar Vigfússon erfðafræðingar og Þorsteinn Tómasson jurtaeðlisfræðingur. Arni Böðvarsson las próförk. - ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.