Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978. Pólitíkusar með 600þúsund króna víxil á hvem Islending — Hafa þeir ef ni á að tala um verðmiða á landinu? Sveinn Sigurjónsson skrifar: Orðið leiga hefur neikvæð áhrif á þjóðarstolt okkar, sé það í sambandi við greiðslu frá herstöðinni á Miðnesheiði. Aftur á móti eykur það þjóðar- stolt okkar að geta fært hverjum ísiendingi, ungum sem öldnum, víxil að upphæð 600 þúsund, sem hans hluta af skuld Rikissjóðs Islands í er- lendum bönkum. FORSVARSMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Merkilegt er hvað orðið leiga virðist fara í taugarnar á stjórh- málamönnum islenzkum. Verið getur að það sé ekki góð íslenzka en um það eiga málfræðingar að dæma. Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins gaf á sínum tíma upp hve mikið. það mundi kosta bandalagið að koma sér upp sambærilegri aðstöðu á sjó og það hefur hér á Miðnesheiði. Á fundi sem haldinn var hér Garðbæingar fái ekki að stöðva endurbyggingu Reykjanesbrautar Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg 41, sími 86644. Byggingará betra verði í sumar af áhugamönnum um vestræna samvinnu kom fram að helztu talsmenn þess fundar töldu aðstöðuna á Miðnesheiði ómissandi hernaðarlega. Ég vil að Atlantshafsbanda- lagið greiði okkur tvo þriðju af þeirri upphæð sem fram- kvæmdastjórinn taldi að sparaðist við að hafá hernaðar- mannvirkin á landinu. Siðan greiðum við 4% af þjóðarút- gjöldum okkar til bandalagsins sem mun sízt lægra en aðrar þjóðir í Atlantshafsbanda- laginu greiða. Þessa greiðslu á bandalagið umyrðalaust að reiða af hendi. Hlutlausara mat en orð og álit framkvæmdastjórans sjálfs geta þeir tæpast beðið um. Þetta yrðu aðeins venjuleg viðskipti, enginn verðmiði á landið eins og forsætisráðherr- ann er svo hræddur um þó svo hann hræðist aftur á móti ekki að afhenda hverjum íslendingi 600 þúsund króna víxilskuld í erlendum gjaldeyri með óhæfi- legri skuldasöfnun erlendis. Algjör óþarfi er að óttast það stórfé sem við fengjum ef úr samningum við Atlantshafs- bandalagið yrði. Hægt væri að beina þessum peningum í uppbyggingu eins og til dæmis vega og hraðbrauta. Slíkar framkvæmdir koma alltaf að gagni og hrein fjarstæða er að halda að uppbygging vega með leigufé frá Atlantshafsbanda- laginu geri okkur að einhverju leyti háðari varnarliðinu en áður. Sjálfur er ég ekkert hrifinn af stórum skuldabagga og er viss um að almennir kjósendur eru það ekki heldur. Afstaða þing- manna og ráðherra er aftur á móti eitthvað óvissari. Enda eru það mennirnir sem skammta sjálfum sér laun sem eru tíu sinnum hærri en þeir töldu sjálfir hæfilegt fyrir lágt launaðan verkamann. Ekki er hægt að sjá að þessi launa- munur sé vegna meiri ábyrgðar ráðherranna af gerðum sínum, heldur en láglaunamannsins. í DB 28. desember sl. er haft eftir bandarískum heimildum að varnarsamningur okkar við Bandaríkin sé ekki virði pappírsins sem hann er ritaður Reykvíkingur sem vinnur á Suðurnesjum hringdi og vildi beina þeirri áskorun til vega- yfirvalda að þau drifu nú í að ljúka framkvæmdum við gainla Hafnarfjarðarveginn (Reykja- nesbraut) í Garðabæ. , Frá Arnarnesi og að gatna- mótunum við Engidal væri eftir tiltölulega stuttur kafli sem væri mjög þröngur og hættulegur allri umferð. Að því er honum hafði skilizt voru framkvæmdir stöðvaðar við Arnarneshverfið vegna mótmæla Garðbæinga, sem ekki vildu veginn í gegnum kaupstaðinn á þeim stað sem hann liggur nú og var ætlaður staður. Þetta taldi sá sem hringdi algjöra firru. „Þarna hefur veg- urinn legið um langt árabil og þó svo hann sé gerður fær fyrir umferð miðað við nútíma kröfur væri það aðeins eðlilegur framgangur sem Garðbæingar ættu ekki að skipta sér af, enda minnkaði slysahættan mikið við fram- kvæmdirnar. Fámennum hávaðahópum á ekki að líðast að stöðva nauðsynlegar framkvæmdir með hávaðanum einum saman en engum rökum,“ sagði Reyk- víkingur sem vinnur á Suður- nesjum að lokum. A myndinn sést greinilega hvernig Reykjanesbrautin mjókkar eftir að komið er niður af Arnarneshæðinni. á. Hver er þá vörn okkar af veru hersins á Miðnesheiði? Svarið er engin — alls engin. Er þá ekki síður ástæða til að láta greiða fyrir þessa ómetan- lega aðstöðu sem Atlantshafs- bandalagið og Bandaríkin hafa þar. Hvað segja kjósendur? Vilja þeir ekki leiðbeina ráðvilltum þingmönnum, ekki veitir af, einnig má hafa í huga að tæpast getur ástandið 1 fjármálum þjóðarinnar versnað. Sveinn Sigurjónsson Keflavík. Afgreiðslufrestur er mjög stuttur. Menn ráða hvort við setjum upp húsin fyrir fast verð, eða gera það sjálfir með leiðbeiningum. Uppl. um stálgrindahús og bragga einnig hjá Vélaborg h.f. Sunduborg, sími 86655. BÍLSKÚRAR úr léttsteypuplöt- um eða viði. Verð komið heim til þín frá 280.000,- Upp- setning einföld og ódýr. GARÐHÚS0G VERKFÆRASKÚRAR úr rauðviði eða léttsteypu. Verð frá kr. 127.000. með gólfi (BRAGQAR) Verð frá kr. 517.000.- fyrir 5 m breitt, 8 m langt. Fáanlegt uppi 10 m breidd og 60 m lengd Mjög fljótleg og einföld uppsetning. SUMARHÚS, VERKSMIÐJUBYGGÐ Margar gerðir og verð SUMARHÚS tilbúið uppsett með öllum tækj- um og húsgögn- um má flytja hvert sem er á vörubíl Verð 2-3 millj. GARÐ- GRÓÐURHÚS 0G STÆRRI HÚS Verð frá kr. 60.000,- Uppsetning einföld og ódýr. Stálgrinda- eða Iétt- stevpuhús ein* og tveggja haaða allar braiddir, val á klaefiningu mögu- legt, súlnalaust. Uppí 36 m Raddir lesenda Spurning BÝRÐU TIL MIKIÐ AF ÖSKUPOKUM? Oddur Malmberg 15 ára: Eg, nei aldrei. Ég hef ekkert gaman af því að hengja poka aftan I fólk. Reynir Halldórsson 14 ára: Nei, það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei hengt aftan á fólk. Lárus Sæmundsson 10 ára: Ég veit ekki. Það getur svo sem vel verið. Það væri nógu gaman. Pétur Pétursson 10 ára: Nei. Eg hef reynt það en það gekk illa. Það er voða gaman að hengja poka á fólkið ef maður þarf ekki að búa þá til sjálfur. Hjördís Bjartmars 10 ára: Ég er ekki byrjuð en ég ætla að prófa að búa til nokkra öskupoka. Það er gaman að hengja þá á fólk. Tryggvi Kjartansson 10 ára: Eg er búinn að búa til sex. Ég ætla að hengja þá á ykkur og einhverja aðra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.