Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRtTAR 1978. 14 /■ Listahátíðarkvikmynd: Síðan hvenær hefur sýniþörf og öfuguggaháttur talist meö listum? Ég álpaðist á sýningu á svo- nefndri Sætri mynd (Sweet Movie) í Háskólabíói til að auka mér menningu á kvik- myndahátið. Framkvæmdanefnd kvik- myndahátíðar augiýsir þetta sem ádeilumynd, en ég sé ekki betur en hér sé verið að sýna okkur inn f sóðaleg hugarskot þess brenglaða manns sem samdi myndina og hefur síðan logið hana inn á einhverja lista- agenta undir því yfirskini að hér væri á ferðinni mögnuð þjóðfélagsádeila. Tepra er ég ekki, en mér ofbauð svo sóðaskapurinn 1 myndinni, að ég tel ástæðu til að vekja athygli á „listasmekk" menningarvita þeirra sem völdu myndina til sýninga. Ég er ekki að gagnrýna það í sjálfu sér að slíkar kvikmyndir séu búnar til. Sjálfsagt þurfa brenglaðir menn að fá aðra brenglaða menn til að gera handa sér skemmtiefni. Mér kemur það ekki við. Ef nógu margir menn hafa áhua á að kaupa sig inn á sóðalegar klámmyndir, jafnvel að halda uppi rekstri á sérstökum kvik- myndahúsum með slfku efni, þá þeir um það. Það kemur mér ekki við. Hins vegar kemur mér það við, þegar ég er hafður að fífli (ásamt fjölda samborgara minna) með þvi að vera boðið upp á kvikmyndalist á kvik- myndahátíð, en fá svo þennan ófögnuð framan i mig. Mér er óskiljanlegt hvers konar þjóðfélagsádeila er i þvf fólgin að hrúga saman í eina kvikmynd fjölda ógeðslegra sena. Tökum dæmi (hér mundi Sjónvarpið okkar sennilega skjóta þvi inn í að það sem á eftir kæmi, væri ekki við hæfi barna): 1. Ungur maður snfkir sér far með fljótabáti með því að veifa til kvenskipstjórans með getnaðarlim sínum. Þjóðfélagsádeila? 2. Kommúnubúar éta í hóp saman umhverfis svart mat- borð en taka síðan að frussa matnum hver á annan, æla hver á annan og ofan í matinn, einn pissar yfir matinn, annar dregur heljar- langt bjúga út úr buxnaklauf sinni (lfktist helst ósoðnum blóðmörskepp) og tekur að sneiða niður handa hinum að éta, hvað þeir gera óspart. A hvað eða hvern er verið að deila? 3. Miðaldra kona tælir unga drengi til sfn f greni sitt, sætindum prýddu, með loforði um einhvers konar gælur, eða hvað? Hún myrðir börnin. 4. Sama konan hefur samfarir við vin sinn í kassa fullum af strásykri og stingur hann síðan til bana. Adeila? 5. Þrfr karlmenn leysa niður um sig og hægja sér hver á sinn diskinn við mikil fagn- aðarlæti f jölmargra aðdáenda sinna. Einn þeirra dansar sfðan (listrænt?) um fagnandi með saur sinn. Ádeila? 6. Frfðleiksstúlka verður hlut- skörpust f fegurðarsam- keppni vegna mannkosta sem fslenskir fegurðarfrömuðir hafa víst aldrei talið með í sínum punktareikningi. Að launum hlýtur hún hjóna- band við fjárfestingaraðila keppninnar, ameriskan mjólkurbúsmilljónara. Við fáum að sjá uppbúið rúm undir brúðkaupsnótt, létt- klædda frúna í rúminu og herrann að hátta sig úr káboj-stígvélunum sfnum og Kjallarinn Bogi Arnar Finnbogason káboj-hattinum sfnum, meðal annars. Síðan ber hann sótt- hreinsilög fyrst á kroppinn á sér og síðan á frúna, og loks pissar hann á frúna sína með gullbronsuðum getnaðarlim sínum. Var nokkur furða þótt konan æpti? Fleiri dæmi mætti nefna, en þetta ætti að nægja til þess að menn átti sig á hugarfari höf- undar myndarinnar. Ég veit að hætt er við að maður verði sjálfur sakaður um sóðaskap fyrir það að nefna þessi dæmi, en ég sé ekki á hvern hátt annan er hægt að fá fólk til þess að dæma um þetta sjálft, nema þá með því að taka á sig rögg og fara og skoða óhroðann sjálft. Máli mfnu til styrktar leyfi ég mér að benda á aðra kvik- mynd, sem umtöfuð hefur verið’ manna á meðal sem sóðaleg, en það er Járnkrossinn sem enn • mun sýnd f nýja Regnbogabíó- inu. Þar er á ferðinni kvikmynda- list. Og ef einhverjum finnst sú mynd ógeðsleg, þá er ástæðan einmitt sú að sá húmanfski kvikmyndasmiður Peckinpah er að sýna okkur hvers lags villimennska þetta er sem kallað er strfð. Kynferðislegar senur er þar að finna, og liklega ein sú skelfilegasta sem hér hefur sést á kvikmyndatjaldi, en hún þjónar tilgangi sög- unnar sem verið er að segja og er algjörlega réttlætanleg miðað við aðstæður. Og hér komum við einmitt að kjarna málsins. í kvikmyndinni Sætri mynd eru kynmök og hægðir til baks og kviðar sá burðarás sem allt snýst um, þótt velviljaðir menn geti sjálf- sagt lesið út úr einhverju af þessu þjóðfélagsádeilu. Og maður gengur út úr bfóhúsinu með gæsahúð á bakinu og hefur varla lyst á kvöldmatnum þegar maður kemur heim vegna velgju (andlegrar og líkam- legrar). Til samanburðar: I kvik- myndinni Járnkrossinn sjást að vfsu kynmök og hægðir til kviðar, en þau eru ekki gerð þar að meira máli en þau eru í daglegu lífi manna, hvað þá, meginmáli. Og úr úr bíóhúsinu gengur maður staðráðinn í því að reyna að sjá til þess að lýðskrumarar og fúlmenni á borð við Hitler komist ekki til valda, staðráðinn í því að reyna að halda uppi öllum þeim áróðri sem maður kann gegn strfði. Bogi Arnar Finnbogason kennari Lausstaða Hlutastaða dósents í almennri meina- fræði í tannlæknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 6. mars nk. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 2. febrúar 1978. Verzlun Verzlun Verzlun 1 ... Í- ■ ' $ ,jgíp j Framlciðum cl'lirtaldar gcrrtir: HRINGSTIGA, TEPPASTIGA, TRÉÞREP, RIFLAJÁRN, ÚTISTIGA ÚR ÁLI OG PALLSTIGA. Margar geröir af inni- og útihand- riðum. VÉLSMIÐJAN JÁRNVERK AIOIf l.A 32 — SÍMI 8-41,..,,, KYNNIÐ YÐUR OKKAR HAGSTÆÐA VERÐ URVAL Skrifborðsstólar ímjög f jölbreyttu úrvali. Framleiðandi: Stáliöjan Kópavogi KRÓMHÚSGÖGN Smiðjuvegi 5, Kópavogi — Sími 43211 Málverka- innrömmun Erlentefni— Mikið úrval Opiðfrákl. 13.00 Rammaiðjan ‘Óðinsgötu 1 — Reykjavík — Sími 21588 Höggdeyfarí BENZ 309 og fleiri bíla SMYRILL H/F Arrnúla 7, R. S. 84450. 41- y i jy ÚTIHURÐIR í BÍLSKÚRSHURÐIR SVALAHURÐIR GLUGGAR 0G GLUGGAFÖG UTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hafnarfirrti Sími 54595. ALTERNATORAR 0 —12—24volt 35 — 100 ampcr Teg: Delco Rcmy, Ford Dodgc, Motorolc o.fl. Passa i : Chcvrolet, Ford, Dodge, Wagoncer. Land-Rover. Toyota. Datsun og m.fl. VERÐ FRÁ KR. 13.500. Varahluta- og viðgerðaþjónusta, BÍLARAF H/F BORGARTÚNI 19. SÍMI 24-700 MOTOROLA Altcrnatorar i hila og háta, 0/12/24/32 volta. Plaliiiulausar transislorkvcikjur i flcst; bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Aripiila 32. Sími 37700. snm smm Isldnikt Hugvit og Hanáierk STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á ' orjum stað. KHsVERRIR HALLGRÍMSSON Smlða.tota.Trönuhrauni 5. Slmi: 51745. Sjálfvirk hurðaropnun Meðeðaán radiofjarstýringar Fyrir: Bílgeymslur Einstaklinga Fyrirtæki Stofnanir Stáltæki — Bankastræti 8 — sími27510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.