Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1978.
Útvarp
,23
Sjónvarp
Útvarp kl. 20,00 í kvöld: Af ungu fólki
UNGA FÓLKIÐ 0G PÓLITÍKIN
„Þessi þáttur er eiginlega
seinnihlutinn af síðasta þætti, þar
sem spjallað var við nokkra
menntskælinga og litið inn á
kappræðufund hjá Alþýðubanda-
laginu og Sjálfstæðisflokknum í
Sigtúni,“ sagði Anders Hansen er
við ræddum stuttlega við hann
um útvarpsþáttinn Af ungu fólki.
I þættinum koma fram formenn
hinna ungu pólitísku samtaka í
landinu og kynna stefnur flokka
sinna. Ekki er þó hér um að ræða
kappræðufund. Formennirnir
'munu ekki ræðast við heldur
kynna stefnu síns flokks og sitja
síðan fyrir svörum stjórnanda
þáttarins. Þeir sem koma fram
eru: Arthur Morthens fyrir
Alþýðubandalagið, Bjarni
Magnússon fyrir Alþýðuflokkinn,
Jón Magnússon fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og Magnús Ölafsson
fyrir Framsóknarflokkinn.
Þátturinn er um 40 mínútna
langur og er á dagskrá kl. 20.00.
-RK.
M
Umsjónarmaður þáttarins „Áf
ungu fólki,“ Anders Hansen.
Sjónvarp í kvöld kl. 20,45: Nýjasta tækni og vísindi
LITIRNIR K0MNIR
Þátturinn Nýjasta tækni og sendur út í litum nú í kvöld. Er
vísindi verður í fyrsta sinn þetta að þakka hinni nýju kvik-
Hægt er að veita blindum meiri og betri hjálp með nýrri tækni sem við
fáum að sjá í kvöld í sjónvarpinu kl. 20.45.
myndasýningarvél sem
sjónvarpið fékk fyrir nokkru.
Örnólfur Thorlacius sér um
þáttinn og sagði hann að töluvert
væri síðan þeir tveir aðilar sem
skipt er við að mestu leyti
varðandi efni í þættina hefðu
farið að vinna allt efni sitt í iitum
en það hefur ekki verið hægt að
sýna hér og hefur það oft verið
miður.
Frakkar eru annar aðilinn og
fáum við að sjá þætti sem franska
sjónvarpið gerir um ýmis mál.
Þaðan verða sýndar tvær myndir í
kvöld. önnur er um gang mála í
hinni sameiginlegu geimferða-
málaáætlun Evrópuþjóða og hin
um könnun á fjarlægum sólkerf-
um.
Hinn aðilinn, sem aðallega er
skipt við, er fyrirtæki í Banda-
ríkjunum. Frá því fyrirtæki
verður i kvöld sýnd mynd um
ýmsar aðferðir til þess að létta
blindum og sjóndöprum lífið.
Sagði örnólfur að þessar aðferðir
væru anzi hreint sniðugar og væri
gaman að sjá hvað hægt væri að
gera.Bandaríska fyrirtækið hefur
lengst af sent okkur svarthvítar
kópíur af myndum sinum en er
núna farið að senda þær í lit.
-DS.
Útvarpiö í dag kl. 17,30: Útvarpssaga barnanna
ÁHRIF STRÍÐSÁRANNA Á DÓRU
í dag kl. 17.30 byrjar Sigrún
Guðjónsdóttir lestur nýrrar út-
varpssögu fyrir börnin. Það er
'fyrsta bókin í bókaflokknum um
Dóru eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
Sagan hefst árið 1945, en þá er
Dóra 13 ára unglingur i Reykja-
vík. Sagt er frá stríðsárunum og
óhjákvæmilegum áhrifum þeirra
á Dóru og fél. hennar. Undan-
gengnir tímar hafa verið erfiðir
en skyndilega fer almenningur að
hafa nóga atvinnu og peninga.
Þessi ár eru því séð með augum
unglinganna og má geta þess að
þau Ragnheiður Jónsdóttir og
Stefán Jónsson eru með fyrstu
barnabókahöfundum sem fást við
raunveruleg vandamál þess
aldursflokks sem fjallað er um í
þessari bók. Bækur Ragnheiðar
hafa verið mikið lesnar og hélt
Sigrún jafnvel að þær væru ófá-
anlegar á bókasöfnum og al-
gjörlega uppseidar í verzlunum..
Dóru-bækurnar eru 5 talsins og
fylgja henni þar til hún hefur náð
18 ára aldri. Ekki bjóst Sigrún þó
við að þær yrðu allar lesnar í
útvarpið, en vel kæmi til greina
að 2 eða jafnvel 3 yrðu lesnar.
- RK
Sigrún Guðjónsdóttir byrjar lest-
ur nýrrar barnasögu í útvarpið í
dagki. 17.30.
e
G
^ Sjónvarp
i>
MIÐVIKUDAGUR
8. FEBRÚAR
18.00 Daglegt líf í dýragarfii (L). Tókkn-
eskur myndaflokkur. Þýrtandi .16-
hanna Þráinsdóttir.
18.10 Björninn Jóki (L). Bandarísk
teiknimyndasyrpa. Þýðandi Ragna
Ragnars.
18.35 Cook skipstjóri (L). Bresk mvnda-
safía. Þýðandi og þulur Óskar Infii-
marsson.
19.00 On We Go. Enskukennsla.
Fimmtándi þáttur frumsýndur.
Hló.
20.00 Fróttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 AlþjóAlega skákmótifl í Reykjavík
(L).
20.45 Nýjasta tœkni og vísindi (L) Um-
| sjónarmaður örnólfur Thorlacius.
21.10 Til mikils að vinna (L). Breskur
myndaflokkur I sex þáttum. 4. þáttur.
Sveitasæla. Efni þriðja þáttar: Arið
1960 er fyrsta skáldsaga Adams «efin
út, og Barbara á von á fyrsta barni
þeirra. Alan Parks. sem nú er mikils
metinn sjónvarpsmaður. býður Adam
að gera sjónvarpsþátt, og hann tekst á
hendur að gera dagskrá um Stephen
Tavlor. frægan arkitekt. sem var hlið-
hollur nasistum á striðsárunum. Ekk-
ert verður úr gerð þáttarins. þegar i
ljós kemur. að Taylor er geðveikur.
Bruno Lazlo og Mike Clode fá leyfi til
að gera kvikmynd eftir skáldsögu
Adams. Myndin hlýtur góðar viðtökur
og Adam fær verðlaun fyrir handritið.
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.30 Lesótó (L). Breskur fræðsluþátt-
ur. Lesótó. eitt minnsta og snauðasta
riki Afriku. er á millj Suður-Afríku og
Transkei. í mvndinni er sýnt. hversu
mjös Lesóó er háð grannrikjum sinum
á sviði efnahagsmála or með hverjum
ráðum rikisstjórnin re.vnir að draga
úr erlendum áhrifum. Þýðandi og
þulur Eiður Cuðnason.
22.55 Dagskrárlok.
MIDVIKUDAGUR
8. FEBRÚAR
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Veðurfregnir og fróttir. Tilk.vnn-
ingar. Við vinnuna: Tónleikaj*.
14.30 MiAdegissagan: ..MaAur uppí á
þaki" eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö
Ólafur Jónsson les þýðingu sína (6).
15.00 MiAdegistónleikar
16.00 Fréttir. Tilkvnningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson
k.vnnir.
17.30 Útvarpssaga barnanna: ..Dóra" eftir
RagnheiAi Jónsdóttur Sigrún Guðjóns-
dóttir byrjar lesturinn.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkvnningar.
19.35 Gestur í útvarpssal: Nicolaus
Zwetnoff leikur á balalajku þjóðlega
rússneska tónlist; Guðrún Kristins-
dóttír leikur með á píanó.
20.00 Af ungu fólki Anders Hansen sér
um þátt f.vrir unglinga.
20.40 Draumar og dáAir Séra Sigurjón
Guðjónsson les erindi eftir séra Þor-
stein Briem, flutt á ungmennafélags-
samkomu 1928.
20.55 Orgeltónlist Marcel Dupré leikur á
orgel Saint-Sulpice kirkjunnar í París
Pastorale eftir César Franck.
21.15 „Fá ein Ijóð" Ingibjörg Stephensen
les úr nýrri bók Sigfúsar Daðasonar.
21.25 Stjömusöngvarar fyrr og nú Guð-
mundur Gilsson rekur söngferil
frægra þýzkra söngvara. Þriðji þáttur:
Wolfgang Windgassen.
21.55 Kvöldsagan: ..Sagan af Díbs litla"
eftir Virginiu M. Alexine Þórir S. Guð-
bergsson les þýðingu sína. Sögulok
(10).
22.20 Lestur Passíusálma Hilmar Baldurs-
son guðfræðinemi Ies 14. sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Djassþóttur í umsjá Jóns Múla
Arnasonar.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
9. FEBRÚAR
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og
forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund
bamanna kl. 9.15: Guðrún Guðlaugs-
dóttir les ..Söguna af þverlynda Kalla"
eftir Ingrid Sjöstrand (4). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Þingfróttir kl. 9.45. Lótt
lög milli atr. Popp kl. 10.25, Morgun-
tónleikar kl. 11.00. Melos hljóðfæra-
flokkurinn leikur Sextett fyrir klari-
nettu. horn og strengjakvartett eftír
John Ireland. Tékknesk kantmer-
hljómsveit leikur Serenöðu í E-dúr
fyrir strengjasveit op. 22 eftir
Antonín Dvorák; Josef Vlach stj.
HESTAMENN
Með einu símtali er áskrift tryggó
SIMAR
85111-28867
1X2 1X2 1X2
23. leikvika — leikir 4. febrúar 1978
Vinningsröð: 221 — 111—221 — 1X1
1. vinningur: 11 réttir — kr. 686.500.-
34.800 (Seltjarnarnes) (1/11 3/10).
2. vinningur: 10 réttir — kr. 11.300.-
488 5058 9419 33336 33977 40356+
1590 7833 30292 33659 34136 40358
3679+ 8125 31059+ 33942 34179 41098
3939 8732 32708 33975 40288 + nafnlaus
Kærufrestur er til 27. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur
skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs-
mönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta
lækkað, ef kæiur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
TÓNLEIKAR
í Háskólabíói fimmtudaginn 9.
febrúar kl. 20.30.
Stjórnandi DR. GEORGE TRAUTWEIN
Einleikari GUNNAR KVARAN
Efnisskrá: Urbancic — Gamanforleikur. Schumann —
Cellókonsert. Stokes — Sonata. H. Hanson — Sinfónía nr.
2 (Romantic).
Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð
Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og
Eymundsson, Austurstræti. Ath.
Áskriftarskírteini afgreidd á skrif-
stofunni Laugavegi 120.
BÍLAPARTASALAN
Höfum úrvalnotaöra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, tildæmis:
M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966
PEUGEOT404 1967 SK0DA 110 1971
V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968
Einnighöfum viö úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleöa.
Sendum um alltland.
BÍLAPARTASALAN
Höfiatúni 10-Smi 11397