Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 24
Leitgerö að taugaveiki-
bakteríum í Kópavogi
— sýni tekin úr brunnum og sjó
— níðurstöður liggja enn ekki fyrir
„Heilbrigðisnefnd Kópavogs
lét fara fram könnun á mengun
af völdum skolps bæði i brunn-
um og beggja vegna Kársness-
ins í fvrrasumar og er niður-
stöðu af þeirri könnun að
vænta innau skamms," sagði
Einar Ingi Sigurðsson, heil-
brigðisfulltrúi í Kópavogi, í við-
tali við Dagblaðið. Fram hefur
komið að margir Kópavogs-
búar telja sér mikla hættu liúna
af mengun í sjónum umhverfis
Kársnesið en þar fellur í sjó
fram skolp í miklum mæli. ,.að
er hins vegar ekkert launungar-
mál að allar fjörur umhverfis
stór Keykjavík eru mengaðar
en við létum framkvæma sýna-
töku sérstaklega í brunnum og i
sjó með tilliti til taugaveiki,*'
sagði Einar Ingi ennfremur.
Enn liggja niðurstöðurnar
ekki fyrir. bæði er verkið taf-
samt og eins þurfti að senda
sum sýnin til útlanda til rækt-
unar. Sýnin voru tekin viku-
lega í þrjá mánuði síðastliðið
sumar.
„Þó svo k.vnni að fara að eitt-
hvað f.vndist athugavert við sjó-
inn hér í nágrenni Kópavogs
le.vsir það ekki allan vanda að
banna útrásir hér," sagði Einar
Ingi. „Það þarf að koma á sam-
starfi milli bæjarfélaganna
hér í nágrenninu um þessi mál,
t.d, sleppir Garðabærinn út
skolpi í hvað verstu skilyrði
vegna þess hve lítil hreyfing er
á sjónum þar undan. Við í heil-
brigðisnefndinni höfum tví-
vegis lagt fyrir bæjarráð hér í
Kópavogi tillögur um þessi mál
og eru þær til umfjöllunai
þar.“
HP
Antik-málið:
Úrskurðir
falla
— og rannsókn dregst
á langinn
Eaust fyrir hádegi í gær var
kveðinn upp úrskurður í antik-
málinu svonefnda í Sakadómi
Reykjavíkur. Úrskurðinn kvað
upp Þórir Oddsson fulltrúi yfir-
sakadómara í málinu.
Úrskurður þessi snerist um
hvort Þóri bæri að víkja sæti í
málinu, eins og lögmaður kærða,
Björns ViLmundarsonar, hefur
krafizt. I síðustu viku staðfesti
Hæstirétlur þann úrskurð yfir-
sakadómara, Halldórs Þorbjörns-
sonar, frá 24. jan„ að hann væri
ekki vanhæfur til að láta vinna að
málinu. Má því allt eins búast við,
að úrskurður Þóris í morgun hafi
fallið á sömu leið — þ.e. að
honum beri ekki að víkja sæti.
Verður því væntanlega hægt að
halda áfram rannsókn antik-
málsins innan skámms.
Fyrrgreindir úrskurðir hata
verið kveðnir upp í framhaldi af
dómi Hæstaréttar á dögunum,
Forsaga þeirra er sú, að lögmaður
Björns Vilmundarsonar gerði
kröfu um að Þórir Oddsson viki
sæti og að yfirsakadómari yrði
úrskurðaður vanhæfur til að láta
vinna að málinu. Þórir Oddsson
kvað þá upp úrskurð, þar sem
kröfunum var synjað. Kærði lög-
maðurinn úrskurðinn til Hæsta-
réttar, sem kvað upp þann dóm,
að sjálfstæðs úrskurðar væri þörf
um yfirsakadómara. Fór málið þá
aftur í sakadóm — nú í tvennu
lagi. Kvað yfirsakadómari upp
úrskurð hvað sjálfan hann varðar
24. janúar sl„ eins og áður
greinir, og von var á úrskurði
fulltrúa hans fyrir hádegið. Er
ekki ólíklegt að sá úrskurður
verði kærður til Hæstaréttar, hafi
kröfu Björns verið synjað. ÓV
Fjárkláða vart
átveimstöðum
Fjárkláða hefur orðið vart á
tveimur bæjum í Rangárvalla
sýslu og rifú bæjum f Húriavatns-
sýslum. Er nú vfða verið að baða
fé á þessum bæjum og sums
staðar er þvf lokið, að sögn Páls A.
Pálssonar yfirdýralæknis.
„Þetta er nú ekki stórmál,"
sagði Páll f samtali við frétta-
mann blaðsins. „Þetta kom upp
fyrir nokkrum vikum og ætti að
vera tiltölulega lftil hætta á sýk-
ingu á þessum árstíma,"
Yfirdýralæknir sagði að mesti
vandinn við upprætingu kláða-
maurs væri að sauðfjárböðun
væri þreytandi verk og erfitt.
„Þegar baða þarf mörg hundruð
fjár, þá er hætt við að vandvirkn-
in minnki þegar á líður,“ sagði
hann. „Þá er lfka erfitt við þetta
að eiga fyrir þá sök, að maurinn
er seint hrakinn úr eyrum og
augngrópum kinda. Höfuðhárin
eru það snögg, að baðvatnið og
lyfið setjast sfður þar í, og þannig
verður auðveldara fyrir maurinn
að setjast að.“ OY
Þegar hálkunni loks linnir er útlitið svona við tvö stærstu samkomuhús landsins. aur og leðja á
bílastæðum, sem notuð eru fvrir bæði húsin. — DB-mvnd R. Th. Sig.
Landsbankamálið:
50 MILUONIRNAR
„TIL EIGIN ÞARFA”
— en í Sviss á Haukur Heiðar 20 milljónir sem hann er
reiðubúinn að láta bankann hafa
Haukur Heiðar, fyrrum for-
stöðumaður ábyrgðadeildar
Landsbankans, kveðst hafa eytt
til eigin þarfa þeim 50
milljónum, sem hann hefur
viðurkennt að hafa dregið að
sér f bankanum.
Hins vegar sagði Haukur við
yfirheyrslu hjá rannsóknarlög-
reglu ríkisins fyrra mánudag ao
hann teldi sig hafa „til
ráðstöfunar erlendis frá“
rúmlega tuttugu milljón
krónur, sem hann væri
reiðubúinn að greiða Lands-
banka tslands.
Þetta kemur fram í dómi
Hæstaréttar, sem sfðdegis í gær
staðfesti framlengdan gæzlu-
varðhaldsúrskurð yfir Hauki
Heiðar .
í dómi Hæstaréttar kemur
einnig fram, að Haukur reyndi
í desember sl. að fá fram-
kvæmdastjóra Sindra-Stáls h/f
til að afhenda sér skjöl sem
vörðuðu fjárdráttinn. Tveim
dögum fyrir áramót sagði
Haukur við yfirheyrslu um
þetta atriði, að um hefði verið
tatað, að annar framkvæmda-
stjóra Sindrastáls h/f kæmi
með skjöl til sín ,,og léti laga
þau“, eins og hann komst að
orði.
Var þetta nokkru áður en
Landsbankinn kærði Hauk
Heiðar til rannsóknarlögreglu
og hann var úrskuraður í
gæzluvarðhald vegna málsins.
I greinargerðum Hauks
Heiðar til sakadóms Reykja-
víkur og Hæstaréttar segir að
tuttugu milljónirnar séu
geymdar i Sviss. „í gögnum
málsins eru hins vegar engar
nánari upplýsingar um hvaðan
fé þetta sé runnið, hve rriikið
það sé og hvar það sé geymt,'
segir í hæstaréttardóminum.
Eins og fyrr segir staðfesti
Hæstiréttur I gær gæzlu-
varðhaldsúrskurð sakadóms
Reykjavfkur yfir Hauki Heiðar
allt til 1. marz næstkomandi.
-ÖV/BS
frjálst, nháð dagbJað
MIÐVIKUDAGUR 8. FEB 1978.
Starfsmannafélag
Reykjavíkur-
borgan
Mótframboð
gegn stjórn
Þórhalls
„Það er fyrst og fremst launa-
málin og hvernig staðið var að
gerð samninganna f haust, sem er
kveikjan að þessu framboði,"
sagði Gunngeir Pétursson, skrif-
stofustjóri byggingafulltrúa
Reykjavíkur, f viðtali við Dag-
blaðið en hann og nokkrir aðrir
félagar í Starfsmannafélagi
Reykjavfkurborgar hyggjast nú
bjóða fram lista gegn núverandi
stjórn í félaginu. Verður framboð
þeirra kynnt á fundi á Hótel Sögu
kl. 20.30 í kvöld.
„Við vitum ekki, hvernig fram-
boði okkar verður tekið en vonum
hið bezta, að minnsta kosti var og
er mikil óánægja með stjórnina
og þá deyfð sem rikt hefur í
félaginu," sagði Gunngeir
ennfremur. „Vonumst við til þess
að framboðið verði til þess að
hressa upp á félagið og heitum á
félagsmenn að styðja okkur.
Auk Gunngeirs eru þau Anna
Karen Júlíussen, Félagsmála-
stofnun, Þorgerður
Hlöðversdóttir, fóstra, Helgi Egg-
ertsson, Skýrsluvélum og Jónas
Engilbertsson vagnstjóri í fram-
boði á hinum nýja lista, sem
boðinn er fram gegn stjórn Þór-
halls Halldórssonar.
Dagblaðið reyndi ítrekað að ná
sambandi við Þórhall um mál
þetta en tókst ekki.
Kosningar í félaginu fara að
öllum líkindum fram um næstu
helgi, en það mun þó ekki að fullu
ákveðið. -HP.
Krónan
ekkiskráð
í dag
Opinber gengisskráning
íslenzku króriunnar mun
ekki hefjast aftur f dag.
Frumvarp um tollameðferð
og vegna verðhækkunar á
útflutningsvörum verður
lagt fyrir Alþingi í dag, svo
sem venja hefur verið við
fyrri gengisfellingar.
Einnig mun vera að vænta
tilkynningar um gengismál
frá Seðlabanka íslands og
var búizt við þvf f morgun að
hún yrði birt um svipað leyti
og Alþingi kæmi saman, eða
klukkan tvö eftir hádegi.
ÓG
Miklarbreytingarhjá gASSA- 0G TROMMULEIKARINN HÆTTIR
hljómsveitinni Póker:
Hljómsveitin Póker er að taka
talsverðum breytingum þessa
dagana — mannabreytingum að
sjálfsögðu. Bassaleikarinn Pálmi
Gunnarsson og Sigurður Karlsson
trommuleikari hafa tilkynnt að
þeir séu að hætta. Þeir fjórir sem
eftir eru hafa undanfarna daga
verið að leita eftir hljóðfæra-
leikurum til að fylla í skarðið.
Búizt er við að endanleg svör fáist
í dag.
„Þessar mannabreytingar eiga
sér ekki langan aðdraganda,“
sagði Pétur Kristjánsson söngvari
Pókers, er Dagblaðið ræddi við
hann um hræringarnar í hljóm-
sveitinni fyrir nokkrum dögum.
Hann sagði að þegar nýir menn
hefðu verið ráðnir yrði rekstrar-
fy rirkomulagi Pókers breytt
nokkuð..
„Við munum leika f veitingahúsi
f Reykjavík fimmtudaga,
föstudaga og sunnudaga, auk þess
að vera þar einnig suma laugar-
daga," sagði Pétur. „Það er nú svo
komið, að þessi lausabísniss hjá
hljómsveitunum er orðinn svo
lélegur, að það er ekkert á hann
að treysta lengur."
Pétur bætti þvf við, að þegar það
væri orðinn munaður hjá hljóm-
sveitarmönnum að hafa bjúgu f
matinn á sunnudögum, þá væri
eitthvað að. „Ég reikna ekki með
því að við leikum meir á dans-
leikjum úti á landi nema fyrir
fast fyrirfram ákveðið kaup,"
sagði hann. „Hitt borgar sig
einfaldlega ekki lengur."
.:4T-
— rekstrarfyrirkomulagi hljómsveit-
arinnarbreytt
Hljómsveitin Póker var stofnufi i marz i fyrra úr hljómsveitunum Celsius og Paradrs. Frá vmsrt <
Pálmi (hasttur). Kristján, Sigurfiur (hættur), Björgvin, Pétur og Johann. DB-mynd: Ami Páll.