Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978. 2 Leyfiö árganginum '63 að kíkja inn í Tónabæ fyrir lokun Þannig er mál með vexti að ég er ein af þeim mörgu sem biðu og vonuðust til að fá að komast inn í Tónabæ næsta sumar því þá átti loks að leyfa unglingum fæddum 1963 að koma inn á þennan góða stað. Hvað kemur svo í ljós? Allt í einu eru uppi háværar kröfur um að loka Tónabæ beint á nefið á okkur og selja hann. Væri þá ekki möguleiki að hafa staðinn opinn fyrir okkur í nokkur skipti í vor áður en öllu verður lokað og læst? Lokunin þýðir annars örugg- lega enn meira unglingavanda- mál því þetta er eini staðurinn sem okkur er boðið upp á og þegar honum verður lokað er ekkert nema Hallærisplanið eftir, sém þá kemur í góðar þarfir. Allir unglingar Reykjavíkur og nágrennis munu flykkjast þangað í hrönnum. Þá verður líka byrjað að kvarta og kveina yfir unglingavandamálinu aftur. Er þá ekki möguleiki á að leyfa okkur, árganginum 1963, að líta rétt aðeins í nokkur skipti inn f Tónabæ áður en þið seljið staðinn, kæru for- ráðamenn. Ein sem fædd er 1963 (AG) sem vekja athygli! komið og skoðið í Skeifunn 8 Margt er sér til gamans gert í Tónabæ og myndin er tekin eitt sinn þegar þar var haldið grímuball. Og ekki verður annað séð en gestirnir skemmti sér hreint prýðilega. Satt að segja engin furða þó ein af árganginum 1963 vilji fá að líta dýrðina áður en staðnum verður lokað f.vrir fullt og allt. VITA YFIRMENN VARNARLIÐS UM VINNUBRÖGÐIN VIÐ RÁÐNINGAR? Einar Jósefsson skrifar: Tilefni þessara skrifa er það að auglýst var laust starf við dælustöð varnarliðsins áKefla- víkurflugvelli. Sótti undir- ritaður um starfið, ásamt þrem- ur öðrum, en auglýsingin var svipuð og aðrar slíkar á Vellin- um. Rétt er að taka fram að afleysingamaður í dælustöðinni sótti einnig um starfið, en þeir eru yfirleitt ráðnir til 29. sept. (eigin reynsla). Stundum hefur ráðningin verið fram- lengd af sérstökum ástæðum. Umsókn mina sendi ég til starfsmannadeildar varnar- liðsins (IRO) 20. sept., en hvenær keppinautar mínir um starfið sendu sínar er mér ekki kunnugt um. Þegar svo tíminn leið án þess að ég heyrði nokkuð um afgreiðslu umsókn- arinnar hafði ég samband við Guðmund Snorrason, einn starfsmannahaldsstjórann, og fékk þær upplýsingar, að ég yrði bráðlega kvaddur fyrir verkstjórann, Sigurjón Gísla- son. Reyndist það rétt vera og kom fram í viðtalinu, hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla, m.a. 500 hestafla vélstjóraréttindi. Nokkur enskukunnátta þótti nauðsynleg og taldi ég mig uppfylla hvort tveggja, þótt ég sé reyndar ekki sterkur i hinu síðarnefnda, þó skárri en margir sem unnið hafa við dælustöðina í mörg ár. I dag, í janúarlok, hef ég ekk- ert heyrt frá starfsmannaskrif- stofunni, IRO, en fregnað að verkstjórinn hafi hringt í einn umsækjandann og tilkynnt honum að sakir. lélegrar ensku kunnáttu hans gæti hann ekki fengið starfið. Hins vegar er það staðreynd að afleysinga- maðurinn var ráðinn, þótt í hópi umsækjenda væru menn með 20 ára reynslu að baki og full vélstjóraréttindi, ásamt góðri enskukunnáttu. Auðvitað gremjast mönnum slík vinnubrögð, sem viðhöfð eru af hálfu starfsmanna- heldsins, en stóra spurningin er hvort yfirmenn varnarliðsins vitiumþau. Persónulegahef ég ekki annað en gott af varnar- liðinu að segja. Mörgum ágætis- manninum hef ég kynnzt þar, en einmitt þess vegna grunar mig að starfsmannadeildin fari stundum á bak við þá með ákvarðanir sinar, enda dvelja varnarliðsmenn oft fremur stuttan tíma hér á landi, svo að þeir komast ekki fyllilega inn i hin ýmsu málefni, en treysta á samvizkusemi landans, sem því miður getur verið óvarlegt. Einar Jósefsson vélstj. Suðurgötu 47, Kefiavik.

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (08.02.1978)
https://timarit.is/issue/227547

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (08.02.1978)

Aðgerðir: