Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978. 5 w. K l /,MIN jrtl I lí!Kt\ Browne hinn bandaríski í baráttunni við Rússann Kuzmin í Raerkvöldi. I)B-mvnd R.Th.SÍR. FRIÐRIK OG MILES NÁLGAST TOPPINN — en Margeir náði jöf nu gegn stórmeistaranum Hort —Harðar og skemmtiiegar skákir á Lof tleiðum í gærkvöldi Greinilega hefur sovézki njósnamyndaflokkurinn haldið skákáhugamönnum Reykja- víkur heima við í gærkvöldi, þegar fjórða umferð Reykjavikurmótsins fór fram. Áhorfendur voru þó allmargir að venju og fengu margar lif- legar skákir fyrir peninginn. Friðrik Ólafsson var í sviðsljósinu I skák sinni gegn Leif ögaard, Norðmanninum unga. Guðmundi Sigurjóns- syni var ekki siður veitt at- hygli í uppgjöri sinu gegn skák„vélinni“ miklu, Polu- gajevski. Friðrik náði brátt góðri stöðu gegn Norðmanninum og það varð einsýnt að hvítu mennirnir hans Friðriks stefndu að sigri. Helztu skáksení landsins, sem Iáta sig aldrei vanta til keppni, voru aldrei i vafa. Og það var eftir 28 leiki að Norðmaðurinn rétti Friðrik höndina og gafst upp. „Eg hafði fljótt betri stöðu og hélt því allan tímann," sagði Friðrik eftir þessa léttu skák. Með sigri sínum styrkir hann mjög stöðu sína, þvi Banda- ríkjamaðurinn Walter Browne náði „aðeins" jöfnu í skák sinni gegn jafnaldra sínum, Sovét- manninum Kuzhmin. Sú skák þótti mjög hörð og var Sovét- maðurinn almennt, af hinum viðurkenndu snillingum á göngum hótelsins, talinn hafa betri stöðu um mitt taflið. En Bandaríkjamaðurinn, sem lék svörtu mönnunum, náði að rétta sinn hlut og halda hálfu stiginu. Af Guðmundi Sigurjónssyni er það að segja að hann tapaði skák sinni gegn Polugajevski, gaf hana eftir 37 leiki. Aður hafði hann unnið biðskákina gegn séra Lombardy frá Banda- ríkjunum. Ósigurinn gegn Rússanum hafði það í för með sér að Guðmundur er ekki meðal allra efstu manna mótsins eftir 4 umferðir. Ungu mennirnir úr okkar hópi, Jón L. Arnason og Margéir Pétursson, börðust harðri baráttu og fór skák þeirra í bið. Verður gaman að sjá hvernig fer, þegar þeir setjast að nýju við taflborðið og gera út um orrustuna. A toppnum náði Miles frá Englandi að bæta stöðu sína með sigri gegn Smejkal frá Tékkóslóvakfu. Hins vegar vakti það athygli þegar hinn ungi Helgi Ólafsson náði jöfnu gegn Vlastimil Hort frá Tékkó- slóvakíu. Skák Lombardys og Larsens fór í bið. HVIEKKISTYTT8ITIMA? — spyr Vlasfimil Hort, sem kveðst eiga erfitt með að venjast hinu nýja keppnisformi Reykjavíkurmótsins ,,Æ, ég hef ekki náð neinum tökum á þessu. Þetta þarf að venjast," sagði tékkneski stór- meistarinn Vlastimil Hort, líklega einhver vinsælasti erlendi skák- maðurinn hér á landi, litríkur og skemmtilegur persónuleiki, eftir að hann hafði þegið jafntefli frá hinum unga Helga Ólafssyni í gærkvöldi. Hort var að tala um hinar nýstárlegu reglur Reykjavfkur- skákmótsins. Hann kvaðst ekki tefla öðruvísi en í skákum sam- kvæmt gamla laginu, kæmist ein- hvern veginn ekki í réttan farveg og kæmist i vandræði með tíma. Hort snaraði sér inn í kaffi- teríuna að lokinni skák, pantaði sér tebolla, langloku og veglega rjómatertu. Að venju lék hann á als oddi og hafði ekki miklar áhyggjur af þessum hálfa tapaða vinningi gegn unga Islend- íngnum. „Ur því maður er kominn í svona-tímapressu með leikina, þá hefur mér dottið i hug, hvort skákirnar gætu ekki allt eins orðið enn styttri," sagði meistar- inn. Friðrik Ólafsson er höfundur hins nýja kerfis. Hann kvaðst ekki alveg farinn að venjast þess- ari uppfinningu sinni. Hins vegar væri greinilegt að áhorfendum líkaði vel við þessa nýbreytni. „Við verðum að fylgja þróuninni. Ef við gerum það ekki, er hætt við að fólk missi áhugann á skákmót- um.“ Hugmyndin að þessu móti er gömul, en hún hefur þegar vakið mikla athygli og um hana verið ritað í erlend blöð, m.a. í skák- þætti Bents Larsen i Extra Bladet. JBP Norðmaðurí drottningar- hrakningum — ogFriðrik vann léttansigur Friðrik Ólafsson tefldi við ögaard og sigraði í 28 leikjum. Hefur hann því náð öðru sætinu ásamt Miles, sem vann Smejkal i fjórðu umferðinni í gærkvöldi. Friðrik lék svokallaða Reti- byrjun á móti Ögaard og töldu sérfræðingar skákina nokkuð þunga framan af. 1 miðtaflinu komst Norð- maðurinn í nokkra tímaþröng og var hann þá fyrir því að lenda í allmiklum hrakningum með drottninguna og tapaði síðan hrók. Síðan yfirsást honum milli- leikur Friðriks (27?) og gafst upp, þegar enn meira mannfall var fyrirsjáanlegt. Er því Friðrik kominn með þrjá vinninga að loknum fjórum umferðum, og er aðeins hálfum vinningi á eftir Browne sem gerði jafntefli við Kuzmin. Hér á eftir fer skák þeirra Friðriks Óiafssonar, sem iék hvítu mönnunum, og Ögaard. 1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 0-0 5. Bg2 d5 6. c4 c6 7. 0-0 Bg4 8. d3 Bxf3 9. Bxf3 Rbd7 10. e3 e6 11. Rd2 He8 12. Dc2 Hc8 13. Hacl b5 14. Be2 xc4 15. Dxc4 Hb8 16. Bal Da5 17. Rb3 Da6 18. Rd4 Bf8 19. Rf3 Hb4 20. c5 Da4 21. Dd2 e5 22. Kg2 e4 23. Rd4 Re5 24. Bdl Da3 25. Rc2 Dxg2 26. Dxb4 Rxd3 27. Dc3 Bg7 28. Rb4 gefið. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ • Rúmgóðurogbjartur sýningasalur # Þvottaaðstaða # Kappkostum fljóta og öruggaþjónustu Bílasalan SKEIFAN Skeifunni 11, nordurenda Sími84848 - 35035 Opið frá kl. 10-21 virka daga og 10-19 laugardaga v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.