Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978. 9 „Þetta er eins og með vonda veðrið. Maður lærir að sætta sig HEIMSINS STÆRSTI ÞORSKUR? Grænlenzki fiskimaðurinn Lindemann Berthelsen í Godtháb veiddi nýlega þennan boldangs- þorsk, sem vó 49,5 kíló slægður. Þeir eru þá ekki allir dauðir, varð einhverjum að orði þegar hann sá myndina atarna. Það var rifjað upp þegar Berthelsen veiddi þennan risa- þorsk, að stærsti þorskur sem veiðzt hefur við Grænlands- strendur — og hugsanlega í heiminum — var 180 sentimetra langur. Hann var hins vegar ekki veginn, Þetta gerðist upp úr 1920. Þorskurinn sá var svo þungur, að nauðsynlegt var að draga hann í land á eftir bátnum eins og um fullvaxta sel væri að ræða. Þyngsti þorskur, sem vigtaður hefur verið upp úr sjó við Grænland, var 69 kiló og 160 sentimetra langur. Það var skömmu eftir 1930. 1934 dró skóla- stjórinn í Pamiut þorsk, sem vó 60 kfló. Þetta minnir okkur á, að sl. sumar dró Henning Jóhannesson á Hjalteyri þorsk, sem var rúm 40 kíló, í Eyjafirði. ÓV SKJÁLFTARNIR í ÖXARFIRDI 0G KELDUHVERFIMINNKA við þetta,“ sagði séra Sigurvin Elíasson prestur á Skinnastað í Öxarfirði þegar hann var spurður um jarðskjálftana sem þar eru daglegur hluti af lífinu. „Hrinan er nú að ganga yfir í þetta sinnið og orðið miklu rólegra," sagði séra Sigurvin. „Ekki hefur verið hægt að kanna þær skemmdir sem hafa orðið því snjór er yfir öllu og menn ragir við að fara um af ótta við að falla í sprungur sem alls staðar eru. Það er mikið af gjám og sprungum hér syðst í sveitinni og eins á heiðinni hér fyrir ofan. Vegurinn springur mikið en það er hérna vinnu- flokkur sem ber ofan í sprung- urnar svo við lokumst ekki inni nema nokkra klukkutíma í einu eða í mésta lagi hálfan dag. Vegurinn er opnaður daglega og þá er hægt að komast um þar til næst springur. Austurbakki Mývatns hefur risið nokkuð á undanförnum mánuðum þannig að vatns- yfirborðið hefur lækkað eitthvað. Eskfirðingar fá fyrstu loðnuna Fyrsta loðnan barst til Eski- mikið rifna nót. Var unnið dag- fjarðar á laugardaginn var en þá iangt að því í húðarrigningu að leitaði þangað v.s. Þórshamar GK gera við nótina niðri á bryggju. með 350 tonn og bilaða nót. Skip- Hólmatindur kom til Eski- stjórinn, Ingvi Rafn, er gamall og fjarðar á föstudag með 78 tonn af reyndur Eskfirðingur og mikil blönduðum fiski eftir viku úti- aflakló. vist. Hólmanesið kom í gær með A sunnudag kom svo Isafold 38 tonn eftir þriggja sólarhringa HG með 260 tonn af loðnu og útivist. Regína/ASt. Nú innað er ekki um þetta að skjálftavirknin verið mest i segja," sagði séra Sigurvin. Kelduhverfinu en hún væri nú í Páll Einarsson jarðeðiisfræð- rénun eftir því sem hann bezt ingur sagði að um helgina hefði vissi. DS Lokunarmaður Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða lokunarmann. Rafiðnaðarmenntun æskileg en annað kemur einnig til greina. Umsóknum skal skilað á sér- stökum evðublöð ím fyrir 14. febrúar til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið RAFVEITA HAFNARFJARÐAR. Mörg dauðsföll af völdum eldsvoða á heim- ilum stafa af vanþekkingu á viðbrögðum og , J;** */d ~ réttum undankomuleiðum þegar eldur brýst ~ ^ út. Þetta barn hljóp í felur. Eru eldvarnir í lagi á þínu heimili? Junior Chamber Reykjavik m|! a

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.