Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 1
 4. ARG. — FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. — 35. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022. irjálst, úháð dagblað Þingmaðurinn átti inni- stæðurí Finansbanken segirVilmundur Gylfason í föstudags- kjallaranum Jón G. Sólnes alþingismaður hefur átt bankareikning númer 66503-07 í Finansbanken í Kaupmannahöfn. Innstæða var 84.747 danskar krónur i árs- byrjun 1975 og svipuð í árslok það ár, sem eru á f jórðu milljón íslenzkra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram í föstudagskjallara Vilmundar Gylfasonar i blaðinu i dag. Kona Jóns G. Sólnes átti einnig bankareikning í Finans- banken, númer 66503-56. Innstæða á honum var 84.084 krónur danskar í árslok 1975, sem er einnig á fjórðu milljón íslenzkra króna á núverandi gengi. Viimundur varpar fram þeirri spurningu hvort um sé að ræða umboðslaun frá japanska fyrirtækinu Mitsubitsi og krefst sérstakrar rannsóknar á fjármálum aiþingismannsins. Vilmundur segir að keypt hafi verið af japanska fyrirtækinu vegna Kröfluvirkjunar þvert ofan í ráðleggingar Orkustofnunar og þurfi skýringar á því. Dagblaðið Ieitað í morgun til Jóns Sólnes alþingismanns, vegna þeirra upplýsinga og ásakana, sem birtast í kjallara- grein Vilmundar Gylfasonar og bauð honum að gera athuga- semd við greinina. Jón kvaðst heldur vilja bíða og sjá greinina, fyrr vildi hann ekkert láta hafa eftir sér. Sjá Föstudagskjallara Vii- mundar á bis. 10-11. Launamál og blaðamennska á þinginu í gærkvöidi Sjálfskoðun og íhugun Þingmenn ræddu mjög um kjör skyldi ákveða þau. Þá varð það sjálfskoðunar og íhugunar hvaða sín í gærkvöldi og einnig hver mörgum þingmanninum tilefni til hvatir hefðu legið að baki síðustu hækkun á launum þeirra. Kjarn- yrtar yfirlýsingar um blaðaskrif og blaðamenn sem fjallað hafa um málið flugu um sali. í stuttu máli sagt voru þingmenn mjög á öndverðum meiði bæði um launa- mál og blaðamenn Alvöruþunginn í umræðunum var óvenju mikill þegar Bjarnleifur tók þessa mynd á Alþingi í gærkvöldi. Auðvitað sómir Gylfi Þ. Gíslason sér vel á milli þeirra Svövu Jakobsdóttur og Vilborgar Harðardóttur og í baksýn sér í Jón G. Sólnes, en um hann ræðir Vilmundur Gyifason í kjallaragrein sinni í DB í dag. 5S.Kifí,4“s,“ „Gráa skýrslan" er biksvört Lítið má út af bera á komandi árum, ef hrygningar- stofn þorsks hér við land á ekki að deyja út og þar með sú fisk- tegund með öllu, ef marka má skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar, sem nefnd hefur verið „Gráa skýrsla“ í ár. Ef þetta reynist rétt, er skýrsla þessi ekki grá heldur biksvört og var útlitið ekki gott fyrir. í skýrslunni er greint frá horfum á veiðum á þessu ári og segir þar réttilega: ,,of mörg skip eru að veiða úr of litlum stofni, þannig að nýting flotans er óhagkvæm miðað við stærð stofnsins“. Segir einnig í skýrslunni að með óbreyttri sókn muni stærð hrygningarstofnsins á næstu árum verða á bilinu 180-200 þúsund tonn. Hins vegar er einnig bent á, að þegar hrygningarstofninn byggist á veikum árgöngum frá 1974 til 1975 muni stofninn enn minnka og fara niður fyrir 190 þúsund tonn ef ekkert verði að gert. Segir ennfremur að ört minnkandi hrygningarstofn hafi leitt til vaxandi líkinda á því, að klak geti misfarizt. Er bent á það, að viðkoma stofnsins hafi verið sveiflukennd síðustu fjögur árin, eftir að siofninn fór niður fyrir 200 þúsund tonn. -HP. OECD-skýrslan: i Þeir skjóta Verðbólga í Sviss 1,1% i hesta - á íslandi 30,2% í litum í Sovétnjósnarar sjónvarpinu reknirfrá Kanada í kvöld — sjá erl. fréttir á bls. 6 og7 - sjá bls. 26-27 Berklasjúklingurinn stalsttil að kaupa sjúss, fékk stóra sekt — sjá erl. fréttir á bls. 6 og7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.