Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978. JÓNAS HARALDSSON Tveir nýlegir dómar, sem fallið hafa f eiturlyfjamálum i Asíu, varpa ljósi á harðari af- stöðu stjórnvalda Asíuþjóða gegn þessu mikla vandamáli og jafnframt á þá áhættu sem eiturlyf jasmyglarar taka. Réttur í Bankok í Thailandi dæmdi 24 ára brezka hjúkrunarkonu, Ritu Nightin- gale, í 20 ára fangelsi fyrir heróínsmygl í desember sl. Astralskur kvikmyndagerðar- maður, Robert Allan Synes, þrí- tugur að aldri, var dæmdur í ævilangt fangelsi og strýkingu af hæstarétti í Malaysiu fyrir eiturlyfjasmygl. Bæði Nightin- gale og Synes hafa áfrýjað dóm- um sfnum. Yfirvöld í mörgum Asíuríkj- um hafa tekið upp dauðarefs- ingu eða langa fangelsisvist fyrir dreifingu eiturlyfja. Stjórnvöld horfast enda í augu við vaxandi vandamál vegna mikillar ópíumneyzlu ung- menna og þvi hafa eiturlyfja- dómar verið þyngdir mjög að undanförnu. Gullni þríhyrningurinn, en þar eru ræktuð um 800 tonn af ópíum á hverju ári. Heróín er síðan unnið m.a. í Thailandi, Hong Kong, Malaysíu og Indónesíu og þaðan er því dreift víða um heim. landamæri að Thailandi. Því hafa verið sett hörð viðurlög við eiturlyfjasmygli. Hver sem tekinn er með 100 g af heróíni eða morfini eða 200 g af maríjú- ana er dæmdur fyrir dreifingu á eiturlyfjum og á yfir höfði sér dauðarefsingu eða lífstíðar- fangelsi. Astralski kvikmynda- gerðarmaðurinn Synes var ein- mitt dæmdur eftir þessum lög- um. í Indónesíu er dauðarefsing við sölu eiturlyfja. í Suður- Kóreu hafa sjötíu útlendingar verið handteknir vegna eitur- lyfjamála, flestir bandarískir hermenn, staðsettir I Kóreu, en venjulega er málum þeirra skotið til bandarískra hernaðar- yfirvalda. Á Indlandi eru enn fremur væg viðurlög við eiturlyfjasölu og dreifingu, eða þriggja ára fangelsi. Yfirvöld hugleiða hins vegar að taka þessi lög til endurskoðunar á næstunni. A Filippseyjum hafa þeir út- lendingar verið heppnir sem hafa verið handteknir vegna eiturlyfjasölu eða smygls. Þótt lífstíðarfangelsi liggi við þess- um afbrotum hafa þeir 30 útlendingar, sem teknir hafa verið, fengið að fara úr landi eftir stutta eða enga refsivist. Ekki liggja fyrir heildartölur frá Japan um þá útlendinga, sem handteknir hafa verið eða bíða dóms, en sé aðeins litið til síðasta árs voru þeir útlend- ingar 204 sem handteknir voru i Japan vegna ýmissa eitur- lyfjamála. ÚTLENDINGAR ENN EKKI FENGID DAUÐADÓMA Enn sem komið er hafa út- lendingar ekki verið dæmdir til dauða I þessum ríkjum en níu Asíubúar hafa hlotið dauðadóm fyrir eiturlyfjasölu og dreif- ingu i Singapore, þótt þeim dómum hafi ekki verið full- nægt. U.þ.b. 50 útlendingar eru í fangelsum í Thailandi vegna eiturlyfjamála og sumir bíða dóma. Þar af eru 20 Banda- ríkjamenn og sex Astralíubúar. Sum landanna hafa komið upplýsingum til erlendra ferða- manna, sem heimsækja löndin, þar sem greint er frá ströngum viðurlögum við eiturlyfja- kok, höfuðborg Thailands, en nofðurlandamæri Thailands liggja að Burma og Laos og mynda hinn svokallaða gullna þrlhyrning. Gullni þríhyrning- urinn sér mestum hluta Asíu og raunar öilum heiminum fyrir ópíum og mestur hluti þess fer í gegnum Thailand á leið sinni á alþjóðlegan markað. Það var á Bankokflugvelli að brezka hjúkrunarkonan Nightingale var handtekin I marz á slðasa ári, eftir að lög- reglan tók 3.48 kg af heróíni úr farangri hennar. Hún neitaði sek't sinnf og sagðist halda að Hong-Kongbúi, sem var í för með henni og var einnig hand- tekinn á flugvellinum, hefði laumað eitrinu I farangur henn- ar. Manninum var sleppt vegna skorts á sönnunum. Eiturlyfjavandamálið er risavaxið viða um heim og því er sífellt gripið til harðari refsinga gegn dreifingu og sölu efnanna. HARÐAR REFSINGAR VIÐ EITURLYFJASÖLU Flestir útlendingar hafa verið dæmdir fyrir eiturlyfja- smygl en sumir hafa fengið dóma fyrir fíkniefnaneyzlu, án þess að vera ákærðir fyrir alvarlegra athæfi, svo sem sölu eða dreifingu eiturefnanna. Margir Vesturlandabúar sitja nú í fangelsum í Hong-Kong, þar sem dómar við neyzlu eitur- lyfja eru 2-3 ár, en dreifingar- og söluaðilar geta fengið allt að 30 ára fangelsi. Stjórnvöld I Malaysiu hafa auknar áhyggjur af eiturlyfja- straumi inn í landið en þaó á smygli. En dæmin sanna að. tugir Ástralíubúa, Bandaríkja- manna, Breta og fleiri standast ekki þá freistingu að reyna að ná sér I skjóttekinn gróða, en margir þeirra eru gripnir. EVRÓPUBÚAR NOTAÐIR Í SMYGLIÐ Fyrir tveimur til þremur árum voru flestir eiturlyfja- smyglarar frá þessu svæði Asíubúar. En lögreglan komst að því svo smyglhringarnir hófu að nota Evrópubúa til þessara verka í staðinn. Þeir hresstu einnig upp á útlit smyglaranna, þ.e. þeir voru vel klæddir og snyrtir, þvl hippar voru álitnir llklegri smyglarar en vel klætt fólk. Eftirsóttasti áfangastaður eiturlyfjasmyglaranna er Ban- Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna athuga ópíumrækt í Burma, innan Gullna þríhyrningsins. AFEhcA Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfason fleirum æ ljósara. En lög- gjafinn getur ekki gengið á undan og brotið landslög. Það hefur verið sýnt fram á hvernig sextlu alþingismenn þverbrjóta skattalögin, neita að gefa fríðindi sín upp til skatts. Það hefur verið sýnt fram á hvert málið á fætur öðru, þar sem löggjafinn gengur fram fyrir skjöldu og þverbrýtur lögin í landinu. Bankainnistæður Jóns G. Sólnes I Finansbanken í Danmörku — og hver segir að það séu hans einu fjármunir á erlendri grund? — eru enn eitt dæmið þessu til staðfestingar. ÞJÓÐVIUINN AFLEITUR BANDAMAÐUR Bankainnistæður Jóns G. Sólnes erlendis voru enn eitt mál sem Þjóðviljinn hefur drepið á en hafði nærfellt klúðrað með pólitískum ofsa og pólitísku hatri. Þjóðviljinn er afleitur bandamaður rann- sóknarblaðamanna sem taka sig alvarlega. Flokksþræl- dómurinn og flokkspólitíska réttlætið á síðum blaðsins er svo algert og iðulega svo sjúk- legt, að það er llklegra en ekki að þeir skjóti yfir markið eða þá fram hjá því. Þetta hefur líka gerzt í skipti eftir skipti. Umfjöllun blaðsins um til dæmis íslenzka aðalverktaka, sem þeir rugla iðulega saman við afstöðu sína til Atlantshafs- bandalagsins og sérviturt hatur sitt á vestrænum lýðræðis- þjóðum, hefur til að mynda ætíð verið með þeim hætti, að Aðalverktakar hafa getað bjargað sér í horn. Umfjöllun þeirra um spillta viðskipta- hætti er ævinlega byggð á sér- vizkulegu hatri á viðskiptum og ágóða, þannig áð gagnrýnin missir marks, og svindlararnir aldrei sperrtari. Þjóðviljinn er þess vegna vondur bandamaður árangursríkrar rannsóknar- blaðamennsku. ÞAÐ BREYTIR EKKI HINU Það breytir ekki hinu, að Jón G. Sólnes er ber að þvi að hafa átt, ásamt með fjölskyldu sinni, milljónafúlgur í dönskum bönkum. Þrátt fyrir það að hann sitji á Alþingi, sé sérlegur trúnaðarmaður bankakerfisins í landinu og háfi fyrir hönd islenzka rikisins staðið I um- deildustu viðskiptasamningum seinni áratuga. Það verður að gera um það kröfu að' ólöglegt fjár- málavafstur Jóns G. Sólnes verði rannsakað sérstaklega. Það verður að gera um það kröfu að því verði svarað vafningalaust, hvort hér sé um að ræða þjónustugjald fyrir hina óvenjulegu þjónustu, sem hann lét japanska auðhringn- um i té vegna Kröfluvirkjunar. Jón G. Sólnes er enginn venju- legur kerfiskall. Hann hefur undanfarin ár ögrað opinberu velsæmi I landinu af óvenju- legri framtakssemi. Það verður þess vegna að gera um það kröfu, að mál hans verði tekin fyrir sérstaklega. Fólkið I land- inu á kröfu um það að fá að vita, hvað það er sem hér er á ferðinni. 11 ✓ \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.