Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. SOVÉZKIR NJÓSNARAR REKNIR FRÁ KANADA Ellefu sovézkum embættis- mönnum hefur verið visað úr landi í Kanada fyrir njósnir. Tveir aðrir, sem viðriðnir eru málið, voru farnir úr landi og fá ekki að snúa aftur til Kanada. Kanadamenn hafa unnið að- rannsókn þessa máls í eitt ár og blekkt Sovétmennina með fölskum upplýsingum. Utan- ríkisráðherra Kanada, Donald Jamieson, sagði að sovézku sendimennirnir hefðu haft samband við lögreglumann í kanadísku riddaralögreglunni og boðið fram ótakmarkað fé ef hann vildi njósna fyrir Sovét- ríkin. Sovétmenn sóttust eftir upplýsingum um kanadfsk öryggismál og aðferðir Kanada- manna f viðskiptum sínum við sovézku leyniþjónustuna f Kanada. Lögreglumaðurinn hafði samband við yfirboðara sfna og fékk sfðan Sovétmönnum f hendur falskar upplýsingar og þáði fyrir það greiðslur er námu 30.500 kanaoiskum doll- urum. Viðskipti þessi áttu sér stað eins og f góðri njósnamynd, þar sem notað var dulmál, dular- gervi, holir stafir og sérútbúnir sígarettupakkar. Forsprakki Sovétmannanna í þessu njósna- máli er Igor Yartanian, fyrsti sendiráðsritari sovézka sendi- ráðsins f Kanada, en hann sá um íþróttir og menningu, eða öllu heldur átti að sjá um. Vartanian og þremur öðrum var gefinn tveggja sólarhringa frestur til að yfirgefa landið og sjö aðrir fengu hálfs mánaðar frest en þeir voru minna viðriðnir málið. Þetta er mesti fjöldi sovézkra njósnara sem Kanadamenn hafa rekið úr landi en sl. áratug hefur átta Sovétmönnum verið vfsað frá Kanada og mörgum Kúbu- mönnum. Þetta er áfallt fyrir þær tilraunir sem gerðar hafa verið að undanförnu til að bæta sam- búð þjóðanna og fylgir í kjölfar vandræðanna er urðu er sovézki gervihnötturinn féll á kanadískt landsvæði 24. janúar sl. Kanadamenn vilja að Sovét- menn borgi fyrir leitina að braki hnattarins. Sovétmönnum hafa verið send harðorð mótmæli og Donald Jamieson utanríkis- ráðherra Kanada hefur hætt við fyrirhugaða heimsókn til Sovétríkjanna í næsta mánuði. Snjórinn er ekki alltaf til ama Ekki er snjórinn eingöngu til ama, enda þótt Bandaríkjamenn og surnir Evrópubúar hafi fengið sig fullsadda af honum i bili. Þessi fallega snjólest var byggð á dögunum í Harzfjöllum í Þýzkalandi. Lestin vann fvrstu verðlaun í samkeppni sem efnt var til i gerð snjólíkneskja. Eftir niikið starf i þrjá og hálfan dag var lestin tilbúin og ótal lestarstjórar úr hópi krakkanna voru tilbúnir að taka við stjórninni. DAYAN ANDMÆLIR CARTER af höndum, sagði Dayan utanríkisráðherra ísraels Moshe Dyan utanríkisráðherra Israels hefur opinberlega lýst yfir andstöðu við skoðanir Carters Bandarikjaforseta á búsetu Isr- aelsmanna á herteknum svæðum Araba. Carter sagði er Sadat Egyptalandsforseti heimsótti Bandaríkin nú á dögunum að hann væri andvígur frekari 'búsetu Israelsmanna á hinum herteknu svæðum. Dayan sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær en þar er hann nú í heimsókn, að hann vonaði að Israelsmenn létu vesturbakka Jórdanár aldrei af höndum. Dyan sagði orðrétt i viðtalinu: ,,Við erum ekki sam- mála Carter forseta um stefnu hans hvað varðar framtíð vestur- bakkans.“ Fyrr í vikunni sagði talsmaður Hvíta hússins að búseta tsraels- manna á herteknu svæðunum væri andstæð alþjóðalögum. Leitinað Hillsidemorðingjanum: JÁTNING LEIKARANS SENNILEGA RÖNG — fátt sem tengir hann morðunum — aðeins lauslegur kunningsskapur við eina hinna myrtu kvenna Lögreglan í Los Angeles hefur nú yfirheyrt Ned York, 37 ára gamlan atvinnulausan leikara, í tvo daga og benda líkur til þess að hann tengist ekki hinum ill- ræmdu Hillsidemorðum í Los Angeles seint á síðasta ári, þar sem 12 ungar konur voru myrtar. York gaf sig sjálfur fram og sagðist hafa framið morðin, en fátt virðist benda til þess að hann hafi í raun framið þau. Að sögn lögreglunnar segist York hafa haft samband við eina hinna myrtu kvenna, Kristina Weckler, sem var tvítug að aldri, en það mun hafa verið lauslegt og ekki nóg til að tengja hann glæpunum. Talsmaður lögreglunnar sagði algengt að geðtruflað fólk játaði á sig glæpi sem væru mikið um- ræddir meðal almennings og í fjölmiðlum og benti allt til þess að svo væri í þetta skipti. York er fyrsti maðurinh sem handtekinn hefur verið vegna þessara morða, sem vakið hafa mikinn óhug. Húsleit var- gerð heima hjá leikaranum, en það eina sem fannst var lítið eitt af maríjúana. Líklegt er að leikarinn verði því ákærður um að hafa eiturlyf undir höndum áður en honum verður sleppt. Harður jarðskjálfti á Suður- Kyrrahafi — styrkurinn 7,3 stig en ekki vitað um skemmdir Harður járðskjálfti átti upptök sin á Suður-Kyrrahafi í nótt, nálægt Kermadec eyjum norð- austur af Nýja-Sjálandi. Að sögn jarðskjálftafræðinga á Nýja Sjálandi var styrkur skjálft- ans 7.3 stig á Richterskvarða, en ekki er vitað um skemmdir af völdum hans. Kermadeceyjar eru u.þ.b. 1200 km norð-austur af Nýja-Sjálandi. Þær eru óbyggðar að öðru leyti en þvi að þar er veðurathugunarstöð, þar sem níu manns starfa. HAGSTÆÐARA VERÐ VEGNA TOLLALÆKKUNAR FYRSTU - LAMPASENDINGAR MEÐ LÆGRIT0LLI NÝK0MNAR 0PIÐ Á LAUGARDÖGUM SENDUMí PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suóurlandsbraut 12 sími 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.