Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. r n .............................. \ Skemmdarvargar kosta DjkltlAlÍllMA-----SÍHB5 £-5— — samstarfviðskólancmagaf Karveituna miiijonir sjsr*- Kostnaöur vegna skemmdar- verka á götuljósum og götu- Ijósabúnaði í Reykjavík nemur árlega nær 1 þúsundasta af heildartekjum Rafmagnsveitu Reykjavíkur, að sögn Hauks Pálmasonar, yfirverkfræðings RR. „Við gerðum athugun á þessu í desember og náði hún yfir þriggja mánaða tímabil,“ sagði Haukur í samtali við fréttamann blaðsins. „Heildar- kostnaður vegna beinna skemmdarverka á þessum tíma reyndist vera 2,1 milljón króna, það er að segja efniskostnaður og vinna. Mest voru þetta brotnar per'ur, en einnig ljósa- búnaðurinn sjálfur á staurun- um og loks nokkrir stólpar, sem hreinlega höfóu verið brotnir.“ Haukur benti á, að könnunin hefði verið gerð á þeim tíma árs, sem mest væri um skemmdarverk, eða í skamm- deginu. „Það er því ekki óhætt að margfalda þessa tölu með fjórum, en þótt við tvöföldum hana er það vægt áætlað. Þá erum við komnir anzi nærri einu prómill af heildartekjum rafmagnsveitunnar," sagði hann. Komið hefur í ljós, að mestar skemmdir eru unnar þar sem ljósastaurar eru lægstir, en það er í nýju hverfunum, þar sem gangstígar eru algengari en í eldri hlutum borgarinnar. „Þess vegna eru skemmdirnar mestar þar,“ sagði Haukur. „Við höfum á undanförnum árum átt ágæta samvinnu við skólana. Fyrir tveimur árum kynntum við starfsemi okkar og þetta vandamál í skólum borgarinnar. Það gaf góða raun og því reikna ég með að við reynum að fara af stað aftur þegar haustar og endurnýja þetta samstarf við skólana.“ ÓV Hér sýna starfsmenn rafmagns- veitunnar nokkra ljósahjálma, sem oröið hafa illilega fvrir barð- inu á skemmdarvörgum. Slíkar skemmdir kosta skattborgarana talsvert fé. — DB-mynd R.Th.Sig. Blautar götur undan saltburðinum skemmast fyrr en þurrar. Nagladekkin eru þó mesti skaövaldurinn. SALTH) OVINUR MALBIKSINS - NAGLARNIR ÞÓ HÆTTULEGASTIR „Samkvæmt erlendum heim- ildum entist malbik á góðri undirbyggingu i 15-20 ár áður en negldir hjólbarðar komu til sögunnar. Með tilkomu þeirra styttist endingartíminn þar í 5-7 ár að umferð óbreyttri. Að likindum er endingarhlut- fallið enn óhagstæðara í Reykja- vík, bæði vegna þess að veturinn er langur og hundraðshluti þeirra sem aka á negldum hjólbörðum er mjög hár, var 90-95% veturna 1974 og 1975, skv. talningu gatna- málastjórans í Reykjavík.“ Þannig segir m.a. I skýrslu sem Ásbjörn Jóhannesson hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hefur gert á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkur- borgar. t skýrslunni segir ennfremur: „Nú er svo komnið að viðgerðir á götum Reykjavíkur vegna slits af völdum negldra hjólbarða kosta árlega um 200 millj. króna. Við þetta bætist kostnaður bileig- enda vegna neglingar á hjólbörðunum. Sá kostnaður er varlega áætlaður um 120 millj. kr. á ári. Samanlagður kostnaður við notkun negldra hjólbarða er því um 320 millj. kr. á ári í Reykjavik einni“. DB hitti Asbjörn að máli. — Greinilegt er að nagladekkin eru höfuðóvinir slitlagsins, en hvað telur þú að ætti að nota í þeirra stað? „Ég leyfi mér að benda á uppfinningu Einars Einarssonar, dekkin með nöglum, sem hægt er að draga inn. Mér finnst það mjög athyglisverð uppfinning, þótt ég þekki hana kannski ekki til hlítar. Sumir hafa farið út I að banna nagladekkin algjörlega, er það gert í Kanada og ég held einnig í Þýzkalandi," sagði Asbjörn Jóhannesson. „Einnig má benda á keðjur í stað nagladekkja. Auðvitað slíta keðjurnar götunum ekki minna en nagladekkin en menn hafa keðjurnar ekki á nema þeir þurfi nauðsynlega á þeim að halda nema einstaka trassar," sagði Asbjörn. — Er það rétt að saltið leysi malbikið upp? „Það hafa verið skiptar skoðanir um það. Það eru einkum leikmenn sem halda þvi fram að saltið leysi upp olíumölina en vísindamenn hafa verið á annarri skoðun. Ef um er að ræða galla- laust malbik veldur saltið ekki skemmdum. En saltið ýtir óbeint undir slit á götum, því með saltinu haldast göturnar lengur blautar og blautt malbik slitnar meira en þurrt. En skaðsemi saltsins er hverfandi lítil á móti nagladekkjunum," sagði Ásbjörn. — Þú nefndir gallalaust malbik? Hvernig er malbikið sem notað er á götum Reykjavíkur? Og hver er munurinn á olíumöl, malbiki og asfalti? „Malbikið er sjálft slitlagið á götunum. Olíumöl er náskyld malbiki en þolir minni umferð og asfaltið er bindiefnið sem notað er til þess að binda saman steinana í malbikinu. Sumir kalla það tjöru en það er ekki alveg rétt. Malbik telst gallað þegar það er með miklu loftrúmi og ef saltið kemst inn í það rofnar bindingin á hiilli bindiefnisins og steinanna, en það leysist hins vegar ekki upp eins og sykurmoli i vatni. Malbikið sem er á götunum í Reykjavík er mjög gott, holrýmd þess lítil og að jafnaði lægri en gerist almennt erlendis," sagði Asbjörn. Loks segir í skýrslunni: „Slit á malbiki af völdum negldra hjólbarða kemur að verulegu •eyti fram sem hjólför. Þau hafa neikvæð áhrif á umferðaröryggi á tvennan hátt. Annars vegar er meiri hætta á að ökumaður missi stjórn á bílnum i djúpum og kröppum hjólförum en á sléttu malbiki. Hins vegar getur núningsmótstaðan milli hjólbarAa og malbiks horfið með öllu ef ekið er á miklum hraða í vatnsfylltum hjólförum. Að síðustu má nefna skemmdir á vegmerkingum. Gangbrautir og varúðarlínur eru oft málaðar á malbik. Þessar merkingar slitna mjög fljótt burtu þar sem umferð á negldum hjólbörðum er mikil og hefur það að sjálfsögðu neikvæð áhrif á umferðaröryggið.“ Leikfélag Akureyrar fær tvöfaldan ríkisstyrk: „Samt liggjum við í verðbólgunni” — segir Brynja Benediktsdóttir, leikhússtjóri Kveiktíöllum eignumSnarfara „Það má eiginlega segja að þarna hafi farið aleiga félagsins." sagði Hörður H. Guðmundsson vgraformaður Snarfara, félags áhugamanna um sportbáta. t fyrrinött var brotizt inn i lltinn skúr sem félagið átti inn við Elliðaárvog og var kveikt í skúrn- um að innan þannig að hann mun ónýtur að mestu og þau áhöld sem í honum voru. „Það hefur rætzt úr fjárhags- vandræðum okkar hér á Akur- eyri,“ sagði Brynja Benedikts- dóttir í samtali við Dagblaðið. „Ríkið hljóp undir bagga og tvö- faldaði styrkinn til okkar þetta árið. En samt liggjum við alltaf í verðbólgunni,“ sagði Brynja. A tímabili leit helzt út fyrir að loka yrði leikhúsinu á Akureyri, halda utan um hvern eyri. Við erum að reyna að komast að sam- komulagi við bæjarfélagið að fá styrk okkar frá þeim í formi launa í stað ákveðinnar upphæð- ar. Er það svipað og er með Leik- félag Reykjavikur. Það fær greidd laun fyrir þrjátíu og fjóra leikara hjá borginni. Við erum með sex á launum og ef hægt væri að komast að samkomulagi við bæinn um þær launagreiðslur bjargaði það okkur alveg. Styrkurinn er nefnilega veittur i byrjun hvers árs og í árslok hefur hann minnkað verulega að verðgildi,“ sagði Brynja Benediktsdóttir leikhússtjóri á Akureyri. A.Bj. Brynja Benediktsdóttir. — DB- mynd F.Ax. sem nú er orðið atvinnumanna- leikhús, vegna fjárskorts. „Styrkurinn sem við fáum nú frá ríki og borg er um tuttugu milljónir, en mikið af því skilar sér nú aftur til ríkisins. Við greiðum t.d. milli þrjár og fjórar milljónir í söluskatt og útvarps- auglýsingar hafa hækkað alveg gffurlega, þannig að það er fljótt að saxast á þetta og við verðum að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.