Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 28
Sterkt „óháð framboö” til þingkosninga á Reykjanesi? — Óháðir borgarar með mörgþekkt nöfn stefna að lista íKópavogi Framboð „óháðra borgara“ í bæjarstjórnarkosningunum i Kópavogi kann að verða upp- hafið að sterku framboði óháðra í Reykjaneskjördæmi í þingkosnipgunum. Þar mundu þá sameinast óháðir úr Hafnar- firði og Kópavogi. Hugsanlegt væri, að slíkur listi gæti komið að manni. Stefnt mun að slíku framboði í þingkosningum, ef vel tekst til i bæjarstjórnarkosningunum. Þekktir menn úr Kópavogi standa væntanlega að framboði óháðra þar. Efstur á bæjar- stjórnarlistanum verður líklega Sigurjón I. Hilaríusson kennari og bæjarfulltrúi Samtakanna, sem síðast komst í bæjarstjórn í sambræðslu við Framsóknar- menn þar í bæ. Þá verður Jón Ármann Héðinsson, alþingis- maður Alþýðuflokksins, sennilega í öðru sæti á listanum í Kópavogi. Jón verður ekki á lista Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi í þingkosningun- um og er mjög ósáttur við þá er nú ráða gangi mála í Alþýðu- flokknum í kjördæminu. Jón hefur gefið í skyn að hann hafi hug á óháðu framboði í þing- kosningunum. Þá mun standa •að lista óháðra í Kópavogi Sig- urður Helgason, fyrrum bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sigurður gekk í fyrra úr Sjálfstæðisflokknum og hefur. gagnrýnt forystuna. Ennfrem- ur mun Björn Magnússon, fyrr- um forystumaður hjá Fram- sókn í Kópavogi, eiga aðild að lista óháðra, ef af verður. Sjálfstæðismenn í Kópavogi una illa hlut sínum eftir próf- kjörið í Reykjaneskjördæmi, þar sem enginn úr hinu fjöl- menna byggðarlagi verður í vonarsæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í þingkosningunum. Hinir óháðu munu meðal annars stíla á þessa óanægju. -HH. DAMPUR Á MENNINGUNNI Það hitnaði heidur betur undir hafði tekið eftir að upp úr þakinu ameríska bókasafninu við Nes- liðaðist reykur, að hann taidi. haga í gærkvöidi. Vegfarandi Slökkvilið var sent út og ekkert til sparað því bókasafnsbrunar að leitaupp af húsinu.Slökkviliðs geta orðið skæðir. Þegar til kom reyndist því ekki þörf, bara reyndist þarna ærið heitt innan- manns til að skrúfa fyrir kranann dyra. Einhver hafði skrúfað frá og minnka dálítið dampinn á hitanum að fullu þannig að ólíft menningunni. — DB-mynd Sv.- var orðið innan dyra og gufa farin Þorm. Efnahagsráðstafanirnar: Gein Obreyttur kaupmáttur Björn: 19% rýrari kjör VERKFÖLL EFTIR RÚMAN MÁNUÐ? Miðstjórn ASl mun skora á félögin að segja upp samningunum Miðstjórn Alþýðusambands- ins mun væntanlega á fundi sinum í dag skora á verkalýðs- félögin að segja upp kjara- samningum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Mánaðar- fyrirvari er á uppsögn samn- inga og er hún ekki bundin við mánaðamót. Verkföll væri löglega jafnvel unnt að boða, þannig að þau hæfust um leið og samningar renna út. Því má búast við átökum á vinnu- markaði eftir rúman mánuð. ,,Ég held að rikisstjórnin mis- reikni sig illa, ef hún heldur að þessu verði tekið með einföld- um mótmælum,“ sagði •Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins, í morgun. „Þetta er svo mögnuð stríðsyfirlýsing að ríkisstjórnin getur ekki vænzt neins friðar.“ Guðmundur sagði að aðgerð- irnar væru miklu magnaðri kjaraskerðing en hann hefði búizt við. HH Verðbótaákvæði kjarasamn- inga skulu aðeins gilda að hálfu samkvæmt efnahagsmálafrum- varpi ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram á Alþingi um miðnætti sl. Einnig er gert ráð fyrir að óbeinir skattar það er söluskattur hafi ekki áhrif á vísitöluna og valda þvi hækkanir á þeim ekki launahækkunum. Á það að gilda frá og með næstu áramótum. Barnabætur eiga að hækka um 5% og verða 31.456 krónur með fyrsta barni og 47.183 krónur með hverju barni umfram eitt. Vörugjald, sem verið hefur 18% og lagt á við innflutning vöru á að verða 16%. Bætur almanna- trygginga skulu samkvæmt frum- varpinu hækka samkvæmt sömu hlutfallstölu og önnur laun. Heimilt er að draga úr fjár- veitingum ríkisins um 1000 milljónir og ennfremur er gert ráð fyrir að ríkissjóður geti gefið út spariskírteini fyrir allt að 4600 milljónir um fram það sem áður hefur verið heimilað. Skyldusparnaður 10% á að leggjast á félög, fyrirtæki og stofnanir á sama hátt og áður hefur verið sett í lög um einstakl- inga. Samkvæmt frumvarpi ríkis-’ stjórnarinnar eiga hinir lægst- launuðu fullar verðbætur, en strax við 176.000 króna mánaðar- laun eru verðbætur komnar niður í helming samkvæmt kjara- samningum gerðum í sumar og haust. Gildir það um allt kaup þar fyrir ofan að á það eru greiddar hálfar verðbætur. Fulltrúar ASÍ og BSRB sem gengu á fund forsætisráðherra í gær munu hafa gengið út í miðjum viðræðum. Töldu þeir ekki ástæðu til að sitja undir' frekari upplýsingum. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra telur þessar aðgerðir miða að því að tryggja sama kaupmátt og á síðasta ári. Björn Jónsson forseti ASÍ telur aftur á móti að með þessu sé stefnt að skerðingu kaupmáttar um 19%. ÖG FÖSTUDAGUR 10. FEB. 1978. 15 ára piltur hraðskák- meistari Reykjavíkur 1978 Daginn eftir 15 ára afmælið varð Jóhann Hjartarson hrað- skákmeistari Reykjavikur árið 1978. Jóhann og Guðmundur Pálmason urðu jafnir að stigum sl. sunnudag þegar keppt var um þessa tign. Urðu þeir að tefla til úrslita í gærkvöldi í sex skáka einvígi. Þegar Jóhann hefði hlotið 3'A vinning þurfti ekki lengur að tefla. Guðmundur var þá kominn meðl'.j. BS Kvennablóm- inn á Hótel Loftleiðum Kvennaskákþing Reykjavíkur hefst á Hótel Loftleiðum í kvöld. Gestur á mótinu verður Jana Hartston. Að öðru leyti keppir þarna blóminn úr röðum fslenzkra skákkvenna. Samkvæmt töfluröð keppa þessar: Birna Nordahl, Jana Hartston, Svana Samúelsdóttir, Guðlaug Þor- steinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Sigur- laug Friðþjófsdóttir. BS 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Láglaunafólk fær nærfullar verðbætur og full atvinna tryggð 4 4 4 „Eg er í grundvallaratriðum á móti því að frjálsum samningum aðila vinnumarkaðrins sé breytt með lögum. Þau atvik geta þó átt sér stað í efnahags og atvinnu- málum, sem gera það nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í ákveðin atriði samninganna að tak- mörkuðu leyti. Fjöldi fordæma er fyrir slíku í sögu Alþingis, síðast vorið 1974 í tíð vinstri stjórnar.“ Þetta sagði Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður og for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í viðtali við DB í gærkvöldi. „Mikil verðbólga hefur hrjáð íslendinga í fjölda ára. Virðist nú mál að linni. Ef ekkert verður að gert af hálfu Alþingis og hags- munasamtaka nú, til að reyna að hefta verðbólguna horfir til vand- ræða. Afstaða mín til þeirra aðgerða, sem nú þarf að grípa til í gengismálum og vegna ákveðinnar skerðingar á verðbótaákvæðum kjara- samninga, byggist meðal annars á eftirfarandi: Aðgerðirnar tryggja áfram- haldandi fulla atvinnu. Þær draga verðbólgunni. Láglaunafólki 4 4 4 4 4 4 4 ur 4 eru tryggðar svo til fullar verðbætur. Verðbætur þeirra, sem hærri tekjur hafa eru nokkuð skertar. öll önnur ákvæði kjara- samninga halda fullu gildi og koma til framkvæmda svo sem samningar segja til um. Með þessum aðgerðum er rekstrargrundvöllur útflutnings- atvinnuveganna tryggður, sem ekki er raunip með tillögum stjórnarandstöðunnar og fulltrúa ASÍ og BSRB í verðbólgunefnd, sagði Guðmundur H. Garðarsson að lokum. -ÓG. 4 4 4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.