Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐÍÐj FÖSTUDAGUR 10, FEBRUAR .19.78. /"■" 11 .... 7* .... Sjálfstæðisflokkurinn: tírsagnirá Reykjanesi Ursagnir úr Sjálfstæðis- flokknum í Reykjaneskjör- dæmi vekja umtal meðal manna i kjördæminu. Er flokkseigendafélagið að ýta nokkrum óþægum mönnum að þeirra dómi úr öllum áhrifa- stöðum í flokknum? Er það rétt, sem mér sýnist, að flokkurinn í kjördæminu rambi nú á barmi klofnings? Svo virðist mér og merki ég það á þeirri einföldu staðreynd að síðastliðið haust skeði það að hinn ágætasti samborgari minn, Sigurður Helgason lög- fræðingur úr Kópavogi, sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og síðan fylgdi úrsögn úr flokknum á eftir og tel ég það eitt með meiriháttar hruni sem yfir okkur Kópavogs- búa hefur dunið, einkanlega okkur sem höfum fylgt flokkn- um að málum, því það er full- víst að traustari og ábyggilegri manni höfum við Kópavogs- búar aldrei haft á að skipa og viðurkenna það jafnt and- stæðingar sem flokksfélagar. Ötalin eru þau mál sem þessi maður hefur staðið fremst að í bæjarstjórn Kópavogs og víst er að margir Kópavogsbúar kunna honum miklar þakkir fyrir og því skil ég ekkert í því hvílík dirfska það er hjá forustuklíku flokksins að þora að þvinga þannig fram skoðanir sinar að n.aður eins og Sigurður, sem vill fyrst og fremst bæjarmál- um okkar sem mesta heill, skuli vera neyddyjr til að taka þá afstöðu að segja sig úr flokkn- um. Skyldi flokksforustan álíta það vænlegt nú fyrir þessar komandi bæjarstjórnar- og alþingiskosningar að hafa nokkra menn, sem geta talist menn almennings, á , önd- verðum meiði við sig eða er hrokinn svo mikill hjá þeim ráðaklíkum, sem nú eru efstar og fremstar í flokknum, að það nálgist algjöra blindu? ENN BÆTIST EINN VIÐ Síðan skeður það að hinn ágætasti og trúverðugasti maður, sjálfur formaður full- trúaráðs flokksins í Garðabæ, Valdemar Magnússon, kemur fram á ritvöllinn og lýsir því yfir að hann segi sig úr flokkn- um, og þar með hættir hann öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þetta skeður líka vegna skoðunarágreinings við þau öfl sem mér er nær að halda að stjórnað sé af flokks- eigendafélagi því er ræður mál- gagni flokksins og teygir sig nú að mínu viti nokkuð langt á óheillabraut, ef við miðum við heill flokksins, og ekki trúi ég því að hinn almenni flokks- maður, hvort sem hann er í Garðabæ eða Kópavogi, komi til með að hrópa þrefalt húrra fyrir slíkum vinnubrögðum-. En aumt þykir mér það ef svo er komið fyrir flokknum að frjálsar skoðanir eru ekki lengur I heiðri hafðar án þess að menn séu látnir gjalda þeirra á einn eða annan hátt, eða er það kannski þannig að þessir menn hafi verið farnir að skyggja á einhvern sem átti að vera í ljósinu, og flokkseig- endafélagið vill telja sinn mann og þess vegna komið því þannig fyrir að það sé kæft í fæðing- unni, nema það falli þeim í geð. Ekki get ég sagt það með hreinni samvisku að þessi dæmi, sem ég nú hef nefnt, verði flokknum til mikils álits- auka í þeim kosningum sem nú standa fyrir dyj-um, ekki hjá mér, það segi ég satt, og ég raunar veit um marga mér líka. Og þá hlýtur spurning að vakna hjá þeim sem eru óánægðir með þessi vinnu- brögð: hvað gera þessir menn sem búið er að neyða úr flokkn- um, mynda þeir einhver öfl á móti flokknum? Kannski kemur fram í dagsljósið að þeir eiga meira fylgi en nokkurn hafði grunað og kannski er hinn vinnandi maður því fylgj- andi. ENN EIN ÓÁNÆGJURÖDD Enn kemur einn fram á rit- völlinn og telur sig óánægðan, það er Halldór I. Elíasson sem býr á Seltjarnarnesinu. Hann ræðir nokkuð um það sem hann kallar nauðungar- kaup lífeyrissjóða á verðtryggð- um skuldabréfum ríkisins og Kjallarinn Alexander Alexandersson lýsir undrun og hneykslun sinni á framferði þingmanna flokksins og telur kapphlaup þeirra eftir vinstri leiðum vera orðið nokkuð mikið og hann talar um hvort þingmenn flokksins séu farnir að tapa átt- unum. Já, það skyldi þó ekki vera, og því skil ég Halldór vel, að það verði erfitt fyrir margan manninn að gera það upp við sig við væntanlegar kosningar hvar maður á að setja krossinn en auðvitað verður hver að fara eftir sinni samvisku í því efni sem öðru. ÉG NEFNDI KLOFNING Eg nefndi að mér sýndist flokkurinn vera að klofna í Reykjaneskjördæmiog byggi ég það á þessum dæmum, sem ég hef nefnt, og svo á þeim miklu óánægjuröddum sem eru allt í kringum okkur og ég verð að segja að ég sakna nú í því próf- kjöri, sem Sjálfstæðisflokkur- inn bauð okkur upp á hér í kjördæminu, nokkurra góðra nafna og vildi ég þar fyrst nefna Sigurð Helgason og Valdemar Magnússon. Þessir menn hefðu báðir sómt sér vel þar. En því miður er nú svo komið að þeirra nýtur ekki lengur innan flokksins. PRÓFKJÖR Prófkjör, já það er nú það? Það er efni í stóra grein að ætla sér að reyna að ge.ra því nokk.ur skil En ekki .er hægt að hugsa um prófkjör án þess að máður minnist á prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík því þá skeði það að maður einn sem hafði á orði opinberlega að bjóða sig ekki fram fyrir flokk- inn, nefnilega Albert Guðmundsson, lét undan fjölda áskorana vina sinna að bjóða sig fram og réðu þar mestu orð Jóhanns Hafstein, sem kom þar greinilega sem sáttasemjari. Maður hefði haldið að starf sáttasemjara væri fyrst og fremst starf formanns flokks- ins en það virðist ekki vera. Það er víst að það þótti, þegar hinn þjóðkunni merkismaður Bjarni Benediktsson var formaður flokksins, og er ég ekki í nein- um vafa um hvar Jóhann hefur lært það. Urslit prófkjörsins þarf ekki að ræða, svo vel er alþjóð það kunnugt þegar Albert skaut sjálfum forsætisráðherranum svo langt aftur fyrir sig að alla venjulega menn í flokknum setti hljóða. Hvað er að? Er nú komið fyrir flokknum eins og ég heyrði Jóhann Hafstein einu sinni segja í kappræðu, sem ungir Sjálfstæðismenn efndu til við unga Alþýðuflokksmenn og háð var í gamla Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll? Þar lýsti hann draumi dvergs sem dreymdi að hann væri orðinn voða stór, hann var orðinn svo stór að hann gat spyrnt á milli gafla i rúminu. En þegar hann vaknaði sá hann sér til mikillar gremju að hann var þversum í rúminu. Er þetta nú að ske hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykja- neskjördæmi? MARGT ER FURÐULEGT Eitt hefur vakið furðu mina. Það er að maður eins og Sig- urður Helgason, sem starfað hefur öll sín ár undir merki flokksins skuli nú þurfa að fara með allar sínar greinar í Dag- blaðið. Hann hefur. skrifað nokkrar með þeim fróðlegustu greinum sem við landsmenn höfum fengið á prenti nú í langan tima og ekki hafði mál- gagn flokksins hlotið stórt mein þó það hefði birt þessar greinar almenningi til fróðleiks. Ég verð að segja það að lítið erum við áskrifendur og allur sá mikli lesendahópur, sem les það blað, virtir að við skulum þurfa að fara í annað blað til að lesa slíkar úrvalsgreinar sem greinar Sigurðar hafa verið. Það er enn furðulegra þegar maður hugsar um alla þá miklu fjármuni sem teknir eru af al- mannafé til framdráttar flokks- blaðinu en þvi meiri heiður fyrir nýstofnað síðdegisblað sem fær ekki einn einasta eyri úr sjóðum eða almannafé sér til framdráttar en hikar þó ekki við að taka hvers konar greinar frá almenningi og mættu önnur blöð af því læra. Alexander Alexandersson Kópavogi. 13 Föndurverkfærin—nýkomin Ryksugan sogar hefilspæni og stóra kubha. Fyrir verk- sta-ði, bílinn og bílskúrinn. Sterkur sogkraftur. Föndurverzlun •» Bandsögin með fylgihlutum. lipur og létt. stendur á borði, sagar upp í 3" tré og 1" stál. S. Sigmannsson & co. Suðurgötu 3a—Sími 11926 LÍKAMSRÆKTARTÆKI LÍKAMSRÆKTARTÆKI SEM HENTAR JAFNT FYRIR KYRRSETUMENN 0G ÞJÁLFAÐA ÍÞRÓTTAMENN ÆFINGABÆKLINGUR FYLGIR VERÐ AÐEINS KR. 2.300.- PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR KLAPPARSTÍG 66. SÍMI 11783. Húsavík Til sölu nýleg 2ja herbergja ibuð í blokk. Verö kr. 8,5 millj. Uppl. í síma 96-41690. Sauðárkrókur Blaðburðarbörn óskast Uppl. í síma 5509 Sauðárkróki BlAÐffl BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íymsar tegundir bifreiöa, tildæmis: M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966 PEUGEOT404 1967 SKODA 110 1971 V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968 Einnig höfum viö úrval afkerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10—Súni 11197

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.