Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. I Útvarp Sjónvarp m ; M WáT mmM I IRR r mm Hér eru þau Jane Fonda o« Miehael Sarrazin i hlutverkum sinum í kvikmvndinni Meiddur hestur er sleginn af. Jane Fonda hlaut óskars- verðlaun fyrir leik sinn i myndinni Klute, en því hefur verið haldið fram að hún hefði ekki síður átt skilið óskarinn fyrir hlutverk sitt í þessari mvnd. Útvarpið kl. 21.55 í kvöld: „Kamala” Sjónvarp kl. 22.15: Meiddur hestur er sleginn af BÍÓMYNDIN í KVÖLD SÝND í Meiddur hestur er sleginn ai —They shoot horses, don’t they) nefnist víðfræg bandarisk kvik- mynd frá árinu 1969 sem sýnd verður í sjónvarpinu í kvöld. Myndin er byggð á sögu eftir Horace McCoý og á að gerast árið 1935. Myndin hefst á því að verið er að skrá fólk til þátttöku í þol- danskeppni. Margir eru peninga- lausir um þessar mundir og hugsa sér gott til glóðarinnar og lát£ skrá sig í þeirri von að geta unnið sér inn dágóða peningaupphæð með því að dansa frá sér nærri því allt vit. Stjórnendur keppninnar hugsa um það eitt að græða sem mesta peninga og verða því allir þátttakendur að greiða þátttöku- gjald. Stjórnendurnir gera því aílt sem þeim kemur til hugar til þess að lokka sem flesta í keppn- ina. Þeir segja m.a. að það sé nú aldrei að vita nema á staðnum sé staddur einhver kvikmyndafram leiðandi sem sé að leita að góðu leikaraefni. Og auðvitað koma allir sem þátt taka í keppninni til greina þegar að valinu kemur. Meðal þeirrra sem hyggjast fara í keppnina er ung stulka. Hún kemur með ungan pilt með sér en hann er úrskurðaður óhæfur til keppninnar vegna þess að hann hefur slæman hósta. Nú eru góð ráð dýr ef öll áform um að vinna sér inn peninga eiga ekki að fara út um þúfur. Stúlkunni verður nú LITUM reikað út og rekst þar á náunga sem hímir uppi við húsvegginn. Hún gefur sig á tal við hann og tekst að telja hann á að vera dans- herra sinn i keppninni. Sfðan hefst gamanið og við fáum að fylgjast með keppendunum í gegnum þessa spennandi keppni. Nokkrum þeirra fáum við að kynnast nokkuð náið, fáum að vita ástæður þeirra fyrir þátttöku í keppninni og fylgjumst með því hvernig keppendurnir verða æ þreyttari og þreyttari eftir þvi sem líður á keppnina. Aðalleikarar myndarinnar eru allir vel þekktir. Jane Fonda leikur ungu stúlkuna sem var svo heppin að ná sér í nýjan dans herra á sfðustu stundu. Gig Young fer með hlutverk dans- stjórans og er alveg stórkostlegur í þvf hlutverki. Susannah York leikur unga stúlku sem hefur glfurlegan áhuga á lffinu f Holly- wood og Michael Sarrazin leikur mjög svo skáldlega hugsand; ungan maun. 1 stuttu spjalli við Dóru Haf- steinsdóttur, þýðanda myndarinn- ar, sagði hún að myndin væri najög góð, reyndar alveg sérstök. Kvikmyndin er i litum og tjáðí stjórnandi útsendingar okkur að hún yrði send út f litum. Má því vænta þess að þeir áhorfendur sem eiga litsjónvarp hafi ennþá meiri ánægju af myndinni fvrir bragðið. - RK LÍF BÓNDANS ÁINDLANDI Höskuldur Skagfjörð leikari ætlar að lesa kafla úr bókinni Kamala eftir Gunnar Dal í útvarp- inu f kvöld kl. 21.55. Kamala er ung stúlka á Indlandi og segir hún söguna. Hún er ástfangin af ungum bóndasyni, Tara, sem er um það bil að taka við búskapnum af föður sínum. Þessi kafli fjallar um fu.nd sem Tara heldur með bændunum í kring. Tara vill ekki lifa lengur í moldarkofa eins og forfeður hans gerðu. Hann hefur einnig heyrt að hægt sé að fá betra korn en bændurnir. hafa notað til þessa og hann hefur einnig gifurlegan áhuga á áveit- um. Hann efnir þvi til þessa fundar til þess að koma vitinu fyrir hina íhaldssömu bændur. Hann vill byltingu án blóðsúthell- inga og eins og vænta mátti verður þetta hinn mesti æsinga- fundur. Bændurnir láta óspart í sér heyra og kvað Höskuldur þennan kafla ákaflega spennandi. Eins og áður segir er það Kamala sem segir söguna. Henni er þó ekki veittur aðgangur að fundin- um, þar sem hún er kvenmaður, en Kamala er klók og hún klifrar upp í tré þar sem hún heyrir og sér allt sem fram fer en enginn sér hana. Höfundur bókarinnar, Gunnar Dal, dvaldist i nokkur ár við nám í Indlandi og þekkir því nokkuð vel alla landshætti og í bókinni notar hann jafnvel vel þekkt nöfn. Þetta er skáldsaga og hélt Ilöskuldur Skagfjörð leikari les kafla úr hókinni Kamala eftir Gunnar Dal. Höskuldur jafnvel að þetta væri eina skáldsagan sem hefði verið skrifuð á Norðurlöndunum um þetta landsvæði. Bókin Kamala kom út árið 1976 og hefur höfundur skrifað fleiri bækur um lífið í Indlandi. - RK Þegar um þoldanskeppni er að ræða dugir ekki annað en að standa í háða fætur ef maður ætlar að vinna. Sjónvarp kl. 21.15 í kvöld: Kastljós EFNAHAGSMÁLIN Flestum er kunnugt um þann vanda sem við eigum við að stríða i efnahagsmálum. Banka- stjórn Seðlabankans hefur með samþykki ríkisstjórnarinnar lækkað gengi krónunnar okkar um 13% og jafngildirþaðmeðal- hækkun eriends gjaldeyris um 14,9%. Gengisskráning var felld niður að morgni mánu- dags 6. febrúar og verður ekki tekin upp aftur, f.vrr en sett hafa verið lög um ráðstafanir vegna gengislækkunarinnar. Guðjón Einarsson frétta- maður ætlar því að fjalla um yfirstandandi aðgerðir í efna- hagsmálum í Kastljósi í kvöld. Hefst þátturinn kl. 21.15 og er sendur út i litum. RK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.