Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 15
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. íþróttir jþróttir iþróttir Iþróttir Iþrót Skoruðu sigur- markið eftir að leiktíma lauk! — Þórsigraði Leikni21-20Í2. deild Þór sigraði Leikni í 2. deild íslandsmóts- ins í handknattleik norður á Akureyri í gær- kvöld, 21-20. Það var hörkuleikur og Akur- eyringar skoruðu sigurmak sitt í leiknum úr vítakasti eftir að leiktima lauk. Leikmenn Leiknis álitu, að ieiknum hefði átt að vera lokið — búið að flauta hann af — þegar Þórsarar fengu vitakast sitt í lokin. En það var ekki raunin hvað tímavörzluna snerti og Sigtrvggur Guðlaugsson tryggði Þór sigur, þegar hann skoraði úr vítinu. Leiknismenn komu nær beint í leikinn eftir að hafa flogið frá Reykjavík til Akur- evrar. Lítill tími til að hita upp og það reyndist afdrifarikt. Þór skoraði fjögur fvrstu mörkin í leiknum og staðan í hálfleik var 14-10 fyrir Þór. í síðari hálfleiknum tókst Leikni að rétta sinn hlut. Jöfnuðu í 17-17 og komust siðan vfir í 17-18 og 18-19. Þór jafnaði í 20-20 og þegar 10 sekúndur voru til leiksloka voru leikmenn Leiknis með boltann. Þeir fengu dæmt aukakast en leikmönnum Þórs tókst að ná knettinum eftir aukakastið — brunuðu upp og dæmt var aukakast á Leikni. Það var tekið og einn leikmaður Þórs sveif inn úr horninu, þegar brotið var á lionum. Víti dæmt og Þór skoraði, 21-20. Flest mörk Þórs í leiknum skoraði Sig- tryggur Guðlaugsson eða átta og Einar Bjarnason skoraði sex. Hjá Leikni var Haf- liði Pétursson markhæstur með sex mörk. h.halls Man. Utd. borgar líka skattinn! Miðvörður skozka landsliðsins, Gordon McQueen varð ansi dýr fyrir Man. Utd. Eins og við skýrðum frá í opnunni í gær náðu Leeds og Manch.Utd. samkomulagi í fyrra- kvöld um að McQueen gerðist leikmaður hjá Manchesterfélaginu. Kaupverð hans var 450- þúsund sterlingspund — metupphæð í enskri knattspyrnu. Tíu þúsund sterlings- pundum meira en Kenny Dalglish kostaði Liverpool, þegar hann var keyptur frá Celtic síðastliðið sumar. En Gordon McQueen verður Manch.Utd. dýrari en þessi 450 þúsund sterlingspund. United féllst einnig á að greiða skatt Leeds af sölunni og hann nemur 45 þúsund steriingspundum. Samtais því 495 þúsund sterlingspund — eða sama upphæð og skil- málar og Tottenham bauð í McQueen. Sam- kvæmt nýja genginu íslenzka er þetta víst hátt í 250 milljónir króna — og leikmaður- inn fær ekki penny af upphæðinni. Hann fór sjálfur fram á sölu og fær þvi ekki þau fimm prósent af kaupverði, sem brezkir knatt- spyrnumenn fá, þegar þeir skipta um félag. Ef að líkum lætur mun Gordon McQueen leika sinn fyrsta leik með Manch.Utd. gegn Chelsea í Lundúnum á laugardag. Hann verður auðvitað miðvörður með skozka lands- liðsfélaga sínum, Martin Buchan, fyrirliða Unlted, en Brian Greenhoff, enski landsliðs- miðvörðurinn, verður færður fram — fram- vörður. Þó er ekki alveg víst að af því verði heldur leiki McQueen sinn fyrsta ieik með United gegn Leeds 19. febrúar! Reykjavíkurmót íborðtennis A sunnudaginn verður Reykjavíkurmótið í borðtennis háð í Laugardalshöll. Mótið hefst ki. 13 með í keppninni í einliðaleik unglinga, tvenndarkeppni og einliðaleik í „oldboys" — flokki. Kl. 15.00 hefjast síðan allir tvíliða- ieikir en kl. 18.00 hefjast einliðaleikir í karla- og kvennaflokki. Mótsnefnd skipa þeir Sveinn Aki Lúðvíksson, Gunnar Jónasson og Sigurður Guðmundsson. Falla metiníátök- umungumannanná? A morgun, laugardag verður Unglinga- meistaramót fslands í lyftingum háð í and- dyri Laugardalsliallarinnar. Mótið hefst kl. 14. Yflr 20 keppendur eru skráðir til leiks frá 5 félögum og héraðssamböndum. Margir af beztu lyftingamönnum landsins eru þar á meðal og er búizt við að mörg metin muni ekki standast átök ungu mannanna. iföíZÞ* Félagar í horðt ennisdeild KA. DB-mvnd F. Ax. og var m.vndin tekin eftir æfingu í Lundaskóla. Knattspymufélag Akureyrar f immtau ára Akureyri 05.02.1978 Knattspyrnufélag Akureyrar .heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessa helgi með miklum hátíðahöldum. Félagið var stofnað 8. janúar 1928. í fyrra- vetur var stofnuð borðtennisdeild innan félagsins og hafa 20—30 manns æft hjá henni af kappi tvisvar í viku. Æfingarnar fara fram i Lundaskóia á þriðjudags og fimmtudagskvöldum. Væntan- lega verður mögulegt að stofna kvennadeild og „Old boys“ deild, strax og betri æfingaaðstaða fæst. í dag var haldið borðtennismót í tilefni 50 ára afmælis K.A. Keppt var í íþróttahúsi Glerár- skóla. Sigurvegarar urðu: Meistarafiokkur 1. Örn Ingi Gislason 2. Guðmundur Örn Halldórsson 3. Lárus Sverrisson Ungl. flokkur 1. Lárus Halldórsson 2. Jón Árni Jónsson 3. Jakob Kristinsson. 13 ára og yngri 1. Jónas Baldursson 2. Þórarinn Stefánsson 3. Ásgeir Herbertsson Nú stendur yfir flokkakeppm sunnanlands í borðtennis. Að henni lokinni munu lið héðan frá Akureyri keppa við þrjú beztu lið sunnanmanna. F.Ax. „Reikna með að halda áf ram ef HK kemst upp í 1. deild” — segir Karl Jóhannsson, sem leikur sinn 600. meistaraf lokksleik Karl Jóhannsson í landsliðs- búningnum. Myndin var tekin eftir frægan sigur á Svíum í heimsmeistarakeppninni í Rratislava 1964. í handknattleik á morgun „Andinn í HK er alveg sér- stakur. Samheldni og áhugi strák- anna gífurlegur — þegar svo er þá er ekki annað hægt en hafa gaman af handknattleiknum," sagði Karl Jóhannsson en á morgun ieikur hann sinn 600. meistaraflokksieik — meir en nokkur annar íslenzkur hand- knattleiksmaður. „Ef við komust upp I 1. deild reikna ég alveg með að vera með næsta ár,“ sagði Karl ennfremur — síungur — en í apríl verður hann 44 ára. Leikreynsla hans og leikni hefur verið hinu unga félagi úr Kópavoginum, HK, gifurlegur styrkur en aðeins þrjú ár eru síðan félagið sendi lið í keppni í 3. deild. Þegar á fyrsta ári var HK í úrslitum í slnum riðli — á síðasta ári sigraði HK í 3. deild. Og nú stendur HK í barátt- unni um að vinna sér sæti meðal þeirra beztu, í 1. deild. Karl Jóhannsson hefur staðið í eldlínunni í 28 ár sem leikmaður — kom fyrst fram með Ármanni 1950 þá 16 ára gamall. Hann lék 78 leiki með Armanni en þaðan lá Ieiðin í vesturbæinn. Með KR lék Kalli Jóh. eins og hann er kallaður 1 21 ár samfleytt — alls 469 leiki. En Kalli Jóh. hefur ekki aðeins leikið handknattleik — hann hefur um árabil verið einn af okkar beztu dómurum. Dæmt á milliv60 og 70 millirikjaleiki, meir en nokkur annar tslendingur. „A næsta ári á ég 25 ára dómara- afmæli. Jú, það var stundum erfitt að dæma, einkum þegar ég lék með KR i 1. deild," sagði Kalli Jóh. Karl Jóhannsson hefur leikið 31 landsleik fyrir tsland — var einn af máttarstólpum landsliðs- ins og skoraði 65 mörk. „Skemmtilegustu minningar minar eru þegar við gerðum jafn- tefli við Tékka ’61 og náðum sjötta sæti. Sú HM var ákaflega skemmtileg enda vorum við með mjög gott lið,“ sagði Karl Jóhannsson. Já, Karl Jóhannsson hefur vissulega verið einn litríkasti handknattleiksmaður er ísland hefur alið. Og nú, 28 árum eftir að hann hóf feril sinn, er hann einn af máttarstólpum HK — unga félagsins er stendur í baráttu um sæti í 1. deild. Þar er leikreynsla Kalla Jóh. dýrmæt en á morgun leikur HK við KA frá Akureyri. Víöavangs- hlaup íslands Víðavangshlaup tslands 1978 fer fram í Reykjavík 12. marznk. Keppt verður i eftirföldum flokkum. Karlafiokkar Fullorðnir f. 1959 og fyrr vegal. ca. 6 km. Drengir og sveinar f. 1960-63 vegai. ca. 3 km. Piltar f. 1964-65 vegal. ca 1.5 km. Strákar f. 1966 og siðar vegal. ca 1.5 km. Kvennaflokkar. Fullorðnar f. 1963 og fyrr vegal. ca 3 km. Telpur f. 1964-65 vegai. ca 1.5 km. Stelpur f. 1966 og síðar vegal. ca 1.5 km. Þátttökutilkynningar skulu berast i pósthólf 1099 í síðasta lagi 6. marz, ásamt þátttökugjaldi 100 kr. á hverja skráningu full- orðinna og 50 kr. fyrir yngri fiokka. FRt. í Bommi. N h hjálp. j Lá'.tu mig ekki þurfa að skjóta '— ' ' hana. . m / B L£2t\ K iV- i BÚLLií © lO'ifwio’n wc Opel Rekord 1700 árg. 1972, uppt. vél, ljósblár. Verð 1150 þús. Citroen super árg. 1974, ekinn 70000 km. Verð 1750.000. Rúmgóður og hjartur sýningasalur Þvottaaðstaða Kappkostum fljóta og öruggaþjónustu SKANIA VABIS 80 SUPER ÁRG. 1972 í TOPPSTANDI Á NÝLEGUM DEKKJUM. VERÐ 7 MILLJÓNIR. V0LV0 FB 88 ÁRG 1974 MEÐ SVEFNHÚSI, DRÁTTARBÍLL MEÐ VAGNI Bíll ársins Pontiac GTO árg. 1969. 400 cubic ný vél. Holly doble hliindungur 800. MOHAK, breið dekk. CRACA feigur, ailt rafmagnsdrifið. Verð 1.700.000. Arrovc. góður híll. Verð 580.000. Fiat 127. árg. 1972. gulur. Verð 550.000. Sunbeam station 1600. árg. 1974. Verð 1200.000. Mereedes Benz. dísil árg. 1971, góður vagn Verð 1980 þús. Qpið frá kl. 10-21 virka daga og 10-19 laugardaga Skoda Pardus árg 1976, grænn, guli- fallegur bíll, ekinn 18.000 km. Verð 950.000. Hunter GL árg. 1976. ekinn 25 þús. km Verð 1800 þús. Volvo 144 árg. 1971. göður bíll. blár. Verð 1200 þús. Datsun 1600 de Luxe árg. 1971. góður bíll. Verð 850.000. Datsun 100 A árg. 1972, ekinn 100 þús, gulbrúnn. Verð 800 þús. Tovota Carina árg. 1972, gulifallegur Mazda 616 árg. 1973. Verð 1000.000. bíll, blásanseraður. Verð 1050. sott verð. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir ISLANDSMOTIÐ A FULLA FERÐ A NY Tveir leikir í 1. deild karla í Hafnarfiröi á morgun — tveir á sunnudagí Laugardalshöll Eftir hið langa hlé vegna undir- búnings ísienzka iandsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik í Danmörku hefst tslandsmótið í 1. deild á ný um heigina. Þá verða ieiknir fjórir leikir. Tveir í Hafnarfirði á laug- ardag og tveir í Laugardals- höllinni á sunnudag. Tæpir þrír mánuðir eru síðan mótinu var frestað en þá höfðu flest liðin leikið þrjá leiki. Þrjú liðanna, sem ekki höfðu tapað leik í fyrstu þremur um- ferðunum, leika í Hafnarfirði á morgun, Víkingur, Haukar og FH — en reyndar hafði FH ekki leikið nema tvo leiki vegna þátt- töku liðsins í Evrópukeppninni. Fyrri leikurinn í íþróttahúsinu i Hafnarfirði verður milli Hauka og Víkings. Hefst kl. 15.00. Víkingur sigraði í þremur fyrstu leikjum sinum í mótinu en leikur gegn Haukum án Ólafs Einarssonar, sem handarbrotnaði i landsleik við Norðmenn fyrir HM. Hins vegar fá Víkingar fyrir- liða sinn, Björgvin Björgvinsson, með á ný, en hann átti við meiðsli að stríða í haust Haukar hafa æft mjög vel frá því íslandsmótinu var frestað í október — meðal annars farið i keppnisför til Danmerkur. Þeir eru því vel undirbúnir fyrir leikinn við Víking og ekki þarf að efa að mikil spenna verður í íþróttahúsinu í Hafnarfiði í leik liðanna. Strax að honum loknum leika FH og KR. FH sigraði í tveimur fyrstu leikjum sínum í mótinu — en KR hafði þrjú stig eftir fjóra leiki. Hafði leikið einum leik meira en hin félögin — FH einum minna. Þjálfari KR-liðsins er Geir Hallsteinsson, hinn kunni kappi FH-liðsins og stóra spurningin er hvort hann leikur mtð FH-liðinu gegn nemendum sínum Það kemur ekki í Ijós fyrr en leikurinn hefst kl. 16.15. Á sunnudagskvöld verða tveir leikir í Laugardalshöll í 1. deildinni Fyrst leika Fram og Ármann. Sá leikur hefst kl. 20.00. Fram sigraði í einum leik í fyrsta hluta mótsins en Armenningar eru án stiga. Leikir Fram og Ármanns hafa verið jafnir síðustu árin, þegar liðin hafa leikið saman í 1. deild. Hið sama ætti að vera uppi á teningnum nú. Strax að þeim leik loknum Ieika ÍR og Valur. ÍR er án nokkurra leikmanna, sem eiga við meiðsli að stríða, m.a. bræðranna Bjarna og Harðar Hákonarsona. Það veikir liðið en Brynjölfur Markús- íþróttir HALLUR SlMONARSON r son, sem skoraði flest mörk í fyrstu þremur leikjunum allra leikmanna á mótinu, eða 26, er kominn á fulla ferð á ný eftir nokkuð hlé í Reykjavíkurmótinu. Valur byrjaði illa í mótinu — tapaði tveimur fyrstu leikjum sín- um — en Valsmenn eiga góðum leikmönnum á að skipa og blanda sér áreiðanlega í toppbaráttuna um Islandsmeistaratitilinn. Staðan f mótinu er þannig: Víkingur FH Haukar tR KR Valur Fram Ármann Bflasalan SKEIFAN Skeifunni 11, nordurenda Sími84848 - 35035

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.