Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978. 17 KVIKMYNDAHÁTÍD FYRIRHEITNA LANDIÐ: H 1978 Sögufræg mynd en h'tið meira Kvikmyndahátíö í Raykjavik 1978. La Tierra Prometida {Fyrirheitna landiö) Chile 1973. Leikstjóri: Miguel Littin. Stjórnmálaástandið í Chile á þessum áratug kemur óhjá- kvæmilega oft upp í hugann við að horfa á Fyrirheitna landið. Örlög Allendes, sem gerði tilraun til að koma á sósíalisma með friðsömum hætti en mis- tókst, rifjast upp enn einu sinni. Og nýlegar fréttir af þjóðaratkvæðagreiðslu um Pinochet eru svo sem ekki langt undan í hugskotinu. Fyrirheitna landið er gerð á stjórnarárum Salvadors Allende. Hún segir frá hópi at- vinnuleysingja sem hópast saman og fara um betlandi. Okunnur maður slæst í hópinn og fræðir fólkið um sósíalistana fyrir norðan. Frásagnir hans hafa þau áhrif að fólkið ákveður að setja sig niður og reyna að lifa af landsins gæðum. Það finnur dal, byggir hús og tekur að rækta maís. Samfélag sitt kallar fólkið Palmilla og þar ríkir alræði öreiganna, af þeirri einföldu ástæðu að þar eru allir öreigar. En síðar berast fregnir um að sósíalisminn sé kominn á í Chile og hópur mann úr daln- um býr sig út með vopn og vistir til að vinna stefnunni frekari framgang. Málin æxlast þannig að aftur verða stjórnar- skipti, mennirnir eru hraktir til baka og þegar heim er komið tekur ekki betra við. Einhver auðjöfurinn er dauður í París og hann hefur arfleitt niðja sina að dalnum. Fólkið verður að gera svo vel að yfirgefa hann með góðu. Ef ekki verður það skotið. Heilög guðsmóðir spilar tals- verða rullu í Fyrirheitna landinu. Hún er ýmist verndari fjitæklinganna, látlaus og góð, eða tákn ríka fólksins og þá kuldaleg með flokk kerúba og úrkynjaðra rikisbubba í kring- um sig. Ég verð að játa að innskotin með guðsmóður þykja mér lýti á myndinni. I heild sinni hafði hún raunar engin áhrif og hefði hún ekki einmitt verið frá Chile er óvist að ég hefði nennt að sitja til enda sýningarinnar. En Fyrirheitna landið á sér merka sögu og mér er ekki grunlaust um að það sé einmitt fyrir þá sök sem hún er hingað komin á kvikmyndahátíð. Littin leikstjóri myndarinnar var einn þeirra sem voruhand- teknir við valdatöku Pinochets og herforingja hans árið 1973 Hann var einn þeirra sem fluttir voru á knattspyrnu- völlinn í Santiago og geymdir þar um nokkurt skeið. En sfðar tókst honum að komast til Kúbu og þar að auki með Fyrir- heitna landið með sér þar sem hann lauk við að klippa myndina saman. Littin er ungur leikstjóri — fæddur 1942. Fyrstu mynd sinni í fullri lengd leikstýrði hann árið 1968. Sú nefndist Sjakalinn frá Nahueltoro og fjallaði um mann sem drap fjöl- skyldu sína til þess að þurfa ekki að horfa á hana veslast upp úr hungri. Sjakalinn frá Nahueltorc hlaut góðar viðtökur hjá al- menningi í Chile en stjórn- völdum undir forustu Eduardo Freis þótti lítið til hennar koma og reyndu með öllum ráðum að spilla fyrir henni. Árið 1970 komst Allende til valda í frjálsum kosningum og hann gerði Littin að yfirmanni kvikmyndastofnunar Chile. Fyrirheitna landið er fyrst og fremst lofgjörð um sósialismann og nokkuð fögur sem slfk. En sannfæringar- kraftur er þar enginn enda meira lagt upp úr að koma alls kyns táknmyndum til skila. Að minnsta kosti er ég ekkert meiri sósíalisti eftir að hafa sérð myndina en fyrir. -AT- FRISSIKÖTWR Á KVIKMYNDAHÁ TÍD Oghvað meðþað? KvikmyndahátíÖ í Reykjavík 1978. Fritz the Cat (Frissi köttur). Bandaríkin 1971. Leikstjóri: Ralph Bakshi. Því hefur verið haldið fram að Frissi köttur sé einhver mesti dólgur sem sögur fara af. Það er tómt plat — ef marka má myndina sjálfa. Kannski Frissi sé aðsópsmeiri utan tjaldsins. Sagan um Frissa kött, sem er töffari og þykir kvenkyn betra en flest annað, gerist á síðasta áratug — eftir öllu að dæma mestmegnis í New York. Sagan er fremur sundurlaus en greinir frá ævintýrum Frissa og félaga hans í stórborginni — dópreykingum þeirra, upp- áferðum (það hlytur að mega nota þetta orð fyrst sjón- varpið gerir það), kynnum þeirra af ofbeldisseggjum og svínheimskum löggum sem að sjálfsögðu eru í liki svína. í stuttu máli er sagan sú að Frissi Iendir í partíi hjá félögum sínum sem aðallega lifa á austurlenzkum trekk. Hann hefur tekið með sér þrjár kvenkyns og gamnar sér með þeim í baðherbergingu. Gamanið verður svo mikið að brátt situr Frissi einn eftir en félagarnir troðfylla baðkerið og gamna sér hver um annan þveran. Þá koma löggusvínin. Frissi kemst undan — en þá eru buxurnar komnar niður um að minnsta kosti annað svínið — og felur sig í bænahúsi gyðinga. Löggurnar koma þangað og eru mjög vitlausar. Frissi kemst undan og hittir krákurnar svörtu — sem að sjálfsögðu eru tákn blökkumannanna. Hann eignast kunningja sem fer með hann á fund annars kunningja. Sá kunningi á konu og sú kona er æst í ,,hvíta“ ketti. Það er Frissa síður en svo til trafala og hann „neglir" frú Kráku hraustlega á öskuhaugunum. En vestrið heillar. Þangað heldur Frissi ásamt nöldrandi vinkonu sinni. Frissi vill leita ævintýra og boröa á eins konar múlakaffi við þjóðveginn ásamt flutningabílstjórum. Vinkonan vill heldur borða á esjuberginu Howard Johnson’s. Á .endanum gefst Frissi upp á vinkonunni og skilur hana eftir bensínlausa í eyðimörkinni. Þá kemst hann í kynni við heróínista og mótorhjólatöffara sem lemur vinkonu sína með keðjum. Asamt þeim fer Frissi á fund útfríkaðra byltingar- sinna sem fá sklausan og brönd- óttan kött eins og Frissa til að taka þátt í sprengjuárás á raf- orkuver. Auðvitað situr Frissi á sprengjunni þegar allt fer til fjandans. Hann endar á sjúikrahúsi þar sem vinkonurnar þrjár úr austurlenzku trekkorgiunni koma til að heimsækja hann og kveðja fyrir fullt og allt En þar sýnir Frissi að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Þeim finnst það öllum voða gott. Er myndin um Frissa kött listaverk? Um það veit ég ekkert. Hitt veit ég að ég varð fyrir vonbrigðum með j)éssa mynd þótti hún ekki nærri nógu skemmtileg. Vissulega er hún lipurlega gerð og margar senur smellnar — en þeir voru margir sem ypptu öxlum að lokinni sýningu' eins og þeir vildu segja: Og hvað með það? -ó. vald. Frank litli og Síríus þungt hugsi. KVIKMYNDAHÁ TÍÐ: Hvor er mikilvægarí pabbi eða Síríus? ÓMAR VALDIMARSSO Kvikmyndahátíð i Reykjavik 1978: Siriua. tékknesk mynd frá 1974. Leikstjóri Frantiek Vlacil. 60 mínútur. danskur texti. Einhver sagði við mig áður en ég fór að sjá Siríus að myndin væri eins og röð i fallegra pós.tkorta. Þetta er rétt að sumu leyti en að öðru ekki. Myndin byggist mikið upp á tökum í sérlega fallegu lands- lagi sem minnir óneitanlega á það sem maður sér á póst- kortum. En tilfinningar Franks litla gagnvart hundinum sínum er ekki hægt að sjá á póstkorti. Frank Iitli og Síríus, hundurinn hans, eru miklir vildarvinir og skokkar hundurinn ávallt á móti hús- bónda sínum þegar hann kem- ur heim úr skólanum. Faðir Franks er brautarvörður í litlu þorpi úti í sveit. Eins og aðrir eru þeir feðgar lítt hrifnir af þýzka hernámsliðinu I landinu, m'yndin gerist nefnilega í seinni heimsstyrjöldinni. Faðirinn vinnur skemmdar- verk á þýzkri Iest og er hand- tekinn. Stuttu seinna er gefin út tilskipun um að öílum hundum skuli komið til hersins. Frank verður þá að meta hvorn hann metur meira, Sírius eða föður sinn. Síríus er ekki breiðtjalds- mynd og ekki nema klukkutíma löng. Því hvarflar að mér að hún sé fremur gerð fyrir sjónvarp en kvikmyndahús. Ánnaðhvort var myndin gerð með það fyrir augum að vera ekki alveg í fókus, kannski til þess að túlka betur tíðaranda stríðsins, eða þá að kvikmynda- sýningarvélinni og henni hefur ekki komið allt of vel saman. Atti þetta sérstaklega við um þau atriði sem gerðust í nokkuð mikilli fjarlægð frá vélinni. Þau runnu oft út í eitt. Börnin sem sátu og horfðu voru þó ekkert að hugsa um það en spurðu foreldra sína áhyggjufull hvernig færi fyrir Síríusi. Ég held jafnvel að þau hafi haft meiri áhyggjur af honum en föður Franks. I bæklingnum sem gefinn er út af Listahátíð um allar kvik- myndirnar á hátíðinni eru for- eldrar hvattir til þess að fara með börnum sínum þar eð enginn íslenzkur texti sé á myndinni. Yfirleitt er svo í þrjúbíómyndum en þó ekki nærri ailtaf. Gallinn er bara sá að íslenzkur texti kemur ekki nema elstu börnunum að gagni, hin kúnna ekki nógu vel að lesa til þess að geta fylgzt með. Hefði ekki verið hægt að hafa íslenzkan þul, bæði núna og yfirleitt? -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.