Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978. Mysa er þjóðráð við þorsta en ekki eru allir jafnhrifnir með svaladrykki úr mysu „Þetta er nú allt á tiirauna- stigi ennþá og margir mánuðir liða þar til framleiðsla getur hafizt,“ sagði Grétar Símonar- son þegar hann var spurður um nýja svaladrykki úr mysu sem Mjólkurbú Flóamanna hyggst' fara að framleiða. Tilraunirnar fara fram hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins og er dr. Jón Óttar Ragnarsson matvælaverkfræð- ingur umsjónarmaður þeirra. Grétar sagðist telja að lítið vantaði á til að hægt væri að hefja framleiðsluna. Gerðar hefðu verið tilraunir með pökk- un á mysudrykkjum en ennþá er ekki hægt að geyma þá nema í mjög stuttan tíma og úr þvi þarf að bæta áður en hægt verður að selja vöruna f búðum. Grétar sagði að það hefði lengi verið draumur þeirra i Mjölkurbúinu að nýta alla þá mysu sem til spillis færi og þætti þeim gott ef það mætti nú loksins takast. Flestir muna ugglaust eftir fréttum í DB i haust þar sem reifað var að unnt væri að búa til spíritus úr mysunni, það gerðu Danir. Mysunni hefur hins vegar að mestu verið hellt í ár og sjó hér á landi og hún valdið mikilli mengun. Grétar sagði að Flóamenn hefðu ekkert reynt að laga spíra úr sinni mysu enda væri það ekki i þeirra verkahring og Danir hefðu einkaleyfi á þeirri fram- leiðslu sem þeir stunda. Svala- drykkir ýmiss konar værtf mun vinsælli hugmynd. Svisslendingar hafa lengi framleitt heilsudrykk einhvern úr mysu en Grétar sagði að ómögulegt væri að komast að framleiðsluleyndarmálum þeirra. Það tekur talsvert langan tíma að koma svaladrykk úr mysu á framfæri eftir að tekizt hefur að gera hann nothæfan. Islendingar hafa eins og kunnugt er samning við sænskt fyrirtæki um pökkun á mjólkurvöru og tekur það nokkra mánuði að hanna nýjar umbúðir og koma þeim á markað. Dr. Jón Óttar Ragnarsson sagði að tilraunir með mysu- drykki gengju framar vonum. Það fyrsta sem gert hefði verið var að sía vatn og svolitla sýru úr mysunni þannig að hún innihéldi meira þurrefni og yrði um leið bragðbetri. I skyr- mysunni eru siðan skyrflekkir sem skilja þarf frá og er það gert í sérstökum skilvindum líkt og þegar mjólk er skilin. Út i þessa þykku mysu er svo hægt að blanda ýmsum söfum, til dæmis grænmetis- og ávaxta- safa. Nokkrar tegundir hefðu verið reyndar og sagði Jón að tómatssafi hefði gefið mjög góðan árangur. Ætlunin er að gera tilraunir með islenzka tómata, en mikið hefur verið um það rætt að árlega er miklu magni af þeim hent. Jón Óttar sagði að til greina kæmi að setja á markað tvær eða þrjár tegundir af svala- drykk úr mysu þ.e. þykka mysu, mysu með ávaxtasafa og ef til vill mysu með grænmetis- safa. Grétar Símonarson tók fram að kanna ætti mögu- leikana á dreifingu á þessari vöru og væri verið að því núna. Óvíst er með öllu hversu mikið verður framleitt af dykk.jum úr mysu og fer það mest eftir því hvernig salan gengur. Af skyrmysu eru ár- lega framleiddir um 7 milljón lítrar en mestu hefur verið hent af þeim. Af ostmysu er einnig mikið. Jón Ottar sagði hins vegar að mun erfiðara væri að nota hana til manndeldis. Hins vegar kæmi til greina að nota hana til gerj- unar. Gera ætti tilraunir með að gerja ostmysu hér og eima hana svo og búa til spira en óvist væri um hvernig það tækist. Vandinn er sá, að þetta yrði dýr framleiðsla og vínandi (spíri) er ódýr vara. Vænlegra þykir þvi að nota sem mest beint til manneldis. Gera á frekari tilraunir með drykki úr mysunni og fela þær í sér flóknari aðgerðir en þær sem hér hafa verið taldar. Kjör- orðið „Mysa er þjóðráð við þorsta“ fær þá líklega fyllri hljóm en nokkru sinni fyrr auk þess sem mysan er mjög holl og inniheldur nær öll sömu næringarefni og undanrenna nema hvað eggjahvíta er minni. DS Mega kaup- menn leggja gengismun- inn ofan á? — ef þeir skulda vöruna erlendis, segirverðlagsstjóri Mega kaupmenn krefja við- skiptavini sína um „tryggingu“ eða-viðbótargreiðslu umfram hið skráða verð vörunnar vegna gengisfellingarinnar? „Ekki ennþá,“ segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri í samtali við Dagblaðið. „Þetta hefur verið heimilað í kjölfar gengisfellinga að því tilskildu, að kaupmaðurinn hafi keypt vöruna á erlendum víxlum. Verðlagsnefnd mun halda sinn fund um þetta þegar ljóst er hvaða efnahagsráðstaf- anir verða gerðar og taka þá ákvörðun sína í málinu. Á meðan er hálfgerð biðstaða hjá okkur.“ Georg sagði'i gær að það mætti til sanns vegar færa, að kröfur kaupmanna af þessu tagi væru ólöglegar, að minnsta kosti enn sem komið er. Hann benti hins vegar á, að það væri hart — og nánast ekki hægt — að ætlast til þess að kaupmenn seldu erlendar vörur sínar beinlínis með tapi, ef erlend skuld er á móti. ÓV Loðnan: 8000 tonn kominálandí Neskaupstað Búið er að taka á móti um átta þúsund tonnum af loðnu á Neskaupstað. Þróarrými er þó enn fyrir um 5400 tonn. Nokkuð stöðugur straumur hefur verið af bátum inn til Neskaupstaðar, ýmist til að landaeða fá gert við veiðarfæri og búnað. Loðnuverksmiðjan afkastar 700-800 tonnum á sólarhring. Börkur NK hefur veitt um 5300 tonn af loðnu það sem af er vertíðar, miðað við miðvikudag. Veður er gott á Neskaupstað og snjólétt — raunar ekki snjór nema niður í miðjar hlíðar. -SH, Neskaupstað. í tilefni af eldvarnarviku Junior Chamber Reykjavík: BRUNASÁRIN FLEST TIL 0RÐIN HEIMA FYRIR NOKKUR ORÐ UM FYRSTU MEÐFERÐ BRUNASÁRA í HEIMAHÚSUM. Það er staðreynd að flestir sem hljóta brunasár á tslandi fá þau i heimahúsum. Það sama er uppi á teningnum viða erlendis, I U.S.A. t.d þrengja þeir rammann ennþá meira og segja að flestir brenni sig í eldhúsi eða setustofu. Órsök sé gáleysi eða óvlta- skapur. Ekki mun fjarri lagi að álíta að svipuð niðurstaða fengist hér hjá okkur. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Slysadeildar Borgar- spftalans eru brunar á börnum algengustu tilfellin sem þangað koma. Orsök, þau hella yfir sig heitu vatni, kaffi, te og þvfliku i óvitaskap eða vegna gáleysis hinna fullorðnu. Mætti I þessu sambandi minna fólk á að gæta þess að snúrur frá rafmagnskötlum hangi ekki út af borði, eða að potta- og pönnuhöld standi ekki út af eldavél. Nokkuð mun vera um að húsmæður brenni sig á höndum og framhandleggjum við elda- mennskuna, t.d. af völdum sykurs eða við steikingu í ofni; ef notaðir eru háir hanzkar sem ná upp að olnboga við þessi störf ætti að mega fyrirbyggja það. Kertaljós eru mikið notuð vfða í heimahúsum. Varast skyldi að staðsetja þau þannig t.d. á sófa- borði að fólki hætti til að teygja sig yfir þau og kveiki þannig í fötum sfnum. Ljósböð í háfjallasól eru nokkuð stunduð vfða og ekkert nema gott um þau að segja, en fólki skal eindregið bent á að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum sem fylgja Iömpunum og nota klukkur sem hringja eftir tilskil- inn tíma þvi hætta er á að gleyma sér eða sofna. Algengast mun vera að brunasár sem fólk fær af fyrr- greindum ástæðum séu 1. eða 2. stigs. Einkenni 1. stigs bruna eru roði, sviði og þroti. Hann grær að jafnaði á 3-7 dögum. Einkenni 2. stigs bruna eru þau sömu, en vökvafylltar blöðrur að auki. Grunnur 2. stigs bruni grær á 10-14 dögum, en djúpur ekki skemur en á tveim til þrem vikum, stundum með nokkrum örum. Fyrsta meðferð við slíka bruna er kæling með köldu hreinu vatni, kælingin dregur úr áhrifum hitans á vefinn og þar með úr sviða og bjúgmyndun. Ef hendur brennast skal strax fjarlægja hringi, úr og armbönd þvi bjúgmyndun verður alltaf einhver. Kæla skal i 30-40 min. eða þar til sviðinn er horfinn að mestu. Ef bruni verður á höfðí eða hálsi er gott að nota kalda bakstra, blautt handklæði t.d. sem halda má köldu með því að setja mulinn is 1 plastpoka og vefja honum með. Is má ekki láta beint á sárið. Ef föt hylja hið brennda svæði skal kæla þau með vatni strax, klippa þau síðan af (með saumum) og fletta varlega af en alls ekki draga þau af þvf við það getur skaðinn orðið ennþá meiri. I sumum tilfellum er bezt að láta fólkið vera í fötunum þar til á sjúkrahús kemur. Áburð á ekki að nota á bruna- sár og reynt skal að fyrirbyggja að óhreinindi berist í þau. Ef bið verður á að komast til læknis er gott að búa um sárið með sárapúða eða gasbindi ef það er til, annars með hreinu lérefti. Varast skal að loka brunasári með heftiplástri og hann má ekki enda á brenndri húð. Við stóra bruna (3. stigs) má ekki kæla með köldu vatni, heldur hálfköldu t.d. láta buna á viðkomandi í baðkerinu þar til hægt er að flytja hann á sjúkra- hús. Ef bið verður á þvi skal leggja viðkomandi á hrein lök og kæla með bökstrum. Mikil lost- hætta getur verið til staðar ef stórt svæði brennist; skal því reynt að koma vökva ofan i sjúklinginn, helzt með salti i (t.d. heitum kjötkrafti) og sódavatni (1 tsk. matarsódi í glas af vatni) 3. stigs bruni getur verið lifs- hættulegur, hann grær ekki skemur en á 6-12 vikum, skilur eftir sig slæm ör og jafnvel örkuml. Sjúklingurinn getur Tæknin getur lika verið vafasöm. Hann beit i raftengil með straumi á. Þessi slys tilheyra nú sögunni fyrir ötula framgöngu rafmagns- eftirlitsins sem krefst þess að út- búnaður rafhlöðu uppfylli ákveðin skilyrði. borið mjög varanlegt tjón á heilsu sinni, andlegri sem likamlegri. Ef bruni verður af kemiskum efnum skal reynt að skola undir miklu rennandi vatni, því því lengur sem hið kemiska efni liggur á húðinni, þvf meiri skaði. Sama gildir um augu, ef t.d. súpa slettist i þau skal skola stanz- laust undir bunu af ylvolgu vatni þar til ráðgazt hefur verið við lækni. Seint mun of mikil áherzla lögð á mikilvægi fyrirbyggingar bruna og þess harmleiks sem honum getur fylgt. Ber öllum ungum sem öldnum að hjálpast að og leggja þar hönd á plóginn. Lilja Oskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.