Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978.
5
Margvíslegar hækkanir í
kjölfar gengisfellingar
Verðlagsnefnd er klofin i af-
stöðu sinni til verðhækkana í
kjölfar gengisfellingarinnar og
efnahagsráðstafana, einkum
verzlunarálagningar. Agrein-
ingurinn kom upp á fundi í verð-
lagsnefnd í fyrradag og hefur öll-
um ákvörðunum verið frestað til
mánudags.
Georg Ölafsson verðlagsstjóri
sagði í samtali við fréttamann DB,
að það hefði tíðkazt í kjölfar
gengisfellinga að beita svo-
kallaðri 30%-reglu um verzlunar-
álagningu. Það er að segja, að
verzlunin fái heimild til að hækka
álagningu sina um 30% af gengis-
fellingunni, sem í þetta skiptið
væri um 4.5%. „Þetta þýðir
lækkun álagningarinnar í
prósentum," sagði verðlagsstjóri,
„en á að nægja fyrir beinum
kostnaði, sem verzlunin verður
fyrir af völdum gengisfelling-
arinnar."
Þegar þessi ágreiningur kom
upp í nefndinni var öllum frekari
umræðum hætt og frestað til
mánudags. Þá verður einnig tekin
fyrir hækkun á t.d. farmgjöldum
— verðlagsnefnd
klofin í afstöðunni
til verzlunar-
álagningar
„Nýtt” ferðamannaland?
Þrjú þúsund Islend-
ingar til Júgóslavfu
„Þetta er fjórða árið sem við
erum með þessar ferðir og okkur
telst til að um þrjú þúsund manns
hafi farið til Júgóslavíu á okkar
vegum,“ sagði Ellen Ingvadóttir
hjá ferðaskrifstofunni Landsýn f
viðtali við DB, en Júgóslavía er að
verða ,,nýtt“ ferðamannaland
okkar tsiendinga, ef marka má
aðsókn í ferðir þangað. „Við
höfum enn ekki gert skrá yfir þá,
sem beinlínis hafa farið sér til
heilsubótar, en þeir eru fjöl-
margir, enda öll aðstaða þarna
mjög til fyrirmyndar og hafa
LÍV um ógildingu
kjarasamning-
anna:
Stuðlar
beinlínis
að harðari
júgóslavnesk yfirvöld gert mikið
úr þeim möguleika," sagði Ellen
ennfremur.
Ferðir Landsýnar til
Júgóslavíu eru að mestu bundnar
við baðstrandastaðinn Portoroz
við Prian-flóa, sem liggur inn úr
Adriahafinu, og er nú orðið beint
flug þangað, sem tekur um fjóra
klukkutíma.
Landsýn er að stórum hluta
orðin eign samvinnuhreyfing-
arinnar og hafa Samvinnuferðir
tekið upp samvinnu við Landsýn
um þessar ferðir, sem kosta frá
110 þúsund krónum.
og bensini.
Arni Ólafur Lárusson, deildar-
stjóri hjá Skeljungi hf„ sagði f
samtali við blaðið, að nokkuð
augljóst væri að bensin myndi
hækka á næstunni f kjölfar
gengisfellingarinnar. „Það er
óvíst hve hækkunin verður
mikil," sagði Arni og vildi ekki
skýra frá um hve mikla hækkun
olfufélögin hefðu beðið. „Margt i
þessum verðútreikningum er fast
f krónutölu, en ljóst er að cif-verð
olfuvara og tollur hækka og sfðan
söluskattur f framhaldi af þvf.
Annars veldur það erfiðleikum
við útreikning olfuverðsins, að
gengið er enn mjög óstöðugt og
breytist næstum daglega."
Arni Ölafur sagði „tregðu í
kerfinu" gagnvart öllum hækkun-
um og væri það skiljanlegt, til
dæmis með tilliti til þess að ekki
er langt síðan nokkur hækkun
varð á olíuverði.
Bensfnlitrinn kostar nú 113
krónur. Manna á meðal er rætt
um að hann geti hækkað í 130
krónur á næstunni.
-ÓV.
Bensindælurnar hafa verið
„gíraðar niður", — en það er
engu líkara en verðbólgan sé
aftur farin að iáta hjóiin i þeim
snúast hraðar og hraðar.
kröfugerð
„Sá þáttur frumvarps
ríkisstjórnarinnar, sem nú er til
meðferðar á Alþingi og ógildir
hluta gildandi kjarasamninga, er
bæði rangur og mjög óvitur-
legur," segir í samþykkt Lands-
sambands islenzkra verzlunar-
manna.
„Hann veldur litlu um hömlun.
gegn verðbólgunni en eyðir
trausti og samstarfsmöguleikum
milii stjórnvalda og launþega-
samtaka, stuðlar beinlfnis að
harðari kröfugerð og hindrar að
hægt sé að gera samninga til
Iengri tíma,“ segir þar enn-
fremur.
Áherzla er lögð á nauðsyn þess,
að kjarasamningar séu vi'rtir eins
og aðrar fjárskuldbindingar í
þjóðfélaginu. Mál sé komið að nú
linni brotum stjórnvalda gegn
þessu grundvallaratriði.
Verzlunarmenn telja, að ástand
f efnahagsmálum hafi sízt
versnað frá því samningar voru
gerðir á sl. vori. Til þess að kveða
niður verðbólguna þurfi að nást
samstaða allra meginafla
þjóðfélagsins, ef árangurs eigi að
vænta.
Landssambandið mótmælir
harðlega áformum ríkisstjórnar-
innar um ómerkingu kjara-
samninga eins og ráðgert er I
frumvarpi hennar á Alþingi.
Hvetur Landssambandið allt
verzlunarfólk til samstöðu og
baráttu til varnar umsömdum
kjörum.
-BS.
Við höföum
hendur í hári þeirra
Þær eru margar konurnar sem viö höfum
haft hendur í hári á, gegnum árin.
Þær sem einu sinni komast undir okkar
hendur koma aftur og aftur, flestar viku-
lega, sumar sjaldnar. Allar koma þær
auðvitað til þess að fá meðhöndlun á hári
sínu-og einnig til þess að slaka á og láta
sér líða vel - þess vegna eigum við líka
stundum kaffi á könnunni handa þeim.
Við bjóðum ykkur hárfína þjónustu á öllum
sviðum hárgreiðslunnar, það er höfuðmálið
Stelpurnar á Sóley
Sjáumst á Sóley
hámreiðslustofa
Reynimelur 86 við Kaplaskjólsveg Sími 18615
Dagblað
án ríkisstyrks