Dagblaðið - 17.02.1978, Side 6

Dagblaðið - 17.02.1978, Side 6
6 Heimsókn á Grundartanga: II. grein Getur nýtt mun meiri afgangsorku „Það sem við erum að gera hér er að flytja út orku,“ sagði Jón Sigurðsson á fundi með fréttamönnum og sagði sú setn- ing meira en mikið málavafst- ur. Það eina, sem við höfum til málanna að leggja f sambandi við orkufrekan stóriðnað, er orkan, þótt eflaust megi benda á það, að í sumum tilfellum er langt þangað til við getum talað um að við séum að selja hana úr landi enn sem komið er. Enn erum við að greiða niður stórfelldar erlendar skuldir í sambandi við uppbyggingu orkusölunnar og líða sennilega tveir til þrír áratugir, áður en við getum sagt, að við séúm að nýta innlendar orkulindir. En einhvers staðar verður að byrja, ef við ætlum að vera með i spilinu. Og álverið í Straumsvík var komið á laggirnar hvort eð var. Það var ein af forsendunum, sem menn gáfu sér þegar ákvörðun var tekin um að reisa járnblendiverksmiðjuna hér, að orkufrekur útflutningsiðn- aður væri af fleiri en einni teg- und. Annað atriði i sambandi við það að taka frekar til við járn- blendiiðnað en áliðnað, var að járnblendiiðnaðurinn gerir ekki eins strangar kröfur um orkuna. Hann getur notað af- gangsorku, sem til er á hverjum tima í orkuveitukerfinu. Járnblendifélagið hefur gert samning við Landsvirkjun um kaup á raforku. Gert er ráð fyrir 68 MW afli að meðaltaii þegar verksmiðjan er komin að fullu í rekstur og 550 GWst orku á ári. Af þessari orku er gert ráð fyrir 306 GWst af- gangsorku, en 244 GWst grunn- orku. Til samanburðar tekur álverið i Straumsvík 140 MW og um 1100 GWst á ári, allt grunn- orku. Málmblendi? OG HVAÐ ER SVO MÁLMBLENDI? Málmblendi er blanda af járni og einum eða fleiri öðrum málmum. Þar má nefna sem dæmi: kísil, mangan, króm, nikkel, wolfram, molybden, vana- dium, niob og titan. TIL HVERS ER ÞAÐ N0TAD? Málmblendi er blandað stáli og steypujárni og hefur áhrif á eiginleika málm- anna. Sem dæmi um það má nefna að með blöndu á krómi og nikkeli fæst ryð- frítt stál, króm, wolfram, molyden og vanadium mynda hörku í stálinu sem gerir það sérlega hæft til að smíða úr því verkfæri,,sagar- blöð o.s.frv. Með mangan- blöndu fæst viss scigla og auðveldar hún alla smiði úr stálinu. Kííiljárn hefur einnig aðra þýðingu; með því er hægt að stöðva sjálfa stál- gerðina. HRÁEFNIN? Til kísiljárnframleiðslu þarf eftirfarandi hráefni: kvars- (kísil) koks kol járn. HVERNIG ER ÞAD FRAMLEITT? í rafknúnum bræðsluofn- um við 1500 til 2000 stiga hita. Slíkir ofnar hafa sér- stakan rafgeislabúnað sem beinir geislum sinum inn í sjálfan bræðslupottinn. Koksið leiðir hitann, kol- sýran frá koksi og kolum blandast súrefni og bræddur málmurinn safnast á botn- inn og er tappað þar af. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978. .. ' Sjálft framkvæmdasvæðið er einir sextán hektarar að stærð og á því er að Tisa stærsta stál- grindahús, sem hér hefur verið reist. Mesta hæð þess er um 45 metrar. Hreinsibúnaður fyrir einn og hálfan milljarð „Eitt fyrsta vandamálið, sem unnið var að í sambandi við verksmiðjuna hér, var meng- unarvandamálið," sagði Jón Steingrímsson verkfræðingur, en hann útlistaði fyrir blaða- mönnum þær aðgerðir, sem verksmiðjan mun hafa í frammi til þess að koma í veg fyrir rykmengun af hennar völdum. „Mengunin er fyrst og fremst af völdum ryks, sem I sjálfu sér er hættulaust, en er ákaflega hvimleið fyrir augað,“ sagði Jón ennfremur. Jón sagði, að Norðmenn hefðu lagt á það mikla áherzlu, að komið yrði i veg fyrir ryk- mengun þessa, enda vildu þeir ékki eiga í útistöðum við þessa þjóð hér, þar sem þeir reisa nú fyrstu verksmiðjuna af þessu tagi utan Noregs og verksmiðj- an yrði í augsýn hálfrar þjóðar- innar a.m.k. „Það eru um 15 tonn af ryki, svo fíngerðu, að það er eins og sígarettureykur, sem myndast við framleiðsluna," sagði Jón ennfremur. „Með stórvirkum síum, verkfæri, sem ekki er ósvipað venjulegri heimilisryk- sugu að gerð, en auðvitað miklu stærri, munum við treysta okkur til þess að hreinsa 99% af þessu ryki. Rykið verður síðan kögglað og komið hefur til tals, að sementsverksmiðjan geti notað það efni.“ Starfsemi verksmiðjunnar er byggð á starfsleyfi og í því gr skýrt tekið fram að verksmiðj- an láti gera rannsóknir á meng- un, eða hugsanlegri mengun eins og hún er í dag. Verða tekin sýni úr náttúrunni um- hverfis og sagði Jón, að slíkt kæmi þeim verksmiðjumönn- um eins mikið til góða, því þá væri sífellt hægt að benda á hvernig ástandið hafi’ verið þegar verksmiðjan hóf göngu sína I stað þess að sitja undir áburði um það, hversu mikinn skaða hún hefði valdið. Kostnaður við þennan hreinsibúnað og hreinsibúnað í verksmiðjunni sjálfri, sem verður innbyggður ryksugu- búnaður, fer ekki undir einum og hálfum milljarði að sögn Jóns. Kostnaður: 25 milljaiðar Að vonum fer gríðarlegt fjármagn í svona framkvæmd- ir. Samkvæmt kostnaðaráætl- un er gert ráð fyrir, að 500 milljónir norskra króna, eða um 25 milljarða ísl. króna þurfi til byggingar verksmiðj- unnar að méðtöldum vöxtum á byggingartíma. Er gert ráð fyrir, að sú áætlun kunni að breytast við verðþróun hér á landi, en Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri upplýsti, að það hefði ekki gerzt enn, merkilegt nokk. Hlutafé íslenzka járnblendi- félagsins er ákveðið jafnvirði 24 milljóna Bandaríkjadala og eignarhluti íslendinga er 55%, en hluti Elkem Spigerverket er 45%. Byggingin er fjármögnum með erlendum lánum fyrir utan það hlutafé sem áður er nefnt og hafa þessir aðilar lánað til framkvæmdanna: Nordiska Investeringsbanken 200 millj. N.kr. Norsk Exportfinans 125 millj. N. kr. Samsteypa lánastofnana undir forystu Den Norske Credit- bank og Landsbanka íslands 10 millj. $ Den Norske Creditbank (rekstrarfé) 6 millj. $ 150 SKIPAKOMUR A HVERJU ARI t sambandi við byggingu verksmiðjunnar er verið að reisa höfn á Grundartanga, sem verður í eigu sveitarfélaganna í Borgarfjarðar-og Mýrasýslu. Þar eiga að rísa tveir hafnar- garðar og skip allt að sex þús- und tonnum eiga að geta lagzt við annan, en allt að tuttugu. þúsund tonnum við hinn. Gert er ráð fyrir, að skipa- komur verði um 150 á ári, en uppi eru áætlanir að nota höfn- ina til annarra hluta en til að- og útflutnings frá Járnblendi- verksmiðjunni. Þannig hafa verið ræddir möguleikar á korninnflutningi til nálægra landbúnaðarhéraða, auk ann- ars. Kostnaður við hafnarmann- •virkin var áætlaður um 600 milljónir þegar byrjað var á framkvæmdunum í maí 1977, en áætlað er, að sú upphæð hækki um einar hundrað millj- ónir áður en upp verður staðið. ✓ HELGI PETÚRSSON

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.