Dagblaðið - 17.02.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1978.
11
um efndir loforðanna. Halimi
skoðar frönsk stjórnmál á ára-
bilinu frá 1946-1969, en það ár
hætti de Gaulle forseti Frakk-
lands afskiptum af stjórnmál-
um.
Höfundurinn staðnæmdist
við árið 1969, svo efni myndar-
innar væri ekki blandað við
einstakar persónur, sem taka
þátt í yfirstandandi kosninga-
baráttu. Þeir stjórnmálaleið-
togar, sem myndin beinist eink-
um að, eru de Gaulle fv. forseti,
André Mairaux og George
Pompidou fv. forseti. Aðrir sem
koma við sögu eru Francois
Mitterand leiðtogi sósíalista og
Valéry Giscard d’Estaing nú-
verandi forseti Frakklands.
LOFORÐIN SEM BRUGÐUST
Myndin, sem var prufusýnd
nýlega, sýnir glögglega
franskar baráttuaðferðir
stjórnmálamanna. De Gaulle
sést ávarpa þjóðina í sjónvarpi
með hinum fleygu orðum sín-
um „Francaises, Francais" og
með miklum og dramatískum
tilþrifum. Þessi ávarpsorð eru
enn notuð i frönskum stjórn-
málum, þegar leiðtogarnir
þurfa að koma boðskap sínum
til þjóðarinnar.
Marcel Barbu, sem keppti að
forsetaembættinu árið 1965,
gerði þessi ávarpsorð hlægileg,
þegar hann sagði: ,,Sé tekið til-
lit til þjóðfélagsstöðu minnar
verð ég að bæta „Mes copains"
(félagar) við ávarpsorðin Fran-
caises et Francais.
Einnig má sjá hnignun póli-
tískrar baráttu í Frakklandi
þar sem hún kafnar í orða-
gjálfri. Valéry Giscard
d’Estaing er sýndur, þar sem
hann er ungur maður og
drekkur skál með verkamönn-
um á meðan á kosningabarátt-
unni stendur. Með stuttum
skotum eru Pompidou fv. for-
seti og miðjumaðurinn Jean
Lecanuet sýndir gera hið sama,
en myndin er sýnd hægt á
meðan. Þá sést d’Estaing núver-
andi forseti á unga aldri, þar
sem hann er á sérstökum skóla-
bekk fyrir pólitíska framagosa.
Það er öllu alvarlegri hlið
sem sýnd er þegar skoðuð eru
kosningaloforð Guy Mollet fyrr-
um forsætisráðh. De Gaulles fv.
forseta. Mollet lofaði að
Frakkar færu frá Alsír á sínum
tlma, en Frakkar urðu um
Bandarískir stjórnmálamenn kvssa gjarnan smábörn og hér er
Carter með eitt slikt.
Kjallari á
föstudegi
VilmundurGylfason
tækið Mitsubitsi. I nóvember
síðastliðnum mætti sendinefnd
frá japanska fyrirtækinu á
fund í Landsvirkjun til þess að
útskýra tilboð sitt. Það er auð-
vitað í hæsta máta eðlilegt. Þar
mættu tveir fúlltrúar japanska
fyrirtækisins — og Jón G. Sól-
nes. Þessa sögu hefur staðfest
Eiríkur Briem, forstjóri Lands-
virkjunar. Því má svo bæta við,
að Hörður Gunnarsson, sem
verið hefur skráður umboðs-
maður Mitsubitsi, hefur ekki
lengur umboð fyrir fyrirtækið,
að því er ég bezt veit.
Starfsmenn hjá Landsvirkj-
un (ekki þó forstjórinn) hafa
sagt mér, að þeir hafi orðið
orðlausir þegar sendinefndin
birtist. Jón G. Sólnes er ennþá
formaður Kröflunefndar. Þar
getur hann átt eftir að þurfa að
standa í viðkvæmum samning-
um við japanska fyrirtækið
vegna vélanna við Kröflu, eins
og gangur mála hefur
verið fyrir norðan. Hann er við-
skiptalegur fulltrúi rfkisvalds-
iris gagnvart þessu fyrirtæki. —,
En vera má að Geir Hallgríms-
son hafi skipað hann einhvers
konar leynilegan sendiherra
Japans á Islandi! En hvað í
ósköpunum er Jón G. Sólnes að
þvælast með þessum mönnum
vegna útboðs í allt aðra virkj-
un? Hefur maðurinn ekki
fengið nóg af Kröfluvirkjun?
Er þetta einhver vinargreiði?
Eða er hann launaður starfs-,
maður þeirra? Þessu veltu þeir
í Landsvirkjun að minnsta
kosti fyrir sér.
Það er svo rétt að um þetta á
að spyrja sérstaklega. Gjald-
eyrismál þingmannsins í Dan-
mörku eru sérstakt mál, sem
dómstólar ættu að fjalla um sér-
staklega.
í EINNI SÆNG
Kerfið er samt við sig.
Magnús Kjartansson, fyrrver-
andi orkumálaráðherra, birti í
Þjóðviljanum á þriðjudag ein-
hverja þá barnalegustu ritsmíð,
sem þar hefur lengi sézt, og er
þó af ýmsu að taka. Þar rakti
hann fjármálasögu Alþýðu-
flokksins í fimmtíu ár og
sparaði ekki ályktanirnar.
Skarplegar ályktanir hans voru
meðal annars á þá leið að þar
sem einhver krati hefði stolið
einhverju fyrir fjörutiu árum
þá hlytu þeir Sighvatur Björg-
vinssiin og Vilmundur Gylfason
að vera þjófarlíka.Þessar vitur-
legu ályktanir hafa senmlega
átt að vera innlegg í þetta mál!
Magnús er náttúrlega einhver
blanda af komma og kerfiskalli
og þess vegna engin ástæða til
þess að taka þetta nöldur alvar-
íega. En einn tók nöldur
Magnúsar alvarlega. Það var
leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins daginn eftir. Þar var
hann ekki að ræða gjaldeyris-
innstæður Jóns G. Sólness í
milljónavís á erlendri grund.
Nei, hann var að ræða fortíð
Alþýðuflokksins — og Alþýðu-
bankamálið. Það hefur senni-
lega líka átt að vera innlegg í
umræðuna um Jón G. Sólnes og
innstæður í erlendum bönkum.
Og máli sínu til stuðnings
vitnaði leiðarahöfundur
Morgunblaðsins I vin sinn
Magnús Kjartansson.
Það skyldi nefnilega ekki
fara svo, að í framtíðinni yrði
Alfreð Þorsteinsson sem ein-
hvers konar Shakespeare við
hliðina á þessum köppum?
kyrrt. De Gaulle lofaði að
Frakkar yrðu áfram í Alsír, en
þeir fóru.
Vitnað er 1 ræðu André Mal-
raux, þar sem hann sagði:
Þegar sagnfræðingar skoða
þennan tima í stjórnmálasögu
okkar komast þeir að þvl að
hægri var ekki hægri, vinstri
var ekki vinstri og miðjan var
ekki í miðjunni.
KOSNINGAR ÁN LOFORÐA
VÆRU HRYGGILEGAR
„Ég vildi gera svona mynd
um öll lýðræðisríki," segir
Halimi, en það tæki of langan
tíma. Hann hefur áður gert
mynd um hersetu Þjóðverja í
Frakklandi á stríðsárunum og
nefnist hún „Sungið undir her-
setunni". Hún fjallar um
franska listamenn, sem héldu
áfram að syngja og dansa undir
hernámi Þjóðverja. Eftir þá
mynd vildi hann snúa sér að
loforðunum.
„Loforð eru hluti lífsins,"
segir hann. „Tökum sem dæmi
atvinnuveitanda, sem lofar að
athuga með launahækkun
næstu sex mánuði. Hvað gerist?
Ég vildi fjalla um loforð. Kosn-
ingar vekja alls staðar áhuga.“
Til þess að gera myndina heim-
ildarlegri hefur Halimi bætt
inn í hana viðtölum við stjórn-
málamenn og stjórnmálafræð-
inga, þar sem fjallað er um
kosningaloforð.sem brugðust.
I viðtali við stjórnmálamann,
sem tapaði I kosningum 1962,
kemur fram sú skoðun að
kosningar án loforða væru
hryggilegar. Frambjóðandinn
verður að ljúga, segir hann
slðar í viðtalinu. Kjósandinn
vill að hann geri það.
Hið gagnstæða kemur fram I
viðtali við Pierre Mendes-
France fv. ráðherra, sem
heldur því fram að frambjóð-
andinn reyni yfirleitt að segja
Mörgum þvkir sem íslenzk stjórnmálabarátta sé farin að taka mið
af handarískri í nokkrum mæli og hefur sigurhátíð Alþýðuflokks-
manna í Reykjavík verið nefnd sem dæmi um slíkt. Hér eru
forvígismenn flokksins reifir eftir sigurinn í prófkjörinu í Reykja-
vik.
sannleikann og að almenningur
verði að álíta hann trausts
verðan. Alfred Grosser hefur
aðeins eitt um málið að segja:
„Þjóðin fær þá stjórn yfir sig,
sem hún á skilið."
BARÁTTA FYRIR FRELSI
Eftir því sem Halimi segir
gekk dreifingaraðili myndar-
innar út eftir að hafa setið
undir sýningunni í 20 mínútur
og ákvað að skipta sér ekki
frekar af henni. Mendes-
France varð hissa er hann
heyrði um vandræði myndar-
innar, en hann taldi hana
fyndna og skemmtilega.
Dagblaðið Le Quotidien de
Paris sagði að álfta mætti eftir
þeim viðtökum.sem myndin
hefur fengið, að ekki mætti
gagnrýna kosningaloforð, sem
slðan stæðust ekki. En margir
munu standa með Halimi, sagði
blaðið, því þetta er ekki barátta
fyrir einni mynd, heldur frels-
inu.
n
i
• Eldhröð pappírsfærsla (11 lín./sek.)
® Eldhröð prentun
• Leyfilegt er að draga
pappírinn upp með hendinni
• Bæði Ijósaborð og strimill
(mod 2251) GÍSLIJ JOHNSEN
•Stórir og skýrir stafir Vesturgata 45 Reykjavík
• Fullkomin kommusetning Sími 27477