Dagblaðið - 17.02.1978, Page 12

Dagblaðið - 17.02.1978, Page 12
Húsgagnadeild Sími 28601 OPIÐ TIL KL. 61DAG Jón Loftsson hf. rTT Hringbraut 121 Sími 10600 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGÚR 17. FEBRÚAR 1978. 8fHiS£Íll.Q . SH Nolan flytur á nýjan stað Golfkennarinn Nolan hefur nú fengið nýtt húsnæði til kennslu sinnar. Nýja húsnæðið er á annarri hæð i Ford-húsi Þóris Jónssonar. Þar er öll aðstaða tii goifæfinga hin bezta, góður hiti og'lýsing. I samtali við DB sagði Nolan að reynsla sú sem fengizt hefði hingað tii iofaði mjög góðu. Til sín hefðu komið byrjendur á öllum aldri, auk reyndra kylfinga sem kæmu til að æfa sig. Nolan hefur öll tæki sem með þarf fyrir byrjendur, þannig að þeir þurfa ekki einu sinni að eiga golfboita. Hann leiðbeinir byrjendum um vai á golfkylfum við þeirra hæfi, auk þess sem hann tekur að sér að lagfæra kylfur fyrir hvern sem er. Á virkum dögum eru tímar i hádeginu, frá 12 til 13, síðan er opið frá 15 til 21.30. Á laugardögum og sunnudögum er opið frá 10 tíi 20. -rl. Mótaskrá FRÍ1978 Frjálsíþróttasamband islands hefur gefið út mótaskrá FRÍ 1978. Þar kennir ýmissa grasa. Landskeppni við Dani i köstum; Kalott-keppnin i Umeá, Evrópumeistaramót- ið í Prag svo fátt eitt sé nefnt en mótaskráin er þannig: 25.-26. febr.: Meistaramót tslands, kariar og konur, Reykjavik. 11. -12. marz: Evrópumeistaramót, innanhúss, Mílanó, ttaliu. 25. marz: Heimsmeistaramót í víðavangs- hiaupi, Glasgow. 3.-4. júní: Meistaramót tslands, fjölþrautir o.fl. greinar. 24.-25. júni: tsland — Danmörk, kastlands- keppni i Danmörku. 1. -2. júlí: Meistaramót tslands, sveinar, meyjar, drengir, stúikur, staðarval óákv. 8. -9. júli: Meistaramót Norðurianda, fjöl- þrautir unglinga, Reykjavik. 15. -17. júli: Meistaramót islands, aðalhluti, Reykjavík. 22.-23. júlí: Norðurlandabikarkeppni kvenna, Árósum, Danmörku. 29.-30. júlí: Kalottkeppnin, Umeá, Sviþjóð. 29.-30. júlí: Meistaramót islands, strákar, steipur, piltar, telpur, Borgarnesi. 9. -10. ágúst: Reykjavíkurleikar. 12. -13. ágúst: Unglingameistaramót islands, staðarval óákveðið. 19.-20. ágúst: Bikarkeppni FRÍ I. deild, Reykjavík. — Bikarkeppni FRÍ II. deiid, Húsavík. — Bikarkeppni FRt III. deild, staðarval óákveðið. 26. -27. ágúst: Fjórðungsmótin. 29.8-3.9: Evrópumeistaramótið, Prag, Tékkó- slóvakiu. 2. -3. sept.: Unglingakeppni FRÍ, Reykjavik. 16. -17. sept.: Island — Frakkland — Bret- land — Sviss, landskeppni i fjölþrautum, Frakklandi. 30.9.-1.10.: Bikarkeppni FRt i fjölþrautum, Reykjavík. Fréttatilkynning frá FRl. ALIEINSOGTANN- LAUSTTÍGRISDÝR — sagði Leon Spinks eftir sigurinn á Ali Muhammad Áli er orðinn eins og tanniaust tígrisdýr, sagði Leon Spinks, hinn nýi heimsmeistari í þungavigt í hnefaieikum eftir að hann sigraði Áli í Las Vegas i fyrrinótt. Ein óvæntustu úrsiit sem um getur í sögu hnefaleik- anna — mun óvæntari en til dæmis þegar Cassius Clay, ólympíumeistari frá Rómarieik- unum 1960, gerði sér iítið fyrir og sigraði björninn mikla, Sonny Liston, árið 1963 — Liston, sem taiinn var liklegur til að halda titlinum um langt, langt árabil eftir að hafa unnið hann af Floyd Patterson. En ungi ólympíumeist- arinn Cassius Ciay iék sér að honum þá — og síðar aftur. Varð hinn krýndi konungur hnefaleik- anna — Cassius Clay, síðar Mu- hammad Ali, hinn mesti. I fyrrinótt biðu Muhammad Ali sömu örlög og Liston hér á árum áður. Hann tapaði fyrir ólympíu- meistaranum frá Montreal- leikunum 1976, Leon Spinks létt- þungavigtarmeistara. Þetta var áttundi leikur Spinks sem atvinnumanns í hringnum og enginn gaf honum hina minnstu möguleika á sigri gegn meistaran- um mikla. En Spinks, sem aldrei áður hafði keppt fimmtán lotu leik, reyndist sterkari í lokalotun- um. Úthaldið brást hinum 24ra ára Spinks ekki — en hinn 36 ára Ali var búinn. Það efast enginn um hæfileika Leon Spinks sem harðsnúins bar- dagamanns í hringnum — en hann er þó aðeins ofþyngdur létt- þungavigtarmaður — eins og Patterson á sínum tima — og varla maður til að sigra Ali eins og reyndin varð þó f Las Vegas. Það er einhver ólykt af þessu öllu saman. Tapaði Ali leiknum til að losna við að berjast enn einu sinni við Ken Norton? — Gat hann ekki unnt Norton þess að vinna heims- meistaratitilinn af honum? Gaf hann því eftir til nær óþekkts hnefaleikamanns til að losna við auðmýkingu af Nortons hálfu? Þessum spurningum fæst auð- vitað ekki svar við — og þegar þessi grein var skrifuð snemma í gær var ekki komið í ljós hvort Ali mun keppa við Spinks á ný. Heimssambandið í hnefaleik- um hótaði Ali fyrir nokkrum mánuðum að hann yrði sviptur titlinum ef hann keppti ekki enn einu sinni við Norton. Ali þráaðist við — sagðist hafa sigrað Norton nógu oft til þess að hann ætti ekki enn einu sinni rétt á keppni 'um heimsmeistaratitilinn. En heimssambandið hélt fast við ákvörðun sfna. Annaðhvort keppni við Norton eða Ali yrði sviptur titlinum. Eftir ýmsar málalengingar féllst AIi á að undirrita samning um keppni við Norton — en i millitíðinni hafði hann samið um leik við sigurveg- arann úr keppni Leon Spinks og Italans Alfio Righetti — tveggja hnefaleikamanna sem ekki höfðu tapað leik sem atvinnumenn. Spinks sigraði Italann naumlega á stigum — og framundan var því keppni við Ali um heimsmeistara- titilinn. Keppni sem Spinks átti engan rétt á samkvæmt áliti heimssambandsins. En Ali fór sínu fram og keppti við Spinks með því loforði að berjast síðan við Ken Norton, annaðhvort í maí eða júni. Nú eru hins vegar allar líkur á að af þeirri keppni verði aldrei — og Norton fái ekki tæki- færi til að vinna titilinn af Ali heldur Leon Spinks. 29555 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9—21 UM HELGAR FRÁ 13-17 HEIMAHVERFI, 70 FM 2Ja hb. glæslleg íbúð, frá- bært útsýni. Verð tilboð. LAUGAVEGUR, 65 FM 2ja hb. ibúð. Utb. 4 m. MIÐTÚN, 60 FM 2ja hb. kjallaraíbúð. Verð 6,5 m. Utb. 4,5-5 m. AUSTURBERG, 90 FM 3ja hb. falleg ibúð + bíi- skúr. Verð 11,5 m. Utb. 7,5-8 m. KVISTHAGI, 100 FM 3ja hb. verulega góð ibúð. Verð 9-10 m. Utb. 6-7 m. MÍKLABRAUT, 80 FM 3ja hb. góð ibúð. Oska eftlr skiptum á 4ra hb. ibúð á 1.-2. hæð, ekki i úthverfi. MJÖLNISHOLT, 85 FM 3ja hb. góð ibuð á 1. hæð. Verð 8-8,5 m. Utb. 5,5 m. NESHAGI, 85 FM 3ja hb. góð ibúð, ailt sér. Verð 9-9,5 m. Utb. 6,5 m. SKIPASUND, 85 FM 3ja hb. góð efri hæð, allt sér, 45 fm bilskúr. Sala aðeins i skiptum á 3-4ra hb. ibúð á 1. hæð + bilskúr, fremur i Hafnarfirði. SÓLHEIMAR, 95 FM 3já hb. góð ibúð i háhýsi, skipti á 3ja hb. íbúð í Foss- vogi. ÞÓRSGATA, 65 FM 3ja hb. góð risíbúð. Verð 6 m. ÆSUFELL, 105 FM 3ja hb. sérlega vönduð íbúð. Utb. 6,5-7 m. HÁALEITISBRAUT, 100 FM 4ra hb. vönduð ibúð, sala aðeins i skiptum fyrir 5 hb. góða ibúð i sama hverfi. Upplýsingar aðeins á skrif- stofunni. LÆKJARKINN, 90 FM 4-6 hb. + bílskúr. öskar eftir makaskiptum á 3-4ra hb. íbúð f Reykjavik. MJÓAHLÍÐ, 120 FM 6-7 hb. vönduð ibúð á 2 hæðum, ca 40 fm bílskúr. Utb. 14-15 m. ÆSUFELL, 105 FM 4ra hb. góð ibúð. Utb. 8 m. BREIDVANGUR, 130 FM 6 hb. vönduð ibúð. Skipti á sérhæð + bilskúr i Hafnar- firði eðaGarðabæ. ESKIHLIÐ, 115 FM 5 hb. góð ibúð. Vilja skipti á ca 130 fm íbúð í Hliðum. GAUKSHÓLAR, 138 FM stórfalleg 5 hb. íbúð í háhýsi, 3 svalir + bilskúr. Utsýni yfir alit höfuðborgar- svæðið. Verð 16,5-17 m. HJALLABRAUT, 117FM 5 hb. góð ibúð. Verð 14,5 m. Makaskipti möguleg á rað- húsi i . norðurbænum Hafnarfirði. HVASSALEITI, 117 FM 5 hb. góð fbúð + bilskúr. Oska eftir makaskiptum á 4ra hb. ibúð á 1.-2. hæð + bílskúr. SKAFTAHLÍÐ, 130 FM 5 hb. sérhæð + bilskúr. RAUÐAGERÐI — EINBÝLI Fokheit i mai giæsilegt hús á tveim hæðum, efri hæð 7-8 herbergi 172 fm, neðri hæð 2ja hb. íbúð + bílskúr og geymslur. SMÁÍBÚÐAHVERFI — EINBÝLI Tvær hæðir + kjaliari + bii- skúr. MOSFELLSSVEIT — FOKHELT glæsilegt einbýli á 1. hæð + 42 fm bílskúr. Teikningar á skrifstofunni. SELTJARNARNES — LAUGARNES ÚTBORGUN 20-24 MILUÓNIR: Höfum kaupanda að einbýli, ■ fullbúnu eða á byggingar- stigi, þarf tvöfaldan biiskúr. HÖFUM KAUPANDA að ca 4ra herbergja íbúð á 1.-2. hæð, heizt i Hiiðunum eða Laugarneshverfi, helzt með sérinngangi. Utb. ca 13 VANTAR ailar stærðir eigna i Hafnar- firði. ÖNNUMST KAUP OG SÖLU Á ÖLLUM STÆRÐUM BÁTA OG SKIPA NY SOLUSKRA AVALLT FYRIRLIGGJANDI. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sítnl 2 95 55 SOLUM.: Hjðrtur Gunnarsson, Lárus Huinason, Si^rún Kröyer LOGM.: SvanuY Þór Vilhjilmsson hdl STAR C0MBI Komið ogskodiö Vegghúsgögn — Kommóður — Skrifborð — Stereóbekkir VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGA LÁGT "V DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1978. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Gífurleg breyting vegna heimsmeistaratitilsins Áhugi almennings og fjölmiðla hefur blossað upp f Vestur-Þýzkalandi eftir að þýzka liðið sigraði á HM Minden 13. febrúar 1978. Eftir 54 daga hlé hér í Bundes- iígunni vegna heimsmeistara- keppninnar i Danmörku hófst síð- ari umferðin um siðustu helgi.. Ymislegt hefur breytzt á þessum 50 dögum fyrir vestur-þýzkan handknattleik. Vonir manna urðu að veruleika — Vestur-Þýzkaland varð heimsmeistari eins og flest um er nú kunnugt um. Ahrifin eru gífurleg og hægt er að greina mikla breytingu hvað varðar áhuga almennings á þessari iþrótt. Leikmönnum boðið til ým- issa merkis-samkvæma og heiðr- aðir f bak og fyrir. Blöðin eru yfirfull af viðtölum við Vlado Stenzel landsliðsþjálf- ara og flest alla leikmennina í liði heimsmeiStaranna. Sjónvarpið hefur tekið gifurlegum breyting- um hvað varðar þessa íþrótta- grein. I hverjum iþróttaþætti er sýnt frá úrslitaleiknum við Rússa eða viðtöl við leikmenn eða Stenzel. Og eftir 14. umferðina um helg- ina i Bundeslígunni er ekki hægt annað að segja en sjónvarpið haldi þessum áhuga fólks vak- andi, því í öllum 4 þáttunum um íþróttir um helgina var hand- knattleikur í öllum. Rætt við átta leikmenn úr heimsmeistara- liðinu um Bundeslíguna og fleira. Sýnt var úr þremur leikj- um og mörg mörk endurtekin — það er sýnd hægt. Þetta er ein mesta handknattleikshelgi sem við höfum orðið vitni að fram að þessu. Kannski hefur sjónvarpið viljað bæta ,um betur það sem miður fór vegna útsendinga á leikjum frá Danmörku. Þá voru leikir sýndir seint á kvöldin og ekki 1 heild — eins og forráða- menn þess hefðu ekki búizt við svo góðum árangri sem raun varð á. En hvað um það. Áhuginn hefur vaxið gífurlega. Snúum okkur.þá að úrslitum leikja. Gummersbach vann Huttenberg — 13. sigur liðsins í röð — með 17-14, en Htittenberg var eina liðið sem unnið hafði Gummers- bach í fyrri umferðinni. Ekkert virðist geta stöðvað nú á leið liðsins í meistaratitilinn. Eftir leikinn sagði Horst Spengler, fyrirliði landsliðsins: „Aðeins ef hinir fjórir heimsmeistarar Gummersbach, Brandt, Deckarm, Wunderlich og Fey, meiðast sam- tímis er möguleiki að hrifsa titil- inn af liðinu.“ Leikmenn Grosswallstadt eru þó ekki búnir að gefa upp alla von í meistaratitilinn. Leikmönnum Grosswallstadt tókst í fyrsta sinn f sögu félagsins að sigra Milberts- hofen í Miinchen, 16-20. Auk markvarðarins fræga, Hoffmann, voru hinir heimsmeistararnir í liði Grosswallstadt, KlUhspies og Freissler, beztu menn liðsins. I miðlungsgóðum leik sigraði GW Dankersen Neuhausen með Ólafur H. Jónsson Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi VXxel Axelsson ellefu marka mun, 22-11, hér I Minden. t þessum leik var „leyni vopn landsliðsins“ Waltke einna frfskastur leikmanna Dankersen auk markvarðarins Niemeyer. Vörnin var nokkuð góð en sóknin ekki sannfærandi þrátt fyrir mörkin 22. Vegna veðurs komu leikmenn Neuhausen ekki til Minden fyrr en 45 mín. eftir að leikurinn átti að hefjast,45 min. of seint — en leikmenn Danker- sen ákváðu þrátt fyrir það að leika leikinn vegna þeirra áhorf- enda sem komnir voru — en þeir voru um 1800. Leikmenn Neu- hausen höfðu þá verið á ferðalagi frá þvf klukkan nfu um morgun- inn — eða í allt tfu klukkustundir á leiðinni!! þannig að ekki var von á miklu úr þeirri átt. Liðið hefur aðeins unnið einn leik á útivelli en hins vegar unnið Dankersen, Nettelstedt og Göppingen heima. Nettelstedt fékk SPV Hanno- ver í heimsókn og var það frekar léttur leikur fyrir heimamenn. Lokatölur 22-10. Lið Einars ÍMagnússonar er eftir þessa um- ferð í næstneðsta sæti og líklega verður mjög erfitt fyrir það að halda sér uppi I Bundeslfgunni eins og nú er ástatt. Fjögur neðstu liðin falla niður. I fyrsta skipti í vetur voru áhorfendur f Kiel — um 6500 f allt — óánægðir með lið sitt. Leik- menn Kiel léku hægan göngu- þolta gegn Hofweier og jafntefli varð f leiknum 18-18. Hjá Hof- weier blómstruðu heimsmeistar- arnir Meffe og Ehret. Úrslitin í leik Derschiag og Göppingen komu mjög á óvart. Derschlag sigraði með 19-16, nokkuð sem ekki hafði verið búizt við þvf Derschlag var og er í einu af neðstu sætunum. Dietzenbach burstaði Rhein- hausen 26-17, en upp er komið mál eitt mikið hér f Bundeslfg- hausen. Það er Júgóslavi og ef f Nettelstedt 14 7 2 5 16 ljós kemur að hann hóf að leika Göppingen 16 8 0 8 16 of fljótt með Rheinhausen f haust Hútienberg 14 7 1 6 15 gæti það kostað liðið 12 stig — Reinh. 14 7 1 6 15 það er 12 stig tekin af Rhein- Hofweier 13 6 2 5 14 hausen. Ef það skeður fellur Kiel 14 6 2 6 14 Rheinhausen niður f neðsta sæti Dietzenbach 14 5 2 7 12 en óvfst er enn hver niðurstaða Derschlag 14 4 1 9 9 verður f þessu máli. Milbertsh. 14 4 1 9 9 Staðan f Bundeslígunni eftir Hannover 14 4 0 10 8 leiki um helgina er nú þannig: Neuhausen 14 3 0 11 6 Gummersb. 14 12 1 1 25 Kveðja Grosswallst. 13 9 1 3 19 > Óiafur H. Jónsson Dankersen 14 8 2 4 18. Axel Axelsson Styður ÞU á réttu hnappana? ,,Með DtS 100 styður þú á réttu hnappana" DTS 100 sýnir heildarsöluverð (jögurra vöruflokka i samtímis. DTS veit nákvæmlega hvaða upphæð á að vera í skúffunni. — (Meira að segja þegar vörum er skilað og greitt er úr kassa.) DTS 100 hefur sjálfvirkan margfaldara. 11 DTS 100 er greiðslureiknir. DTS 100 sýnir sjálfvirkt (með því að styðja á réttan hnapp) hve mikið gefa skal til baka.\ Skrifstofutækni hf Tryggvagötu — Reykjavík Box 454 - Sími 28511 ,,Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana" Komið og skoðið úrvalið af bandarískum og frönskum CHRYSLERbifreiðum í CHRYSLER-salnum Suðurlandsbraut 10, n.k. laugardag og sunnudag. Við sýnum hinn glœsi- lega lúxusbíl CHRYSLER LeBARON, ferðabílinn MA TRA SIMCA RANCHO, DODGE ASPEN og PLYMOUTH VOLARE fólksbílana eftirsóttu, rally-sigur- vegarann SIMCA 1508 og síðast en ekki síst SIMCA 1100. Missið ekki af þessari glcesilegu sýningu. Veljið ykkur bíl fyrir vorið. Heimsækið Chrysler-salinn að Suðurlandsbraut 10 og skoðið hina umtöluðu 1978 bíla frá CHRYSLER. Opið laugardag 18.2. kl. 10 til kl. 18. Opið sunnudag 19.2. kl. 14 til kl. 19. CHRYSLER O (HKYSI.KK THtjmoulh SIMCAÍ 1 Oadgo j Ifökull hf. Suðurlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.