Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.03.1978, Qupperneq 1

Dagblaðið - 10.03.1978, Qupperneq 1
friálst, úháð AanMatí RITSTJORN SÍÐUMCLA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022 „VIÐ GEFUMST EKKI UPP STRAX ÞRÁn FYRIR MJÖG DÖKKT ÚTLIT í ÁR” — segir Alf reð Elíasson, f orstjóri—bókanir lofa enn góðu—breiðþotukaup verða að bíða DC-þota frá Flugleiðum — þær munu enn um sinn þjóna farþegum félagsins milli Evrópu og Ameríku. „Utlitið er mjög dökkt, en við fylgjumst vel með og það verður ekki ljóst fyrr en eftir svo sem einn tii tvo mánuði hvaða stefnu þessi mál taka,“ sagði Alfreð Elíasson, einn for- stjóri Flugleiða í viðtali við DB í gær, er hann var spurður um stórharðnandi og skyndilega samkeppni á Norður Atlants- hafsflugleiðinni. Svo sem DB hefur skýrt frá, hefur félagið þegar fækkað ferðum um eina ferð til New York. miðað við sama tíma í f.vrra, en hins vegar fjöigað um eina ferð til Chicago. Þá sagði Alfreð að þrátt fvrir allt væru bókanir, frá deginum í dag og út ágúst, fleiri nú en i fyrra. þótt of snemmt væri að spá um hversu margar þeirra stæðust. Þar sem árið í ár er óneitan- lega tímamótaár i sögu Norður- Atlantshafsflugs Flugleiða og sú sérstaða félagsins að geta boðið lægstu fargjöld á leiðinni er úr sögunni. var Alfreð spurður til hvers vrði gripið ef stórfelldur samdráttur yrði a farþegaflutningum í ár. Hann sagði: „Við gefumst ekki upp strax, fyrst yrði sjálfsagt gripið til þess að fækka ferðum og skoðað hvort færri ferðir gætu staðið undir sér.“ I nýjasta hefti starfsmanna- blaðs Flugleiða ritar Sigurður Helgason, einn forstjóra Flug- leiða, grein er hann nefnir: Hugleiðing á tímamótum. Þar segir orðrétt: Varðandi útlitið f.vrir 1978 þá verður að segja að það er því miður ekki bjart. Vaxandi erfiðleikar eru ■ á Atlantshafsflugleiðunum vegna algjörrar ringulreiðar í fargjaldamálum. Fargjöld ,hafa farið lækkandi á þessari leið frá sl. hausti og þótt um við- námsaðgerðir af okkar hálfu hafi verið að ræða í formi samræmingar og einföldunar á fargjöldum er ekki von til þess að það flug komi út jákvætt árið 1978. Sigurður heldur áfram: Við gerum okkur að sjálfsögðu öl! grein fyrir því að þau flutningatæki sem við notum í dag í rekstrinum geta ekki enzt til eilífðar. Hins vegar er þáð staðreynd að kaup og rekstur á nýjum flugvélakosti. t.d. breiðþotum. er svo gífurlegt fvrirtæki að ekki verður tekizt á við slíka encjurný.jun nema því aðeins að ’ árangurinn af rekstri okkar á þessu ári og áfram verði eftir atvikum viðunandi." -G.S. Hún kann að meta hvfldarstundina Flugleiðir geta ekki lengur boðið lægstu Atlantshafsfargjöldin og samkeppnin harðnar daglega: 4. ARG. — FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 — 52. TBL. Karlar mun meiri hrakfalla bálkar en kvenfólk . . Spilverksmaður hlaut listamannalaun Vaigeir Guðjónsson kom fram á Stjörnumessu Dagblaðsins og Vikunnar. Þar veitti hann ásamt félögum sínum viðtöku verðiaunum fyrir piötu ársins, lag ársins og að vera í hljóm- sveit ársins. DB-mynd: Ragnar Th. Hún fékk sér sætan blund þessi litla stúlka i Aðalstrætinu í gær. Hvort sem var gat hún engin áhrif haft á ákvarðanir varðandi miðbæinn en það er þó hún og hennar jafnaldrar sem um hann eiga að ganga í næstu framtíð. Blundurinn sem litla stúlkan tók í Aðalstrætinu minnir okkur hina eldri á að við erum ekki aðeins að skipuleggja fyrir okkur. Akvarðanir okkar móta næstu kvnslóð ekki síður. Okkur er vandi á höndum. DB-m.vnd. Valgeir Guðjónsson, meðlim- ur Spilverks þjóðanna, er sá popptónlistarmaður sem hlýtur listamannalaunin í ár. Magnús Þór Jónsson — Megas — varð þess heiðurs aðnjótandi i fyrra og Gunnar Þórðarson árið þar áður. Valgeir hafnaði í svonefnd- um neðri flokki listamanna- launanna. Fjórtán aðrir fá þar laun í fyrsta skipti og vekur nafn Auðar Bjarnadóttur list- dansara þar einna mesta at- hygli. Alls hlutu 144 listamanna- laun að þessu sinni. Tólf eru í heiðurslaunaflokki, 68 í efri flokki og 64 í neðri flokknum. Lesendur Dagblaðsins völdu Spilverk þjóðanna, hljómsveit Valgeirs Guðjónssonar, vinsæl- ustu hljómsveit síðasta árs. Auk þess sendi sveitin frá sér vinsælustu plötuna og vinsæl- asta lagið. Bæði Gunnar Þórðar- son og Megas komu einnig við sögu í vinsældavalinu. Skoðan- ir almennings og úthlutunar- nefndar listamannalauna virðast því fara meira saman en margan grunar í fljótu bragði. - AT -

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.