Dagblaðið - 10.03.1978, Page 2

Dagblaðið - 10.03.1978, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. Það eru engin tengsl milli ráðningar rekstrarstjóra og bæjarmála á Reyðarfirði Það fór eins og til var ætlast að framsóknarmenn hafa fengið öran hjartslátt eftir skrifin og umtalið um stöðu- veitingu rekstrarstjóra VR. Ég tek ekkert til baka af því sem ég hef þar um skrifað og mætti bæta þar miklu við. Strax vil ég taka það skýrt fram að persónu- lega er ég ekki að ráðast að Einari Baldurssyni. Ég tel hann vera að gera það sem af honum er ætlast, þ.e. vegna for- mennsku sinnar í Framsóknar- félaginu. Það er að koma fram algjörlega nýtt í máli þessu að „Forleikurinn að vegagerðar- deilunni" sé gamall klofningur í Framsóknarfélaginu. Þessa forskrift fyrir grein formanns- sins skilur ekki nokkur maður hér. Það eru engin tengsl þar á milli. Staðreyndin fyrir þessari stöðuveitingu er stórpólitísk sjónarmið þar sem öllum stað- reyndum er varpað fyrir borð. Það er eftirtekíarvert i þessu sambandi að rafvirkinn er skip- aður í þessastöðu en ekkisettur sem hefði einhverntíma verið gert. Það sýnir aðeins þá neðan- Raddir lesenda Hringið ísíma 27022 millikl. 13ogl5 jarðarstarfsemi sem þarna hefur farið fram. Ráðherra og þingmenn hafa vitað að þá yrðu möguleikarnir ekki fyrir fram- sókn í þessu starfi síðar. Við sem þekkjum til þessara mála hér vitum að aðeins óvið- eigandi atkvæðasmölun réð ferðinni og það að þingmenn framsóknar hér réðu veiting- unni en ekki ráðherra. Ráð- herra vissi með hverjum yfir- menn VR mæltu og ætla má að hann fái að minnsta kosti spurnir af bréfum sem til hans berast, en mótmæli ráðandi manna innan VR voru honum send svo og starfsmanna VR hér á Reyðarfirði. Ekki getur það verið daglegt að fjöldi hátt- settra manna innan VR sendi ráðherra mótmæli eins og gert var Það eru allir sammála því, vænti ég, að hæfustu menn séu ráðnir hverju sinni en ráðherra brýtur þá sjálfsögðu reglu mél- inu smærra. Framsókn titrar hér af ótta við að missa þriðja mann á þingi og telja þingmenn raf- virkjann geta þar einhverju bjargað. Það mun vera skýring- in á þessari forkastanlegu stöðuveitingu. Það væri ekki úr vegi að reyna að líta á grein formanns Framsóknarfélagsins. .Þar er slegið á allt aðra strengi, eins æg áður segir, en á að vera svar við grein minni frá 9. feb. og segir mig „vaða elg eins og hans er vani og eys úr skálum reiði sinnar yfir þingmenn Fram- sóknarflokksins.“ Það vill svo til að ég tala ekki fyrir fámenn- an hóp, þá hefði ég aldrei skrifað neitt. „En svo kom bomban" en það ætlaðist ég til, að eftir grein- inni yrði tekið á þann hátt að þessi óviðeigandi ráðning gleymdist ekki, og ráðamenn, sem misnota það vald sem þeir, hafa hlotið hjá kjósendum, fái helst þá ráðningu sem þeir þurfa, þ.e. í þessu tilviki að þriðji þingmaður framsóknar falli. Ég held að ekkert af því sem um þetta hefur verið skrifað sé slúður eða kjaftasögur en aðal- vandamálið sem ég er að glíma við þegar ég rita þetta er hversu stutt greinin þarf að vera. Kannski væri rétt að hefja útgáfu blaðs hér til vors og reyfa málin. Það er alltaf erfiðara þegar allt öðru er blandað inn í mál sem verið er að tala eða skrifa um en hjá því verður ekki komist úr þessu. Ég vil taka það fram að sálar- ástand mitt er takk fyrir ágætt sem stendur en um planið veit ég ekkert nema stöðuveitingu rekstrarstjóra VR á Reyðarfirði sem er á mjög lágu plani, eða alla vega þeir sem að henni standa. Við sem hér búum vitum það að Reyðarfjörður hefur ekki áður átt því láni að fagna, fyrr en síðari ár, að framfarir séu með eðlilegum hætti. Aður var hér meiri stöðnun en eðlilegt er, það vita allir, en er ekki því miður tækifæri til að fara út I nánar. Það að sveitarstjórnir geti ráðið því hversu pillan sé mikið notuð hef ég ekki heyrt getið um fyrr en væri kannski athugandi, að einhver stjórnun yrði þar á. Sjálfur legg ég til að hver ráði fyrir sig. Þessi ákveðni hópur, sem for- maður segir ekki haf a unað hlut- skipti sínu, það eru menn sem hvað mestan þátt eiga I fram- förum hér. Það vita allir og viðurkenna. Þeir fram^óknar- menn sem formaður ber fyrir brjósti geta tæplega fengið rós í hnappagatið fyrir athafnir þegar þeir áður höfðu aðstöðu og völd til að byggja hér upp. önnur sjónarmið voru þar sett á oddinn. Síðasti hluti greinar for- manns er með endemum. Er það virkilega hugmyndin að reyna að telja okkur trú um að umdæmisverkfræðingur hafi brotið þá reglu að mæla með hæfasta umsækjanda til starfs rekstrarstjóra. Atti hann að mæla með rafvirkja frekar en reyndum starfsmanni VR. Ráð- herra hefur kannski reynt að fá hann til að breyta afstöðu sinni. Umdæmisverkfræðingur braut enga reglu og á heiður skilið fyrir að halda fram því sem rétt er og hægt er að standa á. Þing- menn hafa sennilega átt erfitt með að sætta sig við það að hann, sem hafði verið fram- sóknarmaður, skyldi ekki taka pólitíska ákvörðun og mæla með framsóknarmanni. Það svar ráðherra í Morgun- blaðinu að rafvirkinn hefði stjórnað verki er útúrsnún- ingur. Hann hafði verið vakt- formaður hjá SR meðan lá bræðslu hefur staðið nokkrar vikur á ári og kemur örugglega lítið að gagni í starfi rekstrar- stjóra VR. Að hann hafi unnið hjá VR er einnig haldlitið vegna þess að það hafa margir unnið I vegagerð án þess að það sé verulegt framlag sem reynsla þegar sótt er um þetta ábyrgðarmikið starf hjá VR og sennilega hefur hann verið unglingur þegar það var unnið. Sem undirverktaki hefur raf- virkinn aldrei unnið, en við iðn slna hefur hann af og til unnið hjá VR og er það furðulegt að halda því fram að hann hafi þar með öðlast reynslu sem starfs- maður VR. Það er staðreynd að í öllum þessum skrifum finnast hvergi rök fyrir þvf að embætt- isveiting þessi sé réttlætanleg. Einnig tel ég það vafasamt að ráðherra hafi heimild í lögum til að gera svona því í 7. grein vegalaga segir: „Ráðherra sá, er fer með samgöngumál hefur yfirstjórn allra vegamála. Til þess að stjórna framkvæmdum í þessum málum skipar forseti Islands vegamálastjóra, er veitir Vegagerð ríkisins for- stöðu, en ráðherra skipar honum verkfræðinga og aðra starfsmenn eftir þörfum, að fengnum tillögum hans.“ Setja verður fram þá kröfu að athugað verði hvort ekki verði að endurskoða ráðningu þessa. Reyðarfirði 7. marz 1978 Gunnar Hjaltason kaupmaður Stef nuljósanotkun er komin í algjört lágmark — skrifar langþreyttur bílstjóri Bílstjóri skrifar: „Stefnuljósanotkun öku- manna í höfuðborginni er nú komin í algjört lágmark. Fólk er almennt latt við að inna af hendi alls konar smáviðvik og það að gefa stefnuljós virðist flokkast til slíks. Sér i lagi virðast atvinnubílstjórar og ökumenn stórra og dýrra ökutækja tregir til að gefa öðrum til kynna hvert þeir hyggist beygja. Svipað virtist vera komið upp á teninginn áður en allar umferðarsektir voru stór- hækkaðar síðast. Það væri at- hugandi fyrir Iöggjafann, hvort ekki væri tími til kominn að hækka sektir fyrir að nota ekki stefnuljósin. Þá er viðbúið að einhverjir fengju vitamín- sprautu í fingurna, næstu mánuði að minnsta kosti. Fyrst ég er nú á annað borð á skrifa þá langar mig einnig að minnast á aumingja bílstjórana sem geta alls ekki fengið það inn í hausinn að þeir eiga almennt að aka á hægri vegar- helmingi. Vinstri hlutinn er ætlaður til framúraksturs. Svo er nú komið að ekki duga orð til að koma þessum silakeppum á Svona raðir geta myndazt í umferðinni vegna skussanna, sem ekki taka tillit til neins. réttan kant í umferðinni. Gæti lögreglan ekki farið að beita áminningum og/eða sektum til að koma minni þeirra I lag?“ Raddir lesenda Þegarallterað faraíkaldakol: Hver borgar þessa prófkjörs- vitleysu? 0454 0423 hringdi: „Þar eð ég bý skammt frá Valhöll eða Albertshöll eða hvað þeir nú kalla sjálfstæðis- höllina sina komst ég ekki hjá því að verða vitni að þeim hild- arleik, sem þeir kalla frjálsar kosningar, núna um helgina. Mér er spurn: Hver borgar þessa vitleysu alla? Hver borg- ar allar þessar hringingar, bæklingaútgáfu og bíla, sem flokkarnir eru farnir að senda fólki til höfuðs í þessum. kosningaáróðri sínum? Það er djöflast í fólki daga og nætur með hringingum og áróðursbæklingum og verið að nauða I fólki að taka þátt í þessari vitleysu sem þeir kenna við lýðræðislegar kosningar og allt er þetta gert á meðan ekki er hægt að borga fólki sem ; vinnur hörðum höndum mann- sæmandi kaup. Það dynja á landslýð allar hugsanlegar verðhækkanir, verið er að loka frystihúsum og svo hefur þessi lýður, stjórnmálaflokkarnir, ekkert þarfara að gera en að standa í þessari vitleysu meðan allt er að fara í kaldakol. Ég vil leggja á það áherzlu að þeir leggi fyrir sig eitthvað annað þarfara! „Göldrótt” amma Umbi skrifar: Strákurinn minn var með vörtur á fingrunum og olli það honum miklu angri og leiðindum. Mánuðum saman bárum við á hann vörtueitur einu sinni og tvisvar á dag. Ekkert dugði. Einn daginn sagði amma hans við hann: Ég skal gefa þér dálítið ullarband væni minn. Þú skalt binda á það jafnmarga hnúta og vörturnar eru, setja bandið undir stein og þá hverfa í vörturnar þegar bandið er orðið að engu. Þetta gerði stráksi — og það var ekki liðin vika þegar vörturnar voru horfnar. Nú vottar ekki fyrir þeim — en í augum stráksins er amma næstum því göldrótt!

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.