Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRÍL 1978. 7 „Þaö mætti hrista upp íAlþingi” Þetta eru nokkur dæmi um athuga- semdir, sem fólk lét fylgja svörum sínum um frammistöðu þingmanna. Spurt var, hvort menn teldu þá yfir- leitt standa sig vel, illa eða sæmilega. Fáir töldu þingmenn standa sig vel sem starfshóp, aðeins ellefu af þeim þremur hundruðum, sem svöruðu spurningunni. Hins vegar taldi himur helmingur að þeir stæðu sig sæmilega. Tæplega fjörutiu af hverjum hundrað álitu þingmenn standa sig illa, og er það býsna há tala. Stefnir ekki í miklar breytingar Mjög margir tóku fram, að auðvitað væru býsna misjafnir menn í sextíu manna þingliði. Hinn stóri hópur, sem taldi þingmenn standa sig illa, vitnaði gjarnan til þess, að þeir sinntu öðru fremur en að stjórna landinu vel. Ýmist töldu menn þá hugsa of mikið um einstaka stuðningsmenn sina eða þá „gleyma kjósendum". Margir nefndu, að þingmenn hefðu búið vel um sig um kaup og kjör, svo sem skatt- frjálsarsposlur. Þá tóku margir fram, að frammi- staða þingmanna væri mjög misjöfn eftir málaflokkum. # Fleiri karlar en konur töldu þing- menn standa sig illa. Hlutföllin voru nokkuð svipuð úti á landi og á Reykja- víkursvæðinu. Eins og í öðrum könnunum Dag- blaðsins var hringt i númer á ákveðn- um stöðum i hverri opnu í sima- skránni og til þess séð, að spurðir voru jafnmargir karlar og konur og jafn- margir á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Kosningar nálgast. Prófkjör flokk- anna- hafa ekki leitt til mjög mikilla breytinga á framboðum í líkleg þing- sæti, en þó hafa athyglisverðar niður- stöður fengizt sums staðar. Athyglis- verðast við þessa könnun er, hversu fáir eru ánægðir með þingliðið, þótt flestir láti sig hafa það að það breytist ekki ýkja mikið. - HH Niðurstöður skoðanakönnunar- innar urðu þessar: Vel..............................11 eða 3 2/3% Illa..........................109 eða 36 1/3% Sæmilega......................,„15.5 eða.51 213% Óákveðnir........................25 eða 8 1/3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku af- stöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Vel.........................................4% Illa......................................39,6 Sæmilega.................................56,4% Alþingi sett að hausti: vel, illa eða sæmilega? Meirihlutinn vill ekki taka dýpra í árinni en að segja sæmilega. DB-mynd. „HELD AÐ ÞINGMENN SÉU YFIRLEITT DUGLEGIR” — segir Guðmundur G. Þórarinsson um niðurstöður skoðanakönnunar DB „Ég held, að þingmenn standi sig ákaflega mismunandi vel,” sagði Guð- mundur G. Þórarinsson verkfræðing- ur, þegar niðurstöður skoðanakönn- unar Dagblaðsins voru bornar undir hann. DB þótti fróðlegt að fá fram skoðanir Guðmundar, sem hefur fellt gamalgróinn þingmann, Þórarin Þórarinsson, í prófkjöri Framsóknar i Reykjavik og sækir nú hart að þing- mennsku. „Ég þekki þingmenn, sem leggja á sig feiknarlega vinnu, ferðast mikið um kjördæmi sín og eru stöðugt að lesa sér til og berjast fyrir málum," sagði Guðmundur. „Hins vegar grunar mig, að aðrir setji sig alltof lítið inn í málin. Ég held, að það sé eins og um aöra starfshópa, að þeir starfi ákaflega mis- munandi, en yfirleitt held ég, að þing- menn séu duglegir menn." - HH alltaf eítthvaó á PRJÓNUNUM NÝ VERSLUN Á GÖMLUM STAÐ! Við erum alltaf að stækka. Nú siðast að Laugavegi 37, úr 70 ferni i 140 ferm, allt á einni hæð. Ný verslun og allt nýjar vörur Já, við höfum alltaf eitthvað á prjónun- um!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.