Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRÍL 1978. 23 Hljómsveitin Stranglers kynnt: Þeirmuna tímana tvenna nýjasta platan, BlackAnd White verðurkynntí skíðaskálanumíHveradölum Þá hafa samningar vcrið undirrit- aðir um hljómleika ensku hljómsveit- arinnar Stranglers I Laugardalshöll- inni þann þriðja næsta mánaðar. Auk Stranglers skemmta Spilverk þjóðanna, hljómsveitin Poker og Gunnar Þórðarson þá um kvöldið. Það er þvi nær sanni aö nefna við- burð þennan popphátið fremur en hljómleika. Eins og áður hefur komið fram í Dagblaðinu er aðalerindi Stranglers hingað til lands að kynna enskum blaðamönnum nýjustu LP plötu sína, Black And White. Það er út- gáfufyrirtæki hljómsveitarinnar, United Artists, sem stendur straum af kostnaði þessarar óvenjulegu plötukynningar. Staðurinn, sem hef- ur orðið fyrir valinu fyrir kynning- una, er skiðaskálinn í Hveradölum. í fylgdarliði Stranglers verða auk blaðamannanna og aðstoðarmanna hljómsveitarinnar fjölmargir starfs- menn United Artists hvaðanæva að úr Evrópu og Bandaríkjunum. Að sögn Steinars Berg plötuútgefanda, sem hefur ásamt Sigurjóni Sighvats- syni haft hvað mestan veg og vanda af undirbúningi heimsóknarinnar, er mikill spenningur hjá þessum mönnum að sjá ísland og heyra hvað hérlendir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Auk þess sem þetta fólk verður á hljómleikunum í Laugar- dalshöll verður þvi boðið að líta á Hljóðrita í Hafnarfirði og skoða yfir- leitt allt það, sem vert er að berja augum sunnanlands. Ólikt fyrri hljómleikum erlendra hljómsveita hér á landi, þá er ekki markmiðið með hingaðkomu Stranglers að græða peninga, heldur er ferðin farin eingöngu í auglýsinga- skyni. Af þeim sökum er unnt að stilla aðgöngumiðaverði í hóf á hljómleikana. Sem stendur er reiknað með því að aðgangseyririnn verði 2.500 krónur, eða svipað og kostar að „skemmta” sér eitt kvöld á sveitaballi. Þekktasta nýbylgju- hljómsveitin Tónlist hljómsveitarinnar Stranglers er af þeirri tegund, sem kallast new wave og hefur á íslenzku verið nefnt nýbylgjutónlist. Enn sem komið er er nýbylgjutónlistinni oft og iðulega ruglað saman viö punk eða ræflarokk, enda mun fremur vera stigsmunur á milli fiessara tveggja tónlistartegunda fremur en eðlismunur. Stranglers þykja ein albezta ný- bylgjuhljómsveitin í Englandi þessa dagana. Tónlist hljómsveitarinnar er Jirátt og harðneskjulegt rokk þar sem bassaleikurinn spilar stóra rullu sem aðalhljóðfæri oft á tiðum. Þá er söngstíll meðlimanna ærið sérkenni- legur og minnir oft á rödd Jims heitins Morrison, sem söng með hljómsveitinni Doors til dauðadags. Upphaf Stranglers Sögu Stranglers má rekja allt aftur til vorsins 1975 er þeir Hugh Corn- well, Dave Greenfield, Jean Jacques Burnel og Jet Black tóku upp sam- starf. Áður hafði Cornwell starfrækt hljómsveitina Johnny Sox ásamt tveimur Svium og tveimur Banda- ríkjamönnum. En Svíarnir ákváðu að hverfa til lands feðranna og Jet Black trommuleikari kom i þeirra stað. Stuttu síðar ákváðu Banda- ríkjamennimir, sem höfðu flúið her- þjónustu, að fara einnig til Svíþjóð- ar. Um það leyti kom Jean Jacques Burnel bassaleikari til sögunnar. Stuttu siðar var hljómborðsleikarinn Dave Greenfield ráðinn og þar eð Johnny Sox var þar með orðinn að allt annarri hljómsveit en í upphafi, þótti tilvalið að breyta nafninu. Næsta LP plata á eftir var No More Heroes. Hún olli aðdáendum Stranglers nokkrum vonbrigðum. í heild er platan ekki nándar nærri eins sterk og Rattus Norvegicus, þó að þar megi finna ágætis lög, svo sem titillagið og English Towns. Jafnframt þótti fólki Stranglers ekki sýna nægilegar framfarir með No Mjre Heroes. Hljómsveitin var með • STRANGLERS hafa starfað saman síðan vorið 1975. Lengst til vinstri er Jean Jacques Burnel bassaleikari. Hann er 24ra ára gamall handhafi svarta beltisins I karate. Áður en hann gekk I Stranglers stóð til að hann tæki að sér kennslu I Japan. — Næstur Jean Jacques stendur Hugh Cornwell gitarleikari og söngvari. Hann er lifeðlisfræð- ingur að mennt, 27 ára gamall. Þá kemur Jet Black, 39 ára gamall trommuleikari. Hann átti áður nokkra ísvagna í London. Lengst til hægri er Dave Greenfield, sem leikur á orgel og önnur hljómborð. Hann er 26 ára gamall. Fyrstu mánuði ferils síns störfuðu Stranglers aðallega i bænum Guild- ford. En í desember 1975 komst hljómsveitin á samning hjá umboðs- skrifstofunni Albion og fljótlega upp úr því lá leiðin til Lundúna. Á fyrstu hljómleikunum í London léku Stranglers sem upphitunar- .hljómsveit hjá Alberto Y Los Trios Paranoias og gerðu litla lukku. Sú varð raunin næstu mánuðina að hljómsveitin var klöppuð niður hvað eftir annað og mun oftar en upp. Meðlimir Stranglers muna vel þessa þrengingatíma og Jean Jacques Burnel segir: „Vissulega vorum við ekki mjög góðir um þetta leyti, en við vorum ekki eins slæmir og músíkblöðin vildu vera láta.” 275 hljómleikar áári Árið 1976 rann upp og meðlimir Stranglers voru ákveðnir í því að gera nú enn betur en áður. Til þess að svo mætti verða þurftu þeir að sjálfsögðu að leggja talsvert á sig. Hljómsveitin hélt samtals 275 hljóm- leika það árið, — sem er sennilega meira en aðrar enskar nýbylgju- hljómsveitir gerðu samanlagt það árið. Það var ekki fyrr en um vorið '76, sem einhver árangur erfiðisins fór að sjást. Þá fengu Stranglers það hlut- verk að hita upp á hljómleikum fyrir Patti Smith. Við það tækifæri kvikn-' aði áhugi hljómplötufyrirtækja á tónlist hljómsveitarinnar, sem með- limirnir semja i sameiningu. í desem- ber það ár gerðu Stranglers og United Artists með sér samning. Þá, en ekki fyrr, fóru meðlimir Stranglers að geta gist i húsum á hljómleikaferðalögunum. Áður höfðu þeir þurft að sofa í bílnum, sem þeir fluttu hljóðfæri sín í og stundum í tjaidi. Þeir minnast jafn- vel þess tima, þegar þeir sváfu úti undir berum himni. Velgengnistímar Fyrsta litla platan, sem Stranglers .gerðu fyrir Umted Artists var með lögunum Grip og London Lady. Platan seldist þolanlega vel. Bæði þessi lög voru siðan á fyrstu LP plöt- unni, Rattus Norvegicus, sem hlaut aldeilis frábærar viðtökur. Slik var salan að platan komst i fjórða sæti enska vinsældalistans og var meðal tíu bezt seldu platnanna i hvorki meira né minna en 21 viku. Þessar góðu viðtökur eru í sjálfu sér ekkert undarlegar. Rattus Nor- vegicus er að mörgu leyti góð plata, ef fólk á annað borð sættir sig við nýbylgjurokk. Lög svo sem Peaches, Grip og Hanging Around, eru ágætis tónsmiðar og á sinn hátt vel flutt. öðrum orðum farin að endurtakaj sömu hlutina. Að undanförnu hefur ríkt dálítið sérstakt millibilsástand hjá Strangl- ers. Upptökum á plötunni Black And White lauk fyrir nokkru og þegar eru komin út tvö lög af henni. Þau eru Five Minutes og Rock It To The Moon. Almennt er álitið að nýja platan muni vera i beinu framhaldi af Rattus Norvegicus og No Mofc Heroes og blaðaskrif um hljómleika Stranglers að undanförnu lofa góðu. Á fornar slóðir Já, vel á minnzt, hljómleikarnir að undanförnu. Þeir hafa ekki verið haldnir í glæstum salarkynnum eins og margir gætu búizt við, þar eð Stranglers njóta nú mikilla vinsælda. Nei, meðlimirnir tóku upp á þvi óvenjulega tiltæki að heimsækja litlu klúbbana, þar sem þeir léku á mögru árunum 1975 og'76. Og þeir gerðu meira: Stranglersnafninu var gefið frí um tíma, en gamla heitið, Johnny Sox, tekið upp i staðinn. Hugh Cornwell útskýrði þetta til- tæki í blaðaviðtali: „Eftir alla þá velgengni, sem við urðum aðnjótandi í fyrra, þá þótti okkur sem við værum að glata tengslunum við uppruna okkar og það fólk, sem við lékum fyrst fyrir.” Þannig er staða mála, þegar við bíðum eftir því að fá að sjá og heyra hljómsveitina Stranglers. Platan Black And White, sem verður kynnt í Skiðaskálanum í Hveradölum, á að koma hljómsveiiin I á Bandaríkja- markað og viðhalda vinsældunum i Evrópu. Hvort það tekst skal ósagt látið. - ÁT • Vorum að fá sendingu af þessum vinsælu Malaguti 50 cc. bif hjólum Hjólin eru með dempara að framan og aft- an, á belgmiklum dekkjum sem gefa þeim mjög skemmtilega fjöðrun og mikið burðarþol. Hjólin eru sjálfskipt og sérlega einföld í akstri. Hjólin eru aðeins 34 kg. Bensíneyðsla 21 pr. 100 km. Hjól er henta allri fjölskyldunni. Fáanleg I rauðum og bláum lit. Verð kr. 177.000. Greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar Malaguti umb. á íslandi Karl H. Cooper bílavarahlutaverzlun Hamratúni I, Mosfellssveit. Simi 91-66216. Á Auto 78 14.—24. apríl kynnum við Malaguti bif- hjól og reiðhjól, IMAVA hjálma og annan vélhjóla- búnað. Hjólin vega aðeins 34 kg. Bensín- eyðsla 21 100 km.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.