Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRÍL 1978. EMEBIABW frýálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannos Reykdal. íþróttir Hallur Sfmonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Stainarsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Biaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurfls' son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Óiafur Geirsson, ólafur Jónsson, Ómar VakJimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlorfsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svoinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Drerfingarstjóri: Mór E.M. Halldórs son. Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aflal- simi blaflsins 27022 (10 línur). Áskrift 1700 kr. ó mónufli innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Fjárfestingarhneykslið Hvers vegna er lífskjörum okkar hætt? Hvers vegna horfa menn svartsýnir fram á veginn í atvinnumálum? Ein meginor- sökin er, að mikill hluti fjárfestingar hér á landi á undanförnum árum hefur farið í vitleysu en alls ekki runnið þangað, sem hagkvæmast hefur verið. Stjórnmálamenn hafa verið önnum kafnir í dansi eftir pípum þrýstihópa í sjávarútvegi og landbúnaði. Óhrekj- anlegt er, að fjárfesting skilar mestum arði fyrir þjóðar- búið, ef hún rennur til iðnvæðingar. Ekki höldum við uppi og bætum lífskjör okkar með því að þúsundirnar, sem koma á vinnumarkaðinn á næstu árum, snúi sér aðallega að verzlun og þjónustu. Ljóst er, að ný störf skapast ekki að neinu marki við sjávarútveg og landbún- að. Glöggir menn sáu fyrir mörgum árum, að fjárfesting í fiskiskipakaupum var komin í hreina vitleysu. Fjárfest- ing í framleiðslu offramleiddra landbúnaðarvara hefur verið enn meiri endaleysa. Fjárfesting í fiskvinnslu og fiskiskipum hélzt nokkuð í jafnvægi áratuginn 1950 til 1960, en upp úr því jókst fjárfesting ífiskiskipum miklumeira en í vinnslunni. Upp úr 1970 höfst skuttogaratímabilið. Stjórnmálamenn gengu fram í ofkeyrslu kaupa á þessum fiskiskipum. Hvert byggðarlag vildi fá skuttogara. Þótt þetta væri æskileg þróun fyrir mörg byggðarlög, fór hún út í öfgar, þegar á heildina er lítið. Niðurstaðan varð, að fjármuna- eign í fiskiskipum er orðin meira en helmingi meiri en í byggingum og vélum fiskvinnslunnar, eins og doktor Jónas Bjarnason sýndi fram á í kjallaragrein í Dagblað- inu í síðustu viku. Þessi æðislega fjárfesting i fiskiskipum í stað þess að nota stóran hluta fjárfestingarinnar til að hækka vinnslustig ísl. fiskafurða er dæmi um afglöpin í stjórn þessara mála. Þjóðhagslegra hefði verið miklu hagkvæm- ara að gæta hófs i kaupum á skipum til veiða í ofveidd- um fiskstofnum. Hér höfðu stjórnmálamenn í engu vit fyrir fjöldanum, þvert á móti. Stjórnmálamenn höfðu ennfremur forgöngu um gífur- lega fjárfestingu í landbúnaði, þar sem aðalvandinn var offramleiðsla, sívaxandi skattpíning á almenningi til að koma umframframleiðslunni í lóg. Fjárfesting hefur verið hlutfallslega mjög mikil hér á landi hin síðustu ár. Því mætti að óreyndu ætla, að nú hefði verið rennt stoðum undir velgengni þjóðarinnar í framtíðinni. En öðru er að heilsa. Ríkisvaldið hefur látið fjármagnið streyma til of mikilla skuttogarakaupa og of- framleiddra landbúnaðarvara. Ríkið hefur að öðru leyti beint fjármagni fólksins til vafasamrar Kröfluvirkjunar, járnblendiverksmiðju og þörungavinnslu, svo að dæmi séu tekin. Á hinn bóginn má nefna, að hlutur iðnaðarins af heildarútlánum hefur farið minnkandi hin síðari ár. Öll þessi saga fjárfestingarmála er hneyksli. Þar sem stjórnvöld hafa annað hvort haft forgöngu eða hefðu átt að láta til sín taka, hefur fjárstreyminu verið beint í vitleysu. Litlu sem engu hefur skipt, hvort fjárfesting væri arðsöm fyrir þjóðarbúið eða ekki. Stjórnmálamenn hafa dansað eins og þrýstihóparnir spiluðu. Frjálst (?) útvarp — eða ekkert er ókeypis 1 1 .......... Nokkur umræða hefur átt sér stað um það að undanförnu, hvort hér skuli leyfa svonefndan frjálsan út- varpsrekstur. Það er hvort einkaleyfi ríkisútvarpsins til útvarpsreksturs skuli afnumið. í þessu sambandi hefur margt verið sagt. Enn fleira er þó ósagt. Talsmenn hins frjálsa útvarps hafa sleppt ýmsum veigamiklum atriðum úr málflutningi sinum, sem þó er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir áður en menn móta afstöðu sina til málsins. Eins og þetta hefur verið sett fram, einkum í dagblaðinu Vísi, þá hefur helzt mátt skilja, að þetta kostaði sama og ekki neitt, það væru bara vondir kerfiskarlar og úrelt Iög, sem stæðu i veginum fyrir því að þjóðin fengi notið hins frjálsa útvarps. Sé betur að gáð, hygg ég að annað muni koma í ljós. Eðlismunur miðlanna Á prentmiðlum og ljósvakamiðlum (útvarpi og sjónvarpi) er eðlismunur. Aðeins fjárráð og pappírsmagn tak- marka það hverju er unnt að dreifa til almennings af prentuðu máli. Þar eru engar aðrar takmarkanir. Öðru máli gegnir um Ijósvakamiðlana. Ljós- vakinn getur eðli sínu samkvæmt ekki verið eign neins eða neinna, heldur hlýtur að vera þjóðareign. Bylgjusviðin, sem þar eru til umráða, eru þekktar og ákveðnar stærðir og þar er ekki hægt að koma fyrir nema ákveðnum fjölda útvarps- og sjón- varpsstöðva. Þar er þvi um náttúrlegar takmarkanir að ræða. Þessvegna er það lika svo hvarvetna, þar sem ég þekki til, að hið opinbera hefur hönd í - bagga um það hvernig rými ljósvakans er ráðstafað, og gilda þar strangar reglur. Það mun til dæmis óhugsandi hér á landi að koma við útvarpi á miðbylgju, en hinsvegar er á FM bylgju rými fyrir allmargar útvarpsstöðar. Meira að segja í Bandaríkjunum, sem tals- menn hins frjálsa útvarpsreksturs títt vitna til, eru strangar reglur i gildi um þetta efni. Og þrátt fyrir allt tal um frelsið þar er það mönnum þar í landi sívaxandi áhyggjuefni hve tökin á fjöl- miðlum, einkum þó útvarpi og sjón- varpi, hafa tilhneigingu til að safnast á fárra manna hendur. Því eru sem sagt veruleg takmörk sett hve mikið frelsi getur rikt í þessum efnum. Mín skoðun er sú, að það sé andstætt öllu eðli málsins að afhenda einkaaðilum öldur.ljósvakanssvo þeir geti notfært sér þennan fjölmiðil í hagnaðarskyni. Og það hversu „frjálst” slíkt útvarp yrði færi að sjálfsögðu eftir hagsmun- um eigendanna. Utvarpsstöð, sem yrði eign peningaaflanna t.d. heildsala og innflytjenda, eða samvinnu- hreyfingarinnar mundi að sjálfsögðu draga dám af eigendum sínum, og yrði kannski harla lítið „frjáls” er öllu væri á botninn hvolft. Aðeins fyrir Reykjavík, eða hvað? Látið hefur verið að þvi liggja, að rekstur útvarpsstöðvar mundi kosta svo sem sáralitið og að auglýsingar ættu að bera uppi allan kostnað. Það er rét.t, að stofnkostnaður mun ekki ýkja mikill við eina stöð, en þar er hinsvegar ekki nema hálf sagan sögð. FM stöðvar draga aðeins sjónlinu. t hæsta lagi 30-40 kilómetra. Þyrfti því allnokkrar stöðvar til, ef þetta ætti að vera útvarp fyrir alla landsmenn. Illllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Tryggingaeftir- lit og vátrygging- arstarfsemi - svar f orstöðumannsT ryggingaef tirlitsins iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiinumi Það er greinilegt að hin alkunna rannsóknarblaðamennska Dagblaðs- ins nær ekki enn þá inn á svið vá- tryggingarstarfseminnar í landinu. Grein sú er birtist í blaðinu 4. þ.m. merkt A.St. og fjallar um bifreiða- tryggingar er óræk sönnun þess. Blaðið kýs að fara með fleipur eitt og bera á borð alrangar og villandi upplýsingar um afkomu bifreiðatrygg- inga á undanförnum árum og um starfsemi Tryggingaeftirlitsins, í stað þess að kynna sér forsendur eftirlitsins að iðgjaldatillögum undanfarinna ára og að afla staðreynda í ársskýrslum eftirlitsins, sem blaðinu hafa verið sendar, um fjárhag vátryggingar- félaga, afkomu bifreiðatrygginga sér- staklega og um starfsemi Trygginga- eftirlitsins á undanförnum árum. Þá eru lög í landinu um vá- tryggingarstarfsemi (nr. 26/1973), sem eftirlitið starfar eftir og á að fram- fylgja. l Það voru nýmæli hér á landi, þegar lög voru sett á Alþingi 1973 um vá- tryggingarstarfsemi og eftirlit með vá- tryggingarfélögum.' Nokkrum árum áður hafði Vátryggingarfélagið h.f. orðið gjald- þrota og þegar Tryggingaeftirlitið tók til starfa 1. janúar 1974 varekki vitað með neinni vissu hve margir aðilar störfuðu við vátryggingarekstur, árs- reikningar starfandi félaga voru þannig úr garði gerðir margir hverjir, að enginn gat áttað sig á þeim, sum félögin gátu meira að segja litið vitað um stöðu sina og áhættu vegna ófull- komins bókhalds. Ein meginástæða þess, að sérstök löggjöf er hvarvetna sett um þetta efni, er sú að starfsenti vátryggingar- félaga er félagslegs eðlis. Hlutverk h*-irra er að bæta mönnum fjárhags- legt tjón, bæði eignatjón og likams- tjón, sem valdið getur stórfelldri röskun i lifi hvers einstaklings. önnur er sú, að vátryggingarfélög bera gífurlega áhættu i starfsemi sinni, áhættu, sem tekin er fyrirfram og skiptir hundruðum milljarða króna, jafnvel hjá litlu vátryggingarfélagi. Það er þvi markmið löggjafar á þessu sviði, að tryggja það annars vegar, að vátryggingarfélögin hafi á hverjum tima fjárhagslegt bolmagn til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart hinum tryggðu, og hins vegar að hinir tryggðu fái hagstæða vátryggingarvernd fyrir sanngjamt iðgjald. Markmiðið er að starfsemi af þessu tagi sé rekin á heilbrigðum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.