Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 3
DAGBLÁÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRlL 1978. N SIMINN GERIR EKKISKYLDU SÍNA Mynd sem Páll kom meö af garði sínum. Eins og sést er fegurðin lttil. Páll Símonarson, Heimahaga 18 Sel- fossi, hafði samband við blaðið og' sagði sinar farir ekki sléttar. 1 fyrra- sumar grófu menn frá Pósti og síma upp grasblettinn við hús hans og hafa síðan aldrei lokið við að koma öllu i samt lag aftur. Þegar blettur Páls var grafinn i sundur í fyrra var yfirvinnubann og var honum tjáð hjá Pósti og síma að ekki væru neinir menn til þess að lag- færa þær skemmdir sem bletturinn varð fyrir. En síðan er nærri ár og yfir- vinnubanninu löngu lokið. Páll sagði að í hvert sinn (og þáu eru mörg sinn- in) sem hann hefði ítrekað að gengið yrði frá bletti hans hefði öllu fögru verið lofað en aldrei gerðist þó neitt til úrbóta. Páll sagði þetta ástand mjög slæmt þvi for og drulla berst inn um allt hús til hans á meðan svona er. Hann sagðist vera viss um að símanum bæri skylda til að laga blettinn hans svo að hann yrði ekki verri en hann var fyrir gröftinn. Malarbílamir aka með ofsa- hraða á Vesturlandsveginum Anna skrifar: „Rosalega leyfa malarflutningabíl- amir á Vesturlandsveginum, nánar til- tekið ofan úr Mosfellssveit, sér að aka ógeðslega hratt. Ég er í rauninni alveg gáttuð á að ekki skuli hafa orðið mörg banaslys af þeirra völdum. í morgun ók ég ofan úr Mosfells- sveit og var komin í tæplega 80 km hraða. Þá kom fullhlaðinn malarflutn- ingabíll og ók fram úr mér, meira að segja á kafla vegarins þar sem bannað er að aka fram úr. Malarbillinn var fullhlaðinn og fór svo hratt að við borð lá að hann hyrfi úr augsýn á svip- stundu! Ég þori að veðja að hann var að minnsta kosti á 100 km hraða ef ekki meir. Mér er til efs að bíllinn hefði getað stoppað þótt líf hefði legið við. Ég held að lögreglan ætti að reyna nýju hraðamælingartækin sín á þess- um vegi.” Raddir lesenda Ætlar þú í siglingu í sumar? Steinunn Guðný Magnúsdóttir bók- haldari: Já, ég er einmitt á förum næstu Jaga. Ferðinni er heitið til Kanaríeyja og eru þær algert uppáhald. Ætli ég hafi ekki fariðsvona 10—11 sinnum. Magnea Öiafsdóttir skrifstofustúlka: Það er verið aðspái það að fara til Kaup- mannahafnar. Ég hef einu sinni áður komið þangað. Framhalds- þætti Saltkráku E.A. skrifar: Ég vil vekja athygli forráðamanna sjónvarpsins á að taka til sýningar framhaldsþætti um Saltkrákuna. Þeir hafa aldrei verið sýndir hér en yrðu ef- laust vel þegnir hjá yngri sem eldri. Þessir þættir voru sýndir í Sænska sjónvarpinu i vetur og hétu „Vi bor pá Saltkrákan”. Hljómbur ðurinn einmitt eins og þú óskar þér hann... Auður Rafnsdóttir nemi: Alveg örugg- lega ekki. Hef bara ekki efni á þvi. Ásgeir Ármannsson bókbindarj: Alveg örugglega. Ég fer til Norðurlanda og hef farið þangað ótal sinnum. (mótsetningu viðöllönnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn fyrirað þú hlustirá uppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 khlz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Helgi Jónsson bóndi: Það væri gaman að geta það, en ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Verð hr. 29.255.- FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 , fiekking /tynsla Þjonust Dagur Ásgcirsson skrifstofumaður: Ég reikna alls ekki með því. Ég hef nú látið innanlandsferðalög nægja mér. Ætlið þið kannski að bjóða mér?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.