Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRÍL 1978. 21 G Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 8 UEFA-von Celtic fer dvínandi Þrjú klaufamörk Latchford og Jóhannes Eövaldsson hefur aldrei leikid betur með Celtic en nú Celtic tapaAi óvænt fyrir Clydebank, neðsta liðinu í úrvaldsdeildinni skozku, á lau}>ardag eftir gott gengi á leikjunum á undan. Leikurinn var hrein martröð fyrir Celtic, Peter Latchford, sem átti alla sök á mörkunum þremur, sem Celtic fékk á sig. Clydebank sigraði með 3-2. Clydebank skoraði fyrsta markið í leiknum eftir 10 min. Latchford missti þá knöttinn fyrir fætur eins sóknar- manns Clydebank, sem skoraði. George McClusky jafnaði fyrir Celtic og Burns náði forustu fyrir leikhlé 1-2. Leikmenn Celtic fengu góð tækifæri til að skora í báðum hálfleikjum en tókst bó ekki að koma knettinum oftar í mark Clydebank. Hins vegnar skoraði Clyde- bank tvívegis í siðari hálfleiknum. Fyrra markið var nákvæmlega eins og fyrsta mark leiksins. Latchford missti knöttinn og Jim Lumsden skoraði. Sigurmark Clydebank var enn verra — beint úr markspyrnu frá marki Clydebank. Latchford hrópaði þá til Frank Munro, sem hafði komið inn sem varamaður fyrir MacDonald, sem meiddist i leikn- um, „ég hef knöttinn," en knötturinn small í völlinn og hoppaði yfir Latchford i markið. Keppnin um meistaratitilinn er mjög hörð milli Aberdeen og Rangers. Bæði lið sigruðu á laugardag. Joe Harper og McMaster skoruðu mörk Aberdeen gegn Partick, en Derek Johnstone, tvö, Gordon Smith, tvö, og John Gregg fyrir Rangers i sigrinum í Ayr. Úrslit urðu annars þessi: Ayr — Rangers 2-5 Clydebank — Celtic 3-2 Motherwell — Dundee U td. 0-1 Partick — Aberden 0-2 'St. Mirren — Hibernian 3 0 Jóhannes Eðvaldssonhefurleikiðn’jög vel með Celtic siðustu vikurnar — scnni- lega aldrei betur á leikferli sinum hjá Celtic. Fengið mjög háar einkunnir í skozku blöðunum — oftast þær hæstu af Celtic-leikmönnunum. Það er ekki til umræðu hjá Jock Stein, framkvæmda- stjóra Celtic. að Jóhannes fari frá Celtic nú — og Stein svarar ekki bréfum um fyrirspurnir um Jóhannes. Hins vegar hefur DB frétt, að Jóhannes muni ræða sín mál við Stein eftir leiktimabilið og þá kann að koma hreyfing á „sölumál hans”. Eins og kunnugt er óskaði Jóhannes þess í vetur að vera settur á sölulista Celtic. Staðan í úrvaldsdeildinni er nú þann- ig: Aberdeen 33 20 8 5 63-26 48 Rangors 31 20 6 5 67-38 46 Hibemian 31 14 5 12 44-36 33 Motherwell 33 13 7 13 45-44 33 Dundee Utd. 29 12 8 9 32-23 32 Celtic 30 13 4 13 49-41 30 St. Mirren 32 10 8 14 46-51 28 Partick 31 11 5 15 39-52 27 Ayr 31 7 5 19 30-62 19 Clydobank 29 4 6 19 17-52 14 NærSuper- Macköpp- unum frægu? Nær Malcolm MacDonald — Super-Mac — miðherji Arsenal köppunum frægu? — Það er nú stóra spurningin á Englandi. Mac- Donald hefur skorað í hverri um- ferð ensku bikarkeppninnar á þessu ári — og ef hann skorar i úr- slitaleiknum gegn Ipswich 6. maí leikur hann sama afrek og sex frægir kappar eftir siðari heims- styrjöldina. Þeir Stan Mortensen, Blackpool, Jack Milburn, New- castel, Nat Lofthouse, Bolton, Charles Whyman, Preston, Jeff Astle, West Bromwich, og Peter Osgood, Chelsea, skoruðu i öllum leikjum liða sinna i bikarkeppn- inni. Allir miðherjar i enska lands- liðinu hér á árum áður nema Why- man — og Mortensen, Milhurn og Lofthouse meðal stærstu nafna i enskri knattspvrnu. - hsím. PSV meistari PSV Eindhoven varö hollenzkur meistari í knattspyrnu á laugar- dag, þegar liðiö vann hættulegasta mótherja sinn, Twente Enschede, 3-1 í Eindhoven. PSV hefur nú 51 stig eftir 31 leik — sjö meira en Twente og aðeins þrjár umferðir eru eftir. PSV hefur ekki tapað leik i 1. deild á keppnistimabilinu. Reykjavíkurmótið: Víkingur skoraði4 — en KR og Þróttur gerðu jafntefii Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hófst á laugardag — þá mættust KR og Þrótt- ur. Með sanni má segja að liðin hafi mætzt á miðri leið — stórveldið KR á leið í 2. deild og Þróttur upp i I. deild. Það fór svo að KR og Þróttur skildu jöfn — Sigurður lndriðason kom KR yfir i fyrri hálfleik en Páll Ólafssön svaraði fyrir Þrótt í siðari hálfleik. Þá mættust i gær á Melavellinum I. deildárlið Vikings og 2. deildarlið Ár- manns. Eftir.markalausan fyrri hálfleik fóru Vikingar i gang i síðari hálfleik — og nýliðar Vikings voru þá í sviðsljósinu. Jóhann Torfason kom Viking yfir þegar á 4. rnin. s.h. en Jóhann gekk úr KR i Viking. Annað mark Vikings skoraði Viðar Eliasson — kom til Vik- ings á siðasta ári frá IBV en var frá lengst af siðastliðið sumar vegna meiðsla. Helgi Helgason. enn einn ný- liði. frá Völsungi á Húsavik. kom Viking í 3-0 með laglegu marki. Loks skoraði Arnór Guðjohnsen. félagi Helga i ung- lingalandsliðinu fjórða mark Víkings með hörkuskoti. 4-0 — þeir Jóhann. Helgi og Arnór skoruðu i sinum l'yrsta- leik með Víking. Kölnog Borussia efst Eftir ieikina í 1. deild vestur-þýzku knattspyrnunnar eru Köln og Borussia Mönchengladbach enn efst og jöfn að stigum með 44. Köln er með betri markatölu. Hertha Berlín er i 3ja sæti með 38 stig, Stuttgart og Dússeldorf hafa 37 stig. Úrslit: 1860-Múnchen—Bayern 1-1 Hertha — Saarbrúcken 1-1 Kaiserslautern*— Köin 0-2 Gladbach — Schalke 2-1 Hamborg —- Dortmund 4-1 Duisburg — Brunswick 3-1 Stuttgart — Dússeldorf 1-1 Bochum — St. Pauli 4-0 Frankfurt — Bremen 0-2 TANGO-LUXUS RAÐSOFASETT Einn stóll eða fleiri, allt eftir efnum og ástæðum, síðan Tango-hornborð og fleiri borð. Þá erkomið Tango-luxus raðsófasett Allir möguleikar með áklæði. m GRENSASVEG (HREYFILSHUSK)1 SÍMAR: 85944 OG 86070

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.