Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRÍL 1978. ........... " 1 ' Byltingartilraun f Byltingartilraun var gerð i Sómalíu í gær, en var brotin á bak aftur á fáum klukkustundum. Hernaðaryfirvöld i Sómaliu hafa treyst sig í sessi eftir byltingartilraunina. Að byltingartilrauninni stóð litill hópur yfirmanna i Sómalíuher og hópur manna i búðum vestur af höfuðborg Sómalíu, Mogadishu. Sam- kvæmt upplýsingum herstjórnarinnar er ekki vitað til þess að byltingarmenn- irnir hafi haft pólitiskan stuðning. Allt var með kyrrum kjörum aðeiris nokkrum klukkustundum eftir hina misheppnuðu tilraun og að sögn Sómalíu stjórnarinnar í Mogadishu voru upp- reisnarmenn ýmist drepnir, teknir höndum eða reknir á flótta. Að undanförnu hefur gætt mikils óróa í þeim herdeildum, sem mest á mæddi í stríðinu í Ogadeneyðimörk- inni, þar sem Sómaliumenn biðu ósigur fyrir Eþiópíumönnum, sem studdir voru af kúbönskum og sovézk- um hersveitpm. Harðar deilur um nifteinda- sprengjuna í V-Þýzkalandi rikin um takmörkun á vígbúnaðarkapp- hlaupinu. „Ef Sovétmenn eru ekki tilb- únir til slikra viðræðna þá eru ekki miklar líkur á því að hægt verði að koma i veg fyrir framleiðslu nifteindasprengj- unnar.” V-þýzka stjórnin réðst harkalega að Frans Josef Strauss leiðtoga hins hægri sinnaða kristilega sósíalistaflokks í gær. Stjórnvöld ásökuðu Strauss fyrir opin- skáa gagnrýni á ákvórðun Carters um að hætta við framleiðslu nifteinda- sprengjunnar. Strauss var ásakaður fyrir að skapa vandræði milli ríkja með óyfir- veguðum og ótimabærum yfirlýsingum. Strauss lýsti því yfir að Carter væri fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem gæfist upp fyrir rússneska „keisaranum.” Hin íhaldssama stjórnarandstaða í V- Þýzkalandi hefur gagnrýnt þá ákvörðun Carters Bandarikjaforseta að fresta framleiðslu nifteindasprengjunnar. Nift- eindasprengjan eyðir lífi en ekki her- gögnum eða mannvirkjum. Manfred VVörner talsmaður Krisli- lega demókrataflokksins í varnarmálum sagði í viðtali við dagblaðið Bild am Sonntag: „Ég voná að Carter forseti muni breyta afstöðu sinni vegna mikillar gagnrýni sinnar eigin þjóðar og i Evrópurikjunum. Við vonumst til þess að hann endurskoði ákvörðun sina og láti siðan hefja framleiðslu nifteinda- sprengjunnar.” Hann sagði að Evrópu- rikin myndu a.m.k. krefjast þess að Carter tryggði tilslökun Sovétmanna ef nifteindasprengjan yrði ekki framleidd. „Sovétrikin ættu þá að fækka í skrið- drekaflota sinum og hætta við fram- leiðslu SS-20 flauganna, sem eru 2000 sinnum áhrifarikari en nifteindasprengj- an,” sagði Wörner ennfremur. Þá bætti hann því við að v-þýzlt stjórnvöld ættu að nota sér heimsókn Brezhnevs forseta Sovétrikjanna til V- Þýzkalands í næsta mánuði til þess að ýta á eftir þessum kröfum. í sama blaði var einnig rætt við Alfons Pawelczyk varnarmálasér- fræðing Sósíaldemókrataflokksins, sem er við stjórn. Hann sagði að Bandaríkin ættu þegar að hefja viðræður við Sovét- • Eldhröð pappírsfærsla (11 lín./sek.) • Eldhröð prentun • Leyfilegt er að draga pappfrinn upp með hendinni • Bæði Ijósaborð og strimill (mod 2251) • Stórir og skýrir stafir • Fullkomin kommusetning GISLIIJOHNSEN H Vesturgata 45 Reykjavík sími 27477 Frans Josef Strauss hefur ásakað Carter fyrir það að vera fyrsti Bandaríkjaforset- inn, sem er undirgefinn „Rússakeisara.” Bretland: Alkóhólismi kominn á alvarlegt stig Dagflug á föstudögum. Heillandi sumarleyfis- staður náttúrufegurð, góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanalíf og litríkt þjóðlíf Andalusiu. Margt um skoðunar- og skemmtiferðir, til Afríku, Granada og Sevilla. Nú bjóðum viö eftirsóttustu lúxusíbúðirnar Playamar við ströndina í Torremglinos, Playamar er með glæsilegum útivistarsvæðum, sundlaugum og leikvöllum, loft- kældar lúxusíbúðir. Einnig Hótel Don Pablo. Eigin skrifstofa Sunnu í Torremolinos með þjálfuðu starfsfólki. Barnagæsla og leikskóli. Farið verður: 13. og 28. maí, 2., 16. og 22. júní, 7., 12. og 28. júlí, 3., 4., 11., 18., 24. og 25. ágúst, 13. og 15. sept. Pantið tímanlega. Alkóhólismi i Bretlandi er kominn á mjög alvarlegt stig, að þvi er alþjóðleg ráðstefna um drykkjusýki greindi frá. Næstum jafnmargar konur fá nú með- höndlun við alkóhólisma í Bretlandi og karlmenn. Talsmaður ráðstefnunnar Bill Kenyon sagði að ástandið væri ógnvekj- andi. Meira en helmingur þeirra sem koma til meðferðar er undir fertugu og sifellt fjölgar þeim sem þjást af drykkju- sýki undir þrítugu. Kenyon sagði einnig að eftirtektar- verð væri hin mikla aukning kvenna. sem orðið hafa áfenginu að bráð. Fyrir sjö árum voru karlar sem fengu meðferð gegn alkóhólisma sex til sjö sinnum fleiri en konur. en nú nálgast konur það að vera jafnmargar og karlar. Nýlegar rannsóknir benda til þess að flestir alkóhólista séu í hjónabandi og eigi börn, og á það við bæði karla og konur. PLAYAMAR BANKASTRÆTI 10. SIMAR 16400 - 12070 - 25060 - 29322 HM Erlendar fréttlr

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.